Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 að þjóna – og varð sú áhersla for- gangsatriði. Iðntæknistofnun varð að þverfaglegu tengslaneti, bæði hér og erlendis. Starfsmenn kynntust aðstæðum á vettvangi og úr varð gagnvirkt samstarf, þar sem ólík menntun og reynsla einstaklinga var metin jafngild. Starfið fólst eins mikið í að kynn- ast aðstæðum og uppfylla óskir og að veita ráðgjöf og leiðbeina. Verkefnin voru afar mismun- andi. Á Keldnaholti var ákveðið að setja á stofn rannsóknarsetur í líftækni þar sem m.a. var ætlunin að rannsaka eiginleika hitakærra örvera og koma þeim í verð. Á sama stað var þróað vinnuvél- anámskeið, útfærðar verklags- reglur fyrir þrif á vinnustöðum, þróun á málningu sem dró úr hættunni á alkalískemmdum. Meira að segja var fenginn sér- fræðingur frá Kauphöllinni í London til að fjalla um leikreglur hlutabréfamarkaða. Nýsköpun náði að hans mati til allra þátta atvinnustarfsemi en ekki aðeins til sjálfrar tækninnar, sem þá var hið almenna viðhorf. Ingjaldur var einarður tals- maður markmiðssetningar og eft- irfylgni. Á þessum tíma var við- varandi verðbólga. Algengt var að stjórnendur opinberra stofn- ana færu aðeins fram úr fjárhags- áætlunum og drægju þar með úr skaðsemi verðminni krónu fyrir þá sem fjárveitinguna fengu. Hann lagði á hinn bóginn mikið upp úr því að áætlanir væru tekn- ar alvarlega og að eftir þeim væri farið. Nokkuð sem var einkenn- andi fyrir starfshætti hans alla tíð. Ingjaldur hafði líka mikla trú á mikilvægi menntunar. Ef þeir sem með honum störfuðu áttu eft- ir að ljúka námi þá var hann tilbú- inn til að aðstoða og hliðra til ef þess þurfti með. Hér hef ég beint athyglinni sérstaklega að samstarfi okkar fyrr á árum í tengslum við Iðn- tæknistofnum. En atorka, ein- lægni og skilvirkni eru orð sem lýsa ævistarfi hans öllu, bæði í vinnu og frítíma. Í þau þrjátíu ár sem við höfum þekkst, unnið sam- an og ekki síst í þeim fjölmörgu ferðum sem við höfum farið sam- an um heiminn er einlægni og hlýja það sem eftir stendur í minningunni. Hans er sárt sakn- að. Örn D. Jónsson. Dauðinn er stundum skrýtin skepna. Nú hefur hann kallað Ingjald Hannibalsson – á besta aldri, fullan af starfsorku og lífs- gleði. Ingjaldur var einn nánasti samverkamaður minn í Háskóla Íslands undanfarin ár og áratugi. Sérstaklega var samstarf okkar náið eftir að Félagsvísindasvið Háskóla Íslands var stofnað árið 2008. Auk deilda sem áttu rætur í gömlu Félagsvísindadeild komu lagamenn og viðskipta- og hag- fræðingar inn á hið nýja svið. Ég var forseti sviðsins fyrstu fimm árin; í stjórn þess sátu auk þess deildarforsetarnir sex og fulltrúi nemenda. Ingjaldur sat þar sem forseti Viðskiptafræðideildar þennan tíma. Hann var afar þarf- ur liðsmaður – og raunar var svið- ið almennt heppið með deildarfor- seta. Það var ekki sjálfgefið að nýtt svið – myndað af ólíkum deildum – yrði sterk og jákvæð eining. En það tókst. Ingjaldur átti ekki minnstan þátt í því. Hann var óvenju áhugasamur, hugkvæmur og skipulegur – og barðist vel fyrir sína deild, Fé- lagsvísindasvið og Háskólann all- an. Alltaf lagði hann gott til mála. Oftast voru tillögur hans skyn- samlegar. Segja má að Ingjaldur hafi helgað líf sitt uppbyggingu Háskóla Íslands. Við Ágúst Einarsson áttum ár- angursríkt samstarf við Ingjald um bygginguna á Gimli. Páll Skúlason, þáverandi rektor, beitti sér fyrir byggingu Háskólatorgs. Við félagsvísindamenn lögðum áherslu á að nýtt húsnæði fyrir fé- lagsvísindi yrði byggt samhliða – enda húsnæðisskortur þar mikill. Hugmyndin um að byggja á bíla- stæðinu við Odda mætti and- stöðu: sumir töldu of þétt byggt. Samt varð ofan á að byggja þar og jafnframt að tengja Odda, Gimli, Lögberg og Háskólatorg þannig að innangengt yrði milli allra þessara bygginga. Í upphafi var gert ráð fyrir að Gimli yrði bara tvær hæðir þannig að ekki yrði skyggt á Odda; þegar hæðirnar tvær voru komnar sáu flestir að skynsamlegt væri að bæta þriðju hæðinni við. Ingjaldur var í for- ystu um þessar framkvæmdir – hann var vakinn og sofinn um hönnun bygginganna – og fjár- mögnun. Nýju byggingarnar og tengingin milli þeirra ollu straumhvörfum í starfi félagsvís- indamanna í HÍ – og raunar skól- ans alls. Þær urðu sannkallað hjarta Háskólans. Sérstakt áhugamál Ingjalds var seminar- stofan G-101 í Gimli: hún byggðist á bestu fyrirmyndum úr fremstu háskólum Bandaríkjanna. Frá upphafi kölluðum við ýmsir hana Ingjaldsstofu – nú fær hún það heiti formlega. Þann virðingar- vott á Ingjaldur sannarlega skil- inn. Ingjaldur tók mikinn þátt í fé- lagslífi háskólamanna og var jafn- an hrókur alls fagnaðar. Hann var líka mikill áhugamaður um tónlist. Við hjónin hittum hann gjarnan á sinfóníutónleikum og óperusýningum – ekki síst eftir að Harpa reis. Frú Hjördís og Ingjaldur höfðu bæði sótt óperur í öllum helstu óperuhúsum ver- aldar. Gaman var að hlusta á lærðar og ástríðufullar samræður þeirra um efnið. Ingjaldur Hannibalsson var ekki bara fyrsta flokks samstarfs- maður. Hann var líka frábær fé- lagi og góður drengur. Hans er sárt saknað – en góð verk og minningar lifa. Ólafur Þ. Harðarson. „Tungumál eru lykill að heim- um“ er titill bókar sem út kom hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir nokkrum árum. Samstarfsmaður okkar Ingjaldur Hannibalsson var heimsborgari sem átti marga slíka lykla. Þegar þær dapurlegu fréttir bárust mánudaginn 27. október að Ingjaldur væri fallinn frá vissum við, starfsfólk við Deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda, að horfinn væri öflugur bandamaður okkar og háskólasamfélagsins alls. Ingj- aldur var alla tíð talsmaður þess að íslenskir mennta- og fræði- menn hefðu erlend tungumál á valdi sínu – helst nokkur. Og hann lét sér ekki nægja að prédika um mikilvægi tungumála, – hann lagði sjálfur stund á þau. Hann talaði ensku og dönsku, auk þess sem önnur Norðurlandamál voru honum hugleikin. Hann hafði góð tök á þýsku og lærði að auki spænsku um nokkurra ára skeið. Á ferðalögum hans um heiminn reyndist góð tungumálakunnátta honum drjúgt veganesti. Innan Háskóla Íslands barðist Ingjaldur fyrir því að tungumál væru kennd við deildir og greinar þar sem nám lýtur að alþjóðasam- skiptum og viðskiptum því hann taldi að með hæfni í tungumálum öðlaðist fólk menningarlegt innsæi og slíkt væri forsenda far- sælla samskipta. Ingjaldur lagði mörg lóð á vogarskálar tungu- málanáms og -kennslu við skól- ann. Hann beitti sér mjög fyrir því að Tungumálamiðstöð Há- skóla Íslands varð að veruleika en þar gefst nemendum við allar deildir og starfsmönnum skólans kostur á að stunda nám í tungu- málum. Framlag hans til stefnu- mótunar og starfsemi miðstöðv- arinnar verður seint fullþakkað. Ingjaldur hafði sérstakt dálæti á löndum Asíu, ekki síst Kína sem hann heimsótti fjölmörgum sinn- um. Hann var stjórnarformaður Asíuseturs Íslands sem komið var á laggirnar árið 2005 og sat í stjórn Konfúsíusarstofnunarinn- ar Norðurljósa allt frá stofnun hennar árið 2008. Ingjaldur sýndi kínverskum fræðum ævinlega mikinn stuðning og tók m.a. virk- an þátt í samstarfinu við Ning- boháskóla um sameiginlega námsgráðu í viðskiptatengdri kínversku sem nú er í bígerð. Samstarfsfólk Ingjalds, ekki síst við í Deild erlendra tungu- mála, hefur misst góðan vin, mik- ilvægan talsmann tungumála, kíminn, hugmyndaríkan og ávallt uppbyggilegan kollega. Hans verður minnst með virðingu og þakklæti. F.h. samstarfsfólks við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Ís- lands, Hólmfríður Garðarsdóttir, deildarforseti. Kveðja frá verkefnastjórn NLSH Haustið 2009 var skipuð verk- efnastjórn um byggingu Nýs Landspítala. Fulltrúi Háskóla Ís- lands var Ingjaldur Hannibals- son, sem við kveðjum nú hinsta sinni. Helsta verkefni þessa verk- efnahóps, sem Ingjaldur starfaði með, var að skilgreina og fram- kvæma forval og samkeppnis- gögn að forhönnunar- og deili- skipulagssamkeppni vegna byggingar Nýs Landspítala við Hringbraut. Kom strax vel í ljós reynsla Ingjalds af öðrum bygg- ingarverkefnum á háskólasvæð- inu, en mikilvægt var að taka ákvörðun strax á frumstigum hvort núverandi hús læknadeild- ar yrði hluti af heildaruppbygg- ingunni eður ei. Sú varð raunin. Ingjaldur lagði sig allan fram í þessu verkefni, þekking hans var hópnum dýrmæt, og sumarið 2010 þegar verkefnastjórnin lét af störfum og NLSH ohf. tók við tilnefndi HÍ Ingjald sem annan af tveimur fulltrúum sínum í bygg- ingarnefndina til að gæta hags- muna Háskóla Íslands. Nú liggur fyrir forhönnun og eru allar skipulagsáætlanir samþykktar fyrir nýtt hús heilbrigðisvísinda- sviðs, sem Ingjaldur ásamt öðru fagfólki vann að á árum 2010- 1013. Við sem störfuðum með Ingjaldi þökkum honum fyrir góð kynni, fagmennsku og áreiðan- leika. Sendum við ættingjum, vin- um og samstarfsfólki samúðar- og kærleikskveðjur. Hvíl í friði. Gunnar Svavarsson. Ingjaldur Hannibalsson var einn traustasti maður sem ég hef kynnst. Hann var sannur og aldr- ei falskur. Þó hann hafi aldrei formlega verið kennari minn þá eru fáir sem ég hef lært eins mik- ið af. Þannig eru raunverulegir háskólaborgarar, góðar fyrir- myndir og sannir jafningjar. Það sem dregur saman alla þessa þætti eru þau mörgu góðu ráð sem hann veitti. Það voru forréttindi að fá að kynnast því flókna kerfi sem Há- skólinn er, undir handleiðslu hans og manni þykir vænna um stofn- unina vegna þess. Ingjaldur unni Háskólanum. Ráðleggingar og ráðgjöf eru sennilega það verð- mætasta sem Ingjaldur gaf mér, bæði varðandi nám og störf, og al- veg ljóst að ég væri ekki það sem ég er í dag nema fyrir hans ráð. Við Ingjaldur kynntumst árið 2001 og naut ég þeirra forréttinda að fá að vinna náið með honum um nokkurra ára bil. Þá skapaðist með okkur djúpstæð vinátta, sem maður kannski stundum áttar sig á aðeins of seint. Minnast má margs, en sérstaklega ýmissa ferða, til dæmis í Saabinum á mikilvæga fundi, í flugvélum milli landa og í Gautaborgaróperuna, sem og nokkrar en of fáar mjög góðar máltíðir. Ingjaldur kunni að njóta lífsins á fallegan hátt. Það sem stendur upp úr er náttúrlega að hafa fengið að taka þátt í því með honum að breyta Háskólanum, skipulaginu og byggingunum. Það mun minna mann á hans verk alla tíð, enda helgaði hann líf sitt háskólanum, bæði innra starfi á mörgum svið- um og hinni ytri umgjörð stofn- unarinnar. Sú þrautseigja og hjálpsemi sem hann sýndi og veitti í öllu sem hann gerði er ákaflega mikilvægt framlag til þess að gera heiminn aðeins betri. Ásgeir Brynjar Torfason. „Komdu sæll, Guðmundur, hefur þú mikla reynslu af stjórn- un?“ voru fyrstu orð Ingjalds þegar við hittumst í fyrsta sinn. Við vorum staddir inni á skrif- stofu Páls Skúlasonar rektors ár- ið 2003 og til stóð að ég tæki við starfi framkvæmdastjóra hjá Há- skóla Íslands en Ingjaldur hafði gegnt því starfi tvö ár á undan. Ingjaldur var að reyna að átta sig á af hverju ég en ekki einhver annar væri að taka við starfinu af honum. „Nei, eiginlega ekki,“ minnir mig að svarið hafi verið og bætti svo við einhverju á þá leið að líklega hefði Páll verið svona ánægður með að ég hefði ekki dottið af hestbaki þessa tvo reið- túra sem við höfðum farið saman með öðrum úr Háskólanum. Ingj- aldur brosti góðlátlega að þessari meintu fyndni. Við fundum fljótt að okkur gekk vel að vinna saman. Þótt Ingjaldur hyrfi til fyrri starfa í Viðskipta- og hagfræðideild samdist svo um að við Silla, skrif- stofustjóri á Framkvæmda- og tæknisviði HÍ, gætum leitað til hans þegar með þyrfti. Silla þekkti Ingjald frá fyrri tíð sem nemandi í MBA námi við HÍ þar sem Ingjaldur gegndi mikilvægu hlutverki í kennslu og skipulagi námsins. Það var ósjaldan sem við þurft- um að leita til Ingjalds um mál- efni sem snertu sviðið. Hann var verkfræðingur en í honum lúrði arkitekt og hann sagði oftar en einu sinni við okkur að hann hefði vel getað hugsað sér að verða arkitekt á sínum tíma. Það var því ákaflega gott að leita til Ingjalds þegar kom að þarfagreiningu á húsnæði fyrir ýmsar einingar skólans, skipulagsmálum, lóða- málum, kostnaðargreiningu og yfirleitt öllum verkefnum á veg- um Framkvæmda- og tæknisviðs. Djúphygli, yfirvegun og trúnaður einkenndi ávallt aðkomu hans að sameiginlegum verkefnum okkar. Ingjaldur hafði sem kunnugt er mikla ánægju af ferðalögum um heimsins álfur og ljómaði nán- ast eins og barn á jólum þegar hann greindi frá ævintýrunum sem hann hafði lent í. Þá var áhugi hans á klassískri tónlist og óperum mjög mikill en hann hafði hins vegar lítinn sem engan áhuga á íþróttum eða dægurtón- list. Í mesta lagi hefði hann getað hugsað sér að hlusta á einstaka lag með Bítlunum. Að þessu hlóg- um við oft og gerðum góðlátlegt grín hvert að öðru fyrir mismun- andi smekk. Við þekkjum engan annan sem fór tvisvar til þrisvar á ári í helgarferðir til Evrópu eða Bandaríkjanna, jafnvel í báðar heimsálfur í sömu ferð, til að hlusta á klassíska tónlist eða óp- erur. Hæfileika Ingjalds til að skipuleggja ferðalög var við brugðið og hreint ótrúlegt hvað hann náði að komast yfir í hverri ferð. Þessi hæfileiki nýttist í fjöl- mörgum nemendaferðum sem hann skipulagði og tók þátt í. Það var því ekki úr lausu lofti gripið að hann var stöku sinnum kall- aður „Fargjaldur“. Andlát Ingjalds bar fyrirvara- laust að og er enn óraunverulegt í okkar huga. Það er eins og enn heyrist ákveðið fótatak hans á ganginum fyrir utan skrifstofur okkar í Aðalbyggingu, við lítum upp og í dyragættinni stendur Ingjaldur, rétt til að athuga hvernig við höfum það, hvort eitt- hvað sé í fréttum eða til að seilast í súkkulaðirúsínurnar í skápnum hans Guðmundar. Ingjaldur bjó yfir mikilli þekkingu og reynslu, var fljótur að hugsa og koma auga á skynsamlegar lausnir. Við erum ákaflega þakklát fyrir að hafa átt hann sem góðan samstarfsmann, fræðara og vin öll þessi ár. Guðmundur R. Jónsson. Sigurlaug I. Lövdahl. Við sem unnum undir stjórn Ingjalds Hannibalssonar hjá Út- flutningsráði Íslands á árunum 1988-1993 trúðum því vart þegar við fréttum að þessi atorkumikli maður væri farinn yfir móðuna miklu, liðlega sextugur að aldri. Ingjaldur var maður stefnufastur og hafði nýlega náð þeim merka áfanga í lífinu að ferðast til allra 193 landa Sameinuðu þjóðanna. Það hafði lengi verið markmið hans og við fylgdumst ætíð með þeirri áætlun hans. Ingjaldur var góður yfirmaður, hreinskiptinn og sagði sínar skoð- anir umbúðalaust. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Út- flutningsráðs og var óþreytandi að minna okkur á að við værum að vinna að framgangi íslensks sam- félags. Ingjaldur gerði miklar kröfur, bæði til sjálfs sín og sam- starfsmanna sinna. Þrátt fyrir að vera áberandi nærsýnn var hann afar glöggskyggn. Það var til dæmis lífsins ómögulegt að skila til hans skýrslu án þess að hann kæmi með skarplegar tillögur að endurbótum. Ingjaldur var eld- snöggur að setja sig inn í flóknar aðstæður og það var ótrúlegt að sjá hann brjótast í gegnum hnausþykka, flókna doðranta og draga saman niðurstöður á góðri íslensku á skömmum tíma. Hann var líka leiftursnöggur að reikna og kom iðulega með rétt svör á undan samstarfsmönnunum sem þurftu að leita á náðir reiknivéla og tölva. Ingjaldur hafði góða kímnigáfu og tók því ekki illa þó að við sam- starfsmennirnir værum stundum að gantast á vinnustaðnum, jafn- vel þótt gríninu væri beint að hon- um sjálfum. Sem víðsýnn stjórn- andi vissi hann að glettni og gleði eru orkulindir sem auðga sam- skipti og ýta undir skapandi lausnir. Það er til dæmis ógleym- anlegt atvik þegar við „fótósjopp- uðum“ myndir af honum í prufu- eintaki af ársskýrslu Útflutningsráðs. Ingjaldur hélt í fyrstu að þetta væri endanlegt eintak af skýrslunni og rauk fram til að koma í veg fyrir að svo hörmulegt og ímyndarspillandi kynningargagn færi í dreifingu. Þegar hann gerði sér grein fyrir því að við vorum að fíflast í hon- um, hló hann manna hæst. Sömu- leiðis láku tárin niður kinnarnar á Ingjaldi þegar við kvöddum hann með smá leiksýningu er hann hætti hjá Útflutningsráði. Þó að Ingjaldur væri glaðlynd- ur og legði mikið upp úr góðum starfsanda, hikaði hann aldrei við að etja starfsmönnum saman til að skerpa á umræðunni um mik- ilvæg mál. Það var eitt af verk- færum hans til að ná fram há- marksárangri í viðkomandi verkefnum. Ingjaldur var al- mennt mjög lausnarmiðaður í starfi sínu og var sífellt að leita nýrra leiða til að auka árangur og gagnsemi Útflutningsráðs Ís- lands. Þar má til dæmis nefna verkefnið „Útflutningsaukning hagvöxtur“ sem var írskt að upp- runa en Ingjaldur fékk leyfi til að innleiða og laga að íslenskum að- stæðum. Nú, mörgum árum síðar, er þetta verkefni enn flaggskipið í menntaáætlun Íslandsstofu, arf- taka Útflutningsráðs. Það húmaði skjótt að Ingjaldi Hannibalssyni. Eftir sitja ljóslif- andi myndbrot af lærdómsríku samstarfi við skemmtilegan fé- laga sem mun aldrei líða okkur úr minni. Við þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum samúð. Helga Eysteinsdóttir og Jón Þorvaldsson, f.h. starfsfólks Útflutningsráðs Íslands.° Ingjaldi kynntist ég sem nem- andi hans í Viðskiptafræðideild HÍ fyrir margt löngu þegar hann kenndi framleiðslustjórnun. Kennsluaðferðir hans þóttu oft á tíðum nýstárlegar og minnist ég helst þess þegar reikna átti stað- altíma í prófi, þá lét hann nem- endur brjóta saman blað sem átti að mynda hatt. Ég tók verkefnið skrefinu lengra og braut blaðið í bát sem eru nokkur handtök til viðbótar. Það olli mér töluverðu hugarangri hvort Ingjaldur mundi lækka einkunnina mína fyrir að fara ekki nákvæmlega eftir réttum fyrirmælum. Svo varð ekki og fékk ég góða ein- kunn hjá honum. Ég endurnýjaði síðan kynni mín við hann þegar ég hóf nám hjá honum í meistaranámi í al- þjóðaviðskiptum og markaðs- fræði. Ingjaldur hafði lítið breyst í útliti á þeim áratug sem liðinn var frá því hann kenndi mér síð- ast nema hárið stóð aðeins hærra upp í loftið. Þar sem við deildum miklum áhuga á Kína og ég hafði stundað nám í Austur-Asíufræð- um ákvað ég að skrifa meistara- ritgerðina hjá honum. Við áttum góða fundi á skrifstofu hans þar sem Kína var oft til umræðu. Honum þótti ekkert tiltölumál þótt ég þyrfti að verja ritgerðina í gegnum Skype hinum megin á hnettinum. Hann var með þá tækni alla á takteinum og gekk það snurðulaust fyrir sig. Hann var stoltur af því að hafa heimsótt öll lönd heimsins og á skrifstofu hans var stórt kort þar sem var samviskusamlega merkt inn á hvert landið á fætur öðru sem hann kláraði. Ég sagði hon- um að þessar heimsóknir allar væru efni í góða bók sem ég hlakkaði til að lesa. Ég sat með honum í afmælis- nefnd, hollvinasamtökunum og nú síðast í sjálfsmatsnefnd Við- skiptafræðideildar þar sem hann stýrði fundum af röggsemi eins og honum var lagið. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Við- skiptafræðideildarinnar og vildi sjá deildina vaxa og dafna. Sjálfsagt þykir hann hafa verið sérviskulegur í sumu en ég hafði ávallt gaman af því að spjalla við hann enda var hann vel að sér um margt. Síðast þegar við ræddum saman var það um mögulegt rannsóknarefni fyrir mig á kín- verskum vörumerkjum. Þegar Ingjalds nýtur ekki lengur við þarf að finna þeirri hugmynd nýj- an farveg. Hann hvarf alltof fljótt af sjónarsviðinu en hann náði þó markmiði sínu að klára listann með löndunum öllum. Aðstandendum votta ég sam- úð. Margrét Kristín Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingjald Hannibalsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.