Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 6

Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fulltrúar aðildarfélaga Alþýðusam- bands Íslands á 41. þingi sambands- ins, sem lauk í gær, samþykktu álykt- un gegn ofurlaunum æðstu stjórnenda fyrirtækja. Lífeyrissjóðir launafólks sem eiga hluti í fyrirtækj- um eru þar hvattir til að fjárfesta ekki í fyrirtækjum þar sem laun æðstu stjórnenda séu það há að þau „mis- bjóði siðferðisvitund alls almennings“. Meirihluti samþykkti ályktunina en áður höfðu tveir fulltrúar lagt til að hún yrði felld. Þorsteinn Gunnarsson frá Matvís sagðist hissa á hinum harða tóni ályktunarinnar þó að hon- um ofbyði sjálfum ofurlaun stjórn- enda fyrirtækja. „Það þýðir þó ekki að það eigi að ýta til hliðar aðalskyldu okkar að há- marka fé lífeyrissjóða svo að fólk fái sem mest þegar það hættir að vinna eða verður fyrir örorku. Það er skylda okkar. Það er hvergi talað um annað í reglum lífeyrissjóðanna,“ sagði hann og benti jafnframt á að lífeyrissjóð- irnir gætu ekki fjárfest erlendis þar sem búið væri að loka landinu. Benedikt Ragnarsson frá VR tók undir þetta og sagði ekki hægt að stöðva lífeyrissjóðina í að fjárfesta í þeim félögum sem skiluðu þeim þeirri ávöxtum sem þeim væri gert að ná. Stefni í átök í vetur Umræða um ályktun um kjaramál var einnig fyrirferðarmikil á lokadegi þingsins. Í ályktun var staðan á vinnu- markaði hörmuð og þess krafist að at- vinnurekendur leiðréttu þann mun á launaþróun sem varð til í kjarasamn- ingum mismunandi hópa sem væri hluti af óréttlæti og misskiptingu sem hefði viðgengist um alllanga hríð. Einnig var þess krafist að stjórnvöld drægju til baka skerðingar á réttind- um og kjörum launafólks sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Að öðrum kosti stefni í erfiðar kjaraviðræður upp úr áramótum og átökum á vinnumarkaði. Deilt um orðalag Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, lýsti yfir áhyggjum sínum af því að orðalag upphaflegu tillögunnar gæfi viðsemj- endum verkalýðshreyfingarinnar færi á að nota ályktunina gegn henni í kjarasamningsviðræðum. Ætla mætti að krafan væri sú að aðeins væri krafist þess að leiðrétta fyrir þá hópa sem fengu minni hækkanir en aðrir í síðustu lotu. Úr varð að í endanlega skjalinu sem var samþykkt var vísað til órétt- lætis og misskiptingar sem hefði við- gengist yfir lengri tíma og þyrfti að leiðrétta. Morgunblaðið/Ómar Hannyrðir Sumir fulltrúar á þingi ASÍ nýttu tímann og prjónuðu yfir umræðunum sem fóru fram um ályktanir á lokadegi þingsins. Ályktanir um mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og kjaramál voru meðal annars samþykktar. Á móti ofurlaunum  Varað við því að binda hendur lífeyrissjóða vegna ofur- launa  Átök framundan ef ekki verður gengið að kröfum Skotið á stjórnvöld » Jafns og óhefts aðgangs allra að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag var krafist í ályktun þingsins. » Áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í framhalds- skólakerfinu voru harðlega gagnrýnd. » Áhersla var lögð á að hækka lægstu laun svo þau dugi til lágmarksframfærslu. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjör- inn forseti Alþýðusambands Ís- lands með öruggum meirihluta á síðasta degi 41. þings sambandsins í gær. Kosið var á milli hans og Ragnars Þórs Ingólfssonar, stjórn- armanns úr VR. Alls greiddu 275 þingfulltrúar at- kvæði. Af þeim greiddi 201 Gylfa atkvæði sitt til áframhaldandi setu í embætti forseta, eða 74,5%. Ragn- ar Þór hlaut 69 atkvæði eða 25,5%. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Gylfi er endurkjörinn forseti ASÍ en hann tók fyrst við embættinu á árs- fundi þess árið 2008. Ragnar Þór bauð sig einnig fram gegn honum á ársþingi fyrir tveimur árum. Þá fékk Gylfi 69,8% atkvæða á móti 30,2% Ragnars Þórs. Varaforsetar sjálfkjörnir Tveir varaforsetar ASÍ voru kjörnir í gær en lögum sambands- ins var breytt á fimmtudag til að fjölga þeim. Þau Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, voru ein í framboði til 1. og 2. varafor- seta og voru því sjálfkjörin til emb- ættanna. Ólafía sagði eftir að kjör hennar lá fyrir að mikilvægt væri að breikka forystusveit ASÍ og að for- menn stærstu stéttarfélaganna væru í framlínu baráttunnar til þess að gefa félagsmönnum greiðari aðgang að borðinu. Sigurður sagðist ekki áður hafa sóst eftir að vera í fremstu röð ASÍ eða Starfsgreinasambandsins en atburðir síðasta vetrar hefðu breytt því. Sér hefði misboðið fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, þá ekki síst hvernig stjórnmálamenn hefðu afgreitt ályktanir út af borðinu sem skoðanir forseta þess eins. „Þegar við tölum innan ASÍ er það niðurstaða okkar saman sem á að bergmála inni í íslensku sam- félagi,“ sagði hann og uppskar dynjandi lófatak. kjartan@mbl.is Öruggur sigur sitjandi forseta  Tveir varaforsetar voru sjálfkjörnir eftir lagabreytingu á þingi ASÍ Morgunblaðið/Ómar Kjörin Ný forysta ASÍ. Frá vinstri, Sigurður, Gylfi og Ólafía. Borin var upp sú tillaga á þingi ASÍ í gær að kannaður yrði fýsileiki þess að verkalýðshreyfingin sam- einaðist um útgáfu fréttablaðs og héldi úti fréttavef sambærilegum við Bændablaðið með sambæri- legri útgáfutíðni og dreifingu. Í rökstuðningi tillögunnar segir að verkalýðshreyfingin hafi stund- um liðið fyrir áhrifaleysi sitt í fjöl- miðlum. Hún þurfi sitt málgagn. Með sameiginlegum miðli gefist færi á að snúa vörn í sókn og slíkt blað geti orðið „samfélagsmót- andi, umræðuskapandi og upplýs- andi“. Þá myndi það veita ríkis- og peningavaldi og hreyfingunni sjálfri aðhald. Jafnframt nefndi Kristinn Örn Jóhannesson úr VR, flutnings- maður tillögunnar, möguleikann á að verkalýðshreyfingin stofnaði hugveitu sem ynni álit og grein- ingar. Tillögunni var vísað til með- ferðar miðstjórnar ASÍ. Málgagn verkalýðshreyfingar TILLAGA LÖGÐ FRAM UM STOFNUN FRÉTTABLAÐS Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu afhenti fjölmiðlum í gær skýrslu um skipulag lögreglu við mótmælin 2008 til 2011, í framhaldi af þeim úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál að lögreglu bæri að láta samantektina af hendi. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn, vann að gerð skýrslunn- ar, en hann var beðinn að skrá niður á einn stað allar upplýsingar varð- andi mótmælin sem brutust út eftir bankahrunið 2008. Lögreglan innkallaði síðdegis í gær eintök sem afhent höfðu verið fjölmiðlum þar sem greina mátti texta sem búið var að sverta í skýrsl- unni. Hún var svo birt að nýju í gær- kvöldi. Þar kemur fram að fyrst og fremst var byggt á gögnum úr lög- reglukerfinu þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern dag varðandi mótmælin 2008 til loka árs 2011. „Því miður reyndist í sumum tilvikum lít- ið skráð um einstök tilvik, en það hjálpaði mikið til að skýrsluhöfundur kom sjálfur að flestum mótmælanna. Það sama má segja um stjórnendur aðgerða- og skipulagsdeildar. Þeir komu að öllu skipulagi hvers atburð- ar og stjórnuðu aðgerðum og gátu því gefið skýrsluhöfundi greinargóð- ar upplýsingar í þeim tilvikum sem skráningar skorti,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Þá kemur fram að Geir Jón telji nauðsynlegt að aflað verði myndskeiða og ljósmynda um flesta atburði sem skýrslan tekur til. Lagt er til að deild LRH, sem vinnur með myndskeið úr eftirlitsmyndavélum, fái það verkefni að safna saman öllu slíku efni sem til er hjá embættinu á einn stað. Til viðbótar verði aflað efnis frá fjölmiðlum. vidar@mbl.is Skýrsla um mót- mæli opinberuð  Atvikaskráning lögreglu 2008-2011 Morgunblaðið/Ómar Samantekt Fjallað er um mótmæli eftir hrunið og skipulag lögreglu. Um þrjátíu skjálftar, sem eru þrír að stærð eða meira, mældust við Bárð- arbungu í gær. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:20 árdegis í gær en hann var 4,8 að stærð. Á fundi vísinda- mannaráðs í gærmorgun kom fram að jarðskjálftavirkni í Bárðabung- unni yrði væntanlega áfram mikil en hátt í 200 skjálftar hafa mælst í öskj- unni síðustu tvo daga. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svip- uðum hætti og verið hefur en hraun- ið er nú orðið 63 ferkílómetrar að stærð. Líkur voru á gasmengun á Austurlandi nýliðna nótt og fram eftir morgni en að síðan bærist mengunin til vesturs þegar líða færi á daginn. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldgos Hraunið fer stækkandi og er nú orðið 63 ferkílómetrar að stærð. Jarðskjálfta- virkni mikil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.