Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Ég mun seint hætta að hneykslast á þeim sem eru í símanum undir stýri, að skrolla upp og niður á feisinu, netinu eða taka sjálfsmyndir. Ég vona að ökukennarar lesi yfir hausamótunum á þeim sem nú eru að læra á bíl. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hneyksluð kona. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hættið í síman- um!!! Bílalest Alltof margir eru í símanum í umferðinni. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Grænlandsleið 14, 226-8268, Reykjavík, þingl. eig. Heba Hallsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 13.30. Staðarbakki 8, 204-6869, Reykjavík, þingl. eig. Oddgeir Björnsson og Rósa Ingibjörg Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íslands- banki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 11.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. október 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Búagrund 8, 224-3750, Reykjavík, þingl. eig. Soffía Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. ogTryggingamiðstöðin hf., fimmtu- daginn 30. október 2014 kl. 14.30. Jörfagrund 10, 226-6637, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Þór Bjarnason og Linda Björk Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Gildi - lífeyrissjóður, Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 15.00. Þrastarhöfði 1, 228-3246, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stefán Friðrik Jónsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 11.00. Þrastarhöfði 18, 228-3094, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ragna Leifsdóttir og Jakob Jóhannsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalána- sjóður, Íslenskir aðalverktakar hf., Kreditkort hf og Mosfellsbær, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 10.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 23. október 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Búðarstígur 5, Svf. Árborg, fnr. 220-0006, þingl. eig. Bjarni Guðmann Emilsson, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Árborg, föstudaginn 31. október 2014 kl. 09.30. Hraunbær 18, fnr. 228-2113, Hveragerði, þingl. eig. Lára J. Haraldsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna rík, föstudaginn 31. október 2014 kl. 14.00. Kambahraun 40, Hveragerði, fnr.221-0626, þingl. eig. Sigríður Hermannsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., föstudaginn 31. október 2014 kl. 14.50. Laufskógar 25, fnr. 221-0693, Hveragerði, þingl. eig. Erna Kolbrún Sigurðardóttir og Veigar Freyr Jökulsson, gerðarbeiðendur Hvera- gerðisbær, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Veigar Freyr Jökulsson, föstudaginn 31. október 2014 kl. 14.35. Laufskógar 25, fnr. 221-0694, Hveragerði, þingl. eig. Erna Kolbrún Sigurðardóttir og Veigar Freyr Jökulsson, gerðarbeiðendur Hvera- gerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 31. október 2014 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 24. október 2014, Grímur Hergeirsson, fulltrúi. Ég spyr: eiga læknar að þurfa að berjast fyrir betri launum? Er það ekki sjálfsagt mál að læknar og hjúkr- unarfólk innan heil- brigðisstéttarinnar fái þau laun sem þeim eru ásættanleg? Ég undirrituð hef þurft að sækja til sérhæfðra lækna og hjúkr- unarfólks talsvert í mínu lífi. Nú á dögum var ég í Reykjavík í slíkum erindum og fór á göngudeild Land- spítalans. Við það að stoppa þar í einn til tvo tíma varð ég miður mín að sjá og upplifa þær aðstæður sem þetta frábæra hjúkrunarfólk og læknar þurfa að sætta sig við. Ég byrja á að tala um húsakynnin, þrönga ganga, sjúklinga sitjandi við veggina og hjúkrunarfólk að skáskjóta sér framhjá þeim og meðhöndla þá við inngjafir og alls- kyns vandamál. En allt þetta frá- bæra fólk var brosandi og ekkert nema yndislegt við alla og sinnti sínum störfum af æðruleysi. Er þetta boðlegt nokkrum? Ég segi nei. Þann tíma sem ég var þarna flaug margt um hug minn. Þær að- stæður sem þetta fólk þarf að vinna við, allt gamalt og jafngamalt spítalanum og lítið endurnýjað. Nú blasir við verkfall hjá lækn- um sem fara fram á að þeirra kjör verði betri. Já sæll, fara í verkfall, er ekki tvö þúsund og fjórtán? Ég spyr: læknar sem eru búnir að leggja á sig margra ára nám, fara út í sérnám og koma heim og vilja starfa hér á landi – er það ekki það sem við vilj- um halda í? Að við getum fengið bót meina okkar og greiningu á ýmsum sjúkdómum, ennþá eru hér læknar sem betur fer sem geta hjálpað okkur og leggja á sig margfalt álag dag eftir dag í yfirvinnu vegna læknaskorts bæði á spítölum og úti á landi. Margir sligast undan álagi og margir gefast upp, flytja utan með fjölskyldur sínar í betri og mann- sæmandi störf við sitt hæfi auk betri launa. Ég hef það eftir áreið- anlegum heimildum að ungir læknar sem eru erlendis og búnir að sérhæfa sig myndu koma ef kjör þeirra hér á landi myndu breytast. Hvað þarf til þess að ráðamenn þjóðarinnar opni augun og komi til móts við þessa lækna og hjúkrunarstétt strax? Kosn- ingar voru síðastliðið vor og lands- menn kusu eftir sinni bestu vitund og vonuðust eftir betri tíð, sumt hefur lagast og er verið að takast á við mörg erfið mál. Við vitum aldr- ei hver verður næstur, því miður er stundum kippt í strenginn og þá blasir við að það þarf að leita til læknis. Ekki er það á færi margra að hoppa upp í þotu hjá Icelandair og fá bót meina sinna erlendis. Við treystum á okkar lækna og hjúkr- unarfólk hér á landi og tel ég að þeir séu þeir færustu og bestu sem völ er á. Stoppum nú þennan flótta og styðjum okkar frábæra fólk sem við höfum og tekur brosandi á móti okkur hvenær og hvar sem er þótt það sé að kikna undan álagi. Það er mín stærsta ósk að ráðamenn þjóðarinnar hafi skilning á og grípi inn í þetta strax, annað er skömm fyrir þessa þjóð. Berum virðingu fyrir þessu fólki og þökkum því líf okkar sem á því þurfum að halda. Tryggjum að íslenskir læknar og hjúkrunarfólk vilji starfa áfram í þessu góða landi. Eftir Dagbjörtu Briem Gísladóttur »Ekki er það á færi margra að hoppa upp í þotu hjá Ice- landair og fá bót meina sinna erlendis Dagbjört Briem Gísladóttir Höfundur er bóndi og starfsmaður Lyfju, Reyðarfirði. Vegna kjaradeilu lækna Því hefur verið haldið fram að verð- mat á eignum ríkisins í ríkisreikningi sé óframkvæmanlegt og nánast fáránlegt. Samanber at- hugasemd Vilhjálms Bjarnasonar á Alþingi við góðri ræðu Svein- bjargar B. Svein- björnsdóttur, 16. október síðastliðinn. Þannig væri til dæmis ekki hægt að meta leikhús til verðs eða menntastofnanir, svo eitthvað væri nefnt. Því liggur beint við að spyrja: Er góðri reglu fylgt eftir með því að leggja fram ríkisreikn- ing án efnahagsreiknings? Hér nálgumst við hagsmuni þjóðarinnar frá meingölluðum við- miðum sem standa mörgum góð- um málum fyrir þrifum. Í stað þess að verðfæra eignir, sem lagt er fé fyrir, eru þær gjaldfærðar sem rekstur. Þannig eru eignirnar færðar í ruslflokk, sem engin rík- isstjórn vill leggja fé til í viðhald og varðveislu enda aðhaldið sem felst í gagnsærri eignfærslu og skráningu ekki til staðar. Með bókfærðu virði á efnahags- reikningi væri eignaskrá ríkisins aðgengileg og sýnileg. Bygging eins og Þjóð- leikhúsið, sem var lát- in grotna niður, Landspítalinn, Borg- arspítalinn, Oddi, sem eru núna álíka heil- næm og Holuhraun, ættu í raun að vera á lista yfir eignir, sem samkvæmt verðmæti væru eignfærðar og uppfærðar sem nemur viðhaldi og rýrðar sem nemur úreldingu og afskriftum, þannig að á hverj- um tíma endurspegli þær nota- gildið sem af þeim hlýst. Líkt og tíðkast í einkarekstri. Það á sem sé ekki að vera sparnaðarleið í ríkisrekstri, að láta eignir eyði- leggjast vegna viðhaldsleysis. Allar eignir eru verðmæti. Skólabyggingar eru verðmæti, sem ekki þarf að ráðast í aftur þar sem þær eru, en ber að viðhalda sem verðmæti. Eignir, eins og gamla Ráðhús Reykjavíkur, og nú er grautfúlt fangelsi, er góð eign, sem hægt væri að selja til veit- ingareksturs, með lifandi skjólgóð- um bakgarði og hleðslum, sem bera byggingameistara Alþing- ishússins fagurt vitni, ef andrúms- loftið væri þar léttara, á einum fegursta stað í borginni. Þannig er um fjölmargar eignir ríkisins, sem enginn rennir huga til þegar fjár er vant. Virkjanir, skólar, leikhús, lög- reglustöðvar, jarðeignir, og svo margt, margt fleira, sem ríkið á, eru verðmæti og meðan þau eru meðhöndluð sem slík geta mistæk- ir stjórnmálamenn ekki misfarið með þau. Allar eignir ríkisins hafa kostað fé og þjóna sínum tilgangi, þó að misjafnlega sé. Sumar sem hluti menningar, aðrar afla ríkinu beinna tekna, nema hvort tveggja sé, svo sem virkjanir, svo eitthvað sé nefnt. Sameiginlega eru þær eign landsmanna allra, og eru faldar fulltrúum lýðræðisins til skynsamlegrar varðveislu eða ráð- stöfunar almenningi til handa. Stundum er aðhaldið á vettvangi stjórnmálanna því miður ekki nægjanlegt. Eftir Kristján Hall » Þannig eru eignir ríkisins færðar í ruslflokk, sem engin ríkisstjórn vill leggja fé til í viðhald og varð- veislu. Kristján Hall Höfundur er eftirlaunaþegi. Um verðmæti í eigu ríkisins Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi kynbótahross til sölu Öll hrossin hafa verið sýnd í kynbótadómi. Skrifleg tilboð þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 10. nóvember nk. Merkt: Háskólinn á Hólum, Guðmundur Eyþórsson – tilboð í hross. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar hjá sveinn@holar.is. 1. Svaði IS2009158304 (BLUP 124) 2. Flugnir IS2009158309 (BLUP 117) 3. Alfa IS2008258307 (BLUP 118) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.