Morgunblaðið - 13.11.2014, Side 29

Morgunblaðið - 13.11.2014, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 ✝ Helgi HemmertSigurjónsson fæddist á Húsavík 29. ágúst 1951. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 5. nóv- ember 2014. Helgi var sonur Sigurjóns Jóns- sonar sjómanns, f. 20. júní 1903, d. 7. desember 1968, og Rósu Árnadóttur húsmóður, f. 15. maí 1906, d. 12. nóvember 1977. Systkini Helga eru Jón Sigur- jónsson, f. 1939, Björg Kristín Sigurjónsdóttir, f. 6. september 1942, d. 2. febrúar 1957, Árni Gunnar Sigurjónsson, f. 21. apríl 1945, d. 27. febrúar 2000, og Sig- Sveinbjörnsdóttur, f. 1981, eig- inmaður hennar er Jósef Zarioh, f. 1973, og Guðrúnu Láru Svein- björnsdóttur, f. 1983, unnusti hennar er Christian Mivumbi, f. 1990. Barnabörn Helga eru þau Bjarmi Már Helgason, f. 1997, Axel Jósef Zarioh, f. 2001, Að- alheiður Lára Jósefsdóttir, f. 2003, Halla Margrét Helgadóttir, f. 2003, Kristjana Nótt Lárudótt- ir, f. 2012, og óskírður Jósefsson, f. 2014. Helgi ólst upp á Melstað á Húsavík. Hann lærði húsasmíði hjá Trésmiðjunni Fjalari á Húsa- vík og lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði 1975 og starfaði sem húsasmiður alla sína ævi. Tónlist átti hug hans allan frá unga aldri og stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit á ferming- araldri þar sem söngur og gít- arspil spilaði stórt hlutverk hjá honum og einnig fram eftir aldri. Helgi verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 13. nóv- ember 2014, kl. 13. þór Sigurjónsson, f. 1947. Börn Helga úr fyrri hjónaböndum eru Þóranna Helga- dóttir, f. 26. maí 1971, d. 31. júlí 1972, Helgi Þór, f. 1974, kvæntur Guð- björgu Erlínu Guð- mundsdóttur, f. 1974, Dagbjört Rós Helgadóttir, f. 1981, unnusti hennar er Fáfnir Árna- son, f. 1982, Halldór Þór Helga- son, f. 1985, sambýliskona hans er Tinna Björk Halldórsdóttir, f. 1985. Eftirlifandi eiginkona Helga er Kristjana Þráinsdóttir, f. 1953, og á hún tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Katrínu Sjöfn Elsku pabbi, það er svo óraunverulegt að þú sért fallinn frá og svo hrikalega erfitt að sætta sig við það að geta ekki fengið að njóta nærveru þinnar lengur. Við áttum saman ótal skemmtilegar stundir í gegnum tíðina og mér fannst fátt skemmtilegra á mínum yngri árum en að fá að hjálpa þér að smíða allt milli himins og jarð- ar, hvort sem það var í Þrúð- vangi eða uppi í bústað. Skemmtilegri pabbi er vand- fundinn, alltaf stutt í húmorinn og það var einfaldlega ekki hægt að vera í vondu skapi í kringum þig þar sem þér fannst alltaf svo gaman að fífl- ast og gleðja aðra. Það var allt- af jafn gaman að fara með þér í bústaðinn og sjá hvað þér þótti vænt um að vera í Villingadal, njóta kyrrðarinnar og komast úr amstri hversdagsins. Við eigum ófáar minningarnar úr bústaðnum og við munum öll halda þínum heiðri þar á lofti um ókomin ár. Þú hafðir alltaf nóg að gera og varst alltaf að búa til alls- konar fallega hluti inn á milli. Vandvirknin og sköpunarkraft- urinn var svo ríkjandi og þú kenndir mér að vanda til verks í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. Þegar á móti blés í lífinu þá tókstu á málunum af jafnaðargeði og yfirvegun, slóst því jafnan upp í grín og hélst svo áfram ótrauður. Mér þykir svo óendanlega sárt og óréttlátt að hafa þurft að kveðja þig eftir þessa ógn- vænlega stuttu baráttu við veikindin, en ég er fullviss um að þú sért kominn á betri stað núna. Við fjölskyldan áttum með þér fallega kveðjustund þar sem við fengum að segja þér allt sem okkur fannst mikil- vægt að þú vissir og um leið þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Að fá að halda í hönd þína og fylgja þér alveg til enda var mér dýrmæt stund sem ég mun varðveita til æviloka. Takk fyrir allt, elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Halldór Þór Helgason. Mikið ótrúlega getur maður orðið máttvana og sorgmæddur þegar elskulegur vinur og föð- urbróðir veikist skyndilega og er fljótt, snögglega, farinn og dáinn, frá elskandi eiginkonu sinni, mannvænlegu börnunum sínum, barnabörnum og vinum. Eftir stöndum við sem elsk- uðum hann og söknum þess að geta ekki fengið lengur faðmlag og horfið inn í stóru, sterku og hlýju armana hans, en aldrei hitti maður Helga án þess að fá knús og faðmlag. Það verður skrítið að heyra hann ekki hlæja og grínast en það var alltaf stutt í glensið og oft fylgdu brandarar með. Helgi hefur alltaf verið stór partur af lífi okkar í fjölskyldunni minni og hans verður sárt saknað. Helgi var glæsilegur maður á velli, hár, sterkur og með stíðn- isglampa í augum. Hann var alltaf liðlegur og prúðmannleg- ur í öllum samskiptum og vildi öllum vel, Helgi var smiður af Guðs náð og handverk hans má víða sjá í húsunum sem hann byggði og breytti, t.d. í Hafn- arfirði og við Heytjörn og í un- aðsreitnum þeirra Kittýjar fyr- ir vestan. Við hjá Bakarameistaranum nutum verkkunnáttu hans í áraraðir, hvar sem gengið er um fyr- irtækið má sjá handbragð hans. Helgi var einstaklega lausnar- miðaður í sinni vinnu og hlut- irnir voru úthugsaðir og svo framkvæmdir. Ekki er hægt að minnist Helga án þess að tala um tón- listina sem var honum í blóð borin. Helgi spilaði vel á gítar, hafði fallega söngrödd, enda í mörgum hljómsveitum í gegn- um tíðina, auk þess sem hann greip í sögina og spilaði á sög, þ.e. ef gítarinn var ekki nálæg- ur. Við Helgi deildum áhuga á óhefðbundum lækningum og andlegum málefnum við fórum saman á miðilsfundi og sjálfs- ræktarnámskeið, þetta var skemmtilegur tími og Helgi fór á tímabili út í heilun, en hann naut þess að hjálpa öðrum eins og allir vita. Það er margs að minnast og ekki verða fleiri happy hour teknir með frænda í sveitinni en þessi orð úr Hávamálum finnst okkur eiga einstaklega vel við Helga: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Kittý, missir þinn er mikill, að sjá á eftir móður þinni og eiginmanni með dags- millibili er mjög sárt, en megi allar góðar vættir vaka yfir þér og fjölskyldunni ykkar á þess- um erfiðu tímum. Helga Þór, Dagbjörtu, Halldóri, Katrínu og Láru og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigurbjörg Rósa og Vigfús Kristinn. Elsku vinur. Lífið tekur stundum óvænta stefnu og ekki alltaf eins og við viljum. Undanfarnir dagar hafa ver- ið dapurlegir. Hér sitjum við, vinir þínir, og skiljum hvorki upp né niður. Þú greinist með illkynja mein fyrir mánuði og svo ertu farinn. Það er ógleym- anlegt þegar við hittumst fyrst hjá Trésmíðaverkstæði Hákons og Kristjáns, við horfðumst í augu og síðan höfum við ekki litið hvor af öðrum. Minning- arnar streyma upp í hugann. Þú komst með vestur í brjáluðu haustveðri og féllst algjörlega fyrir dalnum og ákvaðst að byggja. Byrjuðum næsta sum- ar, húsið reist og gert fokhelt og þú fórst í bæinn og hittir stóru ástina í lífi þínu, hana Kittý, sem passar svo vel í hóp- inn okkar. Við fjögur höfum átt yndislegar stundir, sérstaklega í Villingadal, borðað saman og glens og gaman, þú spilar og við syngjum, hvert með sínu nefi. Syngjum kallinn sem varð alltaf að syngja í dalnum og þú búinn að kenna barnabörnun- um. Okkar eigin þjóðhátíð með varðeldi og brekkusöng. Þú alltaf tilbúinn að hjálpa þegar hjálpar er þörf, hvort sem það er að parketleggja, smíða eða flytja. Þú átt örugglega eftir að halda tónleika í nýjum heim- kynnum og taka á móti okkur þegar þar að kemur með kall- inum. Elsku Kittý, Helgi Þór, Dag- björt, Halldór, Katrín, Lára og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Anna og Guðlaugur (Gulli). Helgi Hemmert Sigurjónsson kenndi allar samræður. Eyjó starfaði með RÓ í félag- inu Arkídea frá árinu 2005. Það tímabil sem á eftir fylgdi er tví- mælalaust eitthvert það óvæn- tasta sem við arkitektar höfum gengið í gegnum í sögu stétt- arinnar; uppgangur, væntingar og hrun. Í kjölfarið fluttu Eyjó og Kristín til Noregs í leit að nýjum tækifærum og fengu þar góð störf. Stuttu eftir komuna til Noregs kom í ljós að Eyjó var alvarlega veikur. Eyjólfur var góður fagmaður og segja má að manngerð hans hafi auðveldað honum að mæta þeim breytingum sem urðu í þjóðfélaginu. Glettni, afslappað viðhorf og góð nærvera ein- kenndu þennan góða dreng. Hann var vænn og traustur fé- lagi og ávallt gaman að hitta hann. Við minnumst Eyjólfs með hlýhug og sendum Kristínu og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Gunnarsson, Hildigunnur Haraldsdóttir og Ragnar Ólafsson. Allt var létt og ljúft í sam- skiptum okkar Eyjólfs Einars Bragasonar arkitekts og aldrei héldu menn uppi þrefi eða þrasi nema í mesta lagi okkur til skemmtunar. Það eru rétt 40 ár síðan við Eyjólfur kynntumst í Árósum og er mér ljúft og skylt að minnast hans með fáeinum orð- um, enda hélst vinskapur okkar óskertur frá upphafi þótt við höfum stundum alið manninn í nokkurri fjarlægð hvor frá öðr- um. Við hófum nám á sama tíma í Arkitektaskólanum og bjuggum í upphafi á Skjoldhjöj-stúdenta- görðunum í Brabrand. Þarna var ágætt að vera, í hæfilega stórri borg, í nýlegum og áhuga- verðum skóla. Fagleg samskipti okkar voru alltaf töluverð á námsárunum og menn báru saman bækur sínar enda völdum við Eyjólfur nokk- uð mismunandi áherslur í nám- inu sem áhugavert var að gera samanburð á. Af mörgum góðum atvikum var ferð okkar Eyjólfs til Kaup- mannahafnar, með Jens múrara Bertelsen, dönskum skólabróð- ur, um margt minnisstæð. Við skröltum yfir sundin á gömlum pallbíl með múraraáhöld félaga okkar meðferðis. Góður viður- gjörningur beið okkar á heimili systur hans og mágs á Amager, enda var þetta fólk af góðum jóskum bændaættum þar sem gestrisni var í heiðri höfð. Jens var að fara í múrverk og flísa- lögn í húsinu en hann hvatti okkur til að njóta ferðarinnar. Þessa helgi gafst okkur sveita- mönnunum tækifæri til að kanna nokkrar hliðar stórrar borgar og höfðum til þess frjáls- ar hendur og pallbíl til ráðstöf- unar eftir þörfum. Við gerðum út góða dagtúra í miðborgina og þegar kvölda tók þótti við hæfi að hafa svolítinn jægermeister við höndina. Í lok ferðar vildum við efna til sæmilegrar máltíðar fyrir gestgjafa okkar og keyptum við því góðan skammt af kjúklinga- bitum, franskar kartöflur og sal- at í boxi. Ekki vorum við fróðir um drykkjarföng til meðlætis en niðurstaðan var sú að fjárfesta í stórri flösku af Svendborg-áka- víti ásamt einhverjum gos- drykkjum. Þetta fannst Dönum svolítið fyndið en tóku þessu vel. Þessi ferð er minnisstæð vegna þess að hún hafði upp á margt að bjóða, allt frá léttleika borgarinnar til ákveðins klaufa- skapar og loks umræðu um þjóðarleyndarmál Dana. Konan í húsinu var sagnfræðingur að mennt og hafði áhuga á tengslum Danmerkur og Íslands á nýlendutímanum. Hún hafði haft spurnir af Jörgen Jörgen- sen hundadagakonungi og spurði ítarlega um tiltæki hans á Íslandi. Hún upplýsti að þessa manns væri annars hvergi getið í opinberri danskri sögu. Reynd- ar er í „Nordisk konversations leksikon“ ein setning um þenn- an atburð, sem segir þó fátt. –Margt annað skemmtilegt bar á góma þetta góða kvöld. Tveir af mínum nánustu fé- lögum úr Arkitektaskólanum í Árósum eru nú fallnir frá, þeir Einar Sveinsson og Eyjólfur. Ég átti góðar stundir með þess- um mönnum og fjölskyldum þeirra í leik og starfi. Minning um góðan dreng mun lifa og votta ég Kristínu, börnum hennar og öðrum nán- um aðstandendum innilega sam- úð mína og kveð kæran vin. Við sem eftir lifum getum yljað okk- ur við góðar minningar. Benedikt Björnsson Bjarman. Kynni okkar Eyjólfs hófust í Laugalækjarskóla þegar hann flutti á Rauðalæk um 1960. Hann var fimm dögum eldri, fæddur 19. en ég 24. febrúar. Á sumrin veiddum við á klóakröri sem var útaf Kirkjusandi við Ís- landsbanka, sem þá var frysti- húsið Júpiter og Mars. Við stóð- um á enda rörsins, meðan flæddi að eða frá og hirtum ufsa og kola, sem mæður okkar vildu aldrei elda. Oft gengum við fjöruna, fyrir Laugarnesið, sættum lagi á fjöru að komast fyrir klettana við síldarbræðsluna og Sanitas og lékum okkur í skipsflökum í Vatnagörðum. Það var margt að sjá fyrir unga stráka, gamla herflugvél bak við síldarbræðsl- una, þar sem við fundum kex og dósamjólk frá stríðsárunum og ónotuð skot í vélbyssur. Við unnum í Júpíter og Mars, þegar Eyjó var ekki í sveit. Á vetrum, 13 til 16 ára, fórum við flestar helgar í skíðaskála Ármanns í Jósepsdal og gistum í skálanum frá föstudegi til sunnudags. Oftar en ekki nest- islausir, skíðuðum mikið, keppt- um í mótum og unnum til verð- launa, sem við nenntum sjaldnast að sækja. Öll unglingsárin vorum við skotnir í stelpum, stundum sömu og oftast mörgum í einu. Uppteknari af vinum okkar og sprelli en náminu í Menntaskól- anum við Tjörnina. Allt þurftum við að prófa, gerðum allt eins og Bítlarnir sem við dáðum, keypt- um gítara og reyndum að spila og gerðumst hippar með hár niður á herðar. Eyjólfur kynntist konu sinni Kristínu og hvarf til Árósa í arkitektúr. Þegar þau komu heim frá námi keyptu þau Krist- ín sér íbúð í blokk í Garðabæ, það gerðum við Guðný kona mín líka. Þá hafði ég ekki heyrt í Eyjó síðan eftir stúdentspróf. Við höfðum ekki hugmynd hvor um annan fyrr en við hittumst þar í stigaganginum. Þá byrjaði allt aftur. Eyjó kenndi mér að veiða á flugu, við keyptum eins hagla- byssur og fórum að veiða rjúpur og gæs, fannst sárt að drepa rjúpurnar, fengum okkur báðir hunda. Keyptum aftur gítara og spil- uðum Bítlalög. Ákváðum að stunda sund, hittast í Árbæj- arlauginni kl. 8 hvern morgun, synda 500 m og mæta í vinnu kl. 9. Góð markmið, en við þurftum að fá okkur kaffi og rúnnstykki og tala saman. Áttum við þar margar góðar stundir. Eyjólfur átti oft erfitt með að sitja á strák sínum. Einu sinni bað maður í næstu sturtu Eyjó um sjampó, en hár mannsins var farið að þynnast. Eyjó rétti manninum sjamp- óbrúsann og hann löðraði því í hárið. Þá hnippti Eyjó í mann- inn og bað hann að fyrirgefa sér því hann hefði óvart látið hann fá háreyðingarkrem. Maðurinn hrökk við og skol- aði í ofboði, þar til Eyjó sagði honum að þetta hefði bara verið grín og svo hlógum við og hlóg- um oft að þessu síðar. Eftir hrunið fluttu Eyjólfur og Kristín til Noregs. Lífið blasti við þeim. Eyjólfur fékk vinnu á stórri arkitektastofu og var settur yfir verkefni við hönnun breytinga á Gardermo- en-flugvelli í Ósló. En skjótt skipast veður í lofti. Þegar Eyjó hringdi og sagði mér að hann væri með krabba- mein hélt ég að þetta gæti ekki verið alvarlegt, því hann átti til að spauga með ótrúlegustu hluti, en smátt og smátt áttaði ég mig á alvarleika málsins. Eyjó hringdi í mig í byrjun október og bað mig að koma í heimsókn því hann ætti líklega ekki langt eftir. Ég keypti því flugmiða fyrir okkur Guðnýju á netinu meðan ég talaði við hann í símann, flugið átti að vera 30. október. Eyjólfur lést þann 27. Ferðin var aldrei farin. Ég sakna hans. Magnús Árnason. Vinur okkar og Rótarýfélagi Eyjólfur Einar Bragason arki- tekt lést í Noregi 27. október sl. Eyjólfur hefur verið félagi í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ frá 18. nóvember 1991. Félagar í Rótarýklúbbnum í Görðum munu minnast Eyjólfs Einars Bragasonar sem góðs fé- laga. Hann flutti til Noregs 2011 en vildi þrátt fyrir það vera skráður í klúbbinn sem sýnir velvild hans og ósk um að halda sambandi við félaga þó hann væri fluttur af landi brott. Eyjólfur var í stjórn klúbbs- ins árið 2001 til 2002 sem gjald- keri og sýndi Rótarýstarfinu mikinn áhuga og var virkur og öflugur félagi þann tíma sem hann var í klúbbnum og bjó á Íslandi. Eyjólfur vildi byggðarlagi sínu, Garðabæ, vel og sýndi það í verki með virkri þátttöku í skipulagi byggingasvæðis fyrir Félag eldri borgara þegar til stóð að byggja íbúðir fyrir fé- lagsmenn í Garðabæ. Hann gerði m.a. líkan af svæðinu til að kynna skipulagið fyrir yf- irvöldum. Honum þótti miður að ekki tókst að klára verkefnið. Við Rótarýfélagar sendum Kristínu, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum þeirra og barna- börnum svo og öllum aðstand- endum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning lifir um góðan félaga. F.h. Rótarýklúbbsins Görð- um, Eiríkur K. Þorbjörnsson, forseti 2014-2015. Við Eyjólfur kynntumst fyrir rúmum 30 árum í tengslum við störf okkar beggja. Sá kunn- ingsskapur þróaðist í gott sam- starf og vináttu. Það er sárt að hugsa til þess að Eyjólfur sé fallinn frá langt um aldur fram. Eyjólfur var góður fagmaður og indæll drengur. Hann hafði notalega nærveru og alltaf var gott að spjalla við Eyjólf hvort sem var um alvarleg málefni, vinnuna eða daginn og veginn og alltaf stutt í húmorinn. Ég á ótal góðar minningar frá samverustundum okkar Eyj- ólfs í leik og starfi. Fyrr á þessu ári heimsótti ég Eyjólf og Krist- ínu í Ósló þar sem þau bjuggu og eyddum við Eyjólfur deg- inum saman. Hann bar sig vel og aðdáunarvert æðruleysi hans þrátt fyrir veikindin. Ég er þakklátur fyrir þennan dag sem við áttum saman í Ósló, en því miður voru það síðustu sam- verustundir okkar. Ég votta Kristínu, Pétri, El- ísabetu, Eddu og öllum aðstand- endum Eyjólfs mína dýpstu samúð. Megi Guð blessa ykkur og styrkja. Jón Richard Sigmundsson. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR Á. JÓHANNESSON blikksmíðameistari, Jökulgrunni 10, lést 8. nóvember. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að hans ósk. Við þökkum starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi frábæra umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildarinnar. . Halldóra Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Magnús Jónsson, Ólafur Jón Magnússon, Kristín Rut Ragnarsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Hjalti Jóel Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.