Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 26

Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn grípurótti um sigá mörk- uðum í Evrópu. Óttinn við annað hrun því að ekkert lát virðist ætla að verða á hremm- ingunum á evru- svæðinu. Þýskur efnahagur vex mun hægar en gert var ráð fyrir og þar með bolmagn Þjóð- verja til að draga hin aðild- arríkin upp úr dýinu. Mörgum var brugðið þegar forsætisráðherra Grikklands sagði að Grikkir ætluðu að segja skilið við áætlun Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins áður en henni lyki til að geta kom- ið til móts við gagnrýni vinstri manna þess efnis að nóg væri komið af aðhalds- aðgerðum. Pólitískur óstöð- ugleiki í landinu hefur leitt til þess að vextir á ríkisskulda- bréfum eru að nálgast svip- aðar hæðir og vorið 2010 þeg- ar gríska ríkið virtist vera að fara í þrot. Þá er uggur í mörgum vegna yfirvofandi uppgjörs við Frakka. Vegna evru- kreppunnar hafa aukin völd til að fylgjast með fjárlögum evruríkjanna og hafa af af- skipti færst til Brussel. Allt stefnir í að fjárlagahallinn í Frakklandi verði mun meiri en kveðið er á um í sáttmála ESB um stöðugleika og hag- vöxt. Þar er forsenda að fjár- lagahalli fari ekki umfram þrjá hundraðshluta af lands- framleiðslu. Fyrir stuttu sendu Frakkar uppkast að næstu fjárlögum til Brussel. Der Spiegel hafði eftir hátt- settum stjórnarerindreka í Brussel að svo virtist sem „skáld og gullgerðarmenn“ hefðu sett uppkastið saman. Aðalatriði var að Frakkar hafa ekki í hyggju að halda stöðugleikasáttmálann fyrr en í fyrsta lagi 2017. Þetta skapar vanda. Smærri ríkjum hefur verið sýnd full harka og hótað með sektum héldu þau sig ekki við sáttmálann. En Frakkar? „Ég leyfi ekki að svona sé tal- að um Frakkland,“ á Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, að hafa sagt í móttöku í franska sendi- ráðinu í Berlín þegar því var haldið fram að eitt ætti yfir öll evruríkin að ganga. „Frakkar eru stórþjóð.“ Fjármálaráðherra Frakka, Michel Sapin, sagði að hvorki yrði sparað meira né skattar hækkaðir. Hvað gerist ef Brussel hafnar frönsku fjárlögunum? Blaðið Le Figaro segir að það yrði eins og atóm- sprengja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur margoft ítrekað að öll aðildarríkin verði að halda sig við stöðugleikasáttmálann. Ekki sé hægt að gera eins og Gerhard Schröder og Jacques Chirac fyrir áratug þegar þeir tóku sig einfaldlega út fyrir sviga. Þjóðverjar gera sér hins vegar grein fyrir því að það myndi reyna verulega á samskiptin við Frakka yrði fjárlögunum hafnað og vilja forðast það í lengstu lög. Það verður áhugavert að sjá með hvaða æfingum uppgjöri við Frakka verður afstýrt. Á meðan menn reyta hár sitt yfir efnahagsvanda Frakka er síðan von á næstu meldingu um efnahagsvand- ann á meginlandinu á morgun þegar Seðlabanki Evrópu birtir niðurstöðu álagsprófs á 130 banka. Álagsprófið snýst um það hvort bankarnir myndu standast aðra kreppu. Mikið er undir vegna þess að í fyrri álagsprófum – það síð- asta var gert 2011 – komu ekki fram alvarlegir veik- leikar og brestir hjá stórum fjármálafyrirtækjum, sem nokkrum mánuðum síðar þurfti að bjarga frá falli. Samkvæmt dagblaðinu Wall Street Journal falla 25 bankar á prófinu, sem er und- anfari þess að Seðlabanki Evrópu taki yfir eftirlit með bönkum evruríkjanna 4. nóv- ember. Mikið hefur verið gert til að veita bönkum á evrusvæð- inu aukið fjármagn. Það hef- ur hins vegar ekki skilað sér í lánveitingum til uppbygg- ingar og framkvæmda í hinu raunverulega hagkerfi. Í þokkabót eru vextir orðnir svo lágir að bankar eiga erfitt með að fjármagna sig með vaxtamun – það er muninum á vöxtum á innlánum og út- lánum – sem einhverntímann átti að heita grundvöllur bankastarfsemi. Seðlabanki Evrópu hefur lækkað vexti niður að núlli og á fá vopn eftir í vopnabúrinu til að koma efnahagslífinu í gang. Halda mætti áfram að telja. Hættuljósin blikka um alla Evrópu og áfram halda ör- væntingarfullar tilraunir til að afstýra hjöðnun á borð við þá sem á sínum tíma greip um sig í Japan og varð að tuttugu ára vítahring, sem kallaður er týndu áratugirnir. Grískur skjálfti, franskur fjár- lagahalli, fall banka á álagsprófum – ólánshorfur blasa við í Evrópu } Blikkandi hættuljós Á rekstur kynslóðanna var áberandi í vikunni. Í bláa horninu er fulltrúi kynslóðar stofnananna, sem skil- ur ekki hvernig internetið virkar. Í rauða horninu erum ég og þús- und aðrir sem skilja ekki hvers vegna plötuút- gefendur hafa ekki fyrir löngu áttað sig á að þeir eru að vinna með handónýtt bissnissmódel. Tilraunir samtaka höfundarréttarhafa til að berjast gegn skráadeilisíðum á borð við Deildu og Piratebay minnir óþægilega á baráttu Don Kíkóta við vindmyllur. Það eru engir drekar, bara blákaldur raunveruleikinn, sem verður ekki umflúinn. Internetið er komið til að vera og geisladiskar hafa sungið sitt síðasta. Flestar nýrri og betri fartölvur eru ekki einu sinni bún- ar geisladrifi. Samt sem áður þráast sitjandi valdhafar við. Svo virðist sem fólki sé ekki í prinsippinu illa við að borga fyrir efni, það vill bara fá það á því formi sem það kýs. Sjálfur hef ég borgað 9,99 evrur á mánuði í lengri tíma fyrir úrvalsaðgang að Spotify, og myndi borga tvöfalt fyrir sömu þjónustu ef ég þyrfti. Þetta er ekki í boði fyrir sjónrænt efni, sem hrekur þá sem ekki vilja borga fúlgur fyrir að sjá tveggja ára gamalt erlent efni í hliðrænni dagskrá Stöðvar 2, inn á skráadeilisíður. Útgáfa geisladiska er að sama skapi hægt og rólega að verða álíka óraunhæf og útgáfa kvikmynda á VHS. Útgáfufélögin eru af sama meiði og hótelin sem berjast gegn leigu á íbúðarhúsnæði til ferðamanna, leigubílstjór- arnir sem sjá rautt þegar fólk bendir á að þeir hafa sturl- aðan einkarétt á að keyra fólk gegn gjaldi og þeir sem sjá ekki sjarmann við það að deila húsnæði með vinum sínum, eða ökutæki á borð við strætó, með öllum landsmönnum. Deili- hagkerfið er komið til að vera, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Og þá er bara tvennt í stöðunni, þróast eða deyja. Annaðhvort horf- ast útgefendur hljóð- og myndefnis í augu við það að þeir eru ekki ómissandi lengur, heldur aðallega milliliður sem leggur lítið til ferlisins en tekur væna sneið af hagnaðnum, eða deyja. Raunveruleikinn býður ekki upp á meira af því sama. Það er nefnilega þetta raunveruleikarof sem situr í fólki. Útgáfufyrirtækin eru að ota að okkur tónlist á formi sem gæti allt eins verið steintöflur, á meðan við viljum geyma allt okk- ar í skýi einhversstaðar í netgeimum, aðgengi- legt hvar sem er. Það er sennilega þetta raunveruleikarof sem varð þess valdandi að fólk missti andlitið þegar í ljós kom að lögreglan fær heilt fjall af vélbyssum sent frá Nor- egi. Í okkar raunveruleika, okkar sem ekki sinnum lög- gæslustörfum, er engin þörf á að almenn lögregla hafi vél- byssur. Lögreglan er því komin á sama raunveruleikaplan og STEF, sem virðist ekki sjá heiminn eins og við hin. Hvort þessi þörf lögreglunnar er til staðar er hins vegar umræða sem þarf að taka, því gamli raunveruleikinn, þar sem svona löguðu var lúmskað framhjá almenningi, er lið- inn. Við viljum upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun. Annars er þetta dauðadæmt. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Þú þróast eða þú deyrð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Refum hefur fækkað hér álandi, að mati Náttúru-fræðistofnunar Íslands(NÍ). Nýjustu útreikn- ingar sýna að refum hefur fækkað talsvert frá 2008. Vísbendingar eru um að árið 2010 hafi verið um þriðj- ungi færri dýr í refastofninum en þeg- ar stærð hans var metin árið 2007. Fækkunin, sem hófst 2009, tekur jafnt til svæða þar sem refir eru veiddir og til friðlanda. Ekki er vitað hvað veldur fækkuninni, að sögn NÍ. Hún gæti tengst veðurfari, fæðuskil- yrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. Vöktun refastofnsins hófst 1979. Haustið 2007 hafði stofninn vaxið samfellt í meira en 30 ár og var hann orðinn áttfalt stærri en við upphaf vöktunarinnar. Refum fjölgaði hratt eftir 2004 og náði stofnstærðin há- marki árið 2008. Næstu tvö ár, 2009 og 2010, fækkaði refum um 32% á landinu í heild, að mati NÍ. Vísbend- ingar eru um að þeim hafi haldið áfram að fækka síðan, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það. Vöktun refastofnsins og rann- sóknir í tengslum við hana byggjast alfarið á góðu samstarfi við tófu- skyttur um allt land. Þær senda refa- hræ til krufningar og aldursgrein- ingar, upplýsingar um veiðistaði o.fl. Refaveiðimenn á Suðurlandi sáu fleiri geldlæður á grenjatíma í sumar en þeir áttu að venjast. Þá gekk nokkrum grenjaskyttum á Norður- og Suðurlandi erfiðlega að finna greni í ábúð í vor. Á Vesturlandi voru yrð- lingar mjög misstórir, að því er fram kom í fréttatilkynningu frá Náttúru- fræðistofnun. Hrun varð í refastofninum á Hornströndum á liðnu sumri. Fylgst hefur verið með refum í friðlandi Hornstranda undanfarin 16 sumur. Þar hefur verið farið á þekkt greni og ábúð í þeim könnuð. Einnig hefur ver- ið fylgst með afkomu yrðlinga yfir sumarið. „Þar varð nánast hrun í refa- stofninum síðastliðið sumar (2014) en fjölmörg dýr fundust dauð í vor og að- eins fáein pör komu upp yrðlingum. Er þetta í fyrsta skipti sem eitthvað slíkt hefur gerst á rannsóknartíma- bilinu,“ segir í tilkynningunni. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur NÍ, sagði að sömu aðferð sé beitt við mat á refa- stofninum og notuð hefur verið frá upphafi. Byggt er á aldurssamsetn- ingu veiddra refa til að meta stærð hvers árgangs. Stofnmatið nær til ársins 2010. Eftir er að veiða dýr úr yngri árgöngum til að hægt sé að meta stofnstærð eftir 2010. Tíu refahræ fundust í vor Ester sagði að ástandið á liðnu sumri á Hornströndum og víðar sé sterk vísbending um að illa gangi hjá refnum. Hún var á Hornströndum og fann tíu refahræ í vor og tók sýni. Ekki voru sýnilegir áverkar á hræj- unum en 2-3 dýr virtust hafa lent í snjóflóði eða skriðu. „Ég fylgdist með nokkrum yrð- lingahópum og í Hornbjargi lifðu að- eins tvö got en eru oftast 5-6. Í öðru voru heilbrigðir yrðlingar en í hinu voru þeir mjög horaðir og van- nærðir,“ sagði Ester. Hún sá einnig got þar sem yrðlingar drápust og önn- ur refapör eignuðust ekki yrðlinga. Ester sagði að forveri hennar í refarannsóknum, dr. Páll heitinn Hersteinsson, hefði sagt að refastofn- inn myndi ekki vaxa enda- laust. Nú virðist sem stofn- inn hafi náð hámarki og sé farinn að minnka aftur. Slíkar sveiflur séu þekkt- ar en ástæðurnar séu ekki alltaf augljósar. Mikil fækkun í refa- stofninum frá 2008 Morgunblaðið/Árni Sæberg Yrðlingar Got refa á liðnu sumri virtust víða misfarast. Refum tók að fækka árið 2009 og 2010. Vísbendingar eru um að að áfram fækki refum. Þorvaldur Þ. Björnsson, ham- skeri hjá NÍ, er í góðu sambandi við tófuskyttur. Hann hafði heyrt að ástandið hefði verið óvenju- legt í vor og sumar, a.m.k. á öllu Vesturlandi. „Það var mjög lítið um hvolpa. Skyttur á Kjalarnesi og Mosfellsheiði náðu dýrum en fundu ekkert greni,“ sagði Þor- valdur. Þáttagerðarmenn frá BBC fóru á Hornstrandir til að kvikmynda refi en gekk erfiðlega að finna greni í ábúð. Ekkert var í grenjum sem venjulega eru í ábúð. Þorvaldur sagði sveifl- ur í refastofninum vera þekktar frá árum áður. Á tímabili sem hann þekkti til hefði t.d. ekkert greni verið í nágrenni Grinda- víkur en nokkr- um árum síðar hefðu þau ver- ið orðin 13 talsins. Greni í ábúð torfundin GRENJASKYTTUR SEGJA AÐ ÁSTANDIÐ SÉ ÓVENJULEGT Ester Rut Unnsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.