Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðgerðin semkennd hef-ur verið við leiðréttingu eða forsendubrest heppnaðist vel. Umræða um rétt- lætingu aðgerðarinnar hafði farið fram og tekist á um hana, eins og vera ber og þeir sem höfðu hið lýðræðislega umboð réðu niðurstöðunni. Því var hugmyndafræðin og rökstuðn- ingur aðgerðarinnar að baki, en spurningar voru um fram- kvæmdina. Slíka sögu þekkjum við ann- ars staðar frá. Lengi hefur ver- ið deilt um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum, en það ríki ver hlutfallslega meiri fjármunum til hennar en flest önnur ríki. Horft frá íslensku sjónarhorni hefur umgjörðin um hina miklu heilbrigðisþjónustu þótt hafa annmarka. Vafalaust er, að fá má betri þjónustu í veikindum sínum þar vestra en víðast ann- ars staðar. En þá þurfa „trygg- ingarnar að vera í lagi“ og mikla fjármuni þarf til að standa undir þeim. Margir Bandaríkjamenn eru því illa tryggðir, þótt almenn lág- marksþjónusta sé veitt. Sú er þó fjarri því að vera fullnægj- andi. Norrænu velferðarkerfin, og ekki síst heilbrigðisþjónustan, taka einnig til sín mikið fé og hún gerir ekki mannamun. Þessi þjónusta er í öllum megin- atriðum mjög góð og stundum frá- bær, þar með talin hin íslenska, þrátt fyrir barlóm, sem stundum gengur úr hófi. Í af- mörkuðum tilvikum tekst sjálf- sagt ekki að veita þjónustu á borð við þá sem dýrustu trygg- ingar vestra geta tryggt, en um það er ekki að fást. Hin al- menna þjónusta gerir meira en bæta það upp. Obama forseti lofaði að sníða verstu annmarkana af heil- brigðisþjónustunni vestra og steig fyrstu skrefin í þá átt á meðan hann hafði traustan meirihluta á löggjafarsam- kundunni. En þótt vafalítið sé að fjölmargt í ákvörðunum hans stefni í rétta átt var undirbún- ingurinn lélegur. Lögin voru þvælin og illa samin. Opinberar heimasíður sem hrinda áttu verkefninu áfram hrundu hver af annarri og hleyptu illu blóði í almenning. Löggjöfin, sem átti að verða kórónan á ferli forset- ans, spillti því fyrir flokki hans í kosningum fyrr í mánuðinum. Íslenska leiðréttingarað- gerðin var algjör andstæða þessa. Hún var skýr og vel und- irbúin. Embætti Ríkisskatt- stjóra og starfsmenn þess framkvæmdu flókið stórvirkið fumlaust og skipulega og eiga hrós skilið. Verkefnisstjórn ríkisstjórnarinnar og embætti Ríkisskatt- stjóra stóðu sig vel} Velheppnuð útfærsla umdeildrar hugmyndar Á sunnudaginnfór fram at- kvæðagreiðsla í Katalóníu-héraði á Spáni, þar sem íbú- ar héraðsins sögðu skoðun sína á því hvort héraðið ætti að verða sjálfstætt eða ekki. Greiddu 80% atkvæði með því að héraðið yrði sjálfstætt að fullu, en einungis um 4% kjós- enda vildu óbreytt ástand. Um tíu prósent kjósenda til við- bótar kusu síðan með því að héraðið fengi aukin völd, en yrði áfram hluti af spænska rík- inu. Atkvæðagreiðslan hefur eng- in lögbindandi áhrif eftir að stjórnlagadómstóll Spánar sagði að hún stæðist ekki stjórnarskrá landsins. Hún sýnir engu að síður hversu mik- ið verk spænska ríkisstjórnin þarf að vinna vilji hún koma í veg fyrir óróleika sem gæti ógnað Spáni sem einni heild. Raunar hefur yfirvöldum í Ma- drid tekist mjög óhönduglega til við að vinna málstað sínum fylgi. Við hvert fótmál hefur ríkisstjórn Spánar reynt að leggja stein í götu þess að Katalónía fái aukin áhrif í eigin málum, og viðbrögðin við boðaðri atkvæðagreiðslu voru þess eðlis að svo virtist sem ríkisstjórnin tryði því að ef höfðinu yrði stungið í sandinn myndi vandamálið hverfa. Þessi skortur á sátta- og samstarfsvilja hefur gert lítið annað en að auka hróður sjálf- stæðissinna og fælt þá Katalón- íubúa frá, sem annars gætu tal- ið héraðið eiga samleið með Spáni. Á sama tíma hafa spill- ingarmál skekið Þjóðarflokk- inn, flokk Rajoys forsætisráð- herra. Rajoy er því ekki í stöðu þar sem hann getur gefið mikið eftir gagnvart Katalón- íumönnum. Það, ásamt hinum skýru skilaboðum sem kjós- endur í Katalóníu sendu leið- togum landsins um helgina, flækir stöðuna enn. Sættir á milli sjálfstæðissinna Katalóníu og yfirvalda í Madríd eru því ekki innan seilingar. Spænska ríkis- stjórnin stingur höfðinu í sandinn} Óður til Katalóníu F yrr í vikunni voru mótmæli á Aust- urvelli, þar sem kvartað var und- an hinu og þessu, enda er þjóðin mjög upptekin af því að vera í nöldurgírnum og hefur verið nokkuð lengi. Vonandi mun hún þó hafa vit á að koma sér í jólaskap, en eins og hún er stemmd mætti jafnvel ætla að hún stefndi markvisst að því að fara í jólaköttinn. Áberandi færri mættu til þessara síðustu mót- mæla, eða milli 1.500-2.000 manns, en vikuna áð- ur þegar rúmlega 4.000 manns mættu. Tíma- setning þessara nýjustu mótmæla var fjarska einkennileg, sem kann að hafa haft áhrif á mæt- inguna. Það var sem sagt ákveðið að mótmæla daginn sem tilkynnt var um skuldaleiðréttingu til tuga þúsunda einstaklinga og daginn áður en umsækjendum var ljóst hversu mikla niðurfell- ingu þeir fengju. Sennilega voru mótmælendur búnir að ákveða með sjálfum sér að þessi skuldaleiðrétting yrði alveg ómöguleg, jafnvel þótt þeir vissu ekki neitt um útkomuna. Víst er að þessi skuldaleiðrétting skiptir máli fyrir al- menning sem hlýtur að fagna. Um leið hefur nokkuð borið á því að fólk hafi risið upp og kvartað opinberlega vegna þess að það fékk niðurfellingu á húsnæðisskuldum – nið- urfellingu sem það sótti um af fúsum og frjálsum vilja – en segist nú ekki hafa neina þörf fyrir. Í þessu hópi er borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttir, sem er beinlínis miður sín vegna þess að hún fékk það sem hún hafði áður beðið um, sem sagt allnokkra skuldalækkun. Nú segist hún ekki þurfa á henni að halda. Af hverju í ósköpunum var hún að sækja um niðurfellingu ef henni er svo illa misboðið þeg- ar óskir hennar eru uppfylltar? Frést hefur að tveir leiðtogar stjórnarand- stöðuflokkanna hafi sótt um skuldaleiðrétt- ingu, þau Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason, sem eru með skárri stjórn- málamönnum þjóðarinnar. Maður skyldi ætla að það hefðu þau gert vegna þess að þau teldu að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar myndu nýtast þeim, en samt tala þau gegn þessum úr- ræðum. Óneitanlega vefst fyrir manni að skilja þegar stjórnmálamenn, sem hafa margt til brunns að bera, eru svo illilega ósamkvæmir sjálfum sér. Eða er það kannski bara svo að pólitík byggist á hentistefnu? Framsóknarflokkurinn var með almennri lækkun á húsnæðisskuldum að leitast við að efna eitt stærsta kosningaloforð sitt, mál sem færði flokknum mik- ið fylgi í kosningum. Það má sannarlega deila um það hvort skuldaleiðréttingin hafi verið brýnt þjóðþrifamál. Hún var hins vegar kosningamál sem ákveðið var að efna, þótt einhverjir haldi því fram að efndirnar hafi verið í skötulíki eða fullkomlega óþarfar. Við erum svo vön pólitískum svikum að það ætti að vera virðingarvert að stjórnmálaflokkur reyni að efna kosn- ingaloforð sín. Athyglisvert verður svo að sjá hvort þessi uppfylling kosningaloforðs muni verða til þess að kjós- endur leiti aftur til Framsóknarflokksins. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Að uppfylla kosningaloforð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mandarínur eru órjúf-anlegur hluti jólahaldshjá mörgum. Þessi litliappelsínuguli ávöxtur hefur tekið við keflinu af eplinu og appelsínunni sem jólaávöxtur land- ans. Mandarínur eru upprunalega frá Kína og fyrstu sagnir um ávöxt- inn eru frá því um það bil 1200 fyrir Krist. Íslendingar flytja inn tugi tonna frá Spáni um hver jól en spænska mandarínan þykir best frá nóvember til janúar. Bárður Marteinn Níelsson inn- kaupastjóri Banana, sem flytja með- al annars inn mandarínur, segir að eftir að tíu kílóa kassinn hvarf úr verslunum hér á landi og 2,3 kílóa kassinn kom í staðinn hafi mand- arínusala aukist verulega. Það ásamt bættum samgöngum að sjálf- sögðu. „Í nóvember, desember og janúar flytjum við inn mikið magn frá Spáni. Ég get ekki fullyrt hvað við flytjum inn mikið en það skiptir tugum tonna. Þegar minni kassarnir fóru að koma í búðir jókst salan og þar með magnið sem við flytjum inn. Nú seljast nánast eingöngu 2,3 kílóa kassarnir í búðum.“ Til allt árið Mandarínur eru til sölu hér á landi nánast allt árið en þær spænsku þykja bestar, ferskastar og safaríkastar og eru farnar að tengj- ast jólunum órjúfanlegum böndum. Eins og egg við beikon, malt við app- elsín eða gin við tónik. Á öðrum árs- tímum eru keyptar inn mandarínur frá öðrum löndum þar sem uppskera er hverju sinni. „Mandarínur eru eitthvað fluttar inn hingað til lands allt árið en það eru ekki þessar spænsku. Þær spænsku eru bestar. Spánski tíminn byrjar yfirleitt seint í október en er þó mismunandi eftir árum eins og gengur og gerist. Mestu gæðin eru upp úr miðjum nóvember og fram í miðjan janúar.“ Um áramót er tímabili mand- arínunnar lokið og segir Bárður að sölutölur fari hríðfallandi líkt og flugeldarnir sem falla til jarðar eftir að klukkan slær tólf. Norður-Evrópa hefur tekið mandarínunni fagnandi um jólin en steinarnir hafa þó alltaf farið í taug- arnar á mandarínuelskendum. Evr- ópumarkaður er kröfuharður og það kom því ekki á óvart þegar ákveðið var að rækta steinalaust afbrigði sem kallaðist klementína. „Núorðið finnst mér enginn munur á klement- ínu og mandarínu. Ég verð allavega ekki var við neinn mun,“ segir Bárð- ur. Í jólasokk og jólaskó Mandarínur tengjast ekki að- eins jólunum hér á landi. Í Rúss- landi, Bandaríkjunum og Kanada er hefð fyrir þeim í kringum jólin. Í Bandaríkjunum er hægt að kaupa mandarínur í tveggja til fimm kílóa kassa og er ein mandarína sett í jóla- sokkinn hjá börnunum umvafin grænum pappír. Hér á landi hefur mandarínan oft bjargað foreldrum sem gleyma að kaupa í skó- inn. Er það alveg jafn fínt og að fá hvað annað. Þó jólaeplið sé enn beintengt við jól- in hjá sumum þá eru æ fleiri sem velja sér safaríka mandarínu í staðinn. Meira að segja jólasveinarnir 13 burðast með heilu pokana ofan af fjöll- um til að gefa börn- unum – hvort sem það er í skóinn eða á jóla- balli. Mandarínur og jólin haldast í hendur Morgunblaðið/Árni Torfason Fá þá eitthvað fallegt Barn á jólaballi fær jólaglaðning frá jólasvein- inum. Eina ferska mandarínu, trúlega beint frá Spáni. Mandarínur innihalda mikið af C- og A-vítamíni. Þá eru tólf önnur vítamín í þessum litla en kraftmikla ávexti auk fos- fórs, járns og kalíums. Mandarínur eru grænar í upphafi uppskerunnar en verða svo að þessum heimsfræga appelsínugula lit þegar á líður. Stærðin er mismunandi; allt frá þremur sentímetrum upp í átta. Í berkinum eru margir litlir pokar með sítrusolíu og yfirborð mandarín- unnar er því gljá- andi frá náttúrunn- ar hendi. Börkurinn getur verið tveir til fjórir millimetrar að þykkt og að innan skiptist svo ávaxta- kjötið í níu til tólf dásamlega bita eða báta eins og flestir kalla þá. Fullt hús matar RÝNT Í MANDARÍNUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.