Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn vættir. Dag einn kynnist hann stúlku að nafni Nála og það breytir sýn hans á heiminn. „Þetta er æv- intýri sem fjallar í rauninni um frið og það val sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Valið á milli góðs og ills, valið um að skapa í stað þess að eyða og að græða sár í stað þess að særa,“ segir Eva. Það á sannarlega við um mjög margt sem við öll stöndum frammi fyrir á hverjum degi, eins og Eva útskýrir. „Það er þitt val hvernig þú notar það sem þú hefur. Ein- faldasta en kannski algengasta dæmið er hvernig við notum orðin okkar, hvort við notum þau til að græða sár eða særa, byggja upp eða brjóta niður. Þannig er það líka með sverðið, það erum við sem ákveðum hvort við notum það til góðs eða ills. Sverðið er verkfærið en við höfum valið.“ Hægt að sauma myndirnar Undanfarna viku hefur Eva heimsótt grunnskóla og lesið upp úr bókinni fyrir börn á aldrinum sjö til níu ára og boðskapur sögunnar kemst vel til skila. „Það er óskap- lega gaman að lesa upp fyrir börnin og það er bjart yfir æsku landsins. Ég segi þeim söguna af teppinu og við ræðum í leiðinni boðskap sög- unnar,“ segir Eva. Börnin virðast almennt mjög spennt fyrir ridd- urum og því kveikir bókin yfirleitt strax áhuga barnanna. Allar mynd- ir í bókinni eru eftir Evu sjálfa og eru bæði áhugaverðar og óvenju- legar. „Allar myndirnar eru í raun- inni saumamynstur þannig að það er hægt að sauma hverja mynd. Ég vísa í riddarateppið með því að nota í myndirnar tákn og brot úr mynstri þaðan eins og til dæmis riddararósina,“ segir rithöfund- urinn Eva Þengilsdóttir um bókina Nála – riddarasaga. Þess má til gamans geta að 30. janúar nk. verður opnuð sýning á Þjóðminjasafni Íslands í tengslum við Nálu og er undirbúningur þegar hafinn. Þeir sem vilja fylgjast með Evu og líta á fleiri verk eftir hana geta farið inn á vefsíðu hennar, www.evathengils.com. Boðskapur Rithöfundurinn Eva Þengilsdóttir segir að boðskapur sögunnar snúist mikið til um það val sem við stöndum frammi fyrir dagsdaglega í samskiptum við aðra. Hvort við veljum að græða sár eða særa. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Á ritþingum Gerðubergs gefst les- endum einstakt tækifæri til að öðl- ast persónulega innsýn í líf og feril rithöfunda, kynnast persónunni á bak við verkin, viðhorfum og áhrifa- völdum. Á ritþingi haustsins sem verður á morgun, laugardag, kl. 14, er Jón Kalman Stefánsson gestur. Stjórnandi þingsins er Eiríkur Guð- mundsson og spyrlar eru Þorgerður E. Sigurðardóttir og Gauti Krist- mannsson. Magga Stína leikur nokk- ur lög sem tengjast höfundi og verkum hans og leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir mun lesa úr bók- um Jóns Kalmans. Jón Kalman Stefánsson fæddist árið 1963 og sendi frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Með byssu- leyfi á eilífðina, árið 1988 og hefur síðan skrifað ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, auk þess sem hann hefur gefið út ljóðaþýðingar. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin. Stefnumót við Jón Kalman í Gerðubergi í dag Morgunblað/Einar Falur Rithöfundur Jón Kalman er farsæll. Þegar skýin rufu þögninaÞegar Eva Þengilsdóttir les upp úr bók sinni fyrir börn segir hún þeim gjarnan frá Riddaratepp- inu sem varðveitt hefur verið á Þjóðminjasafninu frá 1870 en talið er að sjálft teppið sé frá því um 1700. Teppið hefur vakið athygli safngesta í gegnum tíð- ina, enda þykir handbragðið einkar fagurt. Teppið er saumað með fléttusaumi, eða kross- saumi, eins og hann var kall- aður áður fyrr og á lítið skylt við krosssaum nútímans. Kross- saumurinn er talinn hafa komið fram í kringum 1550. Af mynstri riddarateppisins er einna þekktust sjálf riddararósin sem margir kannast við. Riddaratepp- ið áhugavert ÚTSAUMUR Á SAFNINU NOTAÐIR BÍLAR · Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Mercedes-Benz GLK 250 cdi 4MATIC Árgerð 2014, ekinn 11 þús. km, dísil, 2.143 cc., 204 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,1 l/100 km. Verð: 7.890.000 kr. nýlegum glæsijeppum Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 4x4 4x4 Mitsubishi Pajero Instyle Árgerð 2012, ekinn 40 þús. km, dísil, 3.200 cc, 200 hö., sjálfskiptur, eyðsla 9,3 l/100 km. Verð: 7.890.000 kr. Toyota Land Cruiser GX 150 Árgerð 2013, ekinn 41 þús. km, dísil, 2.982 cc, 191 hö., sjálfskiptur, eyðsla 7,1 l/100 km. Verð: 8.900.000 kr. 4x4 Góð kaup í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.