Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 ✝ Eyjólfur EinarBragason fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1953. Hann lést á Akers- hus-háskólasjúkra- húsinu í Løren- skog, Noregi mánudaginn 27. október 2014. Eyjólfur var son- ur hjónanna Guð- laugar Marteins- dóttur sjúkraliða, f. 31.10. 1931, d. 17.12. 2012 og Jóhanns Braga Eyjólfssonar rafvirkja og bif- reiðarstjóra, f. 20.11. 1930, d. 18.6. 1977. Systkini Eyjólfs eru Katrín, f. 14.8. 1949, Stella, f. 26.8. 1958 og Þórir, f. 28.5. 1961. Eyjólfur kvæntist 11.8. 1979 Kristínu Kristmundsdóttur fé- lagsráðgjafa, f. 22.5. 1954. For- eldrar Kristínar voru Ástdís Gísladóttir húsmóðir, f. 24.4. 1926, d. 20.9. 1999 og Krist- mundur Jakobsson loft- skeytamaður, f. 4.7. 1923, d. 9.8. 2014. Börn Kristínar og Eyjólfs eru: 1) Pétur Örn arkitekt, f. útskrifaðist árið 1980. Fyrstu árin að námi loknu vann hann á teiknistofu Knúts Jeppesen. Lengst af rak Eyjólfur eigin teiknistofu, AN2 arkitektar, og voru helstu verkefni hans hönn- un mannvirkja, innanhúss- hönnun og skipulag. Eyjólfur var afkastamikill arkitekt og hafa fjölmargar byggingar ver- ið reistar eftir teikningum hans. Meðal viðurkenninga sem hann hlaut fyrir hönnun má nefna Hönnun 88 og Hönnunarvið- urkenningu Kópavogs. Eyjólfur sat á árunum 1990-1994 í bygg- ingarnefnd Garðabæjar. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ frá 1991. Einnig sinnti hann nefndar- störfum á vegum Arkitekta- félags Íslands árin 1980-1986 og sat í stjórn Launþegafélags arkitekta. Eyjólfur var mikill fluguveiðiáhugamaður, hann naut útivistar og var einn af stofnfélögum veiðiklúbbsins Víðförla. Síðustu ár var hann öt- ull í golfi. Eyjólfur flutti til Nor- egs árið 2011 ásamt eiginkonu sinni og starfaði sem arkitekt á verkfræði- og arkitektastofunni Plan 1. Útför Eyjólfs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. nóvember 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. 12.2. 1980, í sam- búð með Elínu Ösp Gísladóttur mann- fræðingi, f. 9.4. 1982. Börn þeirra eru Grímur Nói, f. 2008 og Lóa Björk, f. 2010. 2) Elísabet Björt hagfræð- ingur, f. 19.6. 1986, gift Jónasi Inga Jónassyni arkitekt, f. 9.4. 1983. Börn þeirra eru Ísabella Fanney, f. 2008 og Hjördís Saga, f. 2012. Fyrir átti Eyjólfur dótturina Eddu Björgu leikkonu, f. 14.7. 1972, gifta Stefáni Má Magn- ússyni tónlistarmanni, f. 28.7. 1971. Börn þeirra eru Kolbeinn Daði, f. 2003 og Ísold Elsa, f. 2012. Eyjólfur ólst upp í Laug- arneshverfi og átti þar sterkar rætur. Eyjólfur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974. Að loknum menntaskóla flutti Eyjólfur til Danmerkur og nam arkitektúr við Arkitektskolen í Árósum og Þegar ég minnist Eyjólfs er mér efst í huga hvað það var létt andrúmsloft í kringum hann og ég sé hann fyrir mér með sólgleraugun og gráan makk- ann. Hann var fyndinn, hress og velviljaður. Ég hef heyrt margar skemmtilegar sögur af fjöl- skyldunni í gegnum tíðina og tengjast þær fjórhjóli, gleymd- um símum á bílþökum, veiði- flugu í nefi, háska í fljóti og enginn hefur sagt þær með meiri innlifun og látbragði en Eyjólfur. Notalegar grillstundir í Mel- hæð koma upp í hugann, gít- arspil og spjall í gróðurstofunni. Svo eru það öll ferðalögin. Veiðiferðirnar í Bjarnarfjörðinn og Laxá í Þing., þar sem mér var kennt að sveifla flugu, vaða ár og fá mér kríublund í mos- anum. Berlínarferðir og heim- sóknir til Kaupmannahafnar eru minnisstæðar, og þegar litlu börnin komu til sögunnar bar afinn þau um á háhesti og sýndi þeim allt „fíntifíntið“ í kring. Ferðirnar í skemmtigarðana verða líka lengi í minnum hafð- ar, þar sem afi Eyjó kom með í rússíbana og keypti stóra sleik- jóa fyrir öll barnabörnin. Eyjólfur var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og bregða út af dagskránni, og það eru ófá skiptin þar sem fréttist af þeim feðgum á krókaleið til að kíkja á áhugaverðar byggingar, líta inn í gítarbúð eða fá sér smörre- bröd á falinni krá. Eins og sagt var við börnin: Við munum allt- af eiga kossana og knúsin frá afa Eyjó, myndirnar af okkur saman og minningarnar í hug- anum. Það er erfitt að kveðja góðan mann og Eyjólfs verður sárt saknað. Elín Ösp. Kæri Eyjó minn. Mig langar að þakka þér fyrir þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman. Þú varst alveg einstakur maður. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Það var stutt í brosið þitt, þú varst hlýr og kærleiksríkur maður. Þú varst einnig góður sögumað- ur og áttir oft athygli mína óskipta. Sem tengdafaðir og afi barnanna minna áttum við margar góðar samverustundirn- ar. Þú hjálpaðir mér að komast til náms í útlöndum og varst alltaf tilbúinn til að leggja hönd á plóg við að aðstoða mig ef á móti blés. Við náðum vel saman og áttum mörg sameiginleg áhugamál. Við hlógum mikið og grínuðumst ennþá meira. Ég gleðst yfir því að dætur mínar eigi eftir að eiga góðar minn- ingar um þig og halda minningu þinni lifandi. Ég tel mig góðan ef mér tekst að líkjast þér, þú varst góður maður sem gaf mik- ið af sér og hjálpsamur fram í fingurgóma. Hvíldu í friði minn kæri vinur. Jónas Ingi Jónasson. Eyjólfur mágur minn er lát- inn aðeins 61 árs að aldri. Hugurinn reikar til baka á Rauðalækinn þar sem hann ólst upp í hópi fjögurra systkina og ástríkra foreldra. Þar var oft glatt á hjalla, heimilið var mið- stöð stórfjölskyldunnar og oft margt um manninn. Það var alltaf svo gaman í Rauðalækn- um þar sem Lóló móðir Eyjólfs var miðpunkturinn með barna- hópinn sinn. Lífsbaráttan var hörð á þessum tíma og allir þurftu að leggja sitt af mörkum eins og hægt var. Nóg var af hlýju og jákvæðni á þessu heimili en lítið lagt upp úr veraldlegum gæðum. Þetta var veganesti Eyjólfs út í lífið. Eyjólfur var að byrja í menntaskóla þegar ég kynntist honum. Hann var frekar hlé- drægur, mjög ljúfur í skapi og rólegur. Það var ýmislegt brall- að á þessum árum og hann var vinmargur, þetta var hippatíma- bilið, allir með sítt hár og í lopa- peysum. Eftir stúdentspróf héldu hann og Kristín kona hans til Árósa til frekara náms, Kristín í félagsráðgjöf og Eyjólfur í arki- tektúr. Þau nutu lífsins í Árós- um og eignuðust þar marga vini fyrir lífstíð. Við áttum góðar stundir saman á þessum tíma. Eyjólfur missti föður sinn með- an hann var í námi og var það honum erfið lífsreynsla að vera fjarstaddur í veikindum hans. Eftir að námi lauk starfaði hann á arkitektastofum í Reyja- vík og var síðar með sjálfstæðan rekstur á eigin stofu. Eftir hann liggja margar fallegar bygging- ar sem hann hefur teiknað. Það versta við að vera með sjálf- stæðan rekstur er innheimta og bókhald, það er ekki mín deild, sagði hann einu sinni við mig. Byggingarlistin átti hug hans allan. Við áttum margar góðar sam- verustundir á lífsleiðinni með börnum okkar og fjölskyldum, bygging á sumarbústað, ferðir í veiði og golf. Hann var hlýlegur, barngóður og mikill vinur. Þannig minnast börnin mín hans. Eyjólfur var alla tíð rólyndur, hófsamur, glettinn og hafði skemmtilegan húmor. Mér fannst hann aldrei vera að flýta sér og hann gat stundum verið svolítið utan við sig. Hann var listrænn í hugsun og alltaf svo- lítill „bóhem“ í mínum augum. Eftir að efnahagshrunið gekk yfir með minnkandi atvinnu á Íslandi fluttu Eyjólfur og Krist- ín til Noregs og áttu heimili í Ósló. Þau voru bæði í góðum stöðum, en aðeins örfáum mán- uðum eftir að Eyjólfur hóf störf á þekktri arkitektastofu kenndi hann sér þess meins sem að lok- um lagði hann að velli. Kæri vinur, nú er komið að leiðarlokum. Hvíl þú í friði. Blessuð sé minning þín. Oddur Fjalldal. Því miður er ég ekki maður gæddur þeim hæfileika að geta rifjað upp fortíðina eða talið upp á svipstundu allar þær góðu minningar sem ég á. Hinsvegar ef ég beini hugsunum mínum að ákveðinni manneskju eða stund, koma allar góðu minningarnar fram. Með sorg í hjarta mun ég í dag hlýja mér með minningum um stundir sem ég átti með afar mikilvægri manneskju, manni sem ég get stoltur kallað bróður minn, vin og lærimeistara. Eyj- ólfur mágur minn og bróðir í anda hefur lagst til hinstu hvílu eftir hugrakka baráttu við krabbamein. Það tómarúm sem hann skilur eftir verður aldrei fyllt á ný. Við áttum samleið í mörgu sem við tókum okkur fyrir hendur á þroskabraut lífsins. Við vorum ekki alltaf fullkom- lega sammála en hinsvegar virt- umst við elska það sama, fjöl- skylduna, náttúruna, veiði og brjálaða St. Bernards-hunda. Þetta voru yndislegir dagar, frá- bærir dagar. Eyjó var hinn full- komni veiðimaður. Þolinmæði og ástríða hans fyrir sportinu var ótrúleg, hann einn ber ábyrgð á fíkn minni í fluguveiði. Sem betur fer náði hann ekki að smita mig af golfáhuga sínum. Ég er viss um að orð mín eru lítilvæg í samanburði við þær mikilfenglegu og líflegu endur- minningar sem skrifaðar verða um þennan yndislega mann, en engin þeirra getur þó jafnast á við kærleika minn og stolt að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Michael G. Whalley. Mig langar til þess að skrifa nokkur minningarorð um syst- urson minn, Eyjólf E. Braga- son, sem lést í Ósló nú nýlega eftir erfið veikindi. Eyjólfur var bæði frændi minn, vinur og veiðifélagi og það má líka segja að við höfum alist upp samhliða því aldursmunur var aðeins sjö ár og mikill samgangur var á milli foreldra okkar meðan þeirra naut við. Eyjólfur var alltaf þessi hressi og skemmti- legi strákur, uppátækjasamur grallari, vinmargur, hjartahlýr og vildi öllum vel. Hann ólst upp í Laugarneshverfinu og var það mjög barnmargt og skemmtilegt fyrir unga drengi á þeim tíma. Þegar árin liðu urðu sam- skipti okkar minni en að sjálf- sögðu rofnuðu þau ekki en við vorum báðir því marki brenndir að hafa mikla veiðidellu alveg frá barnæsku. Hann við kola- og ufsaveiðar við rörið í sjónum við Kirkjusand og ég í gömlu höfn- inni í Reykjavík. Það var á þeim vettvangi sem leiðir okkar lágu saman aftur og nú við lax- og silungsveiðar í vötnum og ám landsins. Við vorum búnir að fara nokkrar veiðiferðir saman frændur og vinir þegar við ákváðum árið 1998 að stofna veiðifélagið Víðförla og varð Eyjólfur einn af stofnendum þess ágæta félagsskapar. Þar kynntist ég alveg nýrri hlið á Eyjó eins og hann var alltaf kallaður okkar á milli. Ótrúlega flinkur og skemmtilegur veiði- félagi, natinn, þolinmóður og gafst ekki upp þótt ekki gengi sem skyldi. Þá var hann óþrjót- andi við að leiðbeina öðrum og ég held að honum hafi hvergi liðið betur en á bökkum veiðiáa og var Laxá í Laxárdal og Mý- vatnssveit í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Það er gott til þess að vita að sonur hans Pétur ætl- ar að feta í fótspor föður síns og hefur Eyjó kennt honum allt það besta sem góðan veiðimann prýðir. Eyjó var hrókur alls fagnaðar og mikill gleðipinni sem við veiðifélagar hans kunnum að meta og komum svo sannarlega til með að sakna í veiðiferðum Víðförla um ókomna tíð. Við hjónin sendum Kristínu, börnum hans Eddu Björgu, Pétri Erni og Elísabetu, mökum þeirra og börnum, systkinum hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hjörtu blessa þína slóð og Laxárdalur þrýstir þér í þægum friði að brjósti sér. (Jóhannes úr Kötlum) Jónas og Björg. Að kveðja mann eins og Eyjó langt fyrir aldur fram er eins og unga fólkið segir „bara rugl“. Ég á enn bágt með að trúa því að ég hitti frænda ekki aftur í spjall eða í veiðitúr en á sem betur fer óteljandi góðar minn- ingar um frábæran frænda, vin og veiðifélaga. Ég hef fáum kynnst á lífsleiðinni eins og Eyjó því hann var alveg ein- stakur maður. Hann var áhugasamur um allt og alla og hafði mikið gam- an af því að eiga góðar samræð- ur og það var alveg sama hvar borið var niður í umræðuefni því honum fannst allt litróf mannlífsins áhugavert. Og ef samtalið var skemmtilegt þá skipti tími Eyjó litlu máli og það eru til margar góðar sögur af því þegar viðskiptafundir voru bara látnir bíða meðan rætt var um þurrfluguveiði í Vörðuflóa eða annað skemmtilegt um- ræðuefni. Það eru bara miklir húmor- istar sem senda miðaldra frænda sínum í NY ullarsokka frá Ósló og bréfið sem fylgdi sokkasendingunni frá Eyjó og Stínu til okkar síðasta vetur var mjög í anda Eyjó. Þrátt fyrir að vera þá þegar mikið veikur var hann sko ekki að barma sér heldur sagði okkur m.a. að hann hefði dansað „þriggja leggja dans að hætti Elvis P. með Helga Björns upp á sviði“. Og sokkunum fylgdu góð ráð: „Þeir eru líka góðir á sólarströnd- ina… vel sokkaður það bætir ár- angur og það gildir um allt Matti frændi.“ Eyjó var fallegur maður og sérstaklega var hann fallegur veiðimaður. Hann var þolinmóð- ur með afbrigðum og fyrir hon- um snérist veiðin ekki bara um að setja í og landa fiski. Hann fékk alveg jafn mikið út úr því að velja réttu fluguna, lesa vatn- ið og veðrið, kasta á rétta stað- inn og njóta náttúrunnar og fé- lagsskaparins. Það var leiðin að því að setja í fisk og landa sem veitti honum ánægju og gleði – en hann vildi að sjálfsögðu veiða einn og einn fisk eins og við hin. Ég held að í lífinu sjálfu hafi Eyjó haft sömu viðhorf og í veiðinni – það var ferðalagið sjálft sem hann naut mest. En hans ferðalag var allt allt of stutt. Elsku Stína, Pétur, Elísabet og Edda, við Vigdís sendum ykkur samúðarkveðjur og hugs- um til ykkar á þessum erfiðu tímum. Marteinn Jónasson. Við kveðjum Eyjólf Braga- son, starfsbróður og vin, sem er látinn langt um aldur fram. Eyjó, eins og hann var oftast kallaður, stundaði nám í Árós- um samtímis Guðmundi og bjuggu þeir á sama stúdenta- garði. Í þá daga var það hátíð þegar Eyjó fékk dagblöð sem bárust með skipapósti frá Ís- landi. Þá söfnuðust félagarnir saman og lásu blöðin spjaldanna á milli til að fylgjast með „nýj- ustu“ fréttum að heiman. Leiðir Guðmundar, Hildi- gunnar og Eyjólfs lágu saman hjá Knúti Jeppesen, þar sem við hófum öll störf sem ungir arki- tekar snemma á 9. áratugnum. Þar unnu einnig Árni Friðiks- son, Bergljót Einarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir og Páll Gunnlaugsson. Knútur var góð- ur lærifaðir okkar allra. Þar var skemmtilegt samfélag og var hópurinn samheldinn. Sérstök stemning var á kaffistofunni daga og nætur, því oft var unnið næturlangt. Þar fóru fram mikl- ar umræður um byggingarlist, liti og hlutföll, rýmismyndanir og efnisval og kom þar ýmislegt fram sem hefur nýst okkur síð- ar í starfi. Þegar við hin misst- um okkur í tilfinningahita um- ræðnanna brosti Eyjó sínu blíða brosi í fullkomnu jafnvægi. Við áttum stuttan og góðan sameiginlegan tíma hjá Knúti, en fórum smám saman út í eigin atvinnurekstur og það gerði Eyjó árið 1984. Eftir það hitt- umst við helst á vettvangi Arki- tektafélags Íslands og á förnum vegi. Alltaf var eins og við hefð- um hist í gær og léttleiki ein- Eyjólfur Einar Bragason ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA H. CORTES, lést miðvikudaginn 5. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Jónína Kolbrún Cortes, Björg Cortes, Andrés Sigvaldason, Óskar Torfi Cortes Viggósson, Páll Snorri Cortes Viggósson, Rie Miura, Jóhanna Cortes Andrésdóttir, Brynja Cortes Andrésdóttir, Ísabella María, Viggó Snorri, Aron, Andrés Illugi, Karen og Steingrímur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, Hólabergi 84, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 10. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið við Langholtsveg. Kristján R. Knútsson, Hrönn Laufdal, Sigurður M. Knútsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valgerður Knútsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jón S. Knútsson, Agnar Einar Knútsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓSINKRANS KRISTJÁNSSON leigubílstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 7. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurlín Ester Magnúsdóttir Edda, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.