Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Þetta var eiginlega tilviljun; ég einhvern veginn datt inn í þettaaf því að ég spilaði á gítar,“ svarar Þóra Björg Sigurðardóttir,spurð að því hvernig það kom til að hún hóf störf sem æsku- lýðsfulltrúi hjá Grafarvogskirkju fyrir þremur árum. Þóra, sem er 25 ára í dag, ætlar að halda upp á daginn með því að fara með 30 manna hóp ungmenna á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar á Hvamms- tanga, en gert er ráð fyrir að um 625 manns sæki mótið um helgina. Þóra, sem hefur lokið BS-prófi í sálfræði, leggur nú stund á guð- fræði, sem hún hafði aldrei hugleitt að leggja fyrir sig áður en hún hóf störf hjá Grafarvogskirkju. „Ég ætlaði mér aldrei að fara í guðfræði, og hafði ekki einu sinni hugsað um það, en eftir að ég byrjaði að vinna í kirkjunni þá heillaðist ég mjög mikið af þessu starfi og það er allt öðruvísi en ég hélt að það væri,“ segir hún. Aðspurð segir hún starfið í kirkjunni skipta íbúana máli. „Alla vega hér í Grafarvogi. Ég veit ekki hvernig það er annars staðar. En það er svo mikil tenging hérna í hverfinu. Þegar ég fer út í búð hitti ég mjög oft foreldra barns eða barn eða einhvern sem mætir reglulega í kirkjuna. Þetta er samheld- inn hópur hérna,“ segir hún. Þóra syngur í kór í Lindakirkju en helsta áhugamál hennar er lík- amsrækt. Þá giftist hún síðasta sumar, Geirlaugi Inga Sigurbjörns- syni, og segist hafa valið vel. „Hann ætlar einmitt að elda kalkún þeg- ar ég kem heim á sunnudaginn, í tilefni af afmælinu,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Þóra Björg Sigurðardóttir er 25 ára í dag Brúðkaupsdagur Þóra og Geirlaugur giftu sig í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði en þau kynntust í sumarbúðum í Vatnaskógi. Datt í æskulýðs- starfið fyrir tilviljun Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjanesbær Kristinn Karl Björg- vinsson Ólafs fæddist 14. nóvember 2013 kl. 23.02. Hann vó 2.328 g og var 45 cm langur. Foreldrar hans eru Sig- ríður Inga Eysteinsdóttir og Björgvin Haraldur Ólafs. Nýir borgarar Reykjanesbær Brynjar Freyr Björg- vinsson Ólafs fæddist 14. nóvember 2013 kl. 22.39. Hann vó 2.680 g og var 47,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Inga Eysteinsdóttir og Björg- vin Haraldur Ólafs. E yrún fæddist í Reykja- vík 25.10. 1964 og ólst upp í Bústaðahverfinu til 13 ára aldurs en síð- an í Breiðholti. Hún var í Hólabrekkuskóla og lauk stúd- entsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti. Á unglingsárunum starfaði Eyrún við garðyrkjustöðina Lund í Úlfars- árdal á sumrin og vann í saltfiski hjá BÚR. Hún flutti til Danmerkur ásamt eiginmanni sínum 1986, stundaði nám og vann við garðyrkju og lærði síðan blómaskreytingar. Eftir að Eyrún kom heim, 1990, starfaði hún um skeið við Blómaval í Reykjavík en flutti til Akureyrar sama ár, hóf þá nám í hjúkrunar- fræði við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan prófum 1994. Eyrún var hjúkrunarfræðingur á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1994-96, hjúkrunarfræð- ingur við Borgarspítalann 1996-97, var síðan skólahjúkrunarfræðingur við Lindaskóla og Smáraskóla í Kópavogi 1997-98, hjúkrunarfræð- Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir deildarstjóri hjá Hjartavernd – 50 ára Í Herjólfsdal Aron, Matti, Eyrún, Rakel og Rebekka í glimrandi þjóðhátíðarskapi í Vestmannaeyjum nú í ár. Stolt af börnunum Á ferðalagi Eyrún og Matti að spóka sig í Ljubljana í Slóveníu sl. vor. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Nú berast okkur nýjar vörur í hverri viku. Komdu og skoðaðu nýjungarnar frá Sagaform.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.