Morgunblaðið - 25.10.2014, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Geysir í Haukadal Náttúrutöfrarnir eru tilkomumiklir við goshverinn.
Ómar
Morgunblaðið
greindi frá því á for-
síðu miðvikudaginn
22. október að stjórn-
kerfið hefði ekki und-
an við innleiðingu til-
skipana
Evrópusambandsins,
sem Íslandi ber að
lögfesta samkvæmt
samningnum um Evr-
ópska efnahags-
svæðið. Blaðið sagði
frá því að opinberir starfsmenn
kvörtuðu undan því að hafa hvorki
fé né mannafla til að fylgjast með
EES-reglum. Í umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu kvörtuðu menn
undan álagi, sem hefði aukizt með
fækkun starfsfólks.
Í frétt Morgunblaðsins er haft
eftir Jóni Gíslasyni, forstjóra Mat-
vælastofnunar, að æskilegt væri að
stofnunin gæti sent fulltrúa sína til
Brussel vegna EES-tilskipana í
vinnslu. „Okkar starfsfólk sækir
ekki fundi í Brussel þegar regl-
urnar eru á vinnslustigi. Það væri
mjög æskilegt að geta komið að
málum en við höfum ekki tök á
því. Það er til lítið af fjármunum,“
segir Jón.
Ólafur Friðriksson skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytinu tók í sama streng.
Ólafur sagði í blaðinu að á hans
skrifstofu væri einn starfsmaður í
innleiðingu EES-gerða, sem hefði
ekki undan. Æskilegast væri að
geta gert athugasemdir við EES-
löggjöf á fyrri stigum, enda væri
árangursríkast að reyna að koma
sjónarmiðum Íslands að á und-
irbúningsstigi reglugerða, frekar
en þegar búið væri að gefa þær út
og innleiða meðal aðildarríkjanna.
Góð stefna – hvar
er framkvæmdin?
Þessi staða mála í stjórn-
arráðinu kemur á óvart, í ljósi þess
að í marz síðastliðnum kynnti rík-
isstjórnin „Evrópustefnu“ sem
snýst að stórum hluta um að gera
átak í innleiðingu EES-gerða og
hagsmunagæzlu Íslands á vett-
vangi EES-samstarfsins.
Eitt af fjórum meginmarkmiðum
stefnunnar er að gera
„átak í snemmgrein-
ingu löggjafar á vett-
vangi EES með það
að markmiði að greina
á fyrstu stigum stór
hagsmunamál sem
kalla á sérstök við-
brögð.“ Lýsingar
embættismannanna í
frétt Morgunblaðsins
benda ekki til að neitt
hafi gerzt í því máli.
Hér eru miklir
hagsmunir íslenzkra
fyrirtækja á ferð; oft
má til dæmis finna lausn á út-
færslu Evrópulöggjafarinnar sem
er minna íþyngjandi, ekki sízt fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki, með
því að bregðast við á fyrstu stigum
í stað þess að Ísland þýði Evrópu-
reglurnar hráar þegar önnur ríki
hafa haft veg og vanda af und-
irbúningi þeirra og samþykkt. Það
að stjórnvöld fylgist með þróun
nýrra reglna sem snerta atvinnu-
lífið allt frá undirbúningsstigi
stuðlar líka að því að hægt sé að
halda fyrirtækjunum upplýstum
um hvaða áhrif breytingar á regl-
unum hafi á starfsumhverfi þeirra,
en upp á það vantar verulega í
dag.
Dómsmálum fjölgar enn
Ísland stendur sig verst allra
EES-ríkja; nær ekki að innleiða
rúmlega 3% reglnanna á réttum
tíma og er fyrir vikið iðulega dreg-
ið fyrir EFTA-dómstólinn að
óþörfu. Starfsfólk stjórnsýslunnar
er bundið í þessum flórmokstri, í
stað þess að beita sér fyrir íslenzk-
um hagsmunum á upphafsstigum
löggjafarferlisins. Samkvæmt Evr-
ópustefnunni frá í marz á að koma
innleiðingarhallanum undir 1% eigi
síðar en á fyrri hluta næsta árs.
Fátt bendir til að það markmið ná-
ist.
Annað markmið ríkisstjórn-
arinnar er að á sama tíma „verði
ekkert dómsmál fyrir EFTA-
dómstólnum vegna skorts á inn-
leiðingu EES-gerða.“ Það sem af
er október hefur Eftirlitsstofnun
EFTA vísað tveimur slíkum mál-
um til dómstólsins. Þá er ótalið
brot Íslands á reglum EES um
frjálsan innflutning á fersku kjöti,
sem landbúnaðarráðherra hefur
lýst yfir að hann hyggist útkljá
fyrir EFTA-dómstólnum.
Engir samráðshópar
Í Evrópustefnunni var enn-
fremur boðað að settur yrði á fót
samráðshópur með fulltrúum at-
vinnulífsins til þess að greina tæki-
færi innan Evrópu með hliðsjón af
núgildandi viðskiptasamningum.
Þá yrði komið á fót samstarfshópi
um EES-mál milli stjórnvalda og
aðila á vinnumarkaði með áherzlu
á hagsmunagreiningu EES-reglna.
Þessir starfshópar stjórnvalda og
atvinnulífsins hafa enn ekki verið
skipaðir, hálfu ári eftir að Evr-
ópustefnan var opinberuð.
Eins og stendur í Evrópustefn-
unni er eitt af meginmarkmiðum
EES-samningsins einsleitni lög-
gjafar á svæðinu; að einstaklingar
og fyrirtæki njóti ávallt samsvar-
andi réttinda í öllum aðildarríkj-
unum. Þetta er eitt af hinum stóru
hagsmunamálum íslenzkra fyr-
irtækja og réttilega segir í Evr-
ópustefnu ríkisstjórnarinnar: „Hér
er um ýtrustu hagsmuni að ræða.“
Í því ljósi hlýtur að vekja furðu
forsvarsmanna fyrirtækja, sem
eiga mikið undir greiðum milli-
ríkjaviðskiptum og aðgangi að
Evrópumarkaðnum, að Evr-
ópustefnu stjórnvalda skuli ekki
hafa verið fylgt fastar eftir. Sleif-
arlag í þessum efnum torveldar á
endanum viðskipti, dregur úr vöru-
framboði og hækkar verð til neyt-
enda. Því til viðbótar dregur það
úr trúverðugleika íslenzks mark-
aðar ef svo virðist að Ísland sé
ekki í stakk búið að spila eftir
sömu leikreglum og önnur EES-
ríki.
Eftir Ólaf
Stephensen » Þessir starfshóparstjórnvalda og
atvinnulífsins hafa
enn ekki verið skipaðir,
hálfu ári eftir að
Evrópustefnan var
opinberuð.
Ólafur
Stephensen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Evrópustefna og eftirfylgni
Það er afar sér-
kennileg stjórnsýsla
þegar tekin er ákvörð-
un sem varðar með
beinum hætti sam-
gönguöryggi, hér flug-
öryggi, áður en afleið-
ingar þeirrar
ákvörðunar hafa verið
kannaðar, m.a. út frá
öryggistengdum for-
sendum. Enn sér-
kennilegra er það þegar þeir
fulltrúar stjórnsýslunnar sem
ákvörðunina taka, gefa sér fyr-
irfram hverjar niðurstöður verða,
áður en slík könnun á afleiðing-
unum kemur til framkvæmda.
En þegar reynt er með handafli
að stýra þeim verkferlum sem beitt
er til að áhættumeta breytingarnar,
í því skyni að knýja fram nið-
urstöðu hagfellda þessum breyt-
ingum, þá er óhætt að segja að
þessi stjórnsýsla sé komin út fyrir
velsæmismörk. Steininn tók úr
strax í desember sl. þegar forstjóri
Isavia sendi bréf til innanrík-
isráðherra, að beiðni síðarnefnds,
þar sem gat að líta niðurstöður út-
reikninga á nothæfisstuðli fyrir
Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll,
þar sem gert var ráð fyrir brott-
hvarfi einnar flugbrautarinnar í
Reykjavík (06/24) eins og nú stend-
ur til. Einn starfsmaður Isavia
framkvæmdi þessa könnun, að eig-
in sögn út frá forsendum upp-
gefnum af forstjóra Isavia.
Niðurstöðurnar voru ákaflega
hagfelldar þessum gerningi, eins og
til stóð. En þær forsendur sem ber
að nota til slíkra útreikninga eru
rækilega tíundaðar í reglum Al-
þjóða flugmálastofnunarinnar,
ICAO, (annex 14) sem og í afleiddri
reglugerð nr. 464 frá 2007. Þessar
reglur hefðu átt að vera forstjóra
Isavia vel kunnar, raunar öllum
öðrum fremur, þar sem þær eru
beinlínis starfslýsingar hans. Þeir
staðlar sem þar eru tíundaðir eru
þó víðs fjarri þeim uppdiktuðu gild-
um sem forstjóri Isavia lét starfs-
manni sínum í té til að moða úr
enda er þar um að ræða hreina for-
sendufölsun.
Eftir nokkur bréfaskrif hags-
munatengdra aðila vegna þessa
bréfs, þar sem m.a. var bent á að
umrætt bréf forstjórans væri ekki
afrakstur verkferla um áhættumat
sem Isavia sjálft hefði innleitt í
þessu skyni né heldur í samræmi
við íslensk og alþjóðleg lög þessa
efnis, varð það úr að Isavia efndi til
áhættumatsfunda (23. jan. og 11.
feb. sl.) með fulltingi ýmissa kunn-
áttu- og hagsmunaaðila, eins og
verklagsreglur Isavia segja til um.
Niðurstöður þessa áhættumats
urðu allt aðrar og lakari fyrir áð-
urnefnda skerðingu Reykjavík-
urflugvallar, m.ö.o. þessi breyting
er talin fela í sér óásættanlega
skerðingu öryggis fyrir notendur
flugvallarins. Það er reyndar í fullu
samræmi við útreikninga um not-
hæfi flugvallarins skv. téðum
reglum, sem fyrir liggja. Sam-
göngustofa (áður flugmálastjórn)
gerði hins vegar alvarlegar at-
hugasemdir er vörðuðu fram-
kvæmd áhættumatsins í höndum
Isavia, sem leitt hefur til þess að
nú fyrir nokkru voru haldnir tveir
fundir í nýju áhættumatsferli (20.
og 28. ágúst) til að bregðast við
þessu.
Þar kom fram að nokkuð þröng-
ur tímarammi væri settur um þetta
ferli. Endanleg niðurstaða fékkst
ekki á þessum tveimur fundum
enda var fljótlega boðað til þess
þriðja, eða 4. september, en sá
fundur féll niður vegna „óviðráð-
anlegra aðstæðna“. Síðan er liðinn
hálfur annar mánuður og hafa
ítrekaðar fyrirspurnir í tölvupósti
um framhald þessa ferlis ekki feng-
ið nein svör. Fyrirspurnum í sím-
tölum hefur verið svarað með sem-
ingi. Skyldu nú þessar vomur vera
til komnar þar sem allt stefnir í að
niðurstöður fyrra áhættumatsins
verði rækilega staðfestar? Það lá
nefnilega þegar fyrir að stórir
áhættuþættir enda í rauðu svæði á
matsforminu, án mildunarmögu-
leika. Og það virðist ekki vera
óskaniðurstaða þeirra sem stýra
för hjá Isavia. M.a. gerðist það að
einn fulltrúa þeirra notaði orðalagið
„þegar brautin fer“ og kom þannig
upp um þann ríkjandi hugs-
unarhátt þar innan húss að ákvörð-
unin um þetta lægi þegar fyrir,
jafnvel þó formlegar niðurstöður
áhættumatsins gerðu það alls ekki.
Þessi einstaklingur er hins vegar
ekki einn um að upplýsa okkur um
þetta því það hefur sjálfur borg-
arstjórinn einnig gert. Á nýlegum
fundi í Rögnunefndinni svokölluðu
var hann inntur eftir því hvernig
brugðist skyldi við því ef nið-
urstöður áhættumatsins sýndu að
skerðing öryggis flugvallarins með
brotthvarfi flugbrautarinnar yrði
óásættanleg.
Hann fullyrti þá í nokkurra vitna
viðurvist að það yrði ekki nið-
urstaða áhættumatsins! Hér býr
eitthvað undir sem fáum er kunn-
ugt um. Afar brýn nauðsyn er á því
að allar forsendur sem varða þetta
mál séu kunnar öllum þeim sem
starfa að þessu áhættumati. Því er
þess hér með farið á leit við borg-
arstjórann, að ef hann býr yfir
vitneskju um einhverja þætti þessa
máls sem kann að breyta nið-
urstöðu áhættumatsins eins og
hann boðar með fullyrðingu sinni,
þá miðli hann vinsamlegast þeirri
vitneskju til áhættumatsnefnd-
arinnar hið fyrsta. Það kann að
leysa þann rembihnút sem málið
virðist ratað í innan Isavia.
Þá væri ekki úr vegi að Isavia
gæfi öllum fulltrúum áhættumats-
nefndarinnar skýringar á þeim
drætti sem orðinn er á framhaldi
málsins. Það mætti gera með því
að svara einhverjum tölvupóstinum
þar sem innt væri eftir þessu.
Eftir Þorkel Á.
Jóhannsson
og Val Stefánsson
» Borgarstjórinn full-
yrti þá í nokkurra
vitna viðurvist að þetta
yrði ekki niðurstaða
áhættumatsins! Hér býr
eitthvað undir sem fáum
er kunnugt um.
Þorkell Á.
Jóhannsson
Þorkell er flugmaður hjá Mýflugi og á
sæti í áhættumatsnefnd um fyrirhug-
aða lokun flugbrautar 06/24 í Rvík.
Valur er formaður AOPA á Íslandi,
Félags flugmanna og
flugvélaeigenda.
Opið bréf til Isavia og borgarstjóra
Valur
Stefánsson