Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það hefur slæm áhrif á framleiðnina að einbeita sér of mikið. Reyndu að slappa af og einbeittu þér svo að þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér að klára fyrir helgina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur nálgast visku, handleiðslu og ást með því að spyrja réttu spurninganna en „Hvers vegna?“ er ekki sú rétta. Ykkur er báðum mikið í mun að sannfæra hinn aðil- ann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhverjar breytingar eru fram undan svo vertu opinn fyrir því sem koma skal. Daður, skemmtanir og ferðalög ættu að einkenna næstu sex vikurnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að leyndarmál þín liggi ekki á borðum þeirra sem kunna ekki með þau að fara. Kinkaðu kolli fullur áhuga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur tilhneigingu til að vantreysta sjálfum þér og ættir að forðast það og fara eftir sannfæringu þinni. Einbeittu þér að því að rækta þau sambönd sem skipta þig ein- hverju máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er tímabært að láta reyna á sköpunargáfuna. Besta ráðið er að sýna umburðarlyndi og þolinmæði og hlusta á annað fólk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er ætlað að njóta velgengni. Gættu þess bara að það sé jafnvægi á milli vinn- unnar og einkalífsins. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldumeðlima þarf að komast að mála- miðlun. Skoðaðu málið niður í kjölinn og taktu þér tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú vilt að fólki líði vel nálægt þér skaltu gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. En þú hefur áþreifanlegan hag af því að vinna nú í samböndum sem hallar á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Himintunglin virkja kennarann í þér. Vertu samt óhræddur við að segja hug þinn því hreinskilnin borgar sig alltaf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki aðfinnslur annarra í þinn garð hafa of mikil áhrif á þig. Reyndu að halda í bjartsýnina en bíddu til morguns með að framkvæma nokkuð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þig langar meira að vera í dag- draumum í dag heldur en að einbeita þér að vinnunni. Vertu ekki að streitast þetta, held- ur fáðu einhverja í lið með þér. Guðmundur Arnfinnsson átti síð-ustu gátu: Hentar sá í húsi vel, hófa tyllt er undir, vel þá miða verki tel, valhopp fáks um grundir. Og ráðning hans: Gangur hentar í húsi vel, á hófa gangur negldur er, oft gang á verki greiðan tel, gangurinn valhopp leiðist mér. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Gjarna í húsi um gang ég fer, gang af skeifum keypti mér. Í verki gangur varla hér, valhopp gangur hests einn er. Þessi er lausn í þetta sinn þrautin reyndist snúin. Svona hana sendi inn segi bless og búin. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Bolla lagt, í spilin spáð, spenna, hugarangur, en ef að betur er að gáð upp þá kemur gangur. Og sendir inn nýja gátu: Ruggar henni báran blá, á borði liggur diski hjá, skella á það einum má, undur lífsins til og frá. Höskuldur Búi sendi inn gátu og verða þær tvær að þessu sinni, en svör verða að berast ekki síðar en á miðvikudagskvöld: Upp á dæmin ýmis sannast. Oft á skyggja prestar. Lárétt við þær línur hrannast. Lækna gjarnan pestar. Hér kemur limra eftir Guðmund Arnfinnsson: Hann Kolbeinn var hændur að konum, en klofsár nokkuð að vonum og svifaseinn, því strákurinn Steinn hafði stungið undan honum. Stefán Vilhjálmsson fór góðum orðum á Leirnum um vísu Davíðs Hjálmars Haraldssonar sem hér birtist fyrir tveim dögum um kröfu Bandaríkjamanna á innköllun á ís- lensku lambakjöti í Bandaríkj- unum. – „Prýðilegt hjá DHH,“ sagði Stefán, „ en sumir gamlir mats- menn notuðu aðra sagnbeygingu og sögðust hafa matt kjötið. Þeir hefðu líklega haft vísuna svona: Kanarnir bönnuðu ketið frá Fróni því Kaninn er dóni og stöðvuðu allt það sem ekki var matt en átu fyrst hratt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Kolbeini, gátum og möttu lambakjöti Í klípu „EINHVER SKAR Á BREMSURNAR ÞÍNAR. ÉG GET LAGAÐ ÞAÐ, EN ÞÚ ÞARFT AÐ BÆTA ÁSTANDIÐ HEIMA FYRIR SJÁLFUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „OG NÚ HEFST ÁÐUR AUGLÝST DAGSKRÁ OKKAR AF AUGLÝSINGUM Á NÝ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líta hvert eftir öðru. MOSI GRÆR ALLTAF NORÐAN MEGIN Á TRJÁNUM HVERJUM ER EKKI SAMA? HVORUM MEGIN VEX KARAMELLAN? ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI TIL AÐ VIÐ BYRJUM SAMAN, AMLÓÐI... ERTU SAMMÁLA? GOTT! ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI! Kúnstin við að hitta fólk í mat-vöruverslunum getur verið býsna mikil. Þá er átt við þann hóp fólks sem Víkverji rekst á og er mál- kunnugur honum eins og fjarskyldar frænkur, gamla vinnu- og skóla- félaga og aðra sem falla í þann flokk. x x x Í fyrsta lagi þarf að ákveða í fljót-heitum hvort „hæ-a“ skuli við- komandi eða ekki. Þá þarf að vera skjótur í hugsun og fletta upp í minninu; hver er þetta og hvernig þekkir Víkverji viðkomandi? Stund- um getur það reynst þrautin þyngri. Þá hefur Víkverji ákveðið að smella eins og einu „hæ-i“ á viðkomandi, upp á von og óvon hvort hann þekki hann eða ekki. Því kynnin sjálf eru að sjálfsögðu aukaatriði. x x x Þar með er fyrrverandi vinnu-félaga gert jafn hátt undir höfði og íslensku sjónvarpsstjörnunni (sem Víkverji kannaðist svo við …) og manninum á bílaverkstæðinu sem skiptir um dekkin af mikilli lipurð. Allir fá sitt hæ frá Víkverja. En þá er leikurinn aðeins hálfn- aður. Eftir þetta tekur við heil ferð í gegnum matvöruverslunina. Leiðir þessara tveggja einstaklinga, hæ- arans mikla og hins sem fékk hæ-ið framan í sig, munu óhjákvæmilega liggja aftur og aftur saman. x x x Til að vita upp á hár hvað gera skalnæst þá er gripið til þess að bregða upp brosi – ekki skældu og fölsku brosi, heldur innilegu takk fyrir. Þegar leiðir þessara tveggja liggja aftur saman. Þá skal genginn annar hringur og skal sá vera rang- sælis. Fyrst og síðast má ekki láta á neinu bera jafnvel þó að hæ-aður hafi verið þáttastjórnandi eða stjórnmálamaður sem Víkverji hefur aldrei á ævinni séð nema í gegnum sjónvarps- eða tölvuskjá. x x x Það jafnast ekkert á við hnakka-kerta ferð í matvöruverslanir í fámenninu hér. Um leið og þið sjáið skælbrosandi og heilsusamlegan einstakling hlaupandi um mat- vöruverslun bæjarins þá hafið þið séð Víkverja. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36:8) Verð hleðslutæki 12V Straumur 4A TW 807022 háþrýstidæla 165 bar þrýstingur, vatnsflæði 8,5L/min, 2500W. Pallabursti, þvottabursti, slanga f/stíflulosun og turbo spíss fylgja. LA 809700002C Verð 49.900,- háþrýstidæla 150 bar þrýstingur, vatnsflæði 7,5L/min, 2100W mótor. Pallabursti, þvottabursti og turbo spíss fylgja. LA 80860002C Síðumúla 11 - 108 Reykjavík | Sími 568-6899 | Póstfang: vfs@vfs.is | www.vfs.is Verð 29.900,- 7.990,- Lavor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.