Morgunblaðið - 25.10.2014, Page 22
og erlendra aðila sem selja trygginga-
og sparnaðarafurðir. „Ef lausnin felst
í því að þeir sem selji sparnaðaraf-
urðir í erlendri mynt komi á móti með
gjaldeyri til landsins þá er það vita-
skuld leið sem gagnast okkur ekki
neitt. Við eigum ekki eignir erlendis
til að ráðstafa á móti því fjármagns-
útflæði sem myndi skapast af því að
bjóða viðskiptavinum upp á slíkar
sparnaðarafurðir,“ segir Hermann.
Allt frá því að fjármagnshöft voru
sett í október 2008 buðu umboðs-
menn og tryggingamiðlarar félag-
anna á Íslandi viðskiptavinum sínum
upp á ýmsar afurðir – viðbótartrygg-
ingavernd, reglubundinn sparnað,
söfnunartryggingar og eingreiðslulíf-
tryggingar – þar sem iðgjalda-
greiðslum var varið til söfnunar höf-
uðstóls í erlendum gjaldeyri. Þennan
aðstöðumun gagnvart innlendum að-
ilum nýttu félögin sér til að auka um-
svif sín verulega. Morgunblaðið hefur
áður greint frá því að áætlað er að
heildargjaldeyrisútflæði vegna starf-
semi tryggingafélaganna hafi numið
um 45 milljörðum allt frá setningu
hafta.
Hermann segir að það sé ekkert
launungarmál að erlendu trygginga-
félögin hafi notið samkeppnisforskots
á undanförnum árum. Það hafi gefið
þeim tækifæri til að auka mjög mark-
aðshlutdeild sína. Hún sé nú í reynd
fest í sessi með því samkomulagi sem
félögin hafa gert við Seðlabankann.
„Á sama tíma og við höfum farið eftir
þeim lögum sem hafa gilt um gjald-
eyrismál, og þau voru ekkert óskýr
hvað varðaði þessa starfsemi, tókst
erlendum tryggingafélögum að hasla
sér völl á þessum markaði með mjög
afgerandi hætti. Við bentum Seðla-
bankanum ítrekað á það ójafnræði
sem var til staðar, enda var okkur
gert ókleift að keppa við félögin á
sömu forsendum.“
Stendur lausnin öðrum til boða?
Aðspurður hvort hann sé þeirrar
skoðunar að Seðlabankinn sé með
þessu samkomulagi í reynd að leggja
blessun sína yfir ólögmæt gjaldeyr-
isviðskipti félaganna segir Hermann
að það sé ekki hans að dæma um slíkt.
„Ég get hins vegar ímyndað mér að
einhverjir sem eru nú í svipuðum
sporum, og hafa verið ásakaðir um að
hafa gerst brotlegir við lög um gjald-
eyrismál, reki upp stór augu. Stendur
þeim líka til boða að gera sambæri-
legt samkomulag við Seðlabankann?
Er þetta hugsanlega lausn sem stend-
ur öllum til boða sem hafa brotið
gjaldeyrislög?“
Hermann segist ekki ætla að fella
dóma um það hvort erlendu trygg-
ingafélögin hafi gerst brotleg við lög
en bendir þó á að Seðlabankinn hafi
sjálfur gefið það út að starfsemi
þeirra hafi ekki verið í samræmi við
þær reglur sem gilda um fjármagns-
hreyfingar milli landa. „Samkomulag-
ið sem gert er við þessi sömu trygg-
ingafélög vekur því furðu.
Samkeppnisstaða innlendra aðila er
enn jafn skekkt og áður.“
Ójafnræði „fest í sessi“
Morgunblaðið/Júlíus
Sparnaður Útflæði tryggingafélaganna frá höftum var um 45 milljarðar.
Forstjóri Sjóvár gagnrýnir samkomulag Seðlabankans við erlend trygginga-
félög Með því sé verið að festa í sessi ójafna samkeppnisstöðu á þessum markaði
Áætlað er að yfir 30.000 ein-
staklingar hafi gert samninga um
sparnaðarleiðir við erlend trygg-
ingafélög eftir setningu fjár-
magnshafta 28. nóvember 2008.
Vöxtur gjaldeyrisútstreymis vegna
aukinna umsvifa vátryggingamiðl-
ara stóð yfir allt þar til Seðla-
bankinn steig það skref að stöðva
viðskiptin síðastliðið sumar.
Meðalaukning gjaldeyris-
útflæðis vegna samninga trygg-
ingafélaganna, líkt og Morgun-
blaðið hefur áður upplýst, nam
um 20% á hverju ári. Á fyrstu
mánuðum þessa árs var útflæðið
orðið ríflega 850 milljónir króna
að meðaltali á mánuði eða um tíu
milljarðar króna á ársgrundvelli.
Til samanburðar spáir Seðlabank-
inn því að undirliggjandi við-
skiptaafgangur þessa árs verði
um 15 milljarðar. Útflæði gjald-
eyris vegna þessara sparnaðar-
afurða meira en tvöfaldaðist frá
2009 sem endurspeglar þá
sprengingu sem varð í starfsemi
vátryggingamiðlara hérlendis.
Heildargjaldeyrisútflæði vegna er-
lendu tryggingafélaganna frá
setningu hafta er um 45 millj-
arðar.
Fjöldi þeirra sem störfuðu sem
umboðsaðilar eða tryggingamiðl-
arar fyrir félögin jókst síðustu ár
og nam fjöldi þeirra fyrr á þessu
ári um 150. Námu greiðslur til
þessara söluaðila frá hinum er-
lendu félögum samtals um fjórum
milljörðum króna á árunum 2009
til 2013, samkvæmt áreiðanlegum
upplýsingum Morgunblaðsins.
20% meðalaukning á ári
UMSVIF ERLENDRA TRYGGINGAFÉLAGA JUKUST MIKIÐ
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagvöxtur í Bretlandi mældist 0,7%
á þriðja ársfjórðungi sem var í sam-
ræmi við spár greinenda. Vöxturinn var
þó minni en á öðrum fjórðungi þegar
hagvöxtur mældist 0,9%.
Hefur landsframleiðsla Bretlands
aukist um 3% síðustu tólf mánuði sem
er með því mesta sem þekkist á meðal
þróaðri ríkja um þessar mundir.
0,7% hagvöxtur í Bret-
landi á þriðja fjórðungi
● Bréf Marels hækkuðu um 4,2% í
Kauphöllinni í gær í 618 milljóna króna
viðskiptum og var gengi félagsins í lok
dags 124 krónur á hlut. Eins og fram
kom í blaðinu í gær hækkuðu bréf Mar-
els á fimmtudaginn um 14,42% í kjölfar
árfjórðungsuppgjörs félagsins, en
rangt var farið með veltuna en hún nam
um einum milljarði króna.
Áframhaldandi hækkun
á hlutabréfum í Marel
!"#
$
$"!
!#!
"%
%
$%
#"#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
%
$%"!
$#
!"
""
""
"
%
#%
$
!
$% "
$#
!
""%
%$!
"
% !
#
$"#%"
Century Alumin-
um, móðurfélag
Norðuráls sem
rekur álverið á
Grundartanga,
tilkynnti í gær að
dótturfélag í sinni
eigu hefði keypt
50,3% hlut Alcoa í
álverinu Mt.
Holly í Suður-
Karólínu í Banda-
ríkjunum. Álverið er nú að fullu í
eigu Century Aluminum en fram-
leiðslugeta þess er 229 þúsund tonn
á ári.
Michael Bless, forstjóri Century
Aluminum, segist spenntur fyrir
þeim tækifærum sem muni fylgja
yfirtökunni. Kaupin séu hluti af
þeirri áætlun fyrirtækisins að auka
álframleiðslu í Bandaríkjunum.
Kaupir ál-
ver Alcoa
Century á álverið á
Grundartanga.
Verður að fullu í
eigu Century
● Hagnaður Ný-
herja nam 12 millj-
ónum króna á
þriðja ársfjórðungi
og alls 137 millj-
ónum á fyrstu níu
mánuðum ársins.
Til samanburðar
var 1,1 milljarðs
króna tap á fyrstu
9 mánuðum síð-
asta árs. Í afkomu-
tilkynningu segir Finnur Oddsson for-
stjóri að hagnaður á þriðja ársfjórðungi
sé undir væntingum en rekstur á fyrstu
9 mánuðunum sé á áætlun. „Áfram
verður unnið að bættu skipulagi og
skilvirkari uppbyggingu samstæðunnar,
með það að markmiði að bæta afkomu
og styrkja eiginfjárstöðu félagsins."
Hagnaður Nýherja undir
væntingum á 3. fjórðungi
Finnur
Oddsson
STUTTAR FRÉTTIR ...
VIÐTAL
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Með því samkomulagi sem umboðs-
aðilar erlendra tryggingafélaga hafa
gert við Seðlabanka Íslands er verið
að „festa í sessi það ójafnræði sem
hefur ríkt á þessum markaði frá setn-
ingu fjármagnshafta“.
Þetta segir Hermann Björnsson,
forstjóri Sjóvár, í samtali við Morg-
unblaðið. Tryggingafélög á borð við
Sjóvá, sem hafi
verið gert ókleift
að keppa við er-
lend trygginga-
félög sem buðu
upp á sparnað í
erlendri mynt eft-
ir setningu fjár-
magnshafta, sitji
nú enn eftir með
skertan hlut. „Við
höfum enga
möguleika á að
nýta okkur það fyrirkomulag sem
Seðlabankinn hefur kynnt,“ útskýrir
Hermann.
Nærri þremur mánuðum eftir að
Morgunblaðið upplýsti að Seðlabank-
inn myndi stöðva gjaldeyrisviðskipti
tryggingafélaganna á grundvelli ólög-
legra samninga um sparnaðarafurðir
var tilkynnt að náðst hefði samkomu-
lag milli Seðlabankans og Allianz á Ís-
landi. Með því er félaginu gert kleift
að halda áfram að bjóða viðskiptavin-
um sínum hér á landi upp á sparnað í
erlendri mynt. Þarf Allianz að koma
með til landsins erlendan gjaldeyri til
mótvægis við yfir helming framtíðar-
iðgjaldagreiðslna á grundvelli núgild-
andi samninga. Við útflæði sem stafar
af nýjum samningum þarf Allianz
hins vegar á móti að ráðstafa sömu
fjárhæð í erlendum gjaldeyri til á fjá-
festinga á Íslandi. Sambærilegt sam-
komulag var gert við þýska trygg-
ingafélagið Bayern Versicherung fyrr
í þessum mánuði.
„Gagnast okkur ekki neitt“
Hefur Seðlabankinn sagt að þessi
rammi verði hafður til hliðsjónar
varðandi samskonar fyrirkomulag
fyrir innlenda aðila sem vilja bjóða
upp á sparnað í erlendri mynt. Her-
mann tekur hins vegar ekki undir
með Seðlabankanum að samkomulag-
ið stuðli að jafnræði á milli innlendra
Hermann
Björnsson