Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hvorki Karl Steingrímsson (Kalli í
Pelsinum) né lögmaður hans, Jón Þór
Ólason, kannast við að Eignamiðjan
ehf., félag sem var í eigu Karls, hafi
verið eignalaus þegar búið var tekið
til gjaldþrotaskipta, auk þess telja
þeir að lýstar kröfur hljóti að eiga
vera mun lægri en þeir 2,46 milljarðar
króna sem lýst er í Lögbirtinga-
blaðinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði hinn 7. janúar 2011 að
Eignamiðjan ehf. fasteignafélag í
eigu Karls Steingrímssonar, skyldi
tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag
var Ástráður Haraldsson hrl. skipað-
ur skiptastjóri í þrotabúinu.
Ástráður birti svohljóðandi til-
kynningu um skiptalok í Lögbirtinga-
blaðinu 22. október sl.: „Engar eignir
fundust í búinu og var skiptum í því
lokið 16. október 2014 … án þess að
greiðsla fengist upp í lýstar kröfur,
auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir
úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“
Fram kemur að lýstar kröfur eru upp
á 2,46 milljarða króna.
Ástráður staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að eignir hefðu
verið í búinu þegar það var tekið til
gjaldþrotaskipta, en sagðist hvorki
mega né geta upplýst um hversu mik-
ið hefði fengist greitt upp í kröfur.
Svarta perlan í eigu félagsins
„Það liggur fyrir að Tryggvagata
18, sem iðulega hefur gengið undir
nafninu „Svarta perlan“ var eign
Eignamiðjunnar í janúar 2011 og
fleiri eignir einnig,“ sagði Jón Þór í
samtali við Morgunblaðið.
Jón Þór segir að Svarta perlan hafi
verið keypt út úr þrotabúinu af öðru
félagi í eigu Karls Steingrímssonar,
fyrir tæpan milljarð króna. Það félag
hafi átt hæsta tilboðið í eignina. Þeir
fjármunir hafi runnið beint til kröfu-
hafa, Arion banka og Stafa lífeyris-
sjóðs, sem voru veðkröfuhafar fast-
eignarinnar og námu veðréttir um 1,3
milljörðum króna. Karl hafi við kaup-
in af þrotabúinu á Tryggvagötu 18
tekið yfir að hluta lánin frá Stöfum líf-
eyrissjóði og síðar greitt þau upp.
Lýstar kröfur „rosalega háar“
„Fullyrðing í þá veru að búið hafi
verið eignalaust, er bara ekki rétt og
það kemur verulega á óvart hvað lýst-
ar kröfur í þrotabúið eru rosalega há-
ar,“ sagði Jón Þór.
Hann segir að þegar hann fyrir
hönd Karls í árslok 2010 var að berj-
ast gegn því við Arion banka að félag-
ið yrð tekið til gjaldþrotaskipta, hafi
legið fyrir að heildarskuldir Eigna-
miðjunnar voru um 1,5 milljarðar
króna. Þá var ekki búið að kaupa
Svörtu perluna út úr þrotabúinu.
Samkvæmt ársreikningi félagsins
2009 segir Jón Þór að skuldir Eigna-
miðjunnar hafi verið 1,6 milljarðar
króna.
Framsetningin villandi
„Arion banki var gerðarbeiðandi í
þessu gjaldþrotamáli og hann taldi
sig þá eiga 697 milljóna króna kröfu á
Eignamiðjuna,“ sagði Jón Þór.
Ástráður Haraldsson, skiptastjóri
þrotabúsins sagði í gær, að textinn
sem birtur var í Lögbirtingablaðinu
um lýstar kröfur og að engar eignir
hafi fundist í þrotabúi Eignamiðjunn-
ar, væri staðlaður og byggði á 155.
grein laga nr. 21/1991. Hann staðfest-
ir að framsetningin geti verið mjög
villandi.
„Það er verið að ljúka skiptum í
búinu með vísan til 155. greinar lag-
anna um gjaldþrotaskipti. Ég hef áð-
ur bent á það að með því að vísa bara í
155. grein laganna og að engin
greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröf-
ur er ekki tekið tillit til þess að í mjög
mörgum tilvikum hafa farið fram út-
hlutanir til ófullnægðra veðhafa á
fasteignum í svoleiðis búum,“ sagði
Ástráður, en það á einmitt við um
Eignamiðjuna í tilviki Tryggvagötu
18, að tæpur milljarður króna var
greiddur til ófullnægðra veðhafa, eins
og kemur fram hér að ofan, með svo-
kallaðri útlagningu.
Ástráður segir að ef á daginn komi,
eftir útlagningu, að ekki sé til fyrir því
sem þurfi til, umfram útlagninguna,
beri lögum samkvæmt að ljúka skipt-
um með vísan til 155. greinar, sem séu
kölluð „árangurslaus skipti“.
Aðspurður hversu mikið hefði þá
fengist upp í lýstar kröfur upp á 2,46
milljarða króna, sagði Ástráður: „Það
er ekki hluti af þessari skýrslu og það
er ekki mitt hlutverk að gera grein
fyrir því opinberlega. Mér er hvorki
skylt né heimilt að greina frá því op-
inberlega sem fer fram undir gjald-
þrotaskiptum.“
Ástráður var spurður hvernig stæði
á því að skipti búsins hefðu tekið tæp
fjögur ár. „Það er vegna þess að skipt-
in hafa tafist vegna þess að það voru
rekin í dómsmál. En þetta er ekkert
óeðlilega langur tími við að gera upp
þrotabú,“ sagði Ástráður Haraldsson.
Segja að búið hafi
ekki verið eignalaust
Kröfur í þrotabú Eignamiðjunnar tæpir 2,5 milljarðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svarta perlan Tryggvagata 18 er iðulega kölluð Svarta perlan.
Jón Þór
Ólason
Ástráður
Haraldsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Fyrst sá ég bara andlitið í móanum
og hélt að þetta væri köttur. Ég labb-
aði í áttina og talaði við kisuna, sem
ég hélt að væri. Þá stökk dýrið upp og
ég sá að þetta var refur, en ekki þessi
venjulegi, íslenski refur,“ sagði Guð-
rún Þóra Garðarsdóttir, verkfræð-
ingur. Hún telur sig hafa séð rauðref
á Selfossi í sumar.
Refurinn hljóp í átt að hestum sem
voru þarna í girðingu. Hestarnir
stugguðu eitthvað við rebba. Svo
stökk hann yfir götu og hvarf inn í
garð.
Guðrún var að taka upp rabb-
arbara í suðurjaðri Selfoss þann 9.
júní þegar hún varð vör við dýrið.
Bæði hún og sambýlismaður hennar
sáu refinn og gátu fylgst með honum
svolitla stund. Því miður voru þau
ekki með myndavél til að taka mynd
af dýrinu.
„Hann var rauður á lit. Ég fletti
upp á vefnum og dýrið leit út eins og
rauðrefur. Hann líktist myndinni af
rauðref,“ sagði Guðrún og vísaði í
mynd sem birtist í Morgunblaðinu og
á mbl.is í gær af rauðref. Hún hefur
séð íslenska refi og telur að dýrið hafi
verið stærra en sá íslenski.
Guðrún tilkynnti Náttúrufræði-
stofnun um rauða refinn daginn eftir
að hún sá hann en fékk engin við-
brögð. Hún sagði að sér hefði þótt
merkilegt sem hún las á netinu að
rauðrefir í öðrum löndum héldu sig
gjarnan við mannabústaði og í
grennd við borgir.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að Reynir Bergsveinsson, þraut-
reynd tófuskytta og veiðimaður, hefði
undanfarin fjögur ár orðið var við
spor eftir óvenju stóran ref á Þing-
völlum. Hann taldi að þau væru ann-
aðhvort eftir rauðref eða silfurref.
Reynir sagði að íslenska tófan val-
hoppaði en þetta dýr tölti í beina línu.
Reynir sagði þetta undirstrika al-
varleika þess að smygla og sleppa
framandi dýrum. „Þegar bjórrottan
var orðin alvarlegt vandamál á ökr-
unum á Bretlandi þá var gefið leyfi til
að flytja hingað suður-ameríska
vatnarottu til loðdýraeldis, sennilega
þá sömu og olli öllu tjóninu í Bret-
landi. Sem betur fer fór loðdýraeldið
á hausinn svo ekkert varð úr þessu.“
Rauðrefur Konan sá ref sem ekki líktist íslenskri tófu heldur var stærri og
rauður á lit. Við leit á netinu sá hún að dýrið leit út eins og rauðrefur.
„Líktist mynd-
inni af rauðref“
Refur sem líktist rauðref sást í út-
jaðri Selfoss 9. júní í sumar
Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands, vinnur að rannsóknum á refum. Hún kvaðst ekki
hafa heyrt af meintum rauðref á Þingvöllum fyrr en hún sá frétt Morg-
unblaðsins. Ester sagði að hún þyrfti að fá hræ dýrsins til að geta stað-
fest að um rauðref væri að ræða.
„Breytileiki í stærð og lit mórauðra refa á Íslandi er mikill og við höfum
t.d. fengið yfir 7 kg refi hérlendis, sem ég hef sjálf vigtað og staðfest. Oft
berast fréttir og tilkynningar um einkennileg dýr og í sumum tilfellum
fáum við sent eintak eða mynd, sem er þakkarvert,“ sagði Ester.
Fjölbreytni í lit og stærð
NÁ ÞARF DÝRINU TIL AÐ SANNREYNA TEGUNDINA
Ford Explorer Limited árg. 2012
Til sölu
Ekinn 49 þ km. Verð 8.580 þús. 7 manna – leðursæti og rafmagn í öllu.
Allar upplýsingar hjá Bílasölu Reykjavíkur, sími 587 8888
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Forsvarsmenn Félags tónlistar-
skólakennara funduðu með ríkis-
sáttasemjara á þriggja tíma fundi í
gær. Sáttasemjari lagði fram tilboð
sem að sögn Sigrúnar Grendal Jó-
hannsdóttur, formanns félagsins, er
ekki nægjanlega gott. „Aftur hljóm-
ar tilboðið þannig að verið er að
breikka bilið á milli okkar og kenn-
ara í Kennarasambandi Íslands. Við
sjáum útgangspunkt sem við erum
að vinna út frá og ætlum að bregðast
við á mánudaginn á fundi sem búið er
að boða,“ segir Sigrún.
Viðræður í tæpt ár
Hún segir að útlit sé fyrir að verk-
fallið muni taka nokkurn tíma. „Okk-
ar félagsmenn voru allir sammála
um það á samstöðufundi að okkar
markmið eru að ná aftur jafnri stöðu
við aðra kennara,“ segir Sigrún.
Hún segir að það sem einkennt
hafi viðræðurnar sé lítill vilji til
sátta. „Alveg frá því viðræðurnar
hófust hafa ekki verið eiginlegar
samningaviðræður í gangi. Menn
eru búnir að sitja við í tæpt ár og í
því ljósi er enn erfiðara að treysta
því að viðræðuáætlun skili nokkru,“
segir Sigrún. Verkfall tónlistarskóla-
kennara hófst á miðvikudag. Viðræ-
ðuáætlun var undirrituð fyrir rúm-
um 10 mánuðum. Síðan hafa verið
undirritaðir samningar við kennara
og stjórnendur í leik-, grunn- og
framhaldsskólum en í Félagi tónlist-
arskólakennara eru rúmlega 500
manns eða um 5% félaga í kennara-
sambandinu.
Sættir ekki í sjónmáli
Nýtt tilboð Ríkissáttasemjara á kjarafundi með Félagi tón-
listarskólakennara „Ekki eiginlegar samningaviðræður“
Morgunblaðið/Rósa Braga
Tónlist Lagt var fram nýtt tilboð á
fundi Félags tónlistarskólakennara
og ríkissáttasemjara í gær.
Kjaraviðræður
» Ríkissáttasemjari lagði fram
tilboð á kjaraviðræðufundi Fé-
lags tónlistarskólakennara í
gær.
» Enn ber nokkuð í milli.
» Annar fundur boðaður á
mánudag.
» 5% félagsmanna í Kenn-
arasambandi Íslands.