Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Októberfest í Veggsport Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi 30% afsláttur í golfherminn Skelltu þér í golf í góðu veðri 9 mismunandi golfvellir 2 fyrir 1 í skvass um helgar Bjóddu vini þínum með í skvass! ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 TAX FREE HELGI SPARAÐU 20,32% AF VÖRUM Í VERSLUN* 24. - 27. október Föstudag - mánudags *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði og vörum merktum “Everyday Low Price”. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég fann þennan stein uppi í heiði fyrir tíu eða tólf árum síðan. Það gekk þó ekki and- skotalaust að ná honum, ekki dugði að fara með stóran vörubíl með krana svo það þurfti að fá öfluga beltavél,“ segir Reynir Sveinsson, formaður sóknarnefndar Hvalsnessóknar. Í horni kirkjugarðsins við Hvalsneskirkju hefur verið komið upp 10 tonna þungum minnisvarða um síra Hallgrím Pétursson sálmaskáld sem þar þjónaði í sjö ár. Reynir segir að það hafi lengi verið í und- irbúningi að koma upp minnisvarða eða lista- verki til minningar um Hallgrím og ákveðið hafi verið að koma honum upp nú til að minn- ast 400 ára afmælis hans. Ekki fyrsta Hallgrímsmyndin „Það þótti vel við hæfi að hafa hann úr ís- lensku grjóti. Hallgrímur kunni að fara með verkfæri og hjó sjálfur legstein Steinunnar dóttur sinnar,“ segir Reynir. Þess má geta að talið er að Hallgrímur hafi sótt grjótið í leg- stein Steinunnar litlu upp í Miðnesheiði, eins og nú var og gert. Legsteinn Steinunnar sem fæddist á Hvalsnesi og dó þar þriggja og hálfs árs gömul glataðist tvisvar en var samt undir fótum manna sem gengu til kirkju vegna þess að í síðara skiptið var hann not- aður sem hleðsla í kirkjustéttina. Fannst hann 1964 þegar unnið var að viðgerð stétt- arinnar og var þá fluttur inn í kirkju og er varðveittur þar sem einn af dýrgripum henn- ar. Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli var fenginn til að gera minnisvarðann um Hallgrím enda hefur hann höggvið allnokkrar myndir af sálmaskáldinu. Mynd hans af Hall- grími snýr frá kirkjunni og blasir við gestum sem þangað koma. Páll hjó líka mynd af Steinunni litlu á bakhlið steinsins og snýr hún út í kirkjugarðinn og blasir við frá kirkjudyr- unum. Hlaðnir hafa verið garðar í kringum lista- verkið og hellulagt. Reynir segir að eftir sé að setja upplýsingaskilti um Hallgrím og kirkjuna, til hliðar við listaverkið, og vígja það. Reynir er ánægður með verkið og heyrir það sama á gestum staðarins. „Fólki finnst þetta mikil virðing við minningu Hallgríms og þjónustu hans hér,“ segir Reynir. Myndir af Hallgrími og Steinunni litlu Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hvalsnes Listamaðurinn hefur gert allnokkrar höggmyndir af Hallgrími Péturssyni. Steinunn litla Páll Guðmundsson heggur mynd dótturinnar í steininn.  Minnisvarði um Hallgrím sálmaskáld gerður á Hvalsnesi Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fækkun bankaútibúa hér á landi er í samræmi við það sem er að gerast út um allan heim í viðskiptabankastarf- semi, að sögn Höskuldar H. Ólafsson- ar bankastjóra Arion banka. „Það er að verða ákveðin umbylting í þessari þjónustu, afgreiðsluleiðirnar eru að færast á netið og í símann. Bankinn er ekki bara kominn inn á heimilin heldur allstaðar þar sem fólk er. Það verður áfram þörf á útibúaþjónustu en í miklu minna mæli en áður.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Arion banki hefur lokað 16 útibúum á síðustu fimm árum. „Þrátt fyrir lokun útibúa höfum við verið að efla stærri einingar á ákveðnum svæðum. Við erum t.d. með mjög öfluga kjarnastarfsemi í Borg- arnesi, á Selfossi og á Akureyri. Það er búið að færa mikið af ákvörðunarvaldi úr höfuðstöðvunum út á þessi svæði sem eru þá skipu- lögð þannig að þau eiga að geta sinnt sínu umdæmi bet- ur.“ Nýlega til- kynnti Arion banki lokun útibús á Hólmavík. Næstu útibú eru í tölu- verðri fjarlægð, í Búðardal og Borgarnesi. „Við erum ekki að skilja byggðar- lagið eftir bankalaust, það er önnur bankaafgreiðsla á staðnum svo ef fólk þarf á beinni þjónustu að halda þá er hún til staðar. En samfélagið ber ekki uppi tvær afgreiðslur hlið við hlið. Við erum að reka sambærilegar af- greiðslur á öðrum stöðum þar sem eru ekki önnur bankaútibú og þá erum við kannski tregari til að loka og erum ekki að gera það,“ segir Höskuldur. Hagnaður Arion banka á fyrri helm- ingi ársins 2014 nam 17,4 milljörðum króna, sem að sögn Höskuldar er mjög góð afkoma. Er svo kostnaðarsamt að halda úti litlum útibúum sem eru kannski með tvo starfsmenn? Bera sig ekki sjálf „Það er engin afkoma af þessu og þetta ber sig ekki sjálft. Kostnaðurinn í bankanum er of mikill og það þarf að vinna í því og þetta er bara ein af þeim aðgerðum sem er gripið til í þeim efn- um. Við erum alltaf að skipuleggja okkur til framtíðar og getum ekki bara byggt á stöðunni í dag eða fortíðinni. Það er frekar að grundvöllur þessara afgreiðslna veikist svo það er betra að reyna að þjappa þeim saman á færri staði og hafa þær sterkari,“ svarar Höskuldur. Hann útilokar ekki að bankinn missi viðskiptavini vegna lokunar útibúsins á Hólmavík. Hann segist ekki geta svarað því hvort útibúum muni fækka enn frekar. „Við erum með þetta í ágætu jafnvægi núna.“  Engin afkoma af litlu bankaútibúi eins og á Hólmavík og það ber sig ekki sjálft, að sögn bankastjóra Arion banka Höskuldur H. Ólafsson Útibú Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka Höfuðborgarsvæðið x 8 x 10 x 8 Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Egilsstaðir Neskaupstaður Reyðafjörður Höfn í Hornafirði Kirkubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur Borgarnes Hveragerði Vestmannaeyjum Þorlákshöfn Hella Selfoss Reykholt Grindavík Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Akranes Snæfellsbær Grundarfjörður Patreksfjörður Tálknafjörður Þingeyri Ísafjörður Hvammstangi Hólmavík (Lokar) Stykkishólmur Búðardalur Skagaströnd Blönduós Sauðárkrókur Varmahlíð Akureyri Ólafsfjörður Húsavík Færri og sterkari útibú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.