Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is Heimilistækjadagar20% afslá ttur Að undanförnu hef ég fylgst með þrauta- göngu einstaklings sem frá barnæsku hefur átt við spilafíkn að stríða. Hann sýndi mér prýði- lega samantekt og greiningu sálfræðings sem hann hafði leitað til og heimilaði mér að vitna til hennar. Langvarandi þunglyndi Í skýrslunni hefur sálfræðingurinn eftir viðkomandi einstaklingi að hann hafi tapað „stórum hluta af tekjum sínum yfir ævina, upphæðum sem skipta tugmilljónum“ í fjár- hættuspilakössum. Þá virtist ekki skipta máli hvort hann var í tekju- hárri verktakavinnu eða á fjárhags- aðstoð. Áráttan hafi verið sú sama en meðan hann vann og hafði betri tekjur, hafi verið auðveldara „að leiða hjá sér erfiðar tilfinningar og vanlíð- an tengda spilamennskunni“. En þeg- ar kreppt hafi að fjárhagslega hafi þunglyndi sótt að. Í samantekt segir að viðkomandi einstaklingur hafi „glímt við spilafíkn nær alla sína ævi, og (væru) lífsgæði hans í dag nú mjög skert vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem fylgt hafa þeirri fíkn. Hann glími (r) við langvarandi vanlíðan vegna þessa sem felur í sér áhyggjur og kvíða, en einkennist þó helst af von- leysi, þrálátri depurð og neikvæðum hugmyndum um sjálfan sig og getu sína til að koma sér út úr núverandi stöðu.“ Ekki sá fyrsti Sá einstaklingur sem hér á í hlut hefur ekki aðeins reynt að glíma við sjálfan sig heldur einnig „kerfið“. Hann hefur fetað í fótspor annars manns sem er mér kunnur og greindi m.a. frá baráttusögu sinni á síðum Morgunblaðsins fyrir fáeinum árum. Hann reyndi árangurslaust að höfða mál á hendur þeim sem reka spila- kassa svo og ríkinu á þeirri forsendu að starfsemin væri ólögleg og hefði valdið honum miklu tjóni. Þar var um að ræða maka sem ánetjast hafði fjár- hættuspilum og sólundað öllum eig- um fjölskyldunnar. Báðir þessir aðilar hafa stuðst við álitsgerðir lögfróðra manna sem telja annars vegar að rekstur spilakassa standist ekki lög (sbr. t.d. grein Sig- urgeirs Sigurjónssonar, hæstarétt- arlögmanns í Morgunblaðinu 20. nóv. 1993) eða að lagagrundvöllur þessa reksturs sé ótraustur. Í lögfræðilegri álitsgerð sem unnin var fyrir Rauða krossinn, Slysavarnafélagið Lands- björg og SÁÁ á tíunda áratugnum, segir að leyfisveitingar til þessara að- ila til reksturs spilakassa frá hendi stjórnvalda byggist ekki á skýrum og traustum lagagrundvelli. Jafnframt er vakin athygli á „þeirri niðurstöðu Hæstaréttar árið 1949 að telja rekstur einka- aðila á áþekkum spila- kössum refsivert fjár- hættuspil. Þessi ákvæði hegningarlaga eru óbreytt.“ Ágeng álitamál Embætti lögreglu- stjóra á höfðuborg- arsvæðinu og ríkis- saksóknari hafa hafnað kærum á þeirri forsendu að enda þótt grundvallarreglan sé sú að fjár- hættuspil séu ólögleg á Íslandi, þá séu spilakassar reknir á sérlögum sem gefi þeim lögmæti. Í kæru til lögreglustjórans í Reykjavík í júní sl. var spurt hvort það stæðist sérlögin að einkaaðilar aðrir en þeir sem eru handhafar sér- leyfisins, mættu hagnast á rekstr- inum. Í ákærunni segir orðrétt um þetta atriði: „Í lögum sem lúta að rekstri spilakassa er þess getið að til- teknir aðilar skuli njóta góðs af hagn- aðinum og þá væntanlega ekki aðrir. Staðreyndin er hins vegar sú að fjöldi annarra aðila hefur ábata af fjár- hættuspilum og má þar nefna rekstr- araðila í veitinga- og sjoppurekstri svo og þeir aðilar sem leigja út hús- næði undir spilavítin. Þetta eitt gerir þennan rekstur ólöglegan. Fyrr- greindir aðilar munu fá tiltekið hlut- fall af innkomunni sem eitt og sér hlýtur að stangast á við lögin.“ Ekki síður veigamikið álitamál kom fram í kærunni en það snýr að rétti spilafíkla gagnvart þeim sem hagnast á fíkn þeirra. Um þetta segir á ákærunni: „Nú er mér fullkunnugt um að sett hafa verið lög um rekstur happdrættiskassa, sem svo eru nefndir, en eru í reynd fjár- hættuspilavélar þrátt fyrir aðrar nafngiftir. Ég tel að ákæruvaldinu beri að horfa til réttarfarsþróunar á skyldum sviðum þar sem um er að ræða heimilaða en jafnframt skað- lega og heilsuspillandi starfsemi. Í Bandaríkjunum hefur dómsvaldið þannig tekið afstöðu með þeim sem orðið hafa fyrir heilsutjóni af völdum vöru eða þjónustu sem sannanlega er skaðvænleg. Vísa ég í því sambandi til fyrirlesturs sem Arnie Wexler, sérfræðingur á sviði fjárhættuspila, hélt hér á landi 11. nóvember árið 2000, en hann kom hingað til lands í boði óformlegs hóps áhugamanna um spilafíkn. Í stuttu máli telur Wexler spilakassa- og happdrættisvélaiðn- aðinn vera í svipaðri stöðu og tóbaks- framleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Ég ákæri Í upphafi kærunnar segir: „Frá átta ára aldri fór að þróast hjá mér spilafíkn sem hefur farið stigvaxandi síðan. Þessi spilafíkn hefur eingöngu þróast í spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands og Rauða krossins og annarra sem aðild eiga að Íslands- spilum. Rekstraraðilar spilakassa og þar með ríkisvaldið hafa þannig virkj- að sjúkdóm minn í ábataskyni fyrir þá sem hafa hagnað af þessari starf- semi. Þetta hefur valdið mér ómældu tjóni og lagt líf mitt í rúst. Ég hef nú ákveðið að leggja fram formlega kæru á hendur íslenska ríkinu og rekstraraðilum spilakassa vegna þessara saka.“ Mín skoðun er sú að vafasamt hafi verið af embætti lögreglustjóra og embætti ríkissaksóknara að afgreiða ívitnaða kæru út af boðinu og vísa ég í báðar þær röksemdir sem hér hafa verið raktar. Sérleyfisveitingin er skýrt afmörkuð og þyrfti dómstóll að kveða upp úr um hvort hagnaður renni til aðila sem ekki hafa tilskilin leyfi löggjafans. Þá virðist þróunin erlendis vera á þann veg að þessi mál rati í sívaxandi mæli inn í dómsali. Hver var ábyrgð þín – og mín? Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða dollara í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reyk- inga. Margt bendir til þess að lög- fræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekstraraðila spilavít- isvéla og hugsanlega einnig löggjaf- ans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggist á. Fyrir um ári komu lögfræðingar saman í Indianapolis í Bandaríkj- unum að bera saman bækur sínar til undirbúnings atlögu að netspilafyr- irtækjunum. Á þessum fundi var rýnt í mál sem unnist hafa til þessa en slíkum málum fer fjölgandi. Mér segir hugur um að landið sé að rísa hjá spilafíklum sem vilja leita réttar síns gagnvart rekstraraðilum og hugsanlega löggjafanum. Það á að verða okkur öllum sem komið hafa að þessum málum umhugsunar- og sum- um áhyggjuefni. Að leikslokum verðum við mörg spurð, hver var ábyrgð þín? Spilafíkill er ekki réttlaus Eftir Ögmund Jónasson » Í Bandaríkjunum hefur dómsvaldið þannig tekið afstöðu með þeim sem orðið hafa fyrir heilsutjóni af völdum vöru eða þjón- ustu sem sannanlega er skaðvænleg. Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og fyrr- verandi innanríkisráðherra. Blaðamaðurinn Jón Agnar Ólason spyr að því í opnu- grein í Morgun- blaðinu síðastliðinn miðvikudag hvort varaþingmaðurinn Bryndís Loftsdóttir sé of sjálfstæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tilefnið er gagnrýni mín og Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins og fjármálaráðherra, á málflutning og aðgerðir hennar gegn meginmarkmiðum fjárlaga- frumvarps ríkisstjórnarinnar. Af óskiljanlegum ástæðum lítur Jón Agnar svo á að gagnrýni okk- ar Bjarna sé í anda komm- únistaflokka Kínaverja og Norður- Kóreumanna þar sem kraminn er hinn frjálsi mannsandi undir járn- hæl kúgunar og hugsanastýringar. Hér er aðstæðum fólks í Sjálf- stæðisflokknum líkt við aðstæður þeirra sem búa í alræðisríkjum kommúnismans, slík er smekk- leysan. Tekur síðan að sér póli- tíska sálgreiningu á Sjálfstæð- isflokknum án þess að þekkja haus eða sporð á þeim ágæta flokki. Gagnrýni fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins sneri að því að varaþingmaðurinn Bryndís Loftsdóttir færi með upp- spuna og útúrsnúninga um fyr- irhugaðar breytingar á skattkerf- inu. Vandséð er hvernig hægt er að skilja gagnrýnina sem svo að framtak og frumkvæði varaþings- mannsins þyki of sjálfstætt fyrir flokkinn. Svo hafa fleipur og rang- færslur yfirleitt ekkert með sjálf- stæðar skoðanir að gera og fram- tak og frumkvæði í þeim efnum ekki til eftirbreytni. Af því að ég skynja andúð Jóns Agnars á alræði kommúnismans hlýtur hann að vera lýðræðissinni. Mikilvægt er svo lýðræðið virki að fara eftir reglum þess. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins er lýðræðislegt fyrirbæri. Þeir sem ekki vilja fara eftir þeim reglum sem þar gilda eiga auðvitað ekkert erindi þar. Hægt er að upplýsa Jón Agnar, sem kannski einhverjir halda að sé sérfræðingur í mál- efnum Sjálfstæð- isflokksins, að mjög skiptar skoðanir eru á milli þingflokksmanna um einstök mál. Stund- um mætti jafnvel segja að hver höndin sé upp á móti annarri. En eins og títt er hjá þeim, sem einhvers meta lýð- ræðið, ræður meiri- hlutinn við afgreiðslu mála. Ekki þýðir það að einstakir þingmenn verði að greiða atkvæði á þingfundi eins og meirihlutinn og gegn sinni sann- færingu að viðlögðum brottrekstri. Þingflokkurinn væri fámennur ef svo væri. Hins vegar er það svo, þegar þingflokkur er hluti af ríkisstjórn, að eitt mál ræður því hvort hún lifir fram að jólum hvert ár. Og Jóni Agnari hlýtur að vera ljóst að líklegt er að einstakir varaþing- menn kunni að þurfa að greiða at- kvæði um fjárlagafrumvarpið í desember ár hvert. Ef stjórn- arþingmaður berst gegn meg- inmarkmiðum fjárlagafrumvarps- ins, bæði í orði og á borði svo um munar, má ætla að hann greiði at- kvæði gegn því. Með því hættir hann stuðningi við ríkisstjórnina. Er þá óeðlilegt að spurt sé í hvaða liði viðkomandi ætli að spila? En hvernig Jón Agnar getur þvælt þessum einföldu stað- reyndum saman við kúgun og hugsanastýringar í anda alræðis í Norður-Kóreu er mér hulið. Sorg- legt þegar blaðamenn Morg- unblaðsins eru farnir að skrifa eins og yfirlætisfullir pólitískir spjátrungar, sem leyfa sér að líta niður á stjórnmálin, en það virðist, því miður, vera gáfnaljósum í stétt blaðamanna eðlislægt. Af Jóni Agnari Eftir Brynjar Níelsson Brynjar Níelsson » Svo hafa fleipur og rangfærslur yfirleitt ekkert með sjálfstæðar skoðanir að gera og framtak og frumkvæði í þeim efnum ekki til eft- irbreytni. Höfundur er alþingismaður. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.