Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 ✝ Herdís KristínBirgisdóttir fæddist á Húsavík 15. júlí 1926. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga, Húsavík, 16. október 2014. Herdís var dóttir hjónanna Aðal- bjargar Jónsdóttur og Birgis Stein- grímssonar. Hún giftist Sigurði Hallmarssyni hinn 15. september 1951. Börn þeirra eru Hallmar, kvæntur Sigríði Sigþórsdóttur, Katrín, gift Stefáni Guðmundssyni, og Aðalbjörg, gift Ragnari Emils- syni. Barnabörn Herdísar eru níu talsins og barna- barnabörn fjögur. Herdís bjó lengst af á Húsavík, var virkur þátttakandi í félagslífi staðarins og áberandi í starfi Leikfélags Húsa- víkur um áratugi. Síðustu ár bjó hún með manni sínum í íbúðum aldraðra, Vallholtsvegi 17. Útför Herdísar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 25. októ- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma Dísa hefur fengið hvíldina. Kveð ég hana með mikl- um söknuði en fyrst og fremst þakklæti. Amma Dísa var einstök kona, mér finnst að allt það góða í heiminum hafi endurspeglast í henni. Hún trúði á það góða í fólki, fordómaleysið var algjört og nægjusamari manneskju hef ég aldrei kynnst. Amma var mér einna kærust og mín fyrirmynd í lífinu. Ég hef reynt að tileinka mér hennar lífsviðhorf því hún er sú sem hefur haft hvað mest áhrif á líf mitt. Ég var ætíð velkomin á heimili hennar og afa Didda, hvort sem það var til að fá ömmumat, því mér líkaði ekki „nútímalegi“ maturinn heima hjá mér eða bara til að njóta samvista með þeim. Amma Dísa sýndi mér ótakmarkaða þolinmæði, ég fékk að taka þátt í lífinu með henni hvort sem það var að fara með henni í vinnuna, í leikhúsið kvöld eftir kvöld eða bara sitja við eld- húsborðið og spila eða leggja kapla saman. Hún las heilu og hálfu bækurnar fyrir mig og sagði hverja söguna á fætur ann- arri bara fyrir mig. Aldrei skammaði hún mig þótt stundum hafi verið ástæða til. Það var allt- af gaman hjá ömmu Dísu, ég hreinlega elskaði að vera hjá henni. Þar leið manni vel, því hvar sem hún var skapaðist sér- stakt andrúmsloft sem maður fann hvergi annars staðar, ein- hver ró, friður og öryggi. Þær eru mér sérstaklega minnisstæðar helgarnar þegar afi fór að skemmta og ég fékk að vera hjá ömmu og „gæta“ henn- ar. Þá fórum við á litla brúna bílnum hennar niður í sjoppu og keyptum töluvert magn af sæ- tindum og höfðum jafnvel kók- osbollur í kvöldmat. Ég var svo heppin að hafa ömmu lengi í lífi mínu og dætur mínar náðu að kynnast henni, þó ég hefði viljað að þær hefðu feng- ið miklu lengri tíma. Ég mun segja litlu stúlkunum mínum frá henni og kenna þeim vísurnar og sögurnar sem hún kenndi mér. Elsku besti afi minn, við mun- um standa saman í að halda minningu yndislegrar konu á lofti og ylja okkur við þær. Katrín Ragnarsdóttir (Kata litla). Hér sit ég og reyni að skrifa mína hinstu kveðju til elsku ömmu minnar Dísu. Með kökk í hálsinum og tárin í augunum rifja ég upp allar dásamlegu minningarnar sem ég á um hana. Amma var einstaklega hlý og blíð svo það var alltaf gott að vera í kringum hana. Hún vildi alltaf vita hvernig gengi í skól- anum og var ætíð tilbúin að hjálpa. Ég elskaði að vera í pöss- un hjá ömmu. Það var svo gott að liggja í holunni hans afa og hlusta á hana lesa fallegu söguna sem við lásum alltaf saman. Amma fór alltaf með ljóð fyrir okkur barnabörnin, söng og lék fyrir okkur leikrit. Hún fór með okkur í berjamó og við bökuðum alltaf saman fyrir jólin. Amma Dísa kenndi mér líka margt í gegnum ævina. Hún kenndi mér að spila á spil og tókst með mikilli þolinmæði og þrautseigju að kenna mér að prjóna. En það mikilvægasta sem hún kenndi mér var að koma eins fram við alla. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig elsku amma mín. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, ég er þér óend- anlega þakklát. Þín Elín. Í móðurætt minni er ákveðinn andi, það er viljinn til hinna góðu verka og draumurinn um fagurt mannlíf sem fann frjóan svörð í aldamótakynslóð ömmu minnar og afa. Svo sannarlega var ekki alltaf auðvelt að sjá drauminn rætast, heimsstyrjöld, farsóttir og berklar setja sitt mark á þá kynslóð. En svo kemur betri tíð, ömmu og afa fæðast þrjú börn á þriðja áratugnum, eitt til viðbót- ar síðar en Herdís fæðist sum- arið 1926. Hún verður auga- steinn ömmu sinnar og nöfnu, Herdísar Benediktsdóttur. Þær eiga saman trúnað og Dísa sem er næm og áhrifagjörn drekkur í sig sagnir og ljóð við fótskör ömmu sinnar. Í Dísu koma list- rænir hæfileikar og gott náms- upplag fram, hana langar í menntaskóla en það tíðkaðist ekki. En hún fer í leiklistarskóla til Lárusar Pálssonar í einn vet- ur. Hún á sér draum og kynslóð hennar á sér draum og hann er sá að láta loks drauma kynslóð- anna á undan rætast í sér. Dísa var hógvær, laus við alla tilgerð, minnug og ræðin og fangaði athygli með sterkri nær- veru. Hún var viðkvæm og næm og heilsaði manni alltaf af slíkum hlýleika að mér fannst ég ekki hafa unnið fyrir honum. En hún var líka sterk og heilsteypt, ein- staklega vel gerð manneskja og þessir eðliskostir ásamt fallegri söngrödd gerðu hana að hæfi- leikaríkri leikkonu, hún lék fjöl- mörg stór hlutverk með Leik- félagi Húsavíkur, oft á móti manni sínum, Sigurði Hallmars- syni. Hún var eins og tíðkaðist húsmóðir með stórt heimili en hafði listina í hjáverkum. Sterk réttlætiskennd, einurð og seigla skilaði henni hinsvegar ævinlega burðarhlutverki hvar sem hún fór. Og í mínum æskuheimi var Dísa í einu af stóru hlutverkun- um, mamma og pabbi og Dísa og Diddi voru aldavinir og áttu sam- veru heilu sumrin. Á þá vináttu bar aldrei skugga og oft var ótrúlega glatt á hjalla, ískrandi kátína þar sem farið var á kost- um í sögu og leik. Á heimili Dísu á Álfhól á Húsavík var opið hús fyrir gesti og gangandi og eng- inn lykill til að húsinu. Lengi var hægt að sækja þann heim heim, hann reis á ný í hverri heimsókn til þeirra hjóna, fullur af sögum, fjöri og kynt undir á harmon- ikku. En svo vinnur tíminn sitt verk, heimurinn stendur um sinn þó kvarnist úr, ástvinum fækkar, við segjum af þeim sögur og bæt- um þeim við í huganum og sam- verunni, en svo koma tímamót, heimurinn hverfur nema í minn- ingunni, það verða aðrir tímar. Það er til mynd af Dísu frá því hún er ung, hún er undurfríð með sérstakt gleðiblik í augun- um. Þar gat líka jafnskjótt birst annað blik af angurværð, en það var kennd sem hún viðurkenndi að læddist auðveldlega að henni. Á síðari árum þegar systurnar hittust þrjár og fóru saman í berjamó eða ferðalög var gleðin ævinlega með þeim, þær rifjuðu upp gamla tíma og þá gat það auðveldlega gerst að Dísu vökn- aði um augu, því það er þannig að bestu minningunum fylgir oft sárasta eftirsjáin. Og okkar nú að kenna á angurværðinni, Dísu fylgja góðar minningar, hún átti gott og langt líf fullt af gleði og góðum verkum, afrekum á sviði listar og lífs. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina, hlýjuna og sín góðu verk. Hermann Þórðarson. Meira: mbl.is/minningar Herdís Birgisdóttir móður- systir okkar var ein af þessum mikilvægu manneskjum barn- æskunnar á Húsavík, þar eydd- um við sumrum og allt var best. Fjölskyldan dvaldi þar öll svo mánuðum skipti, og stundum bjuggum við á Hólnum hjá Dísu og Didda. Dísa giftist ung Sig- urði Hallmarssyni og saman settu þau mark sitt á menningar- lífið á Húsavík. Heima hjá þeim var spennandi að vera, allar dyr upp á gátt, umferð af fólki, tón- list, hlátur, tilfinningar og líf. Lykt af terpentínu, leiklistarum- ræða, falleg handavinna á stól, ekki endilega regla á hlutunum. Fiskur í hjalli fyrir utan, suð í flugum, Dísa er annars hugar, kannski er sýning í kvöld, eða kóræfing, kannski er bara mikið að gera á stóru heimili. Hún strýkur vangann og manni hlýn- ar, hún er eftirlát og á erfitt með að segja nei, æ þurfið þið nú endilega að gera það elskurnar, svo herjar maður út kókópöffs og fer sínu fram. Í öllu hinu dásam- lega húsvíska úniversi var mót- staðan við voðaleg áform barna minnst á Hólnum. Mikið lifandis ósköp hefur mér nú þótt vænt um Dísu systur um ævina. Ég gat alltaf treyst á hana, hún var svo hjálpsöm. Eins og amma litla. Mamma situr ann- ars hugar, margs er að minnast frá samskiptum systra, hún rifj- ar upp atvik, segir sögur og við dætur hennar leggjum okkar til. Það lék allt í höndunum á Her- dísi Birgisdóttur, leiklist, hand- verk, tónlist, systkinin úr Bergi fengu gott veganesti. Hún var falleg, vel gefin og metnaðar- gjörn, allt þarf Dísa mín að gera betur en aðrir, sagði Aðalbjörg í Bergi um dóttur sína ögn áhyggjufull því þannig fólk getur verið svo viðkvæmt. Mamma brosir og segist gjarnan hafa strítt Dísu, við könnumst ekkert við það, munum bara einstaklega ljúf samskipti systranna og þeirra systkina, þau voru úr Bergi, það er einhver undurvið- kvæmur strengur í brjósti þeirra sem þar ólust upp, klökkvi yfir dásemdum lífsins og fegurð hins stóra sem smáa, almennileg stríðni nær þar engri fótfestu. Við flissum saman yfir þeim systrum sem smurðu vandvirkn- islegt húsmæðraskólagengið nesti og fóru með sínum heitt- elskuðu upp á heiði, þeir gleymdu kostinum á stéttinni en mundu vel eftir vasapelanum. Og fengu að vita hvar Davíð keypti Bergsölið. Við rifjum upp nota- lega nærveru Dísu, skemmtilega veturinn sem við bjuggum öll saman í Reykjavík, sumrin á Húsavík, lautarferðir, berjamóa og fjallagrasaferðir þar sem Dísa tíndi ævinlega langmest, við minnumst leiksigra hennar á sviði og einstakra frásagnarhæfi- leika, hún var minnug á fólk og málefni. Dísa frænka var í burðarhlut- verki í hverju sem hún tók sér fyrir hendur í lífinu en gagnvart okkur systkinunum var hún bara systir mömmu og gerði lífið skemmtilegt á Hólnum. Þar var allt hægt að gera. Setja upp leik- sýningar, stökkva ofan af svöl- unum, byggja hús í garðinum og eiga sér drauma um stórvirki. Alla tíð sýndi hún okkur einlæg- an áhuga, kom fram við okkur af einstakri ljúfmennsku og kallaði fram væntumþykju í brjóstinu. Við þökkum fyrir samfylgdina. Aðalbjörg, Gyða og Þórdís Þórðardætur. Líf okkar byggist á því sem aðrir hafa skapað, þess vegna ber okkur að gefa, líkt og við höf- um þegið. Ég þáði ríkulega frá Herdísi Birgisdóttur sem kvödd er í dag til heimferðar. Dísa hans Didda, eins og við kölluðum hana, var lifandi vitn- isburður þeirra sem vörðuðu líf, drauma og árangur fjölmargra barna á Húsavík. Hæfileikar hennar voru augljósir og hún ávaxtaði „talentur“ sínar af- burðavel, gróf þær ekki í jörðu eða gortaði sig af þeim heldur. Hún var vinkona mömmu minn- ar heitinnar, Ástu Ottesen, og saman gengu þær okkur krökk- unum á „Hólnum“ í móðurstað báðar jafnt, ásamt mágkonu Dísu, Karítas Hermannsdóttur. Samyrkjubú? Já, eitthvað í þá áttina vil ég segja. Ekki skipti máli hvar við krakkarnir borð- uðum, sváfum, lékum okkur eða spiluðum á spil við okkur eldra fólk, enginn taldi það eftir sér að hugsa um okkur og aldrei var efast um það hvar við vorum hverju sinni. Okkur var treyst! Dísa og mamma saumuðu eins jólakjóla og svipaða fermingar- kjóla á okkur dæturnar, mig og frábæra æskuvinkonu mína, Katrínu Sigurðardóttur, sem nú kveður móður sína. Við vorum óaðskiljanlegar alla barnæskuna líkt og yngri systur okkar urðu líka. Elsku Kata vinkona, minning- anna eldur brennur og nú þegar við kveðjum mömmu þína þá er efst í huga mér þakklæti. Eins og okkur var innrætt, að bera virð- ingu fyrir okkur eldra fólki, þá er svo komið að okkar kynslóð er tekin við, við erum „gamla fólk- ið“. Eigum að vera til staðar allt- af, hvort heldur í meðbyr eða mótlæti. Að spila á spil, taka laufa- brauð og slátur, sauma, þrífa, gera hreint, veggi og loft, fara í útilegur, baka og hlúa að menn- ingu, tónlist og leiklist er vissu- lega meira eins og draumur frek- ar en raunverulegur lífsmáti í dag. Svo mikið hefur lífið breyst. Við vitum að mamma þín hafði mikinn metnað fyrir okkar allra hönd og vildi sjá það fagra og hið fullkomna. Þótt tímarnir hafi breyst þá breytist aldrei kær- leikurinn, hann lifir og er eilífur. Slátur fyrri tíma er ef til vill hlýj- ar kveðjur á facebook í dag, en þar erum við og ber okkur að þakka hvort heldur sem okkur finnst gangan hafi verið til góðs eða komin út í tóma vitleysu. Við gerum okkar besta af virð- ingu við þær „gömlu“. Ég elska mömmu þína og bið Guð að taka hana í fangið, elsku vinkona, og við aðra í fjölskyld- unni langar mig að segja: Ég er þakklát fyrir ykkur öll. Þið hafið blessað líf mitt ríkulega. Hundrað sinnum á dag minni ég sjálf- an mig á, að bæði hið innra og ytra líf mitt byggist á því sem aðrir, lifandi og liðnir, hafa skapað. Þess vegna verð ég að leggja mig allan fram við að gefa í sama mæli og ég hefi þegið. (Albert Einstein) Jónína Benediktsdóttir. Herdís Kristín Birgisdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA GUÐBJARNASON, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Diljá Sjöfn P. Snæfeld, Guðlaug R. Sturludóttir Snæfeld, Sölvi Sturluson Snæfeld, Hilda Björk Línberg, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN SIGFÚSSON ÖFJÖRÐ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sýndan samhug. Helga Signý Helgadóttir, Helgi Rafn Þórarinsson, Ellen Þórarinsdóttir, Róbert Jónsson, Dagný Þórarinsdóttir, Kjell Arne Henriksen, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGURDÍS SKÚLADÓTTIR, Háaleitisbraut 45, Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi miðvikudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 13.00. Sigríður Jóhannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Sigurdís Haraldsdóttir, Rosa Sarvarova, Svava Jóhanna Haraldsdóttir, Brynjar Örn Ólafsson, Jóhann Haraldsson, Sigurdís Ásta Brynjarsdóttir, Sveinn Skúlason Erna Valsdóttir, Sigríður Á. Skúladóttir, Ari K. Sæmundsen og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi laugardaginn 20. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnhildur Ragnarsdóttir, Eygló Ragnarsdóttir, Eiður Skarphéðinsson Guðrún Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.