Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Önnur
þjónusta
Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar
í dag laugardag frá kl. 9-16
Fólksbílar að 17“ 3.500 kr.
Jepplingar að 17“ 3.800 kr.
Jeppar að 35“ 6.000 kr.
Verðsprengja á
umfelgun
50%afsláttur
BJB bíður úrval góðara dekkja á góðu verði fyrir veturinn frá Vredesein, Apollo og Federal
Kíktu við í kaffi og með því
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30
Apollo Federal
lögð hafi verið aukin áhersla á
bætta arðsemi af vöruframboði.
Hafi fyrirtækið einbeitt sér að há-
gæðavörum og vörunýjungum sem
skili nú jákvæðum niðurstöðum.
„Við erum mjög ánægð með góða
arðsemi á þessum ársfjórðungi og
erum með sterkasta sjóðstreymi
sem við höfum séð hingað til,“ segir
Jón.
Hagnaður Össurar
jókst um fjórðung
Vöxtur í sölu á þriðja ársfjórðungi var 21% á milli ára
Morgunblaðið/Ómar
Stoðtækjaframleiðandi Stjórnendur Össurar hafa endurskoðað áætlanir
ársins í ljósi mikils vaxtar og góðrar arðsemi á þriðja ársfjórðungi.
Hagnaður Össurar á þriðja fjórð-
ungi ársins jókst um 26% milli ára.
Hagnaðurinn nam 16 milljónum
Bandaríkjadala, eða sem jafngildir
liðlega 1,9 milljörðum króna, sam-
anborið við 13 milljónir dala á þriðja
ársfjórðungi 2013. Nam hagnaður-
inn 13% af sölu á tímabilinu.
Framlegð á fjórðungnum nam 81
milljón dala eða 64% af sölu, sam-
anborið við 65 milljónir dala og 62%
af sölu á sama fjórðungi í fyrra.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, af-
skriftir og skatta (EBITDA) jókst
um 30% og nam 29 milljónum dala.
Handbært fé frá rekstri nam 33
milljónum dala eða 26% af sölu,
samanborið við 24 milljónir dala og
23% af sölu á sama tímabili í fyrra.
Umtalsverð söluaukning
Alls jókst sala Össurar um 21% á
milli ára og þar af var 6% innri vöxt-
ur. Fyrirtækið seldi fyrir 127 millj-
ónir dala, eða 15,4 milljarða króna,
en salan nam 105 milljónum dala á
þriðja ársfjórðungi 2013.
Sala á spelkum og stuðningsvör-
um jókst um 19% borið saman við
sama fjórðung í fyrra og sala á stoð-
tækjum um 23%, en þar var innri
vöxtur 15%.
Vegna mikils vaxtar og góðrar
arðsemi á fjórðungnum hefur Össur
hækkað áætlanir um söluvöxt úr 16-
18% í 18-19% fyrir árið. Gerir félag-
ið ráð fyrir að EBITDA framlegð
sem hlutfall af sölu verði 20-21%, en
hafði áður áætlað hlutfallið 19-20%.
Nýjungar skila árangri
Í afkomutilkynningu félagsins
segir Jón Sigurðsson forstjóri að
Á tveimur og hálfu ári hafa nettó
vaxtaberandi skuldir Haga lækkað
um 82%, úr 8,4 milljörðum í lok febr-
úar 2012 í 1,5 milljarða í lok ágúst
síðastliðins. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í uppgjöri annars árs-
fjórðungs en Hagar greiddu niður
skuldir um tæpa tvo milljarða um-
fram lánasamning á fjórðungnum.
Heildarskuldir námu 13,4 millj-
örðum króna og þar af voru lang-
tímaskuldir 4,5 milljarðar.
Hagar skiluðu tæplega 2,1 millj-
arðs króna hagnaði eftir skatta á
fyrri helmingi núverandi reiknings-
árs, eða 5,5% af veltu. Reikning-
urinn er fyrir tímabilið mars til
ágúst og var hagnaður á sama tíma-
bili í fyrra 1,97 milljarðar.
Framlegð félagsins var 24,15% og
er nánast óbreytt á milli ára. End-
urspeglar það að styrking krón-
unnar á tímabilinu hafi skilað sér í
lægra vöruverði til viðskiptavina, að
sögn Finns Árnasonar forstjóra á
afkomufundi Haga í gær.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, af-
skriftir og skatta (EBIDTA) hækk-
aði um 1,3% á milli ára og var
EBIDTA-framlegð óbreytt, eða
7,9%.
Vörusala á fyrri helmingi rekstr-
arársins nam 37,8 milljörðum króna
og var söluaukning félagsins 1,5%.
Eignir Haga námu 26,5 millj-
örðum króna í lok ágúst. Eigið fé var
13 milljarðar og var eiginfjárhlutfall
49,2%, en greiddur var tæplega 1,2
milljarða króna arður til hluthafa í
júní. Hefur eigið fé félagsins tvöfald-
ast á síðstliðnum tveimur og hálfu
ári.
Ný tískuvörukeðja í Kringluna
Fram kom á afkomufundi Haga í
gær að alþjóðlega tískuvörukeðjan
F&F yrði opnuð í verslun Hagkaups
í Kringlunni í næsta mánuði og
munu fleiri F&F verslanir bætast
við árið 2015. Að sögn Finns mun
verðlag í versluninni verða lægra en
áður hefur þekkst hér á landi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hagar Finnur Árnason segir sterk-
ari krónu hafa skilað sér í verðlagi.
Hagar draga hratt
úr skuldsetningu
Eiginfjárhlutfall félagsins komið í 49,2%