Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Ný sending frá
Stærðir
36-52
Tvö glös af
naglalakki
fylgja með hverri
keyptri flík frá
Frankwalder.
H
a
u
ku
r
1
0
.1
4
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hrl.
lögg. fasteignasali,
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Mjög fallegt 15 herbergja notalegt “boutique” hótel í góðum rekstri á
frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur.
• Rótgróin lítil heildverslun með snyrtivörur.
• Stórt og vinsælt hostel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta og
afkoma.
• Lítið fyrirtæki með álagningarháar vörur sem það flytur sjálft inn. Hentar
vel aðilum sem eru með dreifingu á eigin vörum í stórmarkaði.
• Ferðaskrifstofa með bílaleigu. Góð fyrirtæki sem bjóða upp á spennandi
ferðir allt árið á eigin bílum. Velta 300 mkr. og vaxandi. Ágæt afkoma.
• Ein elsta og þekktasta verslun landsins með vandaðan kvenfatnað.
Markhópur verslunarinnar eru konur 30 ára og eldri. Góð umboð.
• Þekkt sérverslun með heilsurúm. Mikil sérstaða. Ársvelta 130 mkr. og
vaxandi.
• Mjög vinsæll veitingastaður í Reykjavík. EBITDA 45 mkr.
• Þekkt innflutningsfyrirtæki með eldhús- og baðherbergisinnréttingar.
Ársvelta 120 mkr. og ört vaxandi.
• Heildverslun með sælgæti. Ársvelta 65 mkr. Góð afkoma.
• Lítið, fallegt og mjög vinsælt hótel á góðum stað á suðvestur horninu.
Stækkunarmöguleikar til staðar
• Rótgróin og vel þekkt smurbrauðsstofa og veisluþjónusta. Mikið af föstum
viðskiptavinum. Góð afkoma.
15 ára afmæli í Bæjarlind
15% afsláttur
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Ríta tískuverslun
Afmælis-
afslátturinn
heldur áfram í dag
Opið 10-16
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Eyrnalokkagöt
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Endurskoðandi sem sagt var upp
starfi hjá Ríkisskattstjóra vegna
skipulagsbreytinga fékk dæmdar 6
milljóna króna bætur í Hæstarétti
Íslands vegna fjártjóns auk 500 þús-
und króna í miskabætur. Var upp-
sögin rökstudd með því að sam-
kvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til
fjárlaga væri Ríkisskattstjóra gert
að sæta niðurskurði í fjárheimildum
og því hefði verið ákveðið að leggja
niður starf endurskoðanda hjá emb-
ættinu. Mánuði áður en uppsagnar-
frestur var liðinn var hins vegar var
ákveðið að hætta við niðurskurðinn
og höfðaði endurskoðandinn því mál
gegn embættinu. Vildi hann fá bætur
vegna ólögmætrar uppsagnar. Í
dómi Hæstaréttar kom fram að ekki
er dregin í efa ákvörðun embættisins
um að segja manninum upp miðað
við þarfir embættisins og verkefna-
stöðu. Hins vegar hefði fyrirhugaður
niðurskurður á fjárheimildum emb-
ættisins verið dreginn til baka og
með því hefði brostið hinn lögmæti
grundvöllur sem ákvörðun hefði
upphaflega verið reist á.
Erfitt að fóta sig aftur
Var því fallist á að Ríkisskattstjóri
bæri bótaábyrgð á því tjóni sem end-
urskoðandinn hefði orðið fyrir. Við
ákvörðun bóta var litið til þess að
maðurinn hafði verið ráðinn til
ótímabundinna starfa hjá embættinu
með gagnkvæmum þriggja mánaða
uppsagnarfresti og hafði hann fengið
greidd laun á uppsagnartíma. Mað-
urinn var 62 ára þegar honum var
sagt upp og var tekið tillit til þess í
dómnum að erfitt væri fyrir fólk á
hans aldri að koma undir sig fótun-
um á vinnumarkaði að nýju. Voru
bætur því ákveðnar 6 milljónir
króna. Að auki fékk maðurinn
miskabætur upp á um hálfa milljón
vegna þess að honum var ekki boðið
starfið aftur.
6,5 milljónir kr. í bætur
Endurskoðandi fékk bætur vegna uppsagnar hjá Ríkisskattstjóra
Embætti landlæknis hefur sett á fót
sérstakt vefsvæði þar sem fólk get-
ur skráð sig í miðlægan grunn um
líffæragjafa og þannig gert vilja
sinn ljósan um hvort það vilji vera
líffæragjafi eður ei.
Með því að skrá sig heimilar not-
andinn Embætti landlæknis að vista
upplýsingar um afstöðu sína til líf-
færagjafar í miðlægum gagna-
grunni og miðla þeim til heilbrigð-
isstarfsmanna sem hlut eiga að
máli. Alltaf er hægt að breyta vali
sínu á sama vefsvæði.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð-
isráðherra, varð fyrstur manna til
að skrá sig í téðan grunn og sagði í
kjölfarið að mikilvægt tækifæri
hefði nú opnast þar sem fólk gæti
gert upp hug sinn í næði og skráð
vilja sinn, hver sem hann kynni að
vera, á öruggan stað. „Með því móti
getur fólk létt erfiðri ákvörðun af
ástvinum sínum ef á reynir,“ bætti
ráðherrann við. laufey@mbl.is
Miðlægur
grunnur um
líffæragjafa
Peggy Oliver Helgason, iðjuþjálfi,
hlaut í gær Viðurkenningu Barna-
heilla - Save the children á Íslandi
fyrir árið 2014 fyrir sérstakt fram-
lag í þágu barna og mannréttinda
þeirra. Fram kemur í tilkynningu
samtakanna að Peggy hafi í rúma
tvo áratugi heimsótt börn á Barna-
spítala Hringsins í trúðsgervi og
glatt þau með leik og lestri. Hafi
þetta reynst ómetanlegt framlag
fyrir börnin og gert þeim spít-
alavistina mun bærilegri.
Hjónin Peggy og Sigurður
Helgason stofnuðu einnig ferðasjóð
Vildarbarna Icelandair, en sjóð-
urinn veitir langveikum börnum og
fjölskyldum þeirra ferðastyrki.
Viðurkenningin var veitt í gær á
25 ára afmæli samtakanna en er að
öllu jöfnu veitt þann 20. nóvember á
afmæli Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. laufey@mbl.is
Trúður með
gullið hjarta
Gleði Peggy heiðruð af Barnaheill.
Formlegri leit að þýska ferðamann-
inum Christian Mathias Markus
hefur verið hætt. Að sögn lögreglu
á Patreksfirði verður þó áfram
svipast um eftir honum. Síðast sást
til mannsins 18. september þegar
hann yfirgaf hótel í Breiðuvík. Bíla-
leigubíll sem hann hafði á leigu
fannst mannlaus á bílastæðinu við
Látrabjarg 23. september.
Formlegri leit að
ferðamanni hætt