Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 10

Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Það er sannarlega hægt aðsauma ævintýri. Það hefurverið gert í gegnum tíðinaog hafa mynstrin orðið að mörgum útgáfum ævintýra í huga fólks. Riddarateppi eru gott dæmi um ævintýralegan saumaskap, eins og Eva Þengilsdóttir kannast sjálf við. En af hverju ætli móðir hennar hafi lagt í þá miklu vinnu að sauma riddarateppi? „Hana langaði að vinna verk eins og það sem er á Þjóðminjasafninu. Hún saumaði dag eftir dag og kvöld eftir kvöld og stundum fram á nótt. Það var gaman að fylgjast með teppinu taka á sig mynd en það var ekki fyrr en sjö hundruð dögum eftir nál- arkaupin sem verkið var tilbúið. Þá kom hún með riddarateppið til mín, þar sem það var hengt upp og þar hefur það verið síðustu tólf árin,“ segir Eva. Horfst í augu við riddarana Önnur barnabók Evu, Nála – riddarasaga, kom út hjá bóka- forlaginu Sölku fyrir skemmstu en sagan er í raun komin af teppinu góða. „Teppið dregur mann að sér. Maður horfir inn í handverkið og litadýrðina, á öll þessi smáu spor sem mynda fegurstu mynstur og svo horfist maður náttúrlega í augu við riddarana og fer þá að velta fyr- ir sér hver saga þeirra gæti verið,“ segir Eva. Nála segir sögu af riddara sem heitir Hugumstór. Hann á sporlétt- an hest og eggskarpt sverð. Á ferð- um sínum berst hann við ýmsar Riddarateppi mömmu var kveikjan Dag einn fyrir um fjórtán árum fór móðir rithöfundarins Evu Þengilsdóttur út í búð og keypti þar nál, garn og java. Hún ætlaði nefnilega að sauma riddarateppi, eins og það sem er á Þjóðminjasafninu. Tveimur árum síðar var teppið tilbúið og eftir að Eva hafði haft það fyrir sjónum í rúman áratug lifnaði mynstur teppisins við og sagan Nála – riddarasaga varð til. Ævintýrið er nú orðið að bók. Teppið góða Riddarateppið sem móðir Evu bjó til hefur prýtt heimilið í 12 ár og veitt Evu innblástur. Alls tók um 700 daga eða 2 ár að sauma teppið. Saumamynstur Í raun og veru er hver mynd í bókinni saumamynstur og hægur vandi að reyna fyrir sér í útsaumi. Eva teiknaði allar myndirnar sjálf. Hvað veist þú um riddara? Það má án efa bæta við þá þekkingu með því að líta á vefsíðuna knight-medieval.com því þar er nánast allt sem mögulega tengist riddurum miðalda. Hverjir voru þessir riddarar? Tilheyrðu þeir allir einhverjum riddarareglum eða gátu menn bara tekið upp á því hjá sjálfum sér að gerast hugumprúðir riddarar í gamla daga? Á þessari síðu er rakið í hverju hlutverk riddara fólst, hver launin voru fyrir dirfsku, hvernig riddarar voru búnir á miðöld- um og hvernig þjálfun þeirra fór fram. Á síðunni er einnig hægt að fræðast um rætur enska orðsins yfir riddara, .þ.e. knight auk þess sem lesa má fjölmargt um hestana sem riddarar riðu, vopnin sem þeir notuðu og síðast en ekki síst hvernig búa á til sverð! Ítarlega er farið í gegnum 6 þrep sverðagerðar sem sannarlega er kúnst ef vel á að vera. Vefsíðan www.knight-medieval.com Reuters Riddarar Á miðöldum var fáum útvöldum ætlað að gegna hlutverki riddara. Allt mögulegt um riddara landsvæðið af skornum skammti og upp hefst barátta leikmanna um landsvæði og auðlindir. Og síðast en ekki síst völd! Einungis einn leik- maður getur orðið valdamestur og þar með höfðingi Catan. Þann eftirsóknarverða titil hlýtur sá sem nær að sölsa undir sig mest land- svæði, byggir mest og myndar sem flesta bæi og borgir. Hér reynir á kænsku, hugvit og ekki síst við- skiptavit! Aldur: 10 + Fjöldi leikmanna: 3-4 Sölustaðir: Bókaverslanir, Hagkaup, Elko, Spilavinir o.fl. Verð: Frá 5.995 kr. Árið 2000 ætlaði allt um koll að keyra vegna borðspils nokkurs. Slíkar voru vinsældir þess að það hlaut tit- ilinn Spil aldarinnar og hefur marg- sinnis verið valið spil ársins, til dæm- is í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hvað er svona merkilegt við þetta spil? Jú, það er ekki að ástæðulausu að spilið hefur selst í tugum milljóna eintaka. Það er nefnilega snjallt og möguleikarnir til að bæta við spilið eru fjölmargir því til er heil vörulína sem stöðugt bætist í. Catan er eyja sem í upphafi spils er ókannað landsvæði. Leikmenn byrja á því að stofna bæi, leggja vegi og ann- að. Áður en langt um líður í spilinu, sem er ætlað 3-4 leikmönnum, er Spil vikunnar: Landnemarnir á Catan Á eynni Catan getur aðeins einn leikmaður orðið höfðingi Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á morgun, sunnudaginn 26. október, munu torkennilegir hlutir eiga sér stað í Háskólabíói. Töfrabrögð af bestu gerð verða framkvæmd og áhorfendur taka þátt í sýningunni sem nefnist Sýning aldarinnar. Til dæmis mun einn áhorfandi úr sal fá að svífa um í lausu lofti. Sérþjálfuð dýr munu sýna hvað í þeim býr og Einar Mikael töframaður mun reyna eitt þekktasta atriðið í sögu sjón- hverfinga en það er að að saga konu í sundur, án þess þó að hún hljóti skaða af. Sýningarnar verða tvær, klukkan 13 og 16.30, og kaupa má miða á miði.is. Endilega … Morgunblaðið/Eggert Töfrar Ýmis brögð verða reynd. … sjáið töfrandi sýningu Skartgripalínan Drífa fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.