Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 43
ingur við geðdeild Borgarspítalans
og Landspítalans við Hringbraut en
hefur verið deildarstjóri hjá Hjarta-
vernd frá 2002.
Tónleikar, leikir og keppnir
„Það má kannski segja að áhuga-
mál mín séu fyrst og fremst áhuga-
mál barnanna minna. Þar með er ég
ekkert að kvarta. Það er mikið lán að
eiga atorkusöm og metnaðarfull
börn með uppbyggileg áhugamál.
Í gegnum tíðina hef ég verið að
keyra börnin á íþrótta- og tónlistar-
æfingar og í danstíma. Ég hef mætt
á óteljandi knattspyrnuleiki, hljóm-
leika og danskeppnir, fyrst á höfuð-
borgarsvæðinu og síðan víða um
heim. Hugðarefni barnanna hafa því
kveikt áhugann hjá mér enda er ég
afar stolt af þeim öllum.
Aron æfði og keppti í knattspyrnu
með Breiðabliki í gegnum alla yngri
flokka félagsins, upp í meistaraflokk
og varð nokkrum sinnum Íslands-
meistari með yngri flokkum félags-
ins. Auk þess æfði hann og keppti í
frjálsum íþróttum. Rebekka æfði
knattspyrnu, byrjaði ung að læra á
þverflautu og lék með Skóla-
hljómsveit Kópavogs um árabil. Hún
hefur leikið á óteljandi tónleikum og
farið í þó nokkrar æfinga- og tón-
leikaferðir um Evrópu.
Rakel byrjaði að æfa samkvæmis-
dansa þegar hún var þriggja ára, er
margfaldur Íslandsmeistari í sam-
kvæmisdönsum og hefur keppt víða
um heim, m.a. á heimsmeistara-
mótum, Evrópumótum og Norður-
Evrópumeistaramótum og varð t.d.
Norður-Evrópumeistari í latin-
dönsum unglinga árið 2011. Þá fer
auðvitað mamma með því sam-
kvæmisdansar í yngri og unglinga-
flokkum byggjast mjög mikið á for-
eldrastarfinu.
Þar fyrir utan höfum við hjónin
mjög gaman af að ferðast, eigum
landskika í Landsveit með fjölskyldu
systur minnar þar sem við stundum
trjárækt og förum stundum í óvissu-
ferð með tjaldvagninn okkar út í blá-
inn.“
Fjölskylda
Eiginmaður Eyrúnar er Matthías
Einar Jónasson, f. 4.8. 1962, þjón-
ustustjóri í Völku. Hann er sonur
Guðmundu Þorleifsdóttur, f. 28.3.
1939, og Jónasar Jóhannssonar, f.
9.2. 1935, d. 27.1. 2013.
Börn Eyrúnar og Matthíasar eru
Aron Matthíasson, f. 9.8. 1989, nemi
í vélaverkfræði við HR, búsettur í
Reykjavík, en sambýliskona hans er
Telma Rut Sigurðardóttir, nemi í
hárgreiðslu; Rebekka Matthías-
dóttir, f. 9.5. 1991, nemi í tannlækn-
ingum, búsett í Ungverjalandi, og
Rakel Matthíasdóttir, f. 3.6. 1998,
nemi við Verslunarskóla Íslands.
Gæludýrið á heimilinu er Kleó-
patra, sex ára svört labradortík.
Alsystur Eyrúnar eru Hafdís
Sverrisdóttir og Ingibjörg Sverr-
isdóttir.
Hálfsystkini Eyrúnar, sam-
mæðra, eru Þrúður Karlsdóttir; Sig-
rún Edda Karlsdóttir; Herdís Karls-
dóttir; Ása Jóna Karlsdóttir; Karl
Ottó Karlsson og Sverrir Þór Karls-
son.
Foreldrar Eyrúnar eru Þorbjörg
Ingibergsdóttir, f. 27.9. 1926, fyrrv.
móttökuritari við slysavarðstofuna í
Reykjavík, og Sverrir Traustason, f.
2.3. 1933, skipstjóri.
Úr frændgarði Jóhönnu Eyrúnar Sverrisdóttur
Jóhanna Eyrún
Sverrisdóttir
Rebekka Þórarinsdóttir
húsfreyja frá Núpi
Jón Bjarnason
b., smiður, vefari og
sjóm. á Núpi
Málfríður Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík, af
Longætt
Ingibergur Jónsson
skósmiður og sjóm. í Rvík
Þorbjörg Sverrisdóttir
húsfreyja í Rvík
Pálína Pálsdóttir
húsfr. í Svaðbæli og í Rvík
Jón Brynjólfsson
b. í Eyvindarhólum og
Svaðbæli undir Eyjafjöllum
Rósalía Jóhannsdóttir
húsfreyja af Selárætt
Guðmundur Kristinn
Jónsson
frá Stórugröf í Skagafirði
Björg Jóhanna
Guðmundsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Jón Trausti Sigurðsson
sjóm. og netagerðarm. á
Akureyri
Sverrir Traustason
skipstjóri og fyrrv.
forstöðum. í Rvík
Sigurbjörg Pálsdóttir
frá Lónsgerði í Kræklingahlíð
Sigurður Kristján Jónsson
frá Básum í Grímsey
Í Flatey Eyrún og Rakel.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
95 ára
Ingveldur Guðmundsdóttir
85 ára
Erla Eyrún Eiríksdóttir
Sigurður Albert Jónsson
Valgerður Kristjánsdóttir
80 ára
Björgólfur Eyjólfsson
Einar Þorbergsson
Erla Ragnarsdóttir
Fjóla Þorbergsdóttir
75 ára
Eggert Sigfússon
Hróðmar Hjartarson
70 ára
Einar Ólafur Sigurjónsson
Guðrún Sveinsdóttir
Kolbrún Ólafsdóttir
Steinunn Guðmundsdóttir
60 ára
Alla Hjördís Hauksdóttir
Bjarni Áskelsson
Gottskálk Friðgeirsson
Hermundur Valdimar
Eiríksson
Júlíus Rafn Júlíusson
Katrín Guðmundsdóttir
Sigfús B. Gunnbjörnsson
Sigurlaug Jósepsdóttir
Sigursteinn Smári Karlsson
50 ára
Herdís Arnþórsdóttir
Hraundís Guðmundsdóttir
Ingunn Hansdóttir
Jóhanna Eyrún
Sverrisdóttir
Jóhann Ingvi Stefánsson
Katrín Cýrusdóttir
Sigríður Helga Sverrisdóttir
Waldemar Andrzej
Buczynski
40 ára
Björg Sigurðardóttir
Geir Ólafsson
Guðbjörg Fanndal
Torfadóttir
Guðlaugur Hrafnsson
Guðmundur Svanberg
Sveinsson
Haukur Örn Hauksson
Hróðný Mjöll Tryggvadóttir
Kristján Ibsen Ingvarsson
Kristrún Guðmundsdóttir
Ríkharður Arnar
Sigríður Karlsdóttir
Stella I Steinþórsdóttir
Tómas Úlfar Meyer
Valgerður Kr.
Guðbjörnsdóttir
30 ára
Agnieszka Iwona Kaminska
Birna Dögg Guðbergsdóttir
Bylgja Dröfn Jónsdóttir
Colin Jenkins Marshall
Eiður Ágúst Egilsson
Eva Rós Sveinsdóttir
Guðmundur Orri R.
Sævarsson
Heiður Magný
Herbertsdóttir
Helena Rut Einarsdóttir
Ingi Hrafn Þórsson
Marcin Józef Zielonka
Margrét Tinna
Guðmundsdóttir
Margrét Valmundsdóttir
Marin Duangmadan
María Hrönn
Björgvinsdóttir
Sighvatur Fannar
Nathanaelsson
Tanja Jóhannsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Ásta Ingibjörg Snorradóttir
Margrét Sæmundsdóttir
85 ára
Ari Guðmundur Þórðarson
Erla Valdemarsdóttir
Kristjana Eysteinsdóttir
Sigurbjörg Kristinsdóttir
80 ára
Guðrún Elín Klemensdóttir
Haraldur Júlíusson
Steinunn Eiríksdóttir
75 ára
Einar Páll Einarsson
Guðbjörg Jóna
Sigurðardóttir
Hólmsteinn Sigurðsson
Sólveig Gunnarsdóttir
Valdís Ragnarsdóttir
Vilborg Sigurðardóttir
Þóra Erlendsdóttir
70 ára
Anna Svanborg Júlíusdóttir
Ágúst Friðriksson
Jóel H. Jónasson
Jónína Margrét
Guðmundsdóttir
Karin Gústavsdóttir
60 ára
Hafdís Guðmundsdóttir
Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir
Katrín Sigurlín
Markúsdóttir
Margrét Erlingsdóttir
Marta B. Helgadóttir
Sigurjón O. Halldórsson
50 ára
Alda Jónsdóttir
Gissur Ólafur Kristjánsson
Guðrún Svava Bjarnadóttir
Helgi Þór Helgason
Vilma Stasiuniene
40 ára
Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Antonio Pepito Gapo
Ásgeir Andri Guðmundsson
Dagný Jónasdóttir
Dumitru Gabriel
Grebenisan
Egill Heiðar Anton Pálsson
Fjóla Guðmundsdóttir
Guðrún Sigríður
Kristjánsdóttir
Helgi Valur Másson
Stanislavs Gordobudskis
Tamara Ricotta
Þröstur Már Þrastarson
30 ára
Andri Þór Ingvarsson
Baldur Gíslason
Clyde Alfred Bradford
Elsa Lillý Lárusdóttir
Erna Guðmundsdóttir
Jóhannes Karl
Hagbarðsson
Marta Florczyk
Óttar Kári Runólfsson
Ragnheiður Friðriksdóttir
Sigurður Kristinn
Guðmundsson
Stéphanie Barillé
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Christian Rebhan hefur varið dokt-
orsritgerð sína í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið
Andstaða við Evrópusambandsaðild í
Norður-Atlantshafi. Leiðbeinendur
voru dr. Baldur Þórhallsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands,
og Bernd Henningsen, prófessor í
stjórnmálafræði við Humboldt-
háskólann í Berlín.
Ritgerðin fjallar um ástæður þess
að Færeyjar og Grænland hafa hafnað
aðild að Evrópusambandinu (ESB)
þrátt fyrir að Danir hafi gengið í sam-
bandið. Þegar Danmörk gekk í ESB ár-
ið 1973 höfðu Færeyjar fengið heima-
stjórn sem gerði þeim kleift að ákveða
að standa utan við sambandið. Græn-
land gekk í ESB gegn vilja sínum
ásamt Danmörku en sagði sig úr sam-
bandinu árið 1985 eftir að hafa einnig
fengið heimastjórn. Í ritgerðinni eru
skoðaðar sjö mikilvægustu ákvarðanir
sem teknar hafa verið í Evrópu-
stefnum þessara landa frá 1959 til
2013 og varpað ljósi á helstu áhrifa-
þætti sem liggja að baki þeim. Christi-
an beitir í ritgerðinni kenningu And-
rews Moravcsiks
um frjálslynda
milliríkjahyggju til
þess að kanna
hvort efnahags-
legir eða pólitískir
hagsmunir voru
ráðandi þáttur
sem útskýrir af-
stöðu heima-
stjórnanna til Evrópusamrunans.
Rannsóknaraðferðin er eigindleg
greining á frum- og annars stigs heim-
ildum. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú
að frjálslynd milliríkjahyggja nær ein-
ungis að útskýra tvær af sjö mikilvæg-
ustu ákvörðunum landanna í Evrópu-
málum. Andstaða við sameiginlega
sjávarútvegsstefnu ESB er helsta
skýringin á tregðu þeirra til þátttöku í
Evrópusamrunanum. Ritgerðin sýnir
þó að þessi andstaða er fyrst og
fremst byggð á áhyggjum pólitískra
ráðamanna af því að afsala sér yf-
irráðum yfir einni af sínum mikilvæg-
ustu auðlindum í hendur ESB, en ekki
á efnahagslegum áhyggjum af afkomu
sjávarútvegsins í landinu.
Doktor í stjórnmálafræði
Christian Rebhan fæddist 1985 í München í Þýskalandi. Hann stundaði stjórn-
málafræði við Ludwig-Maximilians-háskólann í München og University College
Cork á Írlandi áður en hann flutti til Íslands 2006. Árið 2008 lauk hann MA-prófi í
alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Frá 2009 til 2014 var Christian dokt-
orsnemandi og dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Humboldt-
háskólann í Berlín. Síðan 2014 hefur hann unnið fyrir pólitíska ráðgjafarfyr-
irtækið Miller & Meier Consulting. Foreldrar hans heita Rainer Rebhan og Bar-
bara Werner. Kærasta hans heitir Minju Lee.
Doktor