Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 19
Srand Skeena í fjörunni í Viðey.
Í dag, laugardag, verður þess
minnst að 70 ár eru liðin frá því að
kanadíski tundurspillirinn Skeena
strandaði við Viðey. Af því tilefni
stendur Borgarsögusafn fyrir
fræðsluerindi þar sem sagt verður
frá slysinu og því mikla björgunar-
afreki sem unnið var þessa storma-
sömu nótt. Framsögumenn verða
Sigurlaugur Ingólfsson sagnfræð-
ingur og Guðrún Einarsdóttir.
Fundurinn hefst kl. 14:00 í Sjóminja-
safninu, Grandagarði 8, en þar verða
einnig sýndar ljósmyndir sem tengj-
ast atburðinum.
Þessa nótt gekk á með ofsaveðri
sem gerði björgunarstarf erfitt,
sjórinn gékk látlaust yfir skipsflakið,
stormur og kuldi nísti í niðamyrkri.
Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðal-
björgu RE 5, vann mikla hetjudáð er
hann fór fyrir hópi breskra her-
manna á bandarískum landgöngu-
pramma í stórstjó og ofsaveðri. 198
mönnum var bjargað en 15 fórust.
Guðrún dóttir Einars flytur erindi,
en hún man atburðinn vel.
70 ár liðin
frá strandi
Skeena
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
SVEFNSÓFAR
SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI
NÚ Á TILBOÐSVERÐI ÚT OKTÓBER
Finn skenkur 160 cm kr. 153.700
Smile 3ja sæta sófi 217 cm kr. 187.200
Finn TV skenkur 150 cm kr. 89.900
Gina Stóll
kr. 19.900
Litir: svart
hvítt, grátt
eða orange
Yumi Borð
kr. 28.700
2 saman
í setti
Dixie
Sófaborð 90x45
kr. 48.900Dixie
Sófaborð 55x35
kr. 29.900
NÝTT
Hose Doctor
Vegghilla
kr. 14.100 Flinga
Vegghilla
kr. 9.900
House Doctor
Hangandi ljós
kr. 24.900
Porgy Stóll
kr. 17.900
Litir: svart
hvítt, grátt
eða orange
Flinga
vegghilla
160
cm
kr.16.900
TILBOÐSVERÐ
110.400
TILBOÐSVERÐ
169.900
TRYM Svefnsófi • Svefnflötur 138x200 cm • Extra þykk
og vönduð springdýna • Rúmfatageymsla • kr. 198.900
RECAST Svefnsófi • Svefnflötur 140x200
Þykk og vönduð springdýna • kr. 129.900
MND félagið hefur fært sjúkra-
þjálfun í Fossvogi að gjöf Nustep
T4r-fjölþjálfa með fylgihlutum.
Tækið nýtist til alhliða þjálfunar
sjúklinga sem koma þangað til
sjúkraþjálfunar. Guðjón Sigurðsson,
formaður MND félagsins, og eig-
inkona hans, Hallfríður Reynisdótt-
ir, afhentu tækið 21. október síðast-
liðinn.
Félagið hefur undanfarin ár fært
sjúkraþjálfuninni í Fossvogi fjöl-
margar gjafir og þannig verið starf-
seminni ómetanlegur bakhjarl, segir
í frétt frá Landspítalanum. Á sama
tíma fékk sjúkraþjálfunin í Fossvogi
150 þúsund króna styrk upp í kaup
á Biotex-göngubretti sem hefur nú
verið tekið í notkun. Gefandinn var
Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópa-
vogi og afhenti Steingrímur Hauks-
son, forseti klúbbsins, styrkinn.
Göngubrettið er með sérstillingum
sem henta vel til sjúkraþjálfunar.
Sjúkraþjálfun LHS
í Fossvogi fær gjafir
Nýtast til alhliða þjálfunar sjúklinga
Ljósmynd/Landspítalinn
Afhending Starfsfólk sjúkraþjálfunarinnar í Fossvogi tók við gjöfunum úr
hendi forsvarsmanna MND félagsins og Kiwanisklúbbsins Eldeyjar.
Hið árlega stórmót Æskan og ellin
fer fram í dag, laugardag, í húsnæði
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni
12. Mótið brúar kynslóðabil skák-
manna og er opið grunnskólabörn-
um 15 ára og yngri og skákmönnum
60 ára og eldri. Þátttaka er ókeypis
og takmarkast við eitt hundrað
keppendur. Taflið hefst kl. 13 en
nánari upplýsingar ásamt skráning-
arformi er að finna á vefnum
www.taflfelag.is.
Æskan og ellin er með vinsælustu
skákviðburðum ársins og er sam-
starfsverkefni Taflfélags Reykjavík-
ur, Olís og Riddarans, skákklúbbs
eldri borgara. Mótið er ávallt mjög
fjölmennt og i fyrra voru keppendur
tæplega áttatíu talsins þar sem
Bragi Halldórsson sigraði.
Á myndinni eru verðlaunahafar
2013, Oliver Aron Jóhannesson,
Bragi Halldórsson og Vignir Vatnar
Stefánsson.
Æskan og
ellin mætast
Þjóðræknisfélag Íslendinga mun
standa fyrir opnu húsi í Bíó Paradís
við Hverfisgötu að kvöldi sunnu-
dagsins 26. október nk. þar sem
horft verður sameiginlega á síðasta
þáttinn um Vesturfarana í Ríkis-
sjónvarpinu.
Að þættinum loknum verða að-
standendum þáttanna og aðstand-
endum þáttanna Andri á flandri
veitt viðurkenning Þjóðræknis-
félagsins fyrir mikilsvert framlag,
segir í frétt frá félaginu. Húsið
verður opnað kl. 19.40 á sunnu-
dagskvöld.
Allir áhugasamir eru velkomnir
og aðgangur er ókeypis.
Horfa saman á loka-
þátt Vesturfaranna