Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 266. tölublað 102. árgangur
TEXTARNIR
KOMA FRÁ
MÓÐURLÍFINU
VON Á BETRI
TÍÐ HJÁ
BÍLAUMBOÐUM
KOMINN
TÍMI TIL
AÐ GEFA
VIÐSKIPTI JÓLAGJAFAHANDBÓKFEMÍNÍSK HLJÓMSVEIT 38
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, tók árið
1961, þá 23 ára gamall laganemi, að
sér, fyrir beiðni Eyjólfs Konráðs
Jónssonar, þáverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, að vera tengiliður
við mann sem hafði starfað bæði í
Æskulýðsfylkingunni og Sósíalista-
félagi Reykjavíkur. Styrmir hitti
manninn reglulega, á kvöld- eða
næturfundum og skrifaði skýrslur
um innanbúðarátök og það sem var
að gerast hjá þeim, sem þá voru
kallaðir kommúnistar.
Skýrslur Styrmis voru síðan
nýttar til fréttaskrifa í Morgun-
blaðinu með reglulegum hætti.
Þetta gerði Styrmir allt til ársins
1968. Þetta kemur fram í nýrri bók
Styrmis, Í köldu stríði – Vinátta og
barátta á átakatímum, sem kemur
út í næstu viku.
Sagðist búinn að gefast
upp á kommúnistum
„Eykon kvaðst vera kominn í
samband við mann, sem hefði
starfað bæði í Æskulýðsfylking-
unni og í Sósíalistafélagi Reykja-
víkur, sem væri búinn að gefast
upp á kommúnistum og vildi leggja
sitt af mörkum til þess að koma
þeim á kné hér á Íslandi. Hann
spurði hvort ég væri tilbúinn til að
verða tengiliður við þennan ein-
stakling, hitta hann reglulega,
helzt vikulega og skrifa skýrslur
um það, sem hann hefði að segja
um það sem þar væri að gerast inn-
an dyra,“ segir orðrétt í bók
Styrmis.
Síðar segir: „Eykon rétti mér
blaðsnifsi með símanúmeri og
sagði að ég ætti að hringja í það,
sem ég gerði. Næstu árin hitti ég
heimildarmann okkar reglulega,
helzt að kvöldlagi eða næturlagi, á
mismunandi stöðum, þar sem ólík-
legt var að til okkar sæist, skrifaði
niður það sem hann hafði að segja
og vélritaði upp ítarlegar skýrslur.
Ég vissi að afrit af þeim fóru beint
til tveggja manna, Bjarna Bene-
diktssonar, dómsmálaráðherra og
síðar forsætisráðherra, og Geirs
Hallgrímssonar, borgarstjóra. Að
auki hafði ég grun um, en ekki
vissu, að þau færu líka í bandaríska
sendiráðið við Laufásveg,“ segir
Styrmir orðrétt í bókinni Í köldu
stríði um upphaf þessarar upplýs-
ingaöflunar sinnar.
Styrmir segir í bókinni að það
væri of virðulegt heiti að líkja
þessu starfi við „njósnir“. Þetta
hafi verið upplýsingaöflun og hann
hafi aldrei haft nokkrar efasemdir
um að hann hafi gert rétt með því
að vinna þetta verk.
Leyniskýrslur um „komma“
Styrmir Gunnarsson skrifaði skýrslur um átök sósíalista og kommúnista á kalda-
stríðsárunum 1961 – 1968 „Of virðulegt heiti að líkja þessu starfi við „njósnir“
Róstur Fyrsta fréttin olli uppnámi
hjá kommúnistum og sósíalistum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi fimleg
handtök þegar hann felldi jólatré hjá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk í gær. Tréð
verður fært íbúum Þórshafnar í Færeyjum að
gjöf fyrir þessi jól.
Dagur fékk kennslu í skógarhöggi og viðeig-
andi öryggisbúnað hjá starfsmönnum Skógrækt-
arfélagsins og felldi hann í kjölfarið jólatréð með
vélsög. Um er að ræða 12 metra hátt sitkagreni
sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar,
mun færa Þórshafnarbúum tréð síðar í mán-
uðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavík-
urborg og Skógræktarfélagið senda Fær-
eyingum jólatré.
Morgunblaðið/Ómar
Borgarstjóri felldi jólatré til Færeyinga
Reykjavíkurborg færir íbúum Þórshafnar í Færeyjum 12 metra hátt sitkagreni
Hanna Birna Kristjánsdóttir segist
ætla að halda áfram með verkefni sín
í innanríkisráðuneytinu og ljúka þeim
vel. Fyrrverandi
aðstoðarmaður
hennar, Gísli
Freyr Valdórs-
son, var í gær
dæmdur í átta
mánaða skilorðs-
bundið fangelsi
fyrir að hafa kom-
ið minnisblaði
með persónu-
upplýsingum um
hælisleitanda til
fjölmiðla.
Gísli játaði sekt sína fyrir dómnum
en hann hafði áður haldið fram sak-
leysi. Málsaðilar hafa fjórar vikur til
að ákveða áfrýjun til Hæstaréttar en
Gísli lýsti því yfir að hann myndi una
dómnum.
Hanna Birna sagði í gær að málið
hefði skaðað ráðuneytið og verkefni
þess. Þá hefði það skaðað hana póli-
tískt. Hún sagði sig frá dóms- og lög-
reglumálum þegar Gísli var ákærður
og hún hyggst ekki sækjast eftir því
að taka við þeim málum aftur.
Álit umboðsmanns væntanlegt
Málið var rætt á þingflokksfundi
sjálfstæðismanna í gær. Bjarni Bene-
diktsson, formaður flokksins, sagði
að Hanna Birna nyti óskoraðs trausts
hjá sér og að breiður stuðningur hefði
komið fram við ráðherrann á fund-
inum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa þingmenn áhyggjur
af framhaldi málsins. Umboðsmaður
Alþingis hyggst í næstu viku skila
áliti um samskipti innanríkisráðherra
og þáverandi lögreglustjóra vegna
rannsóknar á lekamálinu. »6
Ráðherra
starfar
áfram
Fv. aðstoðarmaður
dæmdur fyrir leka
Hanna Birna
Kristjánsdóttir