Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Oddur lyfsali fæddist á Ak-ureyri 13.11. 1929 og ólst þarupp. Hann var af þekktustu apótekaraætt landsins. Foreldrar hans voru Oddur Carl Thorarensen, apótekari á Akureyri, og Gunnlaug, húsfreyja á Akureyri, dóttir Júlíusar Gunnlaugssonar, bónda á Hvassa- felli, og Hólmfríðar Árnadóttur, hús- freyju þar. Oddur Carl eldri var bróðir Stef- áns Thorarensen, stofnanda og apó- tekara í Laugavegs Apóteki í Reykjavík, föður Odds Carls S. Thorarensen, apótekara í Lauga- vegs Apóteki og framkvæmdastjóra Efnagerðar Reykjavíkur. Faðir Odds Carls eldri og Stefáns var Oddur Carl Thorarensen, apó- tekari á Akureyri, sonur Stefáns Thorarensen, sýslumanns og bæj- arfógeta á Akureyri, sem var sonur Odds Thorarensen, lyfsala í Nesi við Seltjörn og á Akureyri, og Sólveigar Bogadóttur. Eiginkona Odds Carls yngsta var Margrét Ingólfsdóttir Thorarensen sem lést 1986 og eignuðust þau fimm börn. Oddur lauk stúdentsprófi frá MA 1950, stundaði nám við Lyfjafræð- ingaskóla Íslands 1950-54 og var í verknámi í Akureyrarapóteki og í Laugavegs Apóteki, stundaði nám við Oxford Allé Apotek í Kaup- mannahöfn 1954-56, lauk exam. pharm.-prófi við Danmarks farma- ceutiske Højskole 1956 og cand. pharm.-prófi þaðan 1960. Oddur var lyfjafræðngur í Akur- eyrar Apóteki 1960-63 og apótekari þar frá 1963. Oddur sat í stjórn Apótekara- félags dreifbýlisins frá stofnun þess og þar til það var lagt niður 1973, var skipaður í lyfjamálanefnd af heil- brigðisráðherra til að skipuleggja heilbrigðismál 1971, var fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja á Akureyri um árabil, þ.á m. formaður stjórnar Al- mennu tollvörugeymslunnar hf., Sparisjóðs Akureyrar og Arnarnes- hrepps og Fasteignafélagsins Val- hallar hf. Oddur lést 10.1. 1992. Merkir Íslendingar Oddur C. O. Thorarensen manninum í Vestmannaeyjum 1994- 2001. Þá flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði verslunarstörf til 2004. Hún flutti þá aftur heim og settist að í Grafarvoginum og stund- aði nám, m.a. við MK. Þuríður hóf síðan störf sem þjón- ustufulltrúi hjá Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness árið 2006 og hefur starfað þar síðan. Þuríður var fulltrúi í starfsmanna- félagi Reykjavíkur og hefur starfað mikið fyrir Framsóknarflokkinn. Hún var varaþingmaður í Suður- landskjördæmi 1991-95, sat sex sinnum á þingi það kjörtímabil og var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur um skeið. Þuríður æfði og keppti í handbolta í Vestmannaeyjum á unglingsárun- um: „Ég náði meira að segja að keppa í Hálogalandi í Vogunum í Reykjavík þegar ég var ung. Annars er ég mikið í líkamsrækt. Ég hef mætt í líkamsrækt sl. 20 ár. Ég byrj- aði í líkamsræktarstöðinni í Eyjum þegar hún var opnuð 1994 og nú mæti ég alla virka morgna kl. 5.50. Þetta er það sem heldur manni gangandi.“ Fjölskylda Þuríður giftist 24.6. 1978 Gísla Er- lingssyni, f. 31.10. 1953, húsasmið. Hann er sonur Erlings Ágústssonar, f. 9.8. 1930, d. 8.1. 1999, rafvirkja og söngvara, og Ingibjargar Kristínar Gísladóttur, f. 11.4. 1935, fyrrv. verslunarmanns í Njarðvík. Synir Þuríðar og Gísla eru Magn- ús Gíslason, f. 6.11. 1975, forritari í Vestmannaeyjum en kona hans er Fjóla Finnbogadóttir, f. 18.7. 1980, snyrtifræðingur og eru börn þeirra Mikael Magnússon, f. 24.1. 2003, og Eva Magnúsdóttir, f. 10.1. 2007; Jón Helgi Gíslason, f. 11.3. 1980, málari, búsettur í Vestmannaeyjum en kona hans er Guðrún María Þorsteins- dóttir, f. 18.8. 1983, hjúkrunarfræð- ingur og er sonur þeirra Arnar Gísli Jónsson, f. 14.10. 2010. Systkini Þuríðar eru Birna Berg Bernódusdóttir, f. 8.9. 1938, banka- starfsmaður, búsett í Hafnarfirði; Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14.11. 1939, d. 17.3. 1943; Elínborg Bern- ódusdóttir, f. 4.12. 1940, versl- unarmaður og verkakona í Vest- mannaeyjum; Þóra Birgit Bernódus- dóttir, f. 8.11. 1942, d. 26.1. 2013, húsfreyja og verkakona í Vest- mannaeyjum; Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir, f. 28.5. 1944, skrif- stofumaður, nú búsett í Hafnarfirði; Birgir Bernódusson, f. 4.4. 1946, d. 1.3. 1979, stýrimaður í Vestmanna- eyjum; Helgi Bernódusson, f. 6.8. 1949, skrifstofustjóri Alþingis, bú- settur í Reykjavík; Jón Bernód- usson, f. 18.2. 1952, skipaverkfræð- ingur í Reykjavík. Hálfsystkini Þuríðar, sammæðra, eru Jóhannes Þórarinsson, f. 2.11. 1959, sölumaður í Reykjavík, og Elín Helga Magnúsdóttir, f. 16.9. 1963, bókari hjá Marel, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Þuríðar voru Bernódus Þorkelsson, f. 3.6. 1920, d. 11.2. 1957. skipstjóri, og Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir, f. 27.12. 1919, d. 8.9. 2003, húsfreyja og verkakona. Fósturfaðir Þuríðar er Magnús Magnússon, f. 18.8. 1926, seinni maður Aðalbjargar, verslunarmað- ur, sjómaður og verkamaður í Vest- mannaeyjum. Úr frændgarði Þuríðar Bernódusdóttur Þuríður Bernódusdóttir Helga Hildibrandsdóttir húsfreyja í Miðbæ Björn Jónsson b. í Miðbæ í Norðfirði Elín Björnsdóttir húsfr. í Nýborg Bergmundur Arnbjörnsson verkam. í Nýborg í Vestmannaeyjum Aðalbjörg Bergmundsdóttir verkakona í Vestmannaeyjum Elísabet Bergsdóttir húsfr. í Hvíld Arnbjörn Ögmundsson sjóm. og verkam. í Hvíld í Eyjum Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis Húnbogi Þorkelsson verkstj. í Eyjum Bogi Andersen læknaprófessor í Bandaríkjunum Jón Bernódusson skipaverkfræðingur Auðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Eyjum Ólafur Oddsson ljósmynd- ari í Rvík Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfr. í Eyjum Kristinn Sigurðsson húsasmiður í Hafnarfirði Sigurður Kristinsson prófessor í læknisfræði Oddur Ólafsson læknir Davíð Oddsson ritstj. Morgunblaðsins Oddur Ívarsson Elín Oddsdóttir húsfr. í Eyjum Oddgeir Kristjánsson tónskáld Oddur Jónsson Bára Sigurðardóttir húsfr. í Eyjum Arnar Oddsson Gísli Pálsson prófessor Inga Arnardóttir prófessor í tannlækningum Guðrún Oddsdóttir húsfr. í Tungu Jón Ólafsson b. í Tungu í Fljótshlíð Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Sandprýði Þorkell Þórðarson verkam. í Sandprýði í Eyjum Bernódus Þorkelsson skipstj. í Vestmannaeyjum Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfr. í Ormskoti Þórður Ívarsson b. í Ormskoti í Fljótshlíð 100 ára Þórdís Sæmundsdóttir 95 ára Guðmundur Guðmundsson 85 ára Auður Ása Benediktsdóttir Helga Kristín Magnúsdóttir 80 ára Elísabet Vigfúsdóttir Guðni Grímsson Ólafur Blómquist Jónsson 75 ára Ásdís Bjarney Óskarsdóttir Steingrímur Ingvarsson 70 ára Freyja Jóhannsdóttir Gylfi Ingvarsson Gylfi Knudsen Haraldur Haraldsson Ingunn Elísabet Viktorsdóttir Jóna Sigríður Gunnarsdóttir Magnús Magnússon Marinó Scheving Ragnheiður Sveinsdóttir Þórarinn B. Jónsson 60 ára Bjarni Ólafsson Brynjar Olgeirsson Guðrún Elísa Högnadóttir Halldóra Björg Ragnarsdóttir Krystyna Barbara Knasiak Magnús Hauksson Ragnar Jónsson Sævar Hólm Pétursson Vildís Guðmundsdóttir 50 ára Guðný Gunnlaugsdóttir Hermann Björgvinsson Hólmgrímur Jóhannsson Inga Anna Gunnarsdóttir Jóhanna Katrín Vernharðsdóttir Kristján Arnarson Magnea Kristín Jakobsdóttir Pétur Björnsson Sigurbjörn Santiago 40 ára Arnar Jökull Agnarsson Artur Rajter Finnur Ragnar Jóhannesson Jaroslaw Lukaszewski Kolbrún Ásta Jónsdóttir Magnús Bogason Signý Traustadóttir Þórhildur Una Stefánsdóttir 30 ára Denny Herzig Dominika Wilczek Elva Rut Jónsdóttir Gísli Sigurjón Þráinsson Jóhanna Sif Hannesdóttir Karolina Zabel Kári Viðarsson Margrét Malena Magnúsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Linda Björk ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í margmiðl- unarhönnun í Danmörku og vinnur að málefnum hundaræktar. Dóttir: Ellen Katrín, f. 2011. Bræður: Aron, f. 1988, og Egill Þór, f. 1990. Foreldrar: Díana Svein- björnsdóttir, f. 1961, leik- skólaliði, og Jón Þór Traustason, f. 1960, d. 2013, bifreiðasmiður. Linda Björk Jónsdóttir 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, býr þar, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við Morgunblaðið um skeið. Hálfsystur: María Lovísa Arnardóttir, f. 1997, og Arna Kristín Arnarsdóttir, f. 2003. Hálfbróðir: Guðmundur Magnússon, f. 1987. Foreldrar: Magnús Davíð Elliðason, f. 1963, og Kar- itas Ólafsdóttir, f. 1965, sjúkraliði í Reykjavík. Ólafur Davíð Magnússon 30 ára Sigurrós ólst upp í Grundarfirði, býr þar, lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ og stundar MEd-nám við HÍ. Maki: Þorsteinn Hjalta- son, f. 1984, sjómaður. Börn: Sævar Hjalti, f. 2012, og Bergur Ingi, f. 2013. Foreldrar: Elínborg Þor- steinsdóttir, f. 1966, fé- hirðir í Landsbankanum, og Bergvin Sævar Guð- mundsson, f. 1961, sjóm. Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir Enginn kláði - bara yndisleg mýkt 50% Merino ull 50% bómull Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 ÁRA Himneskar ullarvörur www.facebook.com/smarollinger Útsölustaðir: Hagkaup – verslanir um land allt Húsgagnaval – Höfn Blossi – Grundarfirði Hafnarbúðin – Ísafirði Fjarðarkaup – Hafnarfirði Nesbakki – Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.