Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Norrænni loftslagsáskorun var í fyrradag hleypt af stokkunum á Ak- ureyri. Hér er um að ræða keppni milli skóla á Norðurlöndum sem stuðla á að aukinni umhverfisvitund og orkusparnaði meðal nemenda á aldrinum 12-14 ára.    Áskorunin felst í því að spara rafmagn, hita og vatn í skólunum, ásamt því að leysa verkefni í nýrri námsgátt um loftslagsmál, orku og sjálfbærni.    Keppnin stendur yfir þar til síð- ari hluta marsmánaðar á næsta ári og verður kynnt á hinum Norð- urlöndunum á næstunni. Haldið var af stað hér heima í tilefni þess að Ís- land er nú í forsæti Norðurlanda- ráðs, og leitað til Síðuskóla vegna einbeitts vilja þar á bæ í því að standa sig vel í umhverfismálum.    Daninn Thomas Mikkelsen kynnti verkefnið í Síðuskóla ásamt hinum verkefnisstjóranum, Elvu Ósk Gylfadóttur, en Thomas er hug- myndasmiðurinn að baki áskor- uninni.    „Ég hef í tíu ár unnið hjá dönsku orkufyrirtæki og þar á bæ höfum við rætt mjög margar mismunandi leiðir til að fræða hina ýmsu hópa um mik- ilvæga þessa málaflokks. Þessi hug- mynd kom ekki síst upp vegna þess að ég veit að krakkar hafa alltaf gaman af því að keppa,“ sagði Mikk- elsen við Morgunblaðið.    Loftslagsáskorunin felst í því að nemendur á Norðurlöndum reyna að spara eins mikið rafmagn, hita og vatn og kostur er, í góðu samstarfi við kennara og skólastjórnendur. Sá skóli sem minnkar orku- og vatns- notkun mest til 23. mars verður krýndur sigurvegari. Lofts- lagsáskorunin er samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar og Sambands norrænu félaganna.    Markmiðið er að fræða nem- endur um umhverfismál á áhuga- verðan og skemmtilegan hátt. Viða- mikil námsgátt hefur verið hönnuð í tengslum við verkefnið þar sem bæði kennarar og nemendur geta nálgast fjölbreytt námsefni um lofts- lagsmál, orkunotkun og sjálfbærni. Þá gefur vefurinn nemendunum kost á því að koma á sambandi við jafningja sína annars staðar á Norð- urlöndum.    Síðuskóli er fyrsti íslenski skól- inn sem skráir sig til þátttöku í verk- efninu. Að sögn Ólafar Ingu Andr- ésdóttur, skólastjóra, hefur Síðuskóli lengi lagt mikla áherslu á fræðslu um umhverfismál og hlaut fyrir vikið Grænfánann.    Ólöf Inga hóf samkomuna og Soffía Vagnsdóttir, nýr fræðslustjóri Akureyrarbæjar, ávarpaði einnig viðstadda. Sigurður Orri Hjaltason og Lísbet Perla Gestsdóttir, fulltrú- ar 10. bekkjar í umhverfisnefnd skólans, héldu stutt erindi og þá las upp ljóð Sóley Brattberg Gunn- arsdóttir, sem nú ber titilinn nátt- úrufræðingur Síðuskóla eftir að hafa unnið keppni þar um á Degi ís- lenskrar náttúru í haust.    Forsvarsmenn norrænu ferða- skrifstofunnar Nazar ætlar að auka umsvif sín hér á landi á næsta ári og m.a. bjóða upp á sólarferðir frá Ak- ureyri til Antalya í Tyrklandi. Farið verður í fjórgang frá því í lok sept- ember þar til seint í október.    Kanadíski tónlistarmaðurinn Eric Howden kynnir þriðju skífu sína á Græna Hattinum í kvöld. Hún kemur út og eru þetta fyrstu útgáfu- tónleikarnir. Diskurinn kallast Öxnadalur, músíkin er einmitt samin í þeim fallega dal og diskurinn til- einkaður honum, Íslandi og Jónasi Hallgrímssyni.    Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika á Græna hattinum á föstudagskvöldið þar sem hann skoðar líf sitt í samhengi við lýðveld- issöguna, í tali og tónum. Á laug- ardagskvöld halda svo saman tón- leika Færeyingurinn Maríus Ziska og Svavar Knútur.    Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Lísu í Undralandi í mars í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfs- dóttur við tónlist dr. Gunna. Með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jónsdóttir en leitað er að 14-18 ára unglingum í nokkur hlutverk. Haldnar verða áheyrnarprufur vegna þessa í Rýminu á laugardag- inn. Nánar á www.leikfelag.is Krakkar hafa gaman af því að keppa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keppni Nemendur efstu bekkja í Síðuskóla og gestir fylgdust spenntir með kynningu á norrænu loftslagsáskoruninni. Ljóð Sóley Brattberg Gunnarsdóttir náttúrufræðingur Síðuskóla í vetur. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Lagt er til í fjárhagsáætlun að á næsta ári veiti sveitarfélagið 50% af- slátt af gjaldskrá leikskólans af dag- vistargjöldum og að elsti árgang- urinn verði gjaldfrjáls að fullu.“ Þetta stendur í bókun sem var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Ásahrepps vegna tillögu í fjárhags- áætlun 2015 um lækkun leikskóla- gjalda frá áramótum. Afslátturinn mun leggjast ofan á veittan afslátt t.d. til systkina. Áfram verður greitt að fullu fyrir máltíðir barna í leik- og grunnskólanum á Laugalandi. Fimm ára börn hafa verið með gjaldfrjálsa vistun frá kl. 8-12. Eftir áramót verður öll vistun elstu barna gjaldfrjáls. Átta tíma vistun fyrir eitt barn á Leikskólanum Laugalandi kostar nú 26.768 krónur á mánuði en verður 13.384 krónur á mánuði eftir áramót. „Við viljum styðja vel við bakið á barnafjölskyldum og einnig lítum við svo á að síðasta árið í leikskóla sé í raun fyrsta skólaárið í grunnskóla- göngu hvers barns,“ segir Egill Sig- urðsson, oddviti hreppsnefndar Ása- hrepps. Tómstundastyrkir fyrir börn fram til 18 ára aldurs verða veittir í fyrsta sinn. Styrkurinn nemur um 50 þús- und krónur á ári fyrir einstakling. „Við litum til annarra sveitarfélaga sem hafa verið að veita tómstunda- styrkinn. Þetta er hvati til að styðja við öflugt og fjölbreytt tómstunda- starf sem er mjög mikilvægt,“ segir Egill. Með tómstundastyrknum og lækkun á leikskólagjöldum er sömu upphæð varið til barnafjölskyldna og ef leikskólagjöld yrðu felld niður að fullu. Egill segir mjög líklegt að hald- ið verði áfram á þessari braut og leik- skólagjöldin felld niður í skrefum. Fleiri sveitarfélög eru með elsta stig leikskólans gjaldfrjálst, t.d. leik- skólinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá eru öll stig leikskólans í Súðavík gjaldfrjáls . Leikskólinn Laugalandi Eftir áramót kostar mánuðurinn um 13 þús. kr. Helmingsafsláttur af leikskólagjöldum Fyrirtækið FutureBrand, sem sérhæfir sig í mörkun (branding), hefur um árabil gert rannsóknir á viðhorfum fólks til einstakra landa. Kannað er hvaða mælivíddir móta viðhorfin þegar kemur að innkaupum á vörum og þjónustu, hvert fólk velur að ferðast, hvar það menntar sig og hvar fyrirtæki eru stofnsett. FutureBrand hefur einnig rannsakað hvernig tengingar við einstök lönd hafa áhrif á kauphegðun og fjallar nýleg skýrsla þeirra „Made in…“ um vaxandi mikilvægi uppruna afurða fyrir neytendur. Hólmfríður Harðardóttir, framkvæmdastjóri FutureBrand í New York, og Sven Seger, yfirhönnuður, munu kynna nýjustu „Country Brand“ skýrslu fyrirtækisins sem kemur út í nóvember og nýlega „Made in…“ skýrslu.Nánari upplýsingar á vef Íslandsstofu. Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirframmeð því að senda póst á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is eða hringja í síma 511 4000. Hvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland? Kynningarfundur á Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 24.nóvember kl.10:30 – 12:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.