Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 21
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. Persónulegt Keðjuúr listamannsins og gleraugu hans eru í hulstrinu. Kúnst Stytta af Ásgrími og vatnslitamynd af Borgarfjarðarfjallinu Strút. þannig hægt að ganga úr skugga um að aðstæður séu réttar. Þetta dregur úr hættunni á skemmdum, eykur gæði vörunnar sem kemur í hendur neytenda, og ef eitthvað hefur komið upp á, t.d. í flutningum, er hægt að sjá mjög auðveldlega hvað gerðist – stóð brettið kannski of lengi úti í sól- inni í verksmiðjunni, eða stóð flutningafyrirtækið ekki við gefin fyrirheit um meðferð sendingarinnar?“ var haft eftir Erlingi Brynjólfssyni, þróun- arstjóra fyrirtækisins, í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári. Tækni Controlant er þegar í notkun hjá 150 fyrirtækjum í tíu löndum. Nú er unnið að því að byggja upp sterkt alþjóðlegt sölu- og dreifi- kerfi til að hámarka þá fjárfest- ingu sem sett hefur verið í vöruþróun fyrirtækisins. Fram- kvæmdastjóri Controlant er Gísli Hermannsson. gudmundur@mbl.is Nákvæmni Búnaðurinn fylgist með raka og hita og sendir upplýsingar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Framkvæmdir við nýtt fimleika- hús Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi, sem rísa á við Egils- höll, ganga samkvæmt áætlun og stefnt er að því að húsið, sem að mestu verður reist úr for- steyptum einingum, verði tekið í notkun í september á næsta ári. Framkvæmdastjóri félagsins seg- ir nýjan húsakost verða starfsemi fimleikadeildarinnar mikil lyfti- stöng. „Núna æfa um 400 börn fim- leika hjá okkur,“ segir Guð- mundur L. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Fjölnis. Hann segir nokkur hundruð áhugasöm börn vera á biðlista eftir að æfa fim- leika með Fjölni, en er ekki með nákvæma tölu þeirra handbæra. Biðlistarnir séu tilkomnir vegna aðstöðuleysis. „Við vonumst til, þegar við höfum fengið nýja hús- ið, að vera með 800-1.000 iðk- endur í fimleikunum,“ segir Guð- mundur og segir viðbúið að eftir að nýja aðstaðan komist í gagnið muni iðkendur koma víða að, ekki einungis úr Grafarvogi og ná- grenni. „Það eru viðvarandi bið- listar víða og nýja húsið mun skipta sköpum.“ Fimleikar í áhaldageymslu Að sögn Guðmundar fer fim- leikaiðkun á vegum Fjölnis nú fram í áhaldageymslu Egilshallar og í litlum hliðarsal þar. Aðstaðan henti engan veginn, hún hamli framförum í íþróttinni og komi í veg fyrir að áhugasamir geti stundað hana. „Það er góður gangur í deild- inni, áhuginn á sportinu er alltaf að aukast og hefur varla minnkað við það að Evrópumótið var hald- ið hér á dögunum,“ segir Guð- mundur. annalilja@mbl.is Fimleikahús Fjölnis rís við Egilshöll í Grafarvogi Ljósmynd/Fjölnir Fimleikahús Framkvæmdastjóri Fjölnis býst við mikilli fjölgun fimleikaiðkenda, en nú eru langir biðlistar . Segir nýtt hús skipta sköpum Framkvæmdir Til stendur að taka húsið í notkun haustið 2015. „Enn hefur það borið fyrir mig, að ég sæi ljóslifandi landslag komið inn í stofuna til mín, eftir að dimmt var orðið. Er mér það minnisstætt, að eitt sinn horfði ég glaðvakandi á fallandi foss, eins raunverulegan og væri hann úti í sjálfri náttúrunni,“ segir Ásgrímur í ævibók sinni, Myndir og minningar. „Í annað skipti sá ég inn í dalverpi með grænu grasi, sem stóð mér svo lifandi fyrir sjónum, að ég gat virt mjög gaum- gæfilega fyrir mér hvert einstakt strá. Slíkum sýnum fylgdi mikill un- aður og oft var ég að hugleiða meðan á þeim stóð, hvað allt væri þetta dásamlega raunverulegt. En aldrei birtist mér slíkt landslag í stærra fleti en svo, að ég sæi yfir það í einu … Þetta var m.ö.o. sú sjónvídd, sem hentar málverki.“ Sjónvídd sem hentar málverki UPPLIFÐI LJÓSLIFANDI LANDSLAG Í STOFUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.