Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Akureyringurinn Finnur Ragnar Jóhannesson er tölv-unarfræðingur hjá Þekkingu hf. Þekking býður fyrirtækjumupp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi. „Ég er gagnagrunnssérfræðingur og sé um uppsetningar og viðhald á gagnagrunnum og það sem kallast viðskiptagreindarlausnir (bus- iness intelligence) sem er fræðigrein sem býr til stjórnendalausnir. Í því felst að tekin eru gögn úr viðskiptakerfum og búnar til úr þeim upplýsingar fyrir stjórnendur til að þeir geti greint sinn rekstur. Gögnin sjálf segja ekki mikið, þau liggja bara þarna og því þarf að búa til nothæfar upplýsingar úr þeim.“ Finnur fer í fótbolta þrisvar í viku og körfubolta einu sinni í viku. „Ég byrjaði seint að stunda þessar íþróttir og var orðinn 17 ára þeg- ar ég hóf að æfa fótbolta. Maður á því engan glæstan feril að baki en líkaminn er í góðu standi. Síðan fer allur tíminn í barnauppeldið, þar er búið að skipuleggja daginn og jafnvel líka nóttina fyrir mann.“ Eiginkona Finns er Rannveig Jóhannsdóttir, hún vinnur við bókhald á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er í fæðingarorlofi. Börn þeirra eru Jóhann Gunnar 10 ára, Mikael Gísli 7 ára, Þorgeir Gauti 3 ára og Friðbjörg Sigríður 5 mánaða. „Afmælisdagurinn verður dæmigerður vinnudagur en svo verður kannski farið út að borða með konunni. Svo verður fjölskylduboð um helgina.“ Finnur R. Jóhannesson er fertugur í dag Afmælisbarnið Finnur staddur í skógræktinni við Djúpavog. Er í boltanum fjór- um sinnum í viku Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hjónin Freyja Fanndal Sigurð- ardóttir og Einar Sigurðsson frá Gljúfri í Ölfusi eiga í dag 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau fagna þess- um tímamótum í faðmi fjölskyld- unnar. Demants- brúðkaup Þ uríður fæddist í Vest- mannaeyjum 13.11. 1954 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Þuríður var í Barnaskóla Vest- mannaeyja og Gagnfræðaskólanum í Eyjum; hóf síðan nám í Kennara- skólanum en hætti í gosinu 1973. Hún tók síðan verslunarpróf frá Fjölbrautaskólanum í Vestmanna- eyjum. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið, sumarskóla í Englandi, einkaþjálfaraskóla, stundaði nám á skrifstofubraut við MK og bókara- nám við HR árið 2010. Þuríður starfaði hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja á unglingsárunum á sumrin og var þar síðan í fullu starfi til ársins 1986. Hún starfrækti eigið fiskverkunarfyritæki í Eyjum, ásamt systrum sínum, á árunum 1986-94. Þuríður var gjaldkeri hjá sýslu- Þuríður Bernódusdóttir þjónustufulltrúi – 60 ára Hjónin Þuríður með eiginmanni sínum, Gísla Erlingssyni húsasmið, en þau giftu sig 1978. Mætt í ræktina kl. 5.50 Synirnir Þuríður með sonum sínum, Jóni Helga málara og Magnúsi ritara. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is þjóðlegt gómsætt og gott alla daga Gríptu með úr næstu verslun www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.