Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Eftir langvarandi veikindi ýtti
tengdafaðir minn, Bernótus
Kristjánsson, skipstjóri, úr vör
en hann lést á Landspítalanum
mánudaginn 29. september sl.
Mín fyrstu kynni af Bedda, sem
Bernótus
Kristjánsson
✝ Bernótus Krist-jánsson fæddist
á Stað í Vest-
mannaeyjum 17.
september 1925.
Hann lést á hjarta-
deild 14E á Land-
spítalanum á
Hringbraut 29.
september 2014.
Útför Bernótus-
ar fór fram frá Bú-
staðakirkju 9. októ-
ber 2014.
hann var jafnan
kallaður í fjölskyld-
unni, hófust þegar
ég og dóttir hans
Ingunn urðum par.
Handaband hans
var þétt og traust
og fann ég að þar
fór grandvar maður
sem reyndist rétt
mat og okkur lynti
ávallt vel saman.
Sérstaklega þótti
mér vænt um traust hans og
meðmæli með mér við þátttöku
mína í sameiginlegu félagsstarfi
okkar.
Við fráfall hans hlaðast minn-
ingarbrotin upp svo sem frá ótal
sumarbústaðaferðum, þar sem
margt var brallað. Honum féll
aldrei verk úr hendi, alltaf að
dytta að en Beddi hafði hlutina í
góðu lagi. Oftar en ekki voru
grill bústaðanna sem við hitt-
umst í orðin eins og ný eftir að
hann fór höndum um þau og
mörg atvik sem við brosum að í
dag, eins og þegar dúkurinn var
brotinn saman eftir kúnstarinn-
ar reglum í óviðráðanlegu roki.
Oftar en ekki þegar við hittumst
bauð hann mér uppá eðal-viskí,
hinar ýmsu tegundir og
skemmtilegt spjall, já minning-
arbrotin eru mörg. Skemmtileg-
ar sögur af sjónum eru eftir-
minnilegar og reyndum við
hjónin að skrásetja þær nokkrar
sem við varðveitum vel. Eftir að
við hjón eignuðumst dætur okk-
ar þá varð oft fjör hjá afa og
ömmu Tótu í hinum ýmsu heim-
sóknum.
Amma Tóta féll skyndilega
frá árið 2012, og var það mikill
missir okkar allra. En þar áttum
við og dætur margar og góðar
minningar um hana og „bestu
pönnukökur í heimi“, og nú við
fráfall afa er mikill söknuður í
föstu punktum tilverunnar, t.d.
laugardagsmorgnarnir hjá afa í
„besta grjónagraut í heimi“, en
þeim sið héldum við allt fram til
þess tíma að heilsu hans fór að
hraka. Jafnaðargeð hans og
lunderni var einstakt og oft
ótrúleg þolinmæði sem hann
sýndi dætrum okkar í öllum
þeim ærslum, söng og dansi þeg-
ar afi var heimsóttur. Hann
fylgdist vel með því sem þær
tóku sér fyrir hendur, studdi
þær og skilaboð hans á dánar-
beði til okkar sem fjölskyldu
verða ávallt í heiðri höfð. Sl. tvö
ár og þó sérstaklega í lok sum-
ars fór að hægja á skipinu og
kom þá vel í ljós hve aðbúnaður
aldraðra til búsetu utan eigin
heimilis er þyrnum stráður.
Beddi bjó þó alla tíð heima hjá
sér í Lækjarsmára allt undir það
síðasta með stuttri hvíldarinn-
lögn á Hrafnistu en að lokum
varð Landspítalinn hans heimili
síðustu ævidagana í umönnun
fórnfúss fólks á hjartadeild 14e.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum í senn þennan
trausta, heiðarlega og úrræða-
góða tengdapabba og afa og föð-
ur. Minning hans lifir með okk-
ur.
Guðmundur Skúli Viðarsson.
Hann var hávax-
inn og grannur með
hátt enni og sterk-
legan hökusvip.
Hendur hans voru mjúkar við-
komu en stórar og æðaberar og
báru merki um vinnusama ævi.
Hann var augnhlýr og skeggpr-
úður. Á yngri árum var hann með
jarpan háralit; hárið var létt
lokkað, féll vel að höfði. Nei þetta
er ekki lýsing tekin úr Íslend-
ingasögunum. Þetta er svipmynd
af honum pabba. Tæplega tvítug-
ur flutti hann til Hveragerðis og
hóf nám árið 1938 í trésmíði hjá
Stefáni Guðmundssyni. Hér eign-
aðist hann góða vini, þeirra á
meðal var Bergljót kennari við
kvennaskólann, nýkomin frá vef-
listarnámi í Svíþjóð. Vinskapur
þeirra leiddi til ástar og ævilangs
hjónbands. Þau hófu búskap á
Skeggstöðum í þessu litla þorpi
þar sem mörg skáld og listamenn
höfðu sest að. Pabbi var góður
hönnuður og dverghagur smiður.
Sveinsstykkið hans er útskorin
rúmfjöl með höfðaletri, völundar-
smíði líkt og margt annað, sem
hann lét næma fingur leika um.
Uppáhaldsviður pabba var eik.
Eikin er best til smíða þegar hún
er fullvaxin. Þá er hún hörð, en
ekki stökk, seig með djúpum
gljáa. Hér mætast möguleikar
viðs og smiðs, samtvinnaðir eig-
inleikar af því besta. Foreldrar
okkar voru á margan hátt and-
stæður hvort annars. En þau
voru samstillt og það var aflið í
sköpunargleði þeirra. Skeggstað-
ir voru nafið í fjölskyldunni sem
allt snerist um og þungamiðja
alls þessa var pabbi; hann var
kletturinn, bergið. Stundum fá-
mæltur en ef maður lítur í bak-
spegilinn og minnist þeirra tíma
Eiður
Hermundsson
✝ Eiður Her-mundsson
fæddist 25. mars
1920. Hann and-
aðist 2. október
2014. Eiður var
jarðsunginn 17.
október 2014.
þegar langir vinnu-
dagar og illa borguð
fagvinna átti að
framfleyta sjö
manna fjölskyldu er
auðvelt að skilja að
kröfur hversdags-
leikans voru ekki
alltaf létt byrði að
bera. Pabbi var
gæddur góðri
kímnigáfu og gat
verið mjög hnyttinn
í tilsvörum ef svo bar undir.
Hann bjó yfir hafsjó af vísum og
ljóðum, og kunni vel að segja frá.
Sitjandi á sænska stólnum við
rúmstokkinn uppi í baðstofu las
hann með djúpri en mjúkri rödd
og hreif okkur með sér inn í dul-
heima ævintýra og goðsagna
fyrri tíma. Hann hafði gaman af
góðum félagskap og ekki spillti
fyrir að hafa með dreitil af góðu
viskíi og vindil að totta. Við svona
tækifæri kom það fyrir að hann
tók lagið. Og bar á jöfnu hvort
heldur það voru sænsk eða ís-
lensk ljóðskáld. Hann var uppal-
inn á þeim tímum þegar þjóðin
rétt náði að fæða og klæða fólkið
sitt. Hann upplifði uppgang
landsins og sá fyrir sér að ekki
myndi vel fara þegar óhófið gekk
úr böndum. Menn eiga að sjá fyr-
ir sér og sínum og vera ekki upp á
aðra komnir. Þannig lifði pabbi
svo lengi sem hann gat séð um sig
og sína. Eftir lát mömmu 1992 sá
pabbi um heimilið þar til hann
seldi húsið og flutti á elliheimilið
Ás. Öll sú alúð og umönnun sem
hann naut frá starfsfólkinu er
lykillinn að farsælum endi á góðri
ævi. Eiður Hermundsson var á
margan hátt mjög sérstakur
maður, það held ég að flestir sem
þekktu hann séu mér sammála
um. Ég vil með þessum orðum
þakka þér fyrir að ég hafi orðið
þess aðnjótandi að þú ólst mig
upp sem þinn eigin son. Flest
sem ég set mat á í dag er hluti af
því veganesti sem þú útbjóst fyr-
ir okkur, börnin þín.
Ljótur.
Meira: mbl.is/minningar
Við Kristján Þór
erum úr árgangi
ársins 1950 og vin-
átta okkar hefst á
skólaárunum en
Kristján var einkasonur Maju og
Kristjáns Hansen. Móðir hans
var var hlý og umhyggjusöm,
gestrisin og alltaf mjög vinsam-
leg við okkur táninganna sem
vorum vinir Kristjáns. Gamli
Kristján Hansen var aftur á móti
oft brúnaþungur og strangur á
svip og stundum var ég hálf-
hræddur við hann en það var al-
gjör óþarfi því hann reyndist
okkur alltaf frábærlega vel.
Kristján Þór var hlédrægur og
lítið fór fyrir honum í skóla,
ástæðan var að hann var með
mjög skerta heyrn. Með einstakri
þolinmæði og hógværð fór Krist-
ján Þór í gegnum skyldunám og
iðnnám með ágætum árangri og
ótrúlegt að margir sem þekktu
hann gerðu sér ekki grein fyrir
þessu.
Árin milli 1960-70 eru tími
mikilla breytinga í tónlistarheim-
inum og þar fylgdist Kristján vel
með stefnum og straumum. Eft-
irminnilegt er litla Philips-segul-
bandstækið hans sem keyrt var
öll kvöld með nýjustu dægurlög-
unum. Af sérstakri natni hljóðrit-
aði hann upp úr útvarpinu öll nýj-
ustu dægurlögin úr „lögum unga
fólksins“ og jafnvel af vinsælda-
listum Radio Luxemburg og svo
voru lögin spiluð aftur og aftur og
aftur. Þegar ég hugsa til baka er
ég eiginlega undrandi á þolin-
mæði foreldra hans því fyrirferð-
in og umgangurinn var mikill og
tónlistin spiluð á hæsta styrk.
Þegar hér er komið sögu um
1965 er Kristján Þór með her-
bergi á annarri hæð undir súð og
oft var þar mannmargt og mikill
Kristján Þór
Hansen
✝ Kristján ÞórHansen fæddist
10. júlí 1950. Hann
lést 30. september
2014. Útför Krist-
jáns Þórs fór fram
11. október 2014.
hávaði. Kristján Þór
fékk snemma mikla
ást á Presley og með
tíð og tíma eignaðist
hann glæsilegt safn
með öllum helstu
hljóðritunum söngv-
arans, svo og fjölda
bóka og tímarita og
svo síðast myndefni
til spilunnar í sjón-
varpi. Kristján Þór
trommaði á allt sem
fyrir varð þegar hlustað var á
bestu popplögin af segulbandinu
og svo fór að hann eignaðist
trommusett. Þrátt fyrir skerta
heyrn tókst honum ná góðum
tökum á takti og hrynjandi og svo
fór að við spiluðum saman í
hljómsveit um tíma. Ferð okkar
Kristjáns saman á tónleika The
Shadows í Kaplakrika var eftir-
minnileg og þegar Kristján Þór
bað Hank Marvin að árita blett-
ótt og snjáð Shadows-plötuum-
slagið spurði gítarleikarinn:
„Hvar hefur þetta albúm verið?“
og við svöruðum: „Allavega í þús-
und partíum.“
Kristján Þór var heiðarlegur
og hjartahreinn, vandaður til
munns og handa. Frábær fag-
maður í sinni málaraiðn, traustur
og áreiðanlegur. Hvergi var
betra að vera með gleði í glasi en
hjá Kristjáni og sérvalinn Elvis á
fóninum. Kristján var Króksari
alla tíð, elskaði bæinn sinn, vini
og nágranna. Ég sakna hans mik-
ið. Mörg símtöl áttum við saman
og nú síðast vegna samkomu
1950-árgangsins og við hlökkuð-
um til að hittast þar. Nú er þess-
ari samfylgd lokið, og hún var
skemmtileg. Ég þakka í hjarta
mínu góðum Guði fyrir að hafa
leitt okkur Kristján Þór saman
og að fá að eiga hann að góðum
vini og félaga á uppvaxtarárum
og gleðistundum.
Samúðarkveðjur norður til
Systu, barna þeirra Kristjáns og
svo til allra gömlu félaga okkar
og kunningja sem áttu Kristján
Þór að góðum vini.
Bjarni Dagur Jónsson.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG ÞÓRARINSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri,
sem lést sunnudaginn 19. október,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
föstudaginn 31. október klukkan 13.00.
Sigríður Ingvarsdóttir, Stefán Ingi Þórhallsson,
Þór Ingvarsson, Ólafía Jóna Ólafsdóttir,
Elín Ingvarsdóttir, Karl Reykdal Sverrisson,
Sigurður Ingvarsson, Þórunn Marsilía Lárusdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
GUÐFINNU BJÖRGVINSDÓTTUR,
Drekavöllum 18,
Hafnarfirði.
Sigurður G. Emilsson,
Emil Sigurðsson, Gerður Guðjónsdóttir,
Björgvin Sigurðsson, Sigurbjörg M. Sigurðardóttir,
Ingvar Sigurðsson, Rósa Dögg Flosadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGVELDUR JÓNASDÓTTIR,
Seljahlíð, heimili aldraðra,
lést fimmtudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
María Jónsdóttir, Axel Stefán Axelsson,
Leifur Jónsson, Bryndís Pedersen,
barnabörn, barnabarnabörn og
langalangömmubarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MÁR ADOLFSSON,
Heiðvangi 8,
Hellu,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 20. október.
.
Guðrún Magnúsdóttir,
synir, tengdadætur og barnabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
systir og amma,
EDITH THORBERG TRAUSTADÓTTIR,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn
23. október á Landspítalanum Fossvogi.
.
Sesselja Thorberg, Magnús Sævar Magnússon,
Trausti Ómar Thorberg, Kristín Erla Þráinsdóttir
Trausti Thorberg Óskarsson, systkini og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÁLMA ANTONS SIGURÐSSONAR,
sem lést 27. september.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Dvalarheimilis aldraðra á Sauðárkróki.
Ólöf Pálmadóttir, Þorsteinn Ingólfsson,
Guðbjörg Sigríður Pálmadóttir, Valgeir Steinn Kárason,
Snorri Rúnar Pálmason, Anne Marie Haga,
barnabörn og barnabarnabörn.