Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Minningar-
steinar
Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100
Frá 59.900
HÁTÍÐARVERÐ
Aðeins 2ja vikna
afgreiðslufrestur
Fullbúinn
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum. Þá tók
hann þátt í þarfagreiningu vegna
nýs húsnæðis Heilbrigðisvísinda-
sviðs sem fyrirhugað er á spítala-
lóðinni og einnig þarfagreiningu
fyrir Menntavísindasvið. Áhrifa
Ingjalds mun þannig gæta í
mörgum framtíðarverkefnum.
Ég kynntist Ingjaldi fyrst 1993
vegna skipulagningar húsnæðis
fyrir Lyfjafræðideildina í Haga.
Síðar lágu leiðir okkar saman í
stjórn Reykjavíkurapóteks og í
fjármálanefnd háskólans en hann
var formaður beggja nefnda. Á
þessum tíma var Reykjavík-
urapótek í eigu Háskóla Íslands,
en þar fengu stúdentar þjálfun í
lyfjaframleiðslu sem fór fram á 4.
hæðinni við Austurstræti 16. Í
þessu verkefni, eins og öðrum,
setti Ingjaldur sig vel inn í alla
faglega þætti og þarfir skólans,
og jafnframt þær breytingar sem
voru að verða á rekstri apóteka
og lyfjaframleiðslu í landinu.
Nú er skarð fyrir skildi. Horf-
inn er á braut maður sem lagði
mikið af mörkum og setti svip á
umhverfið með rösku göngulagi,
alltaf að flýta sér á leið til næsta
verks, og óstýrilátum hármakka.
Eitt sinn gaf ég honum kínverska
greiðu úr uxahorni og sandalviði
en hún dugði skammt til að temja
víðförult hárið.
Ingjaldur var sérlega greiðvik-
inn og ávallt fús að miðla af fróð-
leik og reynslu. Hann var gjaf-
mildur, og færði okkur á
rektorsskrifstofu iðulega gæða-
konfekt eftir utanlandsferðir.
Hann var vinsæll kennari og naut
virðingar stúdenta. Ég veit að
MBA-nemendur höfðu hlakkað
sérstaklega til að fara undir far-
arstjórn hans til Kína næsta vor.
Ingjaldur gat verið harður samn-
ingamaður en undir niðri sló við-
kvæmt og næmt hjarta. Ingjaldur
Hannibalsson bar ekki tilfinning-
ar utan á sér.
Fyrir hönd Háskóla Íslands
þakka ég Ingjaldi ósérhlífni,
metnað og tryggð í störfum fyrir
skólann. Ég þakka honum jafn-
framt dýrmæta samfylgd og
elskulega. Hans verður sárt sakn-
að.
Kristín Ingólfsdóttir.
„Dáinn, horfinn“, harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
(Jónas Hallgrímsson)
Skyndilegt andlát Ingjalds
Hannibalssonar skellur eins og
bylmingshögg á vini hans og
vandamenn, samstarfsfólk og
nemendur, og á Háskóla Íslands
allan. Ingjaldur hefur um árabil
verið einn af burðarstólpum há-
skólans. Hann var í fullu fjöri,
nýbúinn að leggja heiminn að fót-
um sér með heimsókn til allra
landa Sameinuðu þjóðanna, tilbú-
inn að takast á við ný verkefni og
ævintýri. Eitt þeirra var að skrifa
bók um ferðir sínar byggða á
myndum sem hann tók hvarvetna
sem hann fór. Þótt fráfall hans sé
sorglegra en tárum taki, þá geta
vinir hans og vandamenn huggað
sig við tvennt. Ingjaldur var góð-
ur maður, gegnheill og traustur
með einstaklega jákvæða lífsaf-
stöðu. Fólk er eins í öllum lönd-
um, sagði hann, og fólk er gott.
Og Ingjaldur skilur eftir sig mikið
og gott ævistarf, þótt hann hafi
enn átt ólokið við margt. Sjálfur
naut ég þess að eiga Ingjald að
nánum samstarfsmanni í átta ár
sem rektor háskólans. Hann var
stoð mín og stytta í öllu sem laut
að fjármálum. Ég hefði ekki getað
hugsað mér betri starfsfélaga.
Ingjaldur var mörgum kostum
búinn; ég nefni þrjá: Hann var af-
burða skýr og góður kennari og
þessi kostur naut sín sannarlega
þegar flókin fjármál háskólans
voru annars vegar. Hann var
keppnismaður og vildi sífellt ná
meiri árangri; honum var ekki í
mun að skara fram úr öðrum
heldur að gera betur. Hann var
ósérhlífinn og öðrum til fyrir-
myndar í öllu samstarfi. Þriðji
kosturinn sem ég vil nefna voru
heilindi hans í öllum samskiptum.
Honum mátti treysta á hverju
sem gekk. Hann bar hag háskól-
ans sem einnar heildar fyrir
brjósti og lét aldrei sérhagsmuni
villa sér sýn á það sem mestu
skipti. Hann yfirvegaði skoðanir
sínar og breytti þeim ef hann upp-
götvaði rök til þess eða sá hlutina
í nýju ljósi. Þegar við fórum að
vinna saman hafði hann efasemd-
ir um að háskólatorg væri skyn-
samleg hugmynd. En svo sá hann
hvílík breyting gæti orðið á há-
skólanum við slíka byggingu og
varð allra manna áhugasamastur
um hana. Hann stýrði undirbún-
ingi og framkvæmdum við Há-
skólatorgið sem tókust einstak-
lega vel og sköpuðu nýjar
forsendur fyrir tengslum fólks og
samskiptum. Ingjaldur hafði afar
þægilega og góða nærveru og
hafði unun af því að vera í góðum
félagsskap. Hann naut líka
óskiptrar virðingar, sennilega í
mun ríkari mæli en honum sjálf-
um var ljóst. Hann var hógvær en
með heilbrigðan metnað til að láta
gott af sér leiða í lífinu. Það tókst
honum svo sannarlega. Ég votta
vinum hans, aðstandendum, sam-
starfsfólki og nemendum dýpstu
samúð.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Páll Skúlason.
Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi. Sannindi þessara
orða fengu þeir að reyna sem
voru svo lánsamir að kynnast
Ingjaldi Hannibalssyni og eignast
hann að vini. Hann var einarður
liðsmaður, ráðhollur og fram-
sýnn. Við hjá Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum við Háskóla Íslands
áttum því láni að fagna að njóta
mannkosta hans í ríkum mæli.
Við ótímabært fráfall hans er
okkur efst í huga einlægt þakk-
læti fyrir trausta vináttu hans og
stuðning um árabil.
Ingjaldur var drengur góður,
skarpgreindur og vandaður til
orðs og æðis. Hann unni fögrum
listum, ekki síst tónlist, og nærði
hugann með því að hverfa inn í
heim lista og menningar, hvenær
sem tækifæri gafst. Hann lá ekki
á skoðunum sínum og var þá í
senn hreinskiptinn og skemmti-
legur húmoristi.
Fáir áttuðu sig betur á því en
Ingjaldur, hve mikilvæg tungu-
málakunnátta og menningar-
þekking er fámennri þjóð, sem á
heill sína og hagsæld undir far-
sælum samskiptum við umheim-
inn. Ingjaldur Hannibalsson var
víðsýnn maður og heimsborgari
af bestu gerð. Hann stundaði
doktorsnám í Bandaríkjunum, fór
fyrir Útflutningsráði, og var víð-
förulli en nokkur annar Íslend-
ingur. Sem framkvæmdastjóri
Útflutningsráðs sinnti hann land-
kynningu, þar sem hann þurfti að
átta sig á hvað við hefðum að gefa
og færa öðrum þjóðum í menn-
ingu og viðskiptum. Alþjóðleg
reynsla sýndi svo ekki varð um
villst að vits er þörf þeim er víða
ratar, og að ein mikilvægasta for-
senda jákvæðra samskipta og ár-
angurs í margbrotnum og ögr-
andi heimi er að búa yfir nægri
þekkingu og innsæi til að geta
nálgast viðmælanda sinn á hans
forsendum. Af þessum sökum var
Ingjaldi mikið í mun að stúdentar
í öllum fræðigreinum ættu þess
kost að tileinka sér erlend tungu-
mál og læra um menningu ann-
arra þjóða, svo þeir gætu hver á
sínu sviði náð þeim árangri sem
þeir stefndu að og aukið um leið
hróður sinn og Íslands um víða
veröld.
Ingjaldur hafði áhuga á ný-
breytni í vísindum og atvinnulífi,
og sá tækifæri í því að fræðaheim-
ur og atvinnulíf leiddu saman
hesta sína. Hann vildi veg Há-
skóla Íslands og alls vísindastarfs
í landinu sem mestan, og hann
hvatti nemendur og aðra, sem
sýndu frumleika og áræði, til að
fara ótroðnar slóðir. Ingjaldur
áttaði sig einnig á því, hve miklu
skiptir að háskólinn sé frjótt og
gjöfult samfélag, þar sem nem-
endur og kennarar blanda geði og
skiptast á skoðunum. Háskóla-
torg var liður í því að skapa þann
vettvang.
Ingjaldur kom strax auga á
þau tækifæri sem felast í Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur. Hann
hafði mikinn metnað fyrir hönd
stofnunarinnar og studdi okkur
með ráðum og dáð, m.a. í nefnd
um nýbyggingu fyrir stofnunina.
Það er bágt að þurfa að sætta
sig við að Ingjaldur okkar sé horf-
inn sjónum, það er mikill missir,
sem stöðugt leitar á hugann.
Megi minningin um framlag hans
og mannkosti lifa, og verða öðrum
fyrirmynd.
Vigdís Finnbogadóttir,
Auður Hauksdóttir
og samstarfsfólk.
Árið 1975 var gerð merkileg og
umfangsmikil tilraun við Ohio
State-háskólann. Takmarkið var
að auka alþjóðlegan fjölbreyti-
leika meðal nemenda í framhalds-
námi. Heil hæð í Jones-turni,
stúdentagarði framhaldsnema,
var tekin frá fyrir þá sem höfðu
áhuga á alþjóðlegum samskipt-
um. Jafnframt þessu kom lítil
fjárveiting frá skólanum til að
standa undir tilfallandi kostnaði
við þetta, en nemendur voru jafn-
framt minntir á að útskrift frá
skólanum væri meginástæða fyrir
dvöl þeirra í Columbus.
Ingjaldur var einn af leiðtog-
unum á hæðinni. Hann var okkar
eini Íslendingur, en hann gegndi
mörgum hlutverkum. Hann
kynnti mörg okkar fyrir klassíski
tónlist og leiddi okkur inn í undra-
heim Bose-hljómflutningstækj-
anna. En þegar hávaðinn á hæð-
inni fór fram úr hófi (eins og
gerðist á stundum) fór Ingjaldur
á stúfana, bankaði á dyrnar og
sagði að nú væri tími til lestrar og
náms.
Aðalnámsgrein hans var iðnað-
arverkfræði en hann hafði ríka
hæfileika til allrar greiningar.
Þessu var hann alltaf tilbúinn að
deila með okkur og ræða. En
Ingjaldur hafði líka mikla skipu-
lagshæfileika. Þetta gerði hann
að sjálfsögðum leiðtoga þegar við
fórum í útilegur og byggðum
heilu tjaldborgirnar með her-
tjöldum sem við fengum að láni.
Ingjaldur gat átt það til að
vaka lengi frameftir til að ræða
við Þjóðverjana, Mexíkanana og
Japanana á níundu hæðinni um
ólíkustu málefni svo sem að móta
lög um erfðarétt mismunandi
landa. Í hita umræðunnar fyllti
hann einu sinni stórt glerílát í
herbergi mínu af rakkremi svo
tarantúlan mín slyppi út, en þetta
voru heimkynni hennar. Við fund-
um hana reyndar nokkrum dög-
um seinna í herbergi nágranna
okkar á hæðinni, Angeliku Plank.
Að lokinni útskrift héldum við
sambandi okkar. Á heimshorna-
flakki sínu kom Ingjaldur nokkr-
um sinnum til Washington D.C.,
ýmist einn eða með nemendum
sínum. Hann var einnig gestgjafi
minn í sex af heimsóknum mínum
til Íslands. Þar fræddi hann mig
um allt frá íslenska hestinum
(ekki smáhestum), eldfjöllum og
Bláa lóninu að rauðu kókflutn-
ingabílunum á jólum.
Það stóð til að Ingjaldur kæmi
aftur, ásamt nemendum sínum,
að heimsækja mig við Háskólann
í Georgetown í tengslum við nám-
skeið, en hann fór frá okkur áður
en til þess kæmi. Ingjaldur var
góður maður, náinn vinur og mik-
ilhæfur einstaklingur í háskóla-
samfélaginu. Hann beitti sér aldr-
ei gegn þeim er minna máttu sín,
hann var skapandi, hann gerði
alla umgengni ánægjulega. Ég
sakna hans nú þegar.
Michael Czinkota,
Washington D.C.
Viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands á Ingjaldi Hannibalssyni
margt að þakka. Við hörmum frá-
fall hans sem var bæði óvænt og
ótímabært. Ingjaldur var að hefja
nýjan kafla í starfi sínu og fram-
undan voru tímar rannsókna,
bókaskrifa og frágangs á mörgu
því sem ekki hafði gefist tími til að
klára á undanförnum árum.
Deildarfólki gafst tækifæri til
að þakka honum fyrir þegar hann
lét af starfi deildarforseta í lok
júní á þessu ári. Það var skömmu
áður en hann hélt af stað í sína 10.
heimsreisu sem var lokahnykkur
í því að heimsækja öll 193 lönd
Sameinuðu þjóðanna. Hann lauk
ætlunarverki sínu og kom heim í
ágúst sl. sem sannkallaður heims-
borgari. Okkur gafst við heim-
komuna annað tækifæri til að
samfagna með honum og fengum
að launum ferðasögu sem við
seint munum gleyma.
Á þessu haustmisseri var Ingj-
aldur að kenna þrjú námskeið og
undirbúa það fjórða sem byggðist
sérstaklega á alþjóðlegum
tengslum hans. Námskeiðið verð-
ur að hluta kennt erlendis og það
hryggir okkur að Ingjaldi skuli
ekki hafa auðnast að fylgja því
alla leið. Hugur okkar er einnig
hjá þeim nemendum sem verða
nú að klára námskeiðin án hans
leiðsagnar. Þó er ljóst að áhrifa
hans mun gæta áfram meðal þess
hóps og meðal allra þeirra fjöl-
mörgu nemenda sem hann hefur
kennt á sínum langa starfsferli.
Fullbókað er í enn eina ferð til
Kína sem Ingjaldur var að skipu-
leggja fyrir MBA-nemendur.
Þessar ferðir eru öllum þeim sem
í þær hafa farið mjög eftirminni-
legar og eru til vitnis um vand-
virkni í vinnubrögðum Ingjalds.
Hver stund var skipulögð og dag-
skráin þétt. Öllu hagað þannig að
hver dagur nýttist til fulls. Auk
heimsókna til háskóla var farið í
fjölmörg fyrirtæki og skoðaðir
sögustaðir. Við erum mörg sem
eigum góðar minningar úr ferð-
um sem Ingjaldur skipulagði og
fór fyrir.
Hinn 24. október sl. var síðasti
vinnudagur Ingjalds. Síðan þá
hefur ekki verið ljós í skrifstof-
unni hans. Við höfum verið svo
vön því að hafa hann á þönum inn-
an skólans, ýmist á leið í kennslu
eða á fundi, auk þess að hitta
nemendur og nemendahópa.
Hann var einnig ávallt boðinn og
búinn að gefa okkur samstarfs-
fólkinu góð ráð. Að hann sé horf-
inn á braut í sína hinstu ferð er
mjög óraunverulegt og það er
skarð fyrir skildi. Að missa hann
svona skyndilega er okkur þung-
bært.
Viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands er ein fjölmennasta deild-
in í skólanum. Mikið starf hefur
verið unnið á síðustu árum og
Ingjaldur fór fyrir hópnum. Hann
gaf lausan tauminn og tók þátt í
gleðinni þegar góðum áföngum
var fagnað. Hann stóð hins vegar
vaktina fremstur ef þurfti að tak-
ast á við erfiðleika og vandamál.
Þetta gerði hann með miklu jafn-
aðargeði og þrautseigju og um-
fram allt af mikilli gæsku gagn-
vart öllum sem komu að málum.
Allt þetta starf og fórnfýsi þökk-
um við fyrir og við munum halda
vel í minninguna um það sem liðið
er.
Við kveðjum Ingjald Hanni-
balsson með söknuði, blessuð sé
minning hans. Aðstandendum og
vinafólki sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Viðskiptafræði-
deildar Háskóla Íslands,
Runólfur Smári Stein-
þórsson, deildarforseti.
Kveðja frá Félagsvísindasviði
Háskóla Íslands
Í dag kveðjum við Ingjald
Hannibalsson, prófessor í við-
skiptafræði. Góður félagi er fall-
inn frá í blóma lífsins og skilur
eftir sig skarð sem erfitt verður
að fylla.
Ingjaldur var öflugur og góður
samstarfsmaður. Hann hóf störf
við Háskóla Íslands 1978. Fram-
an af sinnti hann öðrum störfum
samhliða en frá 1993 helgaði hann
skólanum alfarið krafta sína. Á
löngum og farsælum ferli hefur
Ingjaldur markað djúp spor í
sögu Háskóla Íslands og þeirra
fræðigreina sem hann lagði stund
á, í kennslu, rannsóknum og ann-
arri uppbyggingu. Langt mál
væri að telja öll hans trúnaðar-
störf í tengslum við stjórnun,
byggingarsögu og uppbyggingu
undangenginna áratuga sem
standa sem minnisvarði um hans
mikla framlag til skólans. Fyrir
þau störf erum við innilega þakk-
lát.
Ingjaldur var forseti bæði Við-
skipta- og hagfræðideildar og síð-
ar Viðskiptafræðideildar um ára-
bil. Sem stjórnandi var Ingjaldur
mikill fagmaður, skipulagður,
samviskusamur og afkastamikill
og vann öll verk fumlaust og af
röggsemi. Hann var alltaf tilbú-
inn til rökræðna, sanngjarn og
hrokalaus.
Við minnumst góðs félaga,
glaðlegs og félagslynds sem ein-
staklega gott var að umgangast
og vinna með. Við minnumst yf-
irvegaðs og jafngeðja samstarfs-
manns sem sannarlega var sein-
þreyttur til vandræða. Við
minnumst frábærs kennara sem
sinnti nemendum af alúð og gaf
rausnarlega af tíma sínum, t.d. til
ferðalaga með nemendum. Við
minnumst áhugamanns um upp-
byggingu og miðlun rannsókna á
sviði félagsvísinda, m.a. sem ann-
ar af aðalhvatamönnum félagsvís-
indaráðstefnunnar Þjóðarspegils-
ins, ásamt Friðriki H. Jónssyni
heitnum.
Ingjaldur var mikill
heimshornaflakkari og án efa víð-
förlastur Íslendinga. Hann var af-
ar stoltur þegar hann lauk því
mikla ætlunarverki sínu að heim-
sækja öll aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna í sumar. Ákveðið hefur
verið að koma á fót styrktarsjóði í
minningu Ingjalds við Háskóla
Íslands. Mun sjóðurinn styrkja
nemendur til námsferða.
Samstarfsmenn Ingjalds við
Háskóla Íslands minnast Ingjalds
með djúpu þakklæti. Hans verður
sárt saknað af vinum, samstarfs-
fólki og nemendum.
Félagsvísindasvið Háskóla Ís-
lands sendir nánustu aðstandend-
um hans innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Félagsvísindasviðs,
Daði Már Kristófersson
sviðsforseti.
Við minnumst hér atorku-
manns sem lét til sín taka í ís-
lensku atvinnulífi á umbrotatím-
um. Ingjaldur var forstjóri
Iðntæknistofnunar Íslands á ár-
unum 1983 til 1986, en sú stofnun
var ein af tveimur stofnunum sem
í dag mynda Nýsköpunarmiðstöð
Íslands. Hann tók meðal annars
við því hlutverki að móta starf-
semina eftir aðra sameiningu, við
stofnun Iðntæknistofnunar Ís-
lands og við flutning starfseminn-
ar á Keldnaholt. Á þessum tíma
upphófst mikil uppbygging á
Keldnaholti þar sem Ingjaldur
beitti sér fyrir verulegu nýnæmi
varðandi starfsemina, húsakost
og umhverfi. Ingjaldur hafði allt-
af sterka sýn á þróun mála, en
hlustaði vel á samstarfsmenn sína
og skoðanir annarra. Þetta ein-
kenndi starf hans sem forstjóra.
Hann mótaði innviði og viðmót
Iðntæknistofnunar Íslands, sem
enn í dag má sjá víða í núverandi
starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-
lands. Hann lagði áherslu á
sveigjanleika í starfi starfsmanna
en á sama tíma öguð vinnubrögð.
Honum var annt um að tengja
sem best starfsemina við þarfir
atvinnulífsins og tækniþróun til
framtíðar.
Á þessum tíma fjölgaði starfs-
mönnum stofnunarinnar talsvert
og sértekjur hennar jukust veru-
lega. Áður hafði Ingjaldur unnið
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda
og var þar í forsvari við að inn-
leiða umbætur í rekstri fyrir-
tækja á sviði framleiðni og gera
þau samkeppnishæfari, meðal
annars í kjölfar aðlögunar inn-
göngu Íslands í EFTA. Ingjaldur
beitti sér alla tíð fyrir umbótum
og innleiddi þær þannig að þær
voru samstarfsmönnum hans til
heilla og farsældar. Þannig beitti
hans sér fyrir mótun og uppbygg-
ingu Útflutningsráðs Íslands sem
framkvæmdastjóri og hann var
öflugur samstarfsmaður í ýmsum
stjórnum og í nefndum á sviði
mennta- og atvinnumála sam-
félagsins. Við Háskóla Íslands
var hann frumkvöðull að fjölda
viðfangsefna skólanum til fram-
dráttar.
Það var gott og gaman að
heyra ummæli um hann frá sam-
starfsmönnum hans þegar hans
var minnst á síðasta Þjóðarspegli
Háskóla Íslands um síðustu mán-
aðamót.
Verkefnaflóran sem hann hafði
tekið að sér var með ólíkindum en
lýsti vel þeirri atorku sem ein-
kenndi Ingjald alla tíð. Uppbygg-
ing sem hann studdi og hafði for-
göngu um verður háskólalífinu og
íslensku samfélagi til framdráttar
um langan tíma. Með þessum fáu
orðum viljum við minnast góðs
samstarfsmanns og félaga og
þakka fyrir framlag hans til þess
starfs sem Nýsköpunarmiðstöð
Íslands sinnir og hann hafði áhrif
á.
Fyrir hönd Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands,
Karl Friðriksson
og Þorsteinn Ingi Sigfússon.
Stuttu eftir að Ingjaldur hóf
störf hjá Félagi íslenskra at-
vinnurekenda í byrjun níunda
áratugarins skipulagði hann ferð
til Japans fyrir forystumenn at-
vinnulífsins. Tilgangurinn var að
kynnast þeim róttæku nýjungum
sem þar var verið að innleiða á
sviði framleiðslu og vöruþróunar.
Þetta upphaf gaf tóninn. Mikil-
vægt var að kynnast hlutum af
eigin raun, læra af öðrum og að
koma áformum í framkvæmd
með skilvirkum hætti.
Ingjaldi var falið það verkefni
að sameina þær stofnanir sem
þjónustuðu atvinnulífið á einn
stað og úr varð Iðntæknistofnun.
Hlutverk þeirra sem þar hófu
samstarf voru ólík, og ekki síður
bakgrunnur starfsmanna og sér-
þekking.
Að óreyndu hefði mátt ætla að
skortur á innsýn og misskilningur
myndi leiða til árekstra en raunin
varð önnur. Þarna varð til starfs-
vettvangur sem einkenndist af
gagnkvæmri virðingu.
Áhersla var lögð á að starfs-
menn heimsæktu þau fyrirtæki
og stofnanir sem þeim var ætlað
Ingjaldur Hannibalsson