Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 ✝ Pétur Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 2. september 1928. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. september 2014. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jón- asdóttir, f. 27. ágúst 1906 í Brautarholti í Reykjavík, d. 14. júní 1980, og Guðmundur Pét- ursson, f. 10. september 1904 í Garðhúsum á Eyrarbakka, d. 29. febrúar 1972. Pétur var elstur sex systkina. Þau eru: Jónas Marteinn Guðmundsson, f. 5. október 1930, d. 9. júní 1985, í Laxárdal í S-Þing., d. 19. des- ember 1950. Börn Péturs og Hrafnhildar eru: 1) Guðmundur, f. 15. mars 1947, maki Jóna E. Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1946. 2) Héðinn, f. 21. júlí 1952, maki Guðný Hildur Sigurðardóttir, f. 30. janúar 1956, börn þeirra eru Baldur, f. 1980, Heimir, f. 1985, og Hrafnhildur, f. 1987. Fyrir átti Héðinn Viðar, f. 1969, móðir hans er Annabella Albertsdóttir, f. 17. september 1952. 3) Hólm- fríður, f. 16. mars 1956, maki Pi- roz Darai, f. 21. júlí 1952, börn þeirra eru Jónas, f. 1980, og Mariam, f. 1982. 4) Jónas, f. 21. október 1960, maki Sigurveig Una Jónsdóttir, f. 22. júlí 1961, börn þeirra eru Ingibjörg Tinna, f. 1980, Oddur, f. 1981, Pétur Hrafn, f. 1988, og Jökull, f. 1990. Langafabörn Péturs eru sex tals- ins. Pétur var jarðsunginn í kyrr- þey frá Áskirkju hinn 3. október 2014. Þórir Atli Guð- mundsson, f. 20. október 1933. Gúst- av Axel Guðmunds- son, f. 15. sept- ember 1937, d. 12. nóvember 2007, Sigríður McLean, f. 6. ágúst 1943. Stein- dór, f. 8. júní 1947 d. 15. febrúar 2000. Pétur kvæntist hinn 5. mars 1949 Hrafnhildi Héðinsdóttur, f. 3. október 1927, d. 16. maí 2013. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Pétursdóttir, f. 27. febr- úar 1903 á Núpum í Aðaldal í S- Þing., d. 21. maí 1944. og Héðinn Jónsson, f. 1. ágúst 1900 á Hamri Kæri Pétur. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minning um merkilegan mann lifir í hjarta mínu og mun þín ávallt verða minnst með virðingu og stolti. Þú varst hornsteinn fjölskyld- unnar sem allir litu upp til. Sam- band þitt við afkomendur þína var fallegt og einstakt að sjá að- dáunina skína úr augum þeirra í hvert sinn sem nafn þitt er nefnt. Sú arfleifð er dýrmæt og verður viðhaldið um ókomna tíð. Í mínum huga er það ómetan- legt að drengirnir mínir skuli hafa fengið að kynnast langafa sínum. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar við vorum í heimsókn hjá þér í Jökul- grunninu fyrir ekki svo löngu og Tómas Ingi sagðist bara vilja eiga heima hjá langafa, það væri svo kósí. Þú hafðir svo góða nærveru og heilbrigða sýn á líf- ið. Mér fannst þú vita allt og það gerði samverustundirnar með þér bæði skemmtilegar og lær- dómsríkar. Þú varst líka alveg óhræddur við að ræða persónu- leg málefni og veita ráðlegging- ar um hitt og þetta. Það var fátt sem ekki var hægt að tala um við þig og þykir mér ofsalega vænt um þessi samtöl okkar. Þeir Tómas Ingi og Jökull Kári munu fá að heyra ófáar sögurnar af Pétri langafa sínum, þessum magnaða manni. Hvíl í friði. Ásta Björk Eiríksdóttir. Elsku Pétur afi. Nú hefur þú víst kvatt okkur fyrir fullt og allt. Þín verður sárt saknað en það er gott að vita af ykkur ömmu sameinuðum á ný. Jafn skemmtilegan, ráðgóðan og traustan afa og vin er vart hægt að hugsa sér og það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að heimsóknirnar í Jökulgrunnið verða ekki fleiri, þar sem við sátum jafnan og drukkum bolla af dýrindis cappuccino að hætti afa á meðan við ræddum um daginn og veginn og þú sagðir okkur oftar en ekki ótrúlegar sögur af viðburðaríkri ævi þinni, bæði í starfi og frítíma. Við erum mjög þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og fyrir að hafa átt svona mikinn snilling og eðaltöffara fyrir afa. Það eru svo sannar- lega ekki allir afar á níræðis- aldri sem senda barnabörnunum sínum hnyttin skilaboð á Viber með tilheyrandi „emojis“ og „stickers“ eða hringja í þau á Facetime í stað venjulegs sím- tals. Ástríða afa fyrir fluguveiði var takmarkalaus og kenndi hann okkur margt um veiði, s.s. að lesa straumvatn, hvar laxinn liggur, hvar hann tekur og að bera virðingu fyrir bæði náttúru og bráð. Þessu munum við búa að alla ævi. Stendur keikur straumvatn við. Stundar leik við elfarnið. Köstin eykur, kannar mið. Klókur reiknar laxins sið. (Árni G. Finnsson) Hvíl í friði elsku afi, við mun- um sakna þín. Ingibjörg, Oddur, Pétur, Lilja og Jökull. Pétur Guðmundsson Í leiftri minn- inga minna frá bernskuárum mín- um á Akureyri bregður fyrir myndum af ömmu minni Bennu ásamt myndum af frænkum mínum þeim Sigurlínu (Góu) og Herm- ínu. Allar þessar góðu konur mótuðu tilveru mína á þessum árum og hafa þær nú allar yf- irgefið okkar tilverustig og þar með lokað lífsbók sinni. Eftir stutt en snörp veikindi voru það óendanlega sár spor að fylgja Góu minni síðasta spölinn aðeins þremur vikum eftir að hennar árlegu dvöl hjá mér lauk. Sigurlína G. Stefánsdóttir ✝ Sigurlína G.Stefánsdóttir fæddist 4. desem- ber 1939. Hún lést 6. október 2014. Sigurlína var jarð- sungin 13. október 2014. Góa var yngsta barn foreldra sinna og ég lengi eina barn minna. Því mynduðust afar sterk tengsl á milli okkar. Hún gætti litlu frænku sinnar ofur vel eins og hún sagði oft seinna og brosti sínu fallega brosi. Stutt var á milli okkar og urðum við því eins og systur og á milli okkar mynd- aðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Háaloftið hennar ömmu var okkar ævintýraland. Þar áttum við okkar litla bú. Á loftinu var einnig heill heimur forvitni- legra muna sem litlar barns- hendur höfðu unun af að hand- leika. Eftir leiki okkar á loftinu var notalegt að kúra við ylinn frá kolaeldavélinni hennar ömmu og átti hún þá gjarnan kand- ísmola eða molasykur til að gefa stelpunum sínum. Kúru- siðinn lögðum við ekki af. Allt er í heimi hverfult, hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt. Og tendra þann eld, sem að endist, þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri, þótt fölni hin skærustu blóm. (Ómar Ragnarsson) Ung kynntist Góa fyrri eig- inmanni sínum Jóni Arinbirni Ólafssyni og hamingjan blasti við ungu hjónunum sem höfðu ásamt tveim ungum dætrum sínum, þeim Ásgerði Ingi- björgu og Jóhönnu Rósu, stofn- að lítið en notalegt heimili. En þá dundi ógæfan yfir er Jón fórst við sjómennsku þá aðeins 27 ára. Um stundarsakir bjó Góa ásamt dætrum sínum í öruggu skjóli foreldra minna og naut alls hins besta er þau gátu látið í té. En hugur hennar stefndi norður og flutti hún því aftur í sína heimabyggð. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Þ. Hjaltalín, miklum öðlingsmanni og gulli af manni. Það varð sannarlega hennar gæfuspor. Eignuðust þau tvö börn, Jón Stefán og Þórlaugu. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja mjög oft hjá Góu og Ein- ari og veittu þau mér allt það besta sem hægt er að gefa. Í síðustu ferð minni norður var ég svo lánsöm að vera boðin í sumarhús dóttur hennar Ásu og sýndi Góa mér þá ömmukot- ið sitt sem hún var svo ánægð með. Verð ég ávallt þakklát fyrir stundirnar okkar saman. Hugur minn leitar til Einars, Ásu, Hönnu Rósu, Jóns og Þór- laugar. Einnig til tengdabarna, ömmu- og langömmubarna hennar. Góa var stolt af öllu þessu fólki og bar hag þess fyr- ir brjósti. Hún elskaði þau öll ofurheitt. Bið fyrir þeim öllum því sorg þeirra er mikil og þung. Þú fallega og góða sál! Hafðu þökk fyrir alla þá birtu og yl sem þú veittir mér. Þú varst mér styrkur í sorg og í gleði. Minning þín mun lifa. Með friðar-, kærleiks- og vinarkveðjum. Þín frænka, vin- kona og „systir“, Sóley Benna Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar ✝ Elín Ragn-arsdóttir fædd- ist 17. nóvember 1931 á Djúpavogi. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 7. októ- ber 2014. Foreldrar henn- ar voru Lovísa Lúðvíksdóttir hjúkrunarkona, f. 4.9. 1904, d. 30.10. 1970, og Ragnar Kristjánsson sjómaður, f. 14.9. 1907, d. 15.3. 1975. Systkini Elínar eru Kristín Ása Ragnarsdóttir, f. 2.3. 1928, Kristján Ragnarsson, f. 1.11. 1929, d. 16.2. 2009, og Karl Ragnarsson, f. 12.11. 1930, d. 9.11. 2007. Elín giftist hinn 15. nóv- ember 1952 eftirlifandi eigin- manni sínum, Matthíasi Helga- syni frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd, f. 5.8. 1931, og eiga þau fimm börn: 1) Lovísa, f. 1950, og á hún tvö börn. 2) Reynir, f. 1953, maki Lone Hedtoft og eiga þau þrjú börn. 3) Lúð- vík, f. 1954, maki Elín Arnardóttir og eiga þau fjögur börn. 4) Baldvin Smári, f. 1956, maki Jóna Gylfa- dóttir og eiga þau tvö börn. 5) Ragn- ar, f. 1964, maki Sólrún Ein- arsdóttir og eiga þau þrjú börn. Elín starfaði lengst af við verslunarstörf ýmiskonar, í matvöruverslun, bakaríi og varahlutaverslun. Hún var mikil húsmóðir og var mjög annt um að hafa fallegt í kringum sig og prýddi heimilið með fallegri handavinnu, enda mikil hagleik- skona hvort sem um var að ræða prjón, hekl eða útsaum hvers konar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Ella mín. Nú er komið að kveðjustund, hvar skal byrja? Það er svo margs að minnast og allt af því góða. Þú hefur verið mér mjög kær í gegnum lífið og alltaf gat ég hringt í þig ef eitt- hvað var að gerast en nú er engin Ella til að hringja í, þetta verða mikil viðbrigði. Þú stóðst á meðan stætt var og kjarkurinn var óbilandi. Okkar kynni ná yfir 60 ár og margt hef- ur gerst. Mér kemur fyrst í hug þvílík hannyrðakona þú varst, allt lék í höndum þér og margir eru þeir fallegu hlutirnir sem þú gerðir sem prýða mitt heimili. Ekki lást þú á liði þínu og það kom bersýnilega í ljós að þú varst mörgum kostum búin þegar þið byggðuð upp ykkar stóra fyrir- tæki, Bílanaust. Þar áttir þú margar vinnustundir ásamt því að sinna þínu stóra heimili. En einnig eru ofarlega í huga mér allar þær ævintýraferðir okkar til útlanda sem voru fastur punktur í lífi okkar gegnum árin. Þú varst góður ferðafélagi og einnig Matthías, þinn maður, sem alltaf var búinn að lesa sér til um þá áfangastaði sem ferðinni var heitið til og var við öllu búinn. Allar þessar ferðir okkar voru ævintýri líkastar. Þar sem Matt- hías og Ólafur voru bræður vor- um við mjög náin og ég þarf ekki annað en að loka augunum, þá sé ég þær allar fyrir mér þrjár vin- konur á bekk, Ella, Eyja og ég, horfandi út á hafið með hlýjan vindinn í andlitinu hlæjandi og skrafandi. Þessar stundir með ykkur öllum eru mér svo dýr- mætar. Elsku Ella mín, eitt var það sem gerði þig svo sterka og það var þín mikla trú á almættið og varst þú mjög næm á hlutina en undir það síðasta varst þú eins og fallegur fugl sem missir flugið. Ég bið guð að blessa Matthías, börnin og fjölskyldur þeirra. Þín vinkona og svilkona, Sigríður Guðmundsdóttir (Sigga). Elín Ragnarsdóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, REYNIS HAUKSSONAR, Öldugötu 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæð suður á Hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóna Lára Sigursteinsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUTTORMS JÓNSSONAR, Bjarkargrund 20, Akranesi. Minning um góðan dreng lifir. Ykkar stuðningur er okkar styrkur. Emilía Petrea Árnadóttir, Helena, Lárus Bjarni og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU GUÐJÓNSDÓTTUR, Goðheimum 1, Reykjavík. Valgerður Franklínsdóttir, Hrafnkell Eiríksson, Svanfríður Franklínsdóttir, Guðni Axelsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.