Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 33

Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Steingrímur Lárusson, frændi minn, er fallinn frá eftir erfið veikindi. Hann hóf ungur búskap við hlið föður síns Lár- usar Steingrímssonar og Sig- urðar bróður síns, en Sigurður lést fyrir nokkrum árum. Hjón- in Steingrímur og Anna Hildur Árnadóttir ráku myndarbú al- veg fram á síðustu ár, eða þar til þau urðu að bregða búi vegna veikinda Steina. Hörgs- landskot á Síðu hefur alltaf átt sérstakan sess hjá mér og fjöl- skyldu minni. Þar fæddist föð- uramma mín, Sigríður Stein- grímsdóttir, og þar ólst upp faðir minn Hörður Lorange með móður sinni fyrstu æviárin umvafinn frændfólki sínu, en Steini og faðir minn voru systk- inabörn. Foreldrar Lárusar, föður Steingríms og Sigríðar, ömmu minnar, voru Steingrím- ur Steingrímsson og Margrét Unadóttir. Þau settust að í Hörgslandskoti á Síðu um alda- mótin 1900. Snemma á unglingsárum gerðist ég kaupamaður í Hörgs- landskoti hjá Steina og Önnu fyrir tilstuðlan föður míns. Margs er að minnast þau fjögur sumur sem ég var í sveit í Kotinu. Margar góðar minning- ar á ég frá þessum tíma og þar leið mér alltaf vel. Steini kenndi mér um gildi vinnunnar og hef ég búið að því síðan. Af honum lærði ég um gildi góðrar „heim- ildavinnu“ því þegar ákveðnir aðilar sögðu krassandi sögur við matarborðið þá spurði hann að bragði: „Hver sagði þér?“ Og ef „heimildamanns“ var ekki getið þá vissu menn hvaða trúnað ætti að leggja í söguna. Það heilræði Steingríms í fjármálum hefur reynst mér vel að ætla tekjur alltaf minni, en ætluð gjöld hærri. Steingrímur var gegnheill sjálfstæðismaður og þegar for- ystumenn flokksins vísiteruðu þá var Hörgslandskot á Síðu fastur áningarstaður. Honum var treyst til trúnaðarstarfa af sveitungum sínum en hann var í áratugi hreppstjóri í hinum gamla Hörgslandshreppi auk fjölda annarra trúnaðarstarfa sem honum voru falin. Búskap- ur í Hörgslandskoti var til mik- illar fyrirmyndar í búskapartíð hjónanna Steingríms og Önnu, en þar var stundaður blandaður og hefðbundinn búskapur lengst af með sauðfé, kýr og hross. Í Búnaðarriti má lesa um margan verðlaunahrútinn frá Hörgslandskoti sem tók þátt í hrútasýningum. Þá voru margir bikararnir fyrir úrvalsmjólk sem mjólkurframleiðsla þeirra hjóna hlaut í gegnum árin. Steingrímur var bóndi af líf og sál, og þess sáust merki í bú- störfum, í umönnun bústofns og öllu ræktunarstarfi. Steingrím- ur var ekki maður margra orða, en hann var gegnheill heiðurs- maður og mátti ekki vamm sitt vita. Alla tíð var mikill samgangur milli fjölskyldu minnar og fjöl- skyldu Steina og Önnu, og leið vart það sumar sem ekki var farið í Kotið. Þær voru ófáar ferðirnar austur þar sem var tekið til hendinni í sauðburði Steingrímur Lárusson ✝ SteingrímurLárusson fæddist á Hörgs- landskoti á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 5. maí 1933. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 17. október 2014. Útför Steingríms var gerð frá Árbæj- arkirkju 24. októ- ber 2014. eða öðrum sveita- störfum og alltaf kom maður endur- nærður til baka. Ég kveð Steina frænda minn með söknuði og þakk- læti fyrir liðna tíð. Við hjónin sendum Önnu, Lilju, Jó- hönnu og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jón Baldur Lorange. Nú er frændi minn og hinn mikli höfðingi Steingrímur Lár- usson frá Hörgslandskoti fallinn frá. Ég varð þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera í sveit hjá Önnu og Steina í ein fimm sumur. Fyrstu minningar mínar frá Kotinu voru þegar ég fór í sumarleyfisferðir með mömmu og pabba í sveitina, þvílík æv- intýri fyrir lítinn polla. Kýrnar, kindurnar, hestarnir, hundarnir og þá sérstaklega hann Lappi, snúðarnir hennar Önnu, mjólkin beint út mjólkurkælinum, al- gjört ævintýri fyrir lítinn pjakk. Ég var ansi stoltur þegar ég var 10 ára og Anna og Steini buðu mér að koma til sumardvalar í Kotið. Ég fékk hina virðulegu nafnbót kúasmali. Sumrin í Kotinu urðu fimm og einnig fór ég margar ferðir með Lilju og Jóhönnu yfir vetrartímann, eins oft og ég mátti. Minningarar eru margar, ferðir upp í heiði til að smala og rýja, fyrsti aksturinn með Önnu á traktornum, sund- sprettir í Hundafossi, príl í klettum sem var reyndar harð- bannað, álfasögurnar í Gosutind- um, allur heyskapurinn, langir og skemmtilegir dagar þegar verið var að bagga og koma öllu í hús. Eftir langa vinnudaga, sem líklega yrðu ekki samþykkt- ir í vinnulöggjöf EU í dag, var yndislegt að koma inn á kvöldin og fá snúð með mjólk eða þá vatnsglas, en vatnið í Kotinu finnst mér vera það besta í heimi. Alltaf var gott að leggjast á koddann eftir gott dagsverk. Minningarar eru ótalmargar og ylja mér um hjartarætur. Þessi ár í Kotinu mótuðu mig mikið, styrktu og hafa hjálpað mér mikið í lífinu. Þarna lærði ég að vinna. Ég lít með gleði um öxl og þakka fyrir að hafa kynnst Steina og verið undir hans handleiðslu öll þessi ár. Duglegri mann var varla hægt að finna og alltaf var hann tilbú- inn að hjálpa drengnum sem kannski kunni ekki allt til að byrja með en vonandi kom það eitthvað með tímanum. Megir þú hvíla í friði. Önnu, Lilju, Jóhönnu og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Kveðja, Kristján (Stjáni). Þegar mér bárust fréttir af andláti Auðuns föðurbróður míns þá var það fyrst og fremst söknuður sem fyllti hug minn. Ekki sorg, því Auðunn var orðin aldraður maður, þrotinn að kröftum og farinn að þrá hvíldina. Eftir nána samveru við frænda minn og fjölskyldu hans hátt í 60 ár er svo margs að minnast. Ég var ekki nema 6 ára gamall þegar ég var sendur í sveit til hans norð- ur í Vatnsdal, þar sem ég, í fjölda mörg ár, leit á Marðarnúp sem mitt annað heimili og uppeldis- stöðvar. Þau forréttindi hafði ég að á mig var litið sem einn af fjölskyld- unni, konu hans Þorbjörgu sem uppeldismóður mína og börn þeirra sem systkini mín. Dvöl mín á Marðarnúpi, samveran við Auð- un og fjölskylduna og sveitastörf- in höfðu mikil áhrif á mig í uppeld- inu, mótuðu mig og skoðanir mínar fyrir lífstíð. Fyrir það fæ ég seint fullþakkað. Fyrstu minningarnar af frænda mínum eru við 4-5 ár aldur þegar hann kom suður og gisti hjá foreldrum mínum. Man ég að ég sat á hnjánum á honum og við röbbuðum saman og sýnir það sem oft kom fram, hvað hann var barngóður og tilbúinn að gefa ungviðinu sinn tíma. Fljótlega eftir að ég fór að vera í sveit á Marðarnúpi tók Auðunn við búi eftir foreldra sína. Naut ég alls þess sem dagleg störf bónd- ans bjóða upp á, nálægðarinnar við skepnurnar, sauðburðarins, heyannanna, smalamennskunnar og þess frjálsræðis sem fögur sveit býður upp á. Að vakna á morgnana þegar sólin er nýfarin Jón Auðunn Guðjónsson ✝ Jón AuðunnGuðjónsson fæddist á Blönduósi 17. desember 1921. Hann lést 23. sept- ember 2014. Útför Auðuns fór fram frá Lágafells- kirkju 30. sept- ember 2014. að ylja grund, sækja kýrnar og koma svo inn í bæ og fá heitan hafragraut og súrt slátur hjá Þorbjörgu eru minningar sem ég vildi ekki skipta á við nokkurn mann. Á sunnudögum fengum við krakk- arnir reiðhestana lánaða og fórum á milli bæja. Alltaf kom frændi upp í réttina og gætti þess að allt væri í lagi áður en farið var af stað, hvort hnakkar sætu rétt, gjarðir væru vel spenntar og kverkólar hertar. Þegar riðið var af stað kom allt- af sama kveðjan „Farið varlega og þið rétt ráðið ef þið komið háls- brotin heim.“ Á þeim tíma hugsaði ég oft hve skömmustulegur ég yrði ef ég kæmi nú heim með hausinn dinglandi á herðunum. Auðunn kunni vel að stjórna sínu liði til vinnu, oft fylgdi því há- vaði ef maður gerði eitthvað vit- laust en líka hrós ef vel var gert. Það hrós sem ég hef metið mest í lífinu kom frá honum og var ákaf- lega einfalt: „Þú getur svo sann- arlega setið hest strákur.“ Þá var ég 12 ára gamall og við tveir í elt- ingarleik frammi á fjalli við stóð- hross. Pólitíkin var mikið rædd á heimilinu. Auðunn hafði ákveðnar skoðanir sem maður drakk í sig og margt timburverkið í fjárhúsun- um fékk að kenna á vasahnífnum eða málningarpenslinum þar sem X-D var forskriftin. Ég var svo gæfusamur að geta kvatt frænda minn hinstu kveðju sama dag og hann andaðist. Þar sem ég stóð við rúmgaflinn hans kom upp í huga mér mynd af ung- um strák, burstaklipptum, í gúmmískóm, haldandi á slitinni ferðatösku. Á móti honum kemur maður, brosandi og með útbreidd- an faðminn og segir: „Komdu sæll, Eiður minn, við eigum eftir að eiga frábært líf saman.“ Takk fyrir allt, frændi minn, og góða ferð. Eiður. Snemma árs birtist Alma á heimilinu, glaðleg í fasi og hisp- urslaus. Vera má að hún hafi verið ung að árum, en augljóst var að sjálfri þótti henni hún vera talsvert eldri – og það þótti okkur líka. Hún var jákvæð og bjartsýn og hafði stóra drauma um framtíðina; vissi vel að þegar hún yrði „stór“ kæmi það í hennar hlut að hjálpa þeim ógæfusömu börnum sem hefðu ráfað út af hinum gullna með- alvegi. Fyrst myndi hún mennta sig á Íslandi, en eftir það yrði hún svo líklega að sækja sér sér- menntun erlendis. Hún hafði ákveðnar hugmyndir um þau fé- lagslegu úrræði sem þyrftu að Alma Maureen Vinson ✝ Alma Maureenfæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1998. Hún lést á heimili sínu 3. októ- ber 2014. Útför Ölmu fór fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 20. október 2014. vera í boði fyrir ís- lenska unglinga, og úr þessu vildi hún bæta. Hún hafði stóra drauma. Allir sem þekktu Ölmu hljóta að hafa séð hversu mikið var spunnið í hana, ekki einungis var hún hlýleg mann- eskja, heldur einnig hæfileikarík. Hún söng, og söngur hennar kom við hjartað í þeim sem á hlýddu – ekki vegna þess að hún hefði einstaka rödd, sem hún vissu- lega hafði, heldur vegna þess að hún söng af tilfinningu og djúp- um skilningi þess sem þekkir líf- ið, þjáningar þess og bresti mannanna. Fyrir okkur er Alma eins og fiðrildi sem kom og fór, og gladdi með nærveru sinni. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni og minnumst hennar með ástúð og hlýju. Mik- ill er missir þeirra sem elskuðu hana. Jónas Orri og fjölskylda. önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. ✝ Elskuleg móðir mín, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Inga frá Sauðhaga á Völlum, lengst af búsett á heimili sínu að Laufskógum, Hallormsstað, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Egilsstöðum, miðvikudaginn 22. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Ólafsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Merkurgötu 7, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 19. október, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Rebekka Árnadóttir, Jóhanna Axelsdóttir, Kolbeinn Árnason, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Árnason, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, LILLÝ O. GUÐMUNDSDÓTTIR, Möðrufelli 15, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 21. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Gunnar Páll Ingólfsson, Laufey I. Gunnarsdóttir, Guðmundur K. Snæbjörnsson, Sigurður Á. Gunnarsson, Rebecca Yongco, Arnar Freyr Gunnarsson, Sigurbjörg Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GEIRSSON frá Reyðará, lést á Hjúkrunarheimili Suðausturlands aðfaranótt föstudagsins 24. október. Geir Þorsteinsson, Gunnar Bragi Þorsteinsson, Guðbrandur Ragnar Jóhannsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.