Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 14
152,6 milljarðar í viðbót
» Í samantekt Creditinfo eru
kröfur í þrotabú einstaklinga
ekki taldar með.
» Samkvæmt upplýsingum frá
Creditinfo eru lýstar kröfur í
þrotabú einstaklinga 103 millj-
arðar í ár, 24,9 milljarðar í
fyrra og 16,3 milljarðar 2012.
» Kröfurnar voru 8,4 millj-
arðar króna 2011 og aðeins 28
milljónir króna 2010.
» Samanlagt eru kröfurnar á
þessum árum tæplega 152,6
milljarðar króna.
» Samanlagðar kröfur ein-
staklinga og lögaðila eru því
1.035 milljarðar á tímabilinu.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samanlagðar kröfur í þrotabú lög-
aðila frá ársbyrjun 2010 nema um
882,5 milljörðum króna og um 152,6
milljörðum króna hjá einstaklingum.
Það eru samtals 1.035 milljarðar, eða
um 23-faldur rekstrarkostnaður
Landspítalans á einu ári.
Jóhannes Stephensen, vörustjóri
hjá Creditinfo, segir fyrirtækið taka
tölur um kröfurnar saman eftir birt-
ingu auglýsingar um skiptalok í Lög-
birtingablaðinu.
„Eftir gjaldþrotaúrskurð lögaðila
skipar dómari skiptastjóra sem sér
um búskiptin. Búskipti taka mismun-
andi langan tíma, en yfirleitt ekki
meira en hálft ár. Hins vegar taka
stór og flókin bú lengri tíma. Þegar
skiptum er lokið auglýsir skiptastjóri
skiptalok í Lögbirtingablaði, yfirleitt
gerist það skömmu eftir að skiptum
er lokið en til eru dæmi um að auglýs-
ing skiptaloka hafi dregist. Í skipta-
lokaauglýsingum koma fram upplýs-
ingar um lýstar kröfur og hvað fékkst
upp í þær kröfur sem meðfylgjandi
tölur byggjast á.“
Staðfestir „kennitöluflakk“
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís-
lands, segir þessar fjárhæðir ekki
koma á óvart. „Þetta staðfestir það
sem við höfum sagt varðandi kenni-
töluflakkið. Þótt að sjálfsögðu sé það
ekki þannig að öll gjaldþrot og þar
með kröfur séu tilkomnar vegna
kennitöluflakks, þá staðfestir þetta að
umtalsverður hluti af þessum töpuðu
kröfum er vegna kennitöluflakks. Það
hefur líka verið gerður ágreiningur
um það hvort kröfurnar séu endilega
réttar. Þannig eru opinber gjöld áætl-
uð með álagi. Á móti kemur hins veg-
ar að það er alls ekki þannig að öllum
kröfum í þrotabú sé lýst. Almennum
kröfum er oft ekki lýst vegna þess að
aðilar vita fyrirfram að þeir fá hvort
sem er ekkert upp í þær. Það er að-
eins vinna og tilkostnaður fólginn í því
að lýsa slíkum kröfum.“
Flytja verðmæti úr félögum
– Hvað segir þetta um stöðu fyrir-
tækja á Íslandi?
„Þetta segir tvennt í mínum huga.
Annars vegar er það svo að einhver
hluti atvinnulífsins er enn þá að kljást
við hrunið og afleiðingar þess. Þetta
segir okkur líka að umtalsverður hluti
af atvinnulífinu og fyrirtækjum er að
nota gjaldþrot sem aðferð til þess að
hreinsa sig af skuldum og ábyrgðum
og koma sér þannig undir skyldum
sínum gagnvart samfélaginu,“ segir
Halldór og vísar til greinargerðar
ASÍ frá því í fyrrahaust. Sagði þar að
lýsa mætti „kennitöluflakki sem
skipulagðri aðgerð forsvarsmanna
þar sem verðmæti eru tekin út úr einu
félagi og sett í annað félag en skuldir
og aðrar skuldbindingar skildar eftir
og félagið síðan sett í þrot“.
Það var mat ASÍ að kennitöluflakk
hefði á síðustu árum kostað sameigin-
lega sjóði landsmanna a.m.k. millj-
arðatugi. Þá búi fyrirtæki sem standa
skil á sínu við skekkta samkeppnis-
stöðu, ásamt því sem birgjar og aðrir
sem hagsmuna eiga að gæta geti farið
í þrot vegna tapaðra krafna.
Meðal tillagna ASÍ til að sporna
gegn slíkri starfsemi er að bætt skuli
við reglu „sem kveði á um að einstak-
lingar, sem hafa verið í fyrirsvari fyrir
tvö félög sem tekin hafa verið til
gjaldþrotaskipta á þriggja ára tíma-
bili, glati hæfi sínu til að vera í fyrir-
svari fyrir félög með takmarkaða
ábyrgð í þrjú ár“.
Þúsund milljarðar í kröfur
Kröfur í þrotabú lögaðila og einstaklinga frá ársbyrjun 2010 eru 1.035 milljarðar
Samanlagðar jafnast kröfurnar á við rekstrarkostnað Landspítalans í 23 ár
Lýstar og innheimtar kröfur í þrotabú
Tímabilið 21. apríl 2009 til 22. apríl 2014
Ár
2010
2011
2012
2013
2014
Samtals
Höfuðstóll
2.773.454.726
218.418.607.435
181.172.677.938
292.834.805.006
187.296.914.105
882.496.459.210
Innheimtar kröfur
2.698.080
6.044.982.954
5.366.346.343
4.238.440.833
8.472.689.240
24.125.157.450
Heimild: CreditinfoMorgunblaðið/Ómar
Þrot Fjöldi lögaðila og einstaklinga
hefur farið í þrot síðustu ár.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum
og styrktu Bleiku slaufuna um leið
Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.
ein öruggustu dekk sem völ er á
ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum
breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja
eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla
Bíldshöfða 5a, Rvk
Jafnaseli 6, Rvk
Dalshrauni 5, Hfj
Aðalsímanúmer
515 7190
Opnunartími:
Virka daga kl. 8-17
Laugardaga: sjá MAX1.is
Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingumMAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is
MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út nóvember
og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins.
SENDUM UM ALLT LAND
Flutningur með Flytjanda
500 kr. hvert dekk
Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta)
MAX1&
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Tekjudreifing og það hvernig hún er
mæld var á meðal þeirra viðfangsefna
sem rædd voru á málstofu Rann-
sóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt
sem haldin var í gær. Málstofan fór
fram í fundarsal Gamma í Garða-
stræti og var í tilefni af útgáfu nýrrar
bókar, Tekjudreifing og skattar, hjá
Almenna bókafélaginu.
Framsögumenn á málstofunni
voru þeir Corbett Grainger, prófess-
or við Wisconsin-háskóla, Ragnar
Árnason, prófessor við Háskóla Ís-
lands, og Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grainger fór í máli sínu yfir tvær
lausnir á fiskveiðivandanum, skatt-
lagningu eða úthlutun afnotaréttinda,
og bar þær saman. Sagði hann að ís-
lenska kvótakerfið hefði heppnast
mjög vel og hvatt til fjárfestinga í
auðlindinni.
Ragnar Árnason fór yfir mælingar
á tekjudreifingu og ýmsar hugs-
anavillur sem gerðu gjarnan vart við
sig. Sagði hann það að ætla sér að
lýsa tekjudreifingu með einni tölu
vera svipað og að ætla sér að lýsa
reiðhjóli út frá einum útlitsþætti.
Hannes Hólmsteinn ræddi síðan
kenningar franska hagfræðingsins
Thomas Pikettys um vaxandi ójöfn-
uð. Hannes segir bók Pikettys vera
mikið verk, jafnvel afreksverk. „En
þegar að er gáð eru margar tölur
hans hæpnar. Hann ofmetur tekjur
ríks fólks og vanmetur tekjur fátæks
fólks á Vesturlöndum og horfir fram
hjá því að tekjudreifingin hefur tví-
mælalaust orðið jafnari í heiminum
sem heild síðustu áratugi.“ Hannes
segir að hann telji eðlilegar skýringar
að finna á því að sumir hafi farið langt
fram úr öðrum í tekjuöflun, eins og
stækkun vestræna markaðarins í
heimsmarkað. „Auðvitað er krafa Pi-
kettys um alþjóðlegan ofurskatt á
stóreignamenn og hátekjufólk líka í
senn óraunhæf og hættuleg. Atvinnu-
stjórnmálamenn og embættismenn
hafa þegar nægilegt vald. Það er ekki
á það bætandi,“ segir Hannes að lok-
um.
Morgunblaðið/Kristinn
Málþing Ragnar Árnason, Corbett Grainger og Hannes H. Gissurarson.
Kvótakerfið hvetur
til fjárfestinga
Kirkjuþing 2014 verður sett klukkan
09.00 í dag í Grensáskirkju í Reykja-
vík. Magnús E. Kristjánsson, forseti
kirkjuþings, Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, innanríkisráðherra, og Agnes
M. Sigurðardóttir, biskup Íslands,
munu flytja ávörp við þingsetn-
inguna.
Fyrir Kirkjuþingi 2014 liggja 29
mál. Þeirra á meðal eru tillögur um
skipulag þjónustu kirkjunnar og
prestsþjónustunnar í landinu, fjár-
mál þjóðkirkjunnar, drög að frum-
varpi til nýrra þjóðkirkjulaga og
endurskoðuð jafnréttisáætlun þjóð-
kirkjunnar. Einnig liggja fyrir til-
lögur um stefnumótun í samkirkju-
málum og breytingar á starfsreglum
um kirkjutónlistarmál.
Þá verður kosið í ýmsar nefndir
og embætti á þinginu. Forseti
kirkjuþings verður kjörinn við upp-
haf þingsins og einnig verður kosið
nýtt kirkjuráð við lok umræðu á
þinginu. Gert er ráð fyrir að kirkju-
þing standi fram í næstu viku, lík-
lega til miðvikudagskvölds.
Kirkjuþing
2014 sett
Morgunblaðið/Arnaldur
Grensáskirkja Kirkjuþing 2014 fer
fram í Grensáskirkju.
Fyrir þinginu
liggja 29 þingmál