Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 18
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra og
Raúl Súnico aðstoðarsjávarútvegs-
ráðherra Síle, áttu í gær tvíhliða
fund í Puerto Varas þar sem þeir
ræddu sjávarútvegs- og fiskeld-
ismál. Skv. upplýsingum atvinnu-
vegaráðuneytisins stendur til að
auka samstarfið í sjávarútvegs-
málum. Fyrir um ári lokuðu stjórn-
völd Síle fyrir innflutning á íslensk-
um laxahrognum á grundvelli
sjúkdómsvarna. Ráðherrarnir fóru
yfir þá ákvörðun og hvernig sam-
vinna embættismanna stuðlaði að
því að málið leystist og hefur mark-
aðurinn aftur opnast fyrir íslensk
hrogn. „Rætt var að viðhalda þess-
um góðu samskiptum og vinna
áfram að þeim úrlausnarefnum sem
út af standa,“ segir í tilkynningu.
Auka samstarf-
ið í sjávarút-
vegsmálum
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 29. október, kl. 16:00 í HÖRPU
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfse-
mina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 29.
október kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma).
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og
verður sem hér segir:
• Ávarp: Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.
• Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
- Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2015.
• Bergþóra Bergsdóttir:
- Skýrsla um atvinnulíf og þróun í Sundahöfn.
• Davíð Stefánsson:
- Silicor - staða og framhaldsþróun verkefnisins.
• Einar Bárðarson:
- Samspil ferðaþjónustu í borginni við þróun hafnsækinnar ferðaþjónustu í Reykjavík.
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirs-
purnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskipta-
vini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkvæmt frummatsskýrslu sem
Mannvit hf. vann fyrir Thorsil sem
hyggst reisa kísilmálmverksmiðju í
Helguvík í Reykjanesbæ, um um-
hverfisáhrif af verksmiðjunni, eru
áhrifin innan þeirra marka sem sett
hafa verið, jafnvel þótt áhrifin af ál-
bræðslu Norðuráls og kísilmálverk-
smiðju United Scilicon séu einnig
metin með. Skýrslan hefur verið lögð
fram til kynningar og tilkynnt til um-
fjöllunar Skipulagsstofnunar.
Samkvæmt Lögbirtingablaðinu
verður skýrslan til kynningar til 5.
desember nk. og hafa allir rétt til að
kynna sér framkvæmdina og leggja
fram athugasemdir.
Í inngangi skýrslu Mannvits segir
m.a.: „Thorsil ehf. hyggst reisa og
reka kísilmálverksmiðju á 15 hektara
lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði í
Helguvík í Reykjanesbæ með allt að
110.000 tonna ársframleiðslu af kísil-
málmi (metallurgical grade silicon).
Gert er ráð fyrir að byggja verksmiðj-
una upp í tveimur jafnstórum áföng-
um.
Áætlað er að framkvæmdir við
jarðvinnu á fyrirhugaðri iðnaðarlóð
hefjist sem fyrst þegar tilskilin leyfi
liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að starfs-
menn verksmiðjunnar verði um 130 í
fyrri áfanga verksmiðjunnar, en fjölgi
í 170 í fullum afköstum við seinni
áfanga. Við byggingu verksmiðjunnar
er gert ráð fyrir að vinni allt að 350
manns. Áætluð aflþörf verksmiðjunn-
ar þegar fjórir ofnar hafa verið gang-
settir er um 174 MW.“
Ánægður með niðurstöðurnar
Eyþór Arnalds, einn stjórnar-
manna í Thorsil og framkvæmdastjóri
Strokks, sem er hluthafi í Thorsil, seg-
ist vera mjög ánægður með niðurstöð-
urnar í frummatsskýrslu Mannvits.
„Þetta er töluverður áfangi fyrir
okkur því skýrslan felur í sér mat á
umhverfisáhrifum af fyrsta áfanga
verksmiðjunnar og einnig með tvö-
földun, þ.e. úr 55 þúsund tonnum í 110
þúsund tonn, sem stefnt er að ein-
hvern tímann í framtíðinni. Bæði
fyrsti og annar áfangi uppfylla sam-
kvæmt skýrslunni allar kröfur um
umhverfisáhrif. Auk þessa er gert mat
í skýrslunni á samanlögðum umhverf-
isáhrifum þriggja iðnaðarverkefna í
Helguvík, þ.e.a.s. Norðuráls, ef það ál-
ver verður starfrækt, verksmiðju
Thorsils og verksmiðju United Sili-
con, og sambærileg niðurstaða fæst í
því mati, að áhrifin séu innan marka,“
sagði Eyþór. Hann segist telja mik-
ilvægt að með þessu sé óvissu um um-
hverfisáhrif eytt.
Eyþór segir að matið sé byggt á
módelum um veðurfar og fleira, og í
Helguvík sé góð hreyfing á lofti, sem
geri staðsetninguna fyrir uppbygg-
ingu fyrirtækjanna þar hentuga. Ey-
þór segir að þeir hjá Thorsil geri sér
vonir um að framkvæmdir vegna
verksmiðjunnar geti hafist næsta vor.
Kynning í sex vikur
Axel Valur Birgisson, verkefnis-
stjóri hjá Mannviti, stýrði skýrslu-
gerðinni fyrir hönd Mannvits. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
skýrslan væri til kynningar í sex vik-
ur, og væntanlega myndu athuga-
semdir og umsagnir ýmissa aðila ber-
ast, fram til 5. desember.
„Síðan verða þær umsagnir og at-
hugasemdir teknar saman í mats-
skýrslu ásamt svörum framkvæmda-
aðila. Það er sú matsskýrsla sem fer
ásamt frummatsskýrslunni til Skipu-
lagsstofnunar og stofnunin gefur svo
út sitt álit fjórum vikum eftir það. Að
álitinu fengnu þarf Thorsil að sækja
um framkvæmdaleyfi til sveitarfé-
lagsins sem mun þurfa að taka tillit til
álits Skipulagsstofnunar,“ sagði Axel
Valur og bætti við að ef sveitarfélagið
veitti framkvæmdaleyfi yrði það síðan
í höndum Umhverfisstofnunar að
veita starfsleyfi.
Thorsil vill hefja fram-
kvæmdir með vorinu
Frummatsskýrsla um umhverfisáhrif af kísilmálmverksmiðju í Helguvík kynnt
Morgunblaðið/Eggert
Kísilmálmur Thorsil og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum sömdu um
sölu og dreifingu á 45% framleiðslu fyrirhugaðrar verksmiðju í Helguvík.
Eyþór
Arnalds
Axel Valur
Birgisson
Mánudaginn 27. október kl. 12 verð-
ur opinn fundur á vegum Alþjóða-
málastofnunar Háskóla Íslands í
samstarfi við Evrópustofu í Odda
201. Efni fundarins er: Smáríki í
Evrópu: Slóvenía og staða þess inn-
an Evrópusambandsins. Dr. Cirila
Toplak fjallar um hvaða áhrif hug-
myndir Slóvena um landið sem smá-
ríki í ESB hafa haft á Evrópustefnu
landsins og ber saman við svipaða
umræðu í öðrum smáríkjum Evr-
ópusambandsins. „Mikil umræða
hefur farið fram í Slóveníu um lítil
áhrif þess á ákvarðanatöku í ESB,“
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Dr. Cirila Toplak er dósent í
stjórnmálafræði við Háskólann í
Ljubljana í Slóveníu.
Ræðir stöðu
Slóvena í ESB
„Við höfum boðið fram félagsheim-
ilið og rekstrarstyrk til allt að fimm
ára,“ segir Páll Björgvin Guðmunds-
son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Sveitarfélagið á í viðræðum við þrjá
einstaklinga sem hyggjast koma upp
Þokusetri á Stöðvarfirði.
Hilmar Gunnlaugsson, Ívar Ingi-
marsson og Hafliði Hafliðason hafa
unnið að undirbúningu uppbygg-
ingar miðstöðvar þokurannsókna,
sagna úr lífi og leik Íslendinga sem
tengjast þokunni og fróðleiks um
þoku, eðli hennar og áhrif. Hug-
mynd þeirra gengur út á uppbygg-
ingu Þokuseturs auk þokustíga víðs
vegar um Austurland.
Þeir hafa áhuga á að byggja mið-
stöðina upp í gamla félagsheimilinu
á Stöðvarfirði. Gera þarf mikið fyrir
húsið til að það henti starfseminni.
Þokumennirnir hafa óskað eftir
því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar
að gerðar verði endurbætur og lagt í
viðhald á félagsheimilinu fyrir um 23
milljónir kr. Jafnframt vinna þeir að
fjármögnun verkefnisins í gegn um
vefsíðuna karolinafund.com.
Samvinna æskileg
Bæjarstjóri á nú í viðræðum við
forsvarsmenn Þokusetursins. Páll
Björgvin segir að sex félagsheimili
séu í sveitarfélaginu og telur að vel
mætti ráðstafa húsinu á Stöðvarfirði
undir Þokusetur. Félagsmiðstöðin
sem þar er nú gæti hugsanlega verið
áfram í húsinu eða farið annað.
Páll segir að sveitarfélagið vilji
stuðla að uppbyggingu en það þurfi
að gerast með samvinnu við fyr-
irtæki og einstaklinga. Segir hann
að sveitarfélagið hafi lagt til fast-
eignir við uppbyggingu ýmissa
menningarstofnana og stutt þær
með rekstrarstyrk. Nefnir sér-
staklega sköpunarmiðstöðina á
Stöðvarfirði og Franska spítalann á
Fáskrúðsfirði. Það sama standi að-
standendum Þokuseturs til boða.
Þokusetur Gamla félagsheimilið á Stöðvarfirði fær ef til vill nýtt hlutverk á
næstunni. Þar verður miðstöð þokurannsókna, ef áætlanir ganga eftir.
Bjóða félagsheimili
og rekstrarstyrk