Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Samfylkingin hefur áhyggjur af þvíað útvarp flokksins í Efstaleitinu kunni að þurfa að draga saman seglin verði gerð krafa um að það skuli rekið innan ramma lag- anna.    Formaður flokks-ins hóf þess vegna sérstaka um- ræðu á þingi í fyrra- dag og vildi að fram- lög til stofnunar- innar yrðu stóraukin og að útvarpshúsið yrði alls ekki selt til að greiða inn á skuld- ir, en það mætti selja til að efla dag- skrárgerðina. Þessi furðutillaga er ekki sú eina slíka í þessari sérstöku umræðu, en þar kom þó sumt gagnlegt fram.    Óli Björn Kárason tók til máls ogsagði: „Frá því að Ríkisútvarpið varð opinbert hlutafélag þá hafa skattgreiðendur lagt fyrirtækinu til 26.000 milljónir króna. Ríkisútvarpið hefur haft að meðaltali 500 milljónir króna úr að moða á hverjum einasta mánuði frá þessum tíma. Samt sem áður hefur Ríkisútvarpið tapað 1,6 milljörðum króna á þessu tímabili. Samtals hafa tekjurnar, með auglýs- ingum og fé frá skattgreiðendum numið 41.000 milljónum og engu að síður er fyrirtækið í raun nær gjald- þrota.    Og svo ætla menn að standa hér ogtelja að það leysi vandann að auka um nokkur hundruð milljónir framlög til Ríkisútvarpsins. Það er blekking. Það þarf róttækan upp- skurð og skipulagsbreytingar á Rík- isútvarpinu ef menn ætla ekki að sigla aftur í strand að nokkrum árum liðn- um.“    Hvers vegna neita menn að horfastí augu við þessar staðreyndir? Árni Páll Árnason 500 milljónir króna á mánuði STAKSTEINAR Óli Björn Kárason Veður víða um heim 24.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík -1 léttskýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 8 alskýjað Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 12 skýjað Dublin 11 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 17 léttskýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 12 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 10 skýjað Moskva -3 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 23 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 11 skýjað Montreal 10 skýjað New York 13 skýjað Chicago 15 skýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:49 17:35 ÍSAFJÖRÐUR 9:04 17:30 SIGLUFJÖRÐUR 8:47 17:13 DJÚPIVOGUR 8:21 17:02 Þrjú sveitarfélög mótmæla áform- um Íslandspósts um að draga úr út- keyrslu pósts í fámennum sveitum. Íslandspóstur á að bera út póst til heimila og fyrirtækja alla virka daga. Fyrirtækið sótti í haust um undanþágu og vill aka póstinum út þrisvar í viku til sveitabæja í nokkr- um sveitarfélögum, aðallega á Norðaustur- og Austurlandi. Þrjár sveitarstjórnir mótmæltu undanþágunni: Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og Norðurþing. Fjarðabyggð óskaði eftir fresti til að veita umsögn. Sveitarstjórnir Breiðdals og Djúpavogs gera lítið með þau rök Íslandspósts að mikilvægi bréfsins sem samskiptamáta hafi minnkað mikið og benda á að nettenging þeirra bæja sem breyta á þjónust- unni við sé engan veginn fullnægj- andi og dugi til dæmis ekki fyrir hefðbundna netbankaþjónustu eða netnotkun eins og þekkist í þéttbýli. Bæjarráð Norðurþings tók undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega en lagðist eindregið gegn skerðingu póstþjónustu. Hafa ekki net til að leysa bréfið af hólmi Morgunblaðið/Rósa Braga Bréf Pósturinn er enn mikilvægur. „Ef meiningin er, að kaupendur heilbrigðisþjónustu verði að greiða allan heilbrigðiskostnað utan eða innan heilbrigðisstofnana þar til umræddu þaki [á þátttöku ein- staklinga í kostnaði við heilbrigð- isþjónustu] er náð, mundi það verða öldruðum, öryrkjum og lágtekju- fólki um megn,“segir í ályktun Fé- lags eldri borgara í Reykjavík. þar segir að almenningur yrði þá að greiða fyrir sjúkrahúsvist þar til 120 þús. marki væri náð sem gæti leitt til þess að efnalítið fólk yrði að neita sér um sjúkrahúsvist. Yrðu að neita sér um sjúkrahúsvist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.