Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Bókaðu snemma
til að tryggja
þér pláss
DANMÖ
RK
2 fullor
ðnir
með fól
ksbíl
Netverð
, frá kr.
74.500á mann
FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl
Netverð, frá kr.34.500á mann
Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með
Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að
tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka
snemma og tryggja sér besta fáanlega verð.
Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu
okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma
5708600 og 4721111.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nær engin hækkun hefur orðið á
kaupverði fasteigna í fjölbýli í mið-
borg Reykjavíkur á árinu.
Samkvæmt greiningu Þjóðskrár
Íslands, sem unnin var að beiðni
Morgunblaðsins, hækkaði kaupverð
á fjölbýli í 101 Reykjavík um 1.288
krónur að meðaltali á fermetrann
frá fyrsta ársfjórðungi til þess
þriðja. Eru tölurnar sóttar í þing-
lýsta kaupsamninga.
Allt annað er uppi á teningnum í
fimm öðrum póstnúmerum sem hér
eru höfð til hliðsjónar.
Sú þróun er sýnd á töflunni hér til
hliðar. Þar má sjá að meðalverð á
fermetrann í fjölbýli, samkvæmt
þinglýstum kaupsamningum, í 105
Reykjavík hækkaði um tæplega 28
þúsund krónur frá fyrsta ársfjórð-
ungi til þess þriðja. Hækkunin er
ívið meiri í fjölbýli í Vesturbænum,
107 Reykjavík, eða 28,4 þúsund.
Þá hefur kaupverðið hækkað um
rúm 22 þúsund í Seljahverfinu, 109
Reykjavík, og um rúm 10 þúsund
krónur í Breiðholti, 111 Reykjavík.
Hækkunin er nærri tvöfalt meiri
milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs í
Grafarvogi, 112 Reykjavík, eða tæp-
lega 21 þúsund kr. á fermetrann.
Áhrif vegna einstakra eigna
Einstakar eignir geta haft áhrif.
Eins og taflan sýnir er misjafnt
hversu margir kaupsamningar hafa
verið gerðir vegna eigna í fjölbýli í
þessum hverfum í hverjum mánuði.
Eftir því sem samningarnir eru
færri, þeim mun meiri áhrif getur
sala á einstökum eignum haft, til
hækkunar og lækkunar. Þá ber þess
að geta að nýbyggingar eru taldar
með, sem samkvæmt skilgreiningu
Þjóðskrár eru byggðar eftir 2010.
Umræddar hækkanir samsvara
því að kaupverð á 100 fermetra íbúð
í 101 Reykjavík hefur hækkað um
tæplega 130 þúsund frá fyrsta árs-
fjórðungi til þess þriðja, en um 2,8
milljónir í 105 Reykjavík, 2,84 millj-
ónir í Vesturbænum, 2,2 milljónir í
Seljahverfinu, 1 milljón í Breiðholti
og um 2,1 milljón í Grafarvogi.
Tölurnar í töflunni eru á verðlagi
hvers tíma. Sem kunnugt er hefur
verðbólga verið lítil á þessu ári og
eru hækkanir þessa árs því að lang-
stærstum hluta raunhækkanir kaup-
verðs. Ofangreind þróun er í sam-
ræmi við þá greiningu ýmissa
hagfræðinga, sem Morgunblaðið
hefur rætt við síðustu 12-18 mánuði,
að fasteignaverð myndi fyrst stíga
miðsvæðis eftir efnahagshrunið og
úthverfin síðan fylgja á eftir.
Geta innleyst söluhagnað
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, sagði í samtali
við Morgunblaðið í sumar að eftir-
spurn eftir leiguíbúðum fyrir er-
lenda ferðamenn í miðbænum hefði
ýtt undir verðhækkanir. Vísbend-
ingar eru um að þau áhrif hafi nú
náð hámarki. Þá má leiða líkur að
því að eigendur slíkra fasteigna sjái
nú tækifæri til að hætta útleigunni
og selja eignirnar og innleysa með
því mikla hækkun á raunverði.
Hæg sala á stóru sérbýli
Hvað varðar fasteignamarkaðinn
á höfuðborgarsvæðinu í heild er það
mat nokkurra fasteignasala sem
Morgunblaðið ræddi við að sala á
stóru sérbýli gangi nú hægt.
Einn fasteignasalinn benti í því
efni á verðsjá Fasteignaskrár. Sam-
kvæmt henni höfðu 28 eignir í
Reykjavík af stærðinni 270 til 370
fermetrar selst á fyrstu tíu mán-
uðum ársins í gær, þegar enn var
vika eftir af október. Til saman-
burðar seldust 38 slíkar eignir í
Reykjavík sömu mánuði í fyrra, 29
árið 2012, 23 árið 2011, 11 árið 2010
og 7 árið 2009. Salan var umtalsvert
meiri 2005, þá seldust 37 slíkar eign-
ir og 20 eignir 2006. Árið 2007 seld-
ust 45 slíkar eignir og árið 2008 seld-
ust 8 slíkar eignir í þessum flokki á
tímabilinu. Tölurnar vísa til þing-
lýstra kaupsamninga. Ef eignir eru
staðgreiddar og gengið beint frá af-
sali koma slíkar sölur ekki fram sem
þinglýstir kaupsamningar. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins heyra
slíkar sölur til undantekninga.
Miðborgin hætt að hækka í verði
Kaupverð fasteigna í fjölbýli í 101 Reykjavík hefur lítið sem ekkert hækkað það sem af er árinu
Meðalkaupverð 100 fermetra íbúðar í Vesturbænum hefur hækkað um 2,84 milljónir kr. í ár
Morgunblaðið/Ómar
Horft frá Höfðatorgi Fasteignir í úthverfum eru byrjaðar að hækka í verði.
Verðþróun fasteigna í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu 2013-2014*
Meðal kaupverð á fermetra eftir ársfjórðungum
Hækkun á fermetra
í fjölbýli á tímabilinu 43.749
1.288 27.782 28.421 22.159 10.226 20.977
48.987 53.246 25.589 21.028 49.107
Hækkun í fjölbýli
frá áramótum
95
95
108
109
111
117
101
326.228
328.716
329.911
342.072
368.689
364.882
369.977
101
Fjöldi
Verð á
fermetra
93
117
120
115
106
137
135
279.200
275.139
288.590
289.335
300.396
306.180
328.178
105
Fjöldi
Verð á
fermetra
62
59
65
68
39
56
54
296.334
300.076
310.710
320.334
321.159
329.189
349.580
107
Fjöldi
Verð á
fermetra
35
31
58
47
42
41
38
213.383
211.891
217.497
223.383
216.813
233.402
238.972
109
Fjöldi
Verð á
fermetra
62
36
64
59
41
52
38
218.244
210.493
210.709
215.846
229.006
227.245
239.272
111
Fjöldi
Verð á
fermetra
60
71
73
78
48
74
86
230.237
237.160
248.478
246.633
258.367
260.547
279.344
112
Fjöldi
Verð á
fermetra
1
2
3
4
1
2
3
Póstnúmer
Ár Ársfj.
2013
2013
2013
2013
2014
2014
2014
Heimild: Þjóðskrá Íslands*Samkvæmt þinglýstum kaupsamningum
Nýtt gistiskýli á Lindargötu 48,
fyrir heimilislausa reykvíska karl-
menn, verður opnað á mánudag.
„Á flutningadegi munu karlarnir
fara út að morgni í Þingholts-
stræti og svo inn á Lindargötuna
um kvöldið,“ segir Sigtryggur
Jónsson, framkvæmdastjóri þjón-
ustumiðstöðvar Miðborgar og
Hlíða. Gistiskýlið mun hýsa jafn-
marga og Farsóttarhúsið í Þing-
holtsstræti eða tuttugu manns.
Munurinn er þó að á Lindargötu
er möguleiki á undanþágum. „Ef
það koma fleiri en tuttugu getum
við tekið við þeim. Engum verður
vísað frá,“ segir Sigtryggur.
Nýja húsnæðið er mjög rúmgott
og á þremur hæðum. Á fyrstu
tveimur hæðunum eru svefn-
herbergi og salernisaðstaða, en á
þeirri þriðju er rúmgóður matsal-
ur og setustofa, með útsýni til
norðurs. Segir Sigtryggur að lok-
um að húsnæðið sé einkar vel
staðsett, bæði innan hverfisins og
með tilliti til fjarlægðar frá mið-
borginni.
Morgunblaðið/Eggert
Gistiskýli Dagur B. Eggertsson og fleiri kynntu sér nýju húsakynnin.
Gistiskýlið á Lindar-
götu opnað á mánudag
Tekið skal fram að ef nýbygg-
ingar eru undanskildar, þ.e.
byggingar sem eru yngri en frá
árinu 2010, hefur verð á fast-
eignum í fjölbýli í 101 Reykjavík
hækkað úr 349,6 þúsundum á
fermetra að meðaltali frá janúar
sl. í 370,9 þúsund í september,
eða um 21,3 þúsund á fermetra.
Sökum þess að miklar sveiflur
geta verið milli mánaða er í meg-
ingreininni hér til hliðar frekar
miðað við meðalkaupverð á árs-
fjórðungum. Það er hins vegar
staðreynd að aðeins þrisvar hef-
ur meðalverðið á fermetra í 101
Reykjavík farið yfir 370 þúsund
og í öll skiptin á þessu ári. Það
fór í 371,7 þúsund í maí, 372,7
þúsund í júlí og í 370,9 þúsund í
september. Án nýbygginga hefur
fasteignaverð í miðborg Reykja-
víkur því haldið áfram að hækka
á þessu ári.
Til fróðleiks fór meðalverð í
101 án nýbygginga undir 300
þús. í fyrra, var þá 284,2 þúsund,
og var því 86,7 þúsund krónum
hærra í september sl. 100 fer-
metra íbúð í 101 hefur því hækk-
að um 8,7 milljónir á tímabilinu.
Hækkun í 101
án nýbygginga
RÝNT Í VERÐÞRÓUN
Morgunblaðið/Ómar
101 Miðborgin er vinsæl.