Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 52
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ástarævintýrið bar ávöxt
2. „Swingið“ eyðilagði hjónabandið
3. Svona er fyrsti íslenski bíllinn
4. Rauðrefur á Þingvöllum
Alfredo Cramerotti verður sýning-
arstjóri myndlistarhátíðarinnar Se-
quences VII sem haldin verður 10.-19.
apríl á næsta ári í Reykjavík. Sequen-
ces er alþjóðlegur myndlistartvíær-
ingur og markmiðið með honum að
skapa vettvang fyrir framsækna
myndlist með sérstaka áherslu á
tímatengda miðla á borð við gjörn-
inga, hljóðlist og vídeólist og að
þjóna fjölbreyttum hópi gesta og
þátttakenda. Cramerotti er reyndur
sýningarstjóri og rithöfundur og hef-
ur fengist við fjölbreytt verkefni á
sviði myndlistar. Árið 2010 var hann
einn sýningarstjóra evrópska sam-
tímalistatvíæringsins Manifesta 8 á
Spáni, í fyrra stýrði hann þjóðarskála
Maldíveyja og skála Wales á Feneyja-
tvíæringnum í myndlist. Hann gegnir
nú starfi forstöðumanns MOSTYN,
stærstu samtímalistastofnunar Wa-
les. Edda Kristín Sigurjónsdóttir
verður aðstoðarsýningarstjóri Se-
quences VII og Edda Halldórsdóttir
framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Cramerotti sýning-
arstjóri Sequences
Menningarhátíðin Veturnætur
stendur nú yfir á Ísafirði með við-
burðum af ýmsu tagi, m.a. tónleikum
tenórsins Gunnars Guðbjörnssonar og
Jónasar Ingimundarsonar píanóleik-
ara í dag kl. 17 í Hömrum. Á
þeim verða flutt norræn
sönglög eftir Jean
Sibelius, Oskar Merik-
anto, Edvard Grieg o.fl.
Tónleikarnir eru
áskriftartónleikar
Tónlistarfélags
Ísafjarðar.
Gunnar og Jónas
flytja norræn sönglög
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s. Víða rigning við sjóinn en slydda eða snjó-
koma inn til landsins. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.
Á sunnudag Norðan og norðvestan 8-13 m/s en hægari á Suðurlandi. Él eða slydda fyrir
norðan en víða léttskýjað syðra. Frostlaust við sjávarsíðuna en frost annars 0 til 5 stig.
Á mánudag Norðan og norðvestan 10-15 m/s og snjókoma eða él fyrir norðan en bjart
með köflum syðra. Hiti kringum frostmark að deginum.
Haukar hafa unnið alla þrjá leiki sína í
Dominos-deild karla í körfuknattleik
á þessari leiktíð. Liðið vann í gær-
kvöldi Fjölni á heimavelli 87:76 og
kom sér fyrir í toppsæti deildarinnar.
Nýliðar Fjölnis hafa hins vegar tapað
öllum leikjum sínum til þessa. Þór frá
Þorlákshöfn hefur unnið tvo leiki af
þremur og hafði betur gegn Keflavík
80:75 á heimavelli. »3
Haukar með fullt hús
stiga í körfunni
Forráðamenn íshokkíliðsins
Esjunnar eru afar óánægðir
með þá aðstöðu eða að-
stöðuleysi sem þeim er boðið
upp á í Skautahöllinni í Laug-
ardal. Þeir telja sig hafa mætt
litlum skilningi á óskum sínum
um úrbætur t.d. hvað varðar
geymslur fyrir búnað. Mikill
búnaður fylgir hverjum íshokkí-
manni og ekki þægilegt að
flytja hann á milli heimilis og
æfinga- og keppnishallar. »4
Aðstöðuleysi
hjá nýliðunum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Danskeppnin „Street dans einvígið“
fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla í
Breiðholti í kvöld. Keppnin er nú
haldin í þriðja sinn og eru þátttak-
endur um 40 á aldrinum 12 til 26 ára.
Brynja Pétursdóttir, danskennari
og eigandi dansskólans Dans Brynju
Péturs, skipuleggur keppnina, sem
er opin öllum dönsurum á framhalds-
stigi hvar sem er á landinu. „Þetta er
eina danskeppni sinnar tegundar á
Íslandi,“ segir hún, en keppnin fór
fyrst fram haustið 2012 og svo aftur á
sama tíma í fyrra.
Dansaði með Michael Jackson
Keppt er í sömu dansstílum og áð-
ur, þ.e. hiphop, break, dancehall,
waacking, popping og hópdansi og
eru dansarar meðal annars frá Ís-
landi, Filippseyjum, Rússlandi, Perú,
Bandaríkjunum og Litháen. Í fyrra
var danshöfundur Michaels Jacksons
á meðal dómara og í ár situr Henry
Link, sem dansaði meðal annars með
Michael Jackson, í dómnefnd.
„Street dans“ varð til utan dans-
skóla og þróaðist í opnu rými utan-
húss. Brynja bendir á að „street-
dansinn“ hafi þróast í fátækrahverf-
um í New York og Los Angeles á
áttunda áratug liðinnar aldar. Kúguð
kynslóð hafi ekki viljað lifa við ofbeldi
og glæpi heldur viljað snúa við
blaðinu og gera eitthvað skapandi og
jákvætt. Íslendingar hafi ánetjast
„street dansi“ fyrir 10 til 15 árum.
Hún hafi kennt sjálfstætt í 10 ár og
rekið námskeið á eigin vegum, en
stofnað skólann fyrir tveimur árum.
Brynja kom frá New York í gær
þar sem hún var á 11 daga námskeiði
með helstu frumkvöðlum og áhrifa-
völdum stílanna í borginni sem aldrei
sefur. „Við vorum í danstímum alla
daga og dönsuðum svo á klúbbum
fram á nótt,“ segir hún.
Flottustu krakkarnir
Brynja leggur áherslu á að dans-
inn sé ekki bara eitthvað út í loftið
heldur fylgi dansarar ákveðnum
reglum, sem byggist á grunnsporum
og tækni. „Fólk getur ekki bara
mætt og byrjað að dansa heldur þarf
að læra dansinn,“ segir Brynja. Hún
bætir við að hún sé með nær 300
nemendur frá sjö ára upp í rúmlega
30 ára og hæfileikar nemendanna
leyni sér ekki. Hún bendir á að þegar
haldið hafi verið upp á tveggja ára af-
mæli skólans með tveimur sýningum
á Ingólfstorgi í ágúst sem leið hafi
viðbrögð áhorfenda ekki látið á sér
standa. „Ég leyfi mér að segja að
„krakkarnir mínir“ eru þeir flottustu
á Íslandi enda var troðfullt á báðum
sýningunum,“ segir hún.
Íþróttahúsið verður opnað fyrir
áhorfendur kl. 18.30 og aðalkeppnin
hefst síðan kl. 19, en keppendur
mæta til að skrá sig og taka þátt í
forkeppni sem hefst kl. 16.
Sköpun og jákvæðni í dansi
„Street dans einvígið“ í íþróttahúsi
Seljaskóla í þriðja sinn í kvöld
Ljósmynd/Brynja Pétursdóttir
Afrekshópur Dans Brynju Péturs Frá vinstri: Apríl, Rakel, Jade, Hallmann, Carina, Höskuldur, Hrafnhildur, Beta, Arna, Elvar, Brynjar, Stefán og Judita.
Brynja Péturs-
dóttir segir að
keppnin sé
mikið fyrir
augað. Hún
bendir á að í
Waacking
klæði stelp-
urnar sig til
dæmis upp í
anda gömlu Hollywood-
stjarnanna og orkan nái há-
marki hjá strákunum í Break-
dansi. Í hverju einvígi dansar
einn á móti einum. Fyrst dansar
einn í 30 sekúndur, síðan mót-
herjinn í sama tíma og báðir fá
síðan tækifæri til að svara einu
sinni.
„STREET DANS EINVÍGI“
Brynja
Pétursdóttir
Danskeppni
fyrir augað
El Clásico. Real Madrid gegn Barce-
lona. Lið sem skorar meira en þrjú
mörk að meðaltali í leik, gegn mark-
verði sem hefur ekki fengið á sig
mark í Barcelona-búningnum. Cris-
tiano Ronaldo gegn Lio-
nel Messi. Endurkoma
Luis Suárez eftir fjóra
mánuði í skammar-
króknum. Það er
komið að
stærsta leik
haustsins
að
margra
mati og
dýrasta leik knatt-
spyrnusögunnar ef
þannig má að orði
komast. »2
Stærsti leikur haustsins
og sá dýrasti