Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Söfn • Setur • Sýningar
Þriðjudagur 28. október kl. 12:
Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins
Gísli Pálsson fjallar um bókina „Maðurinn sem stal sjálfum sér“
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Spennandi ratleikir fyrir alla krakka
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
Leikfléttur, Kristín Rúnarsdóttir
4. september – 26. október
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnun - Net á þurru landi
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Ný sýning
gull og silfursmiðir
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
STEINA & WOODY VASULKA - VÉLRÆN SÝN 3.10. - 2.11. 2014
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Birgittu Spur sýningarstjóra
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI!
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906,
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
Verk úr safneign
Elías B. Halldórsson
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2015
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum
frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða
rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2015.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Umsækjendur eru beðnir um
að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem
finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur
Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt:
„Bæjarlistamaður 2015“ eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is
fyrir 21. nóvember.
Menningarnefnd Seltjarnarness
SELTJARNARNESBÆR
Menningarnefnd
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Allt frá stofnun Kammermúsík-
klúbbsins árið 1957 hefur það verið
stefna klúbbsins að flytja þá bestu
músík sem samin hefur verið í þess-
um geira með úrvalsflytjendum,“
segir Helgi Hafliðason, formaður
Kammermúsíkklúbbsins. Á öðrum
tónleikum vetrarins, sem fram fara í
Norðurljósasal Hörpu annað kvöld
kl. 19.30, verður fluttur Silungs-
kvintett Franz Schubert sem og pí-
anókvintett nr. 1 op. 30 eftir franska
19. aldar tónskáldið Louise Farrenc.
Flytjendur eru Greta Guðnadóttir á
fiðlu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu,
Júlía Mogensen á selló, Þórir Jó-
hannsson á kontrabassa og Ingunn
Hildur Hauksdóttir á píanó. „Okkur
finnst mikilvægt að bjóða upp á
þekkt verk í bland við óþekkt verk,“
segir Helgi og tekur fram að flutn-
ingurinn á einu af bestum verkum
Farrenc sé viðleitni í því að kynna
áður óþekkt verk fyrir landanum.
Að vanda verða alls fimm tón-
leikar á dagskrá Kammermúsík-
klúbbsins á yfirstandandi starfsári.
„Okkur langar að fjölga félags-
mönnum okkar,“ segir Helgi og bæt-
ir kíminn við að segja megi að ákveð-
in félagsfælni ríki í samfélaginu þar
sem margir vilji ekki binda sig við
ákveðið félag. „En við leitum engu
að síður eftir stabílu baklandi, því
það kostar fé að bjóða upp á jafn-
metnaðarfulla dagskrá, þótt við
fáum sem betur fer styrki frá bæði
ríki og borg,“ segir Helgi og bendir á
að þegar Kammermúsíkklúbburinn
flutti tónleikahald sitt úr Bústaða-
kirkju í Norðurljósasal Hörpu hafi
sætaframboðið aukist til muna.
„Hljómburðurinn í Hörpu er auð-
vitað eins og best verður á kosið.
Salurinn í Hörpu tekur mun fleiri
tónleikagesti í sæti en Bústaðakirkja
þar sem tónleikar klúbbsins voru
haldnir um áratuga skeið og því er
nú efnt til átaks til að fjölga félags-
mönnum sem vilja styðja þessa
starfsemi og njóta þeirrar tónlistar
sem boðið er upp á,“ segir Helgi og
bendir á að árgjaldið sé 10 þúsund
krónur á mann, en stakir miðar eru
seldir á 3.500 krónur. „Um þessar
mundir bjóðum við hins vegar nýj-
um félögum að fá félagsskírteini fyr-
ir aðeins 5.000 kr. á mann fyrir ferna
tónleika,“ segir Helgi og bendir
áhugasömum á að skrá sig á heima-
síðu klúbbsins, kammer.is. Næstu
tónleikar Kammermúsíkklúbbsins
verða 23. nóvember, 25. janúar og 1.
mars, en allar nánari upplýsingar
um efnisskrá og flytjendur komandi
tónleika eru á fyrrgreindum vef.
Vilja fleiri félagsmenn
Kvintett Guðrún Þórarinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Þórir Jóhannsson,
Júlía Mogensen og Ingunn Hildur Hauksdóttir leika í Hörpu á morgun.
Verk eftir Schubert og Farrenc munu hljóma í Hörpu
Í tilefni endur-
útgáfu Afdala-
barns Guðrúnar
frá Lundi verður
haldið málþing
um verk skáld-
konunnar í Ey-
mundsson Aust-
urstræti í dag kl.
15:00. Þingað
verður á þriðju
hæðinni þar sem
komið verður fyrir stólaröðum.
Boðið verður upp á kaffi og klein-
ur.
Fyrirlesarar verða Dagný Krist-
jánsdóttir prófessor, Katrín Jak-
obsdóttir alþingismaður, Marín
Guðrún Hrafnsdóttir bókmennta-
fræðingur og Harpa Rún Krist-
jánsdóttir bókmenntafræðinemi,
en kynnir verður Hallgrímur
Helgason rithöfundur.
Málþing um
Afdalabarn
Guðrún frá Lundi
Söngsveitin Fílharmónía flytur Ein
deutsches Requiem eftir Johannes
Brahms á tvennum tónleikum í
Langholtskirkju í dag og á morgun
kl. 16. Einsöngvarar eru Kristinn
Sigmundsson bassi og Hallveig
Rúnarsdóttir sópran. Verkið er
flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og
pákur. Um píanóleik sjá þær Guð-
ríður St. Sigurðardóttir og Bryn-
hildur Ásgeirsdóttir. Pákuleikari
er Eggert Pálsson.
„Ein deutsches Requiem eða
Þýska sálumessan er viðamikið
kórverk og á tónleikunum telur Fíl-
harmónía 80 söngvara. Í hópnum
nú eru fjölmargir söngvarar sem
hafa tekið þátt í flutningi verksins
áður en síðast flutti Söngsveitin Fíl-
harmónía verkið með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Háskólabíói
vorið 2008, auk þess sem kórinn fór
með verkið í söngför til Wrochlaw í
Póllandi sama ár.“ Miðar eru seldir
hjá kórfélögum, á midi.is og við
innganginn.
Þýsk sálumessa Brahms
flutt á tvennum tónleikum
Einsöngvari Kristinn Sigmundsson.
Leitin að Jörundi nefnist nýr kabarett um Jörund hunda-
dagakonung eftir Eddu Þórarinsdóttur sem frumsýndur
verður í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld, sunnudag,
kl. 20. „Saga Jörundar verður sögð á gáskafullan hátt með
dillandi tónlist,“ segir Edda og tekur fram að meginupp-
staðan í verkinu byggist á hinum ástsælu söngljóðum Jón-
asar Árnasonar við írsk, skosk og ensk þjóðlög sem flutt
voru í leikriti Jónasar Þið munið hann Jörund sem Leik-
félag Reykjavíkur frumsýndi í ársbyrjun 1970.
Edda flutti á sínum tíma tónlistina í Þið munið hann
Jörund ásamt félögum sínum í Þrjú á palli, en flytjendur
með henni í Þjóðleikhúskjallaranum eru Karl Olgeirsson
píanóleikari, Magnús Pálsson klarinettuleikari og Páll
Einarsson kontrabassaleikari og kalla þau sig Fjögur á
palli. Auk þeirra tekur þátt í sýningunni Baldur Trausti
Hreinsson, leikari við Þjóðleikhúsið.
Spurð um tilurð verksins rifjar Edda upp að í fyrrasum-
ar hafi Gunnsteinn Ólafsson, stofnandi og listrænn stjórn-
andi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, haft við sig sam-
band. „Gunnstein langaði að láta flytja þjóðlög sem tengst
hafa leikhúsi og óskaði eftir því að við í Fjögur á palli flytt-
um lög Jónasar úr Þið munið hann Jörund sem við og
gerðum. Ég bjó til örlítinn rauðan þráð milli laganna til að
segja aðeins frá Jörundi og þessari heimsókn hans til Ís-
lands,“ segir Edda og tekur fram að hún hafi leitað fanga
víða, m.a. í ævisögu Söruh Bakewell sem og eigin skrifum
Jörundar. Spurð hvað sé svona heillandi við Jörund segir
Edda hann hafa verið einstakan mann. „Hann ólst upp í
Kaupmannahöfn og var bráðgreindur, en sennilega ódæll
því hann var rekinn úr skóla 14 ára gamall þrátt fyrir að
hafa fram að því ætíð verið efstur í sínum bekk. Í fram-
haldinu réði hann sig á breskt kolaskip í því augnamiði að
læra siglingafræði og sigldi á næstu árum um heiminn á
breskum skipum,“ segir Edda og tekur fram að freistandi
sé að líta svo á að stutt dvöl Jörundar hérlendis sumarið
1809 hafi sáð fræjum fyrir komandi sjálfstæðisbaráttu því
meðal þess sem Jörundur beitti sér fyrir var ferða- og
verslunarfrelsi Íslendinga. Næstu sýningar verða laug-
ardagana 1. og 15. nóvember kl. 17 og sunnudagana 2. og
16. nóvember kl. 20. silja@mbl.is
Sagan sögð á gáskafullan hátt
Frumsýna nýtt leikverk um Jörund hundadagakonung
Morgunblaðið/Ómar
Dillandi tónlist Í fremri röð eru Edda Þórarinsdóttir
og Baldur Trausti Hreinsson en fyrir aftan þau eru
Magnús Pálsson, Karl Olgeirsson og Páll Einarsson.