Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Síðustu styrkjum ársins 2014 til þýð- inga íslenskra verka á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Í ár voru veittir 80 þýðing- arstyrkir á 28 tungmál, en aldrei fyrr hefur fleiri styrkjum verið út- hlutað til þýðinga á erlend mál. Flestir styrkir eru til þýðinga á norsku (9), þýsku (8), dönsku (7), ensku (6) og spænsku (6). Um er að ræða skáldsögur, barnabækur, ljóð og bækur almenns efnis. Styrk- upphæðin í ár nemur samtals 19 milljónum króna,“ segir í tilkynn- ingu frá miðstöðinni. Til samanburðar má geta þess að árið 2013 nam upphæðin um 24 millj- ónum króna, en í fyrra voru veittir 75 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á 26 tungumál. Meðal verka sem sótt var um styrki til þýðinga yfir á erlend mál eru skáldsagan Skaparinn eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur sem vænt- anleg er bæði á frönsku og ind- verska tungumálinu Malayalam; Himnaríki og helvíti eftir Jón Kal- man Stefánsson á arabísku og Love- Star eftir Andra Snæ Magnason, en hún er einnig væntanleg í franskri þýðingu. Jafnframt var sótt um styrki til að þýða verðlaunabókina Mánastein eftir Sjón á sex tungumál. Töluverð aukning hefur orðið á norrænum þýðingarstyrkjum, en í ár var úthlutað 21 styrk til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál, en styrkir til þýðinga á norræn mál hafa frá árinu 2008 verið átta til 13 talsins á ári. Norræna ráðherra- nefndin leggur til fjármagn í þýð- ingar á milli norrænu tungumál- anna, alls 5,2 milljónir króna í ár. Aldrei fleiri styrkir til erlendra þýðinga Andri Snær Magnason Guðrún Eva Minervudóttir Jón Kalman Stefánsson Sjón Ef maður spyr fólk á förn-um vegi um hvurslagsrithöfundur Stefán Mánier geri ég því skóna að þorri manna myndi telja hann glæpasagnahöfund. Víst hefur hann líka skrifað glæpasögur, en höfund- arverk hans er þó fjölbreyttara en svo að það rúmist í einni skúffu sem sann- ast rækilega á Litlu dauðunum. Víst byrjar bókin glæpasögulega, ef segja má svo, en smám saman kemur í ljós að hún er ekki um það sem við myndum kalla eiginlegan glæp, heldur um alla þá smáglæpi sem við drýgjum dag hvern, lygar, svik og pretti í mannlegum sam- skiptum sem enginn verður kannski handtekinn fyrir en eru engu að síð- ur skaðlegir og meiðandi. Allt er þetta til þess fallið að gera hvers- daginn erfiðari og getur jafnvel gengið svo langt að eyðileggja líf viðkomandi, eins og Stefán segir í bókinni: „Litlu dauðarnir – svik, van- ræksla og lygar. Það eru þeir sem eyðileggja lífið, tæma það af von og birtu. Sá stóri í lokin gerir í sjálfu sér ekkert nema enda það.“ Söguhetja okkar er Kristófer Sveinbjörnsson, starfsmaður hjá Landsbankanum, sem missir vinn- una við bankahrunið. Það kemur honum ekki mikið á óvart, sama gekk yfir fjölmarga samstarfsmenn hans, en staða hans er erfiðari en þeirra, það er ekki bara að hann sé skuldsettur upp í rjáfur, eins og al- siða var á árunum fyrir hrun, held- ur á örvænting hans í kjölfar upp- sagnarinnar sér dýpri rætur, eins og kemur í ljós síðar í bókinni. Kristófer ákveður því að segja ekki eiginkonu sinni frá því að hann sé búinn að missa vinnuna, heldur ákveður hann að redda málunum á annan hátt. Þegar hér er komið sögu er eins og hafin sé glæpasaga, en sagan er snúnari en svo, hún fjallar um ein- stakling sem hefur aldrei horfst í augu við raunveruleikann og ekki síst við sjálfan sig, mann sem á erf- itt með að segja satt en er alltaf til í að redda málunum, sama hve redd- ingin er vonlaus. Að því leyti er Kristófer svo ýktur að hann er skrípamynd, handan hins afkára- lega – sjá til að mynda hve það eitr- ar líf hans að hafa ekki verið sóttur á BSÍ þegar hann kom úr sveitinni sem barn: „Æskan er undirstaða lífsins,“ segir hann bitur við sál- fræðing sinn, „[m]ín endaði í bið- salnum á BSÍ“, og maður fær á til- finninguna að sálfræðinginn langi til að hrista hann duglega. Margrét, eiginkona Kristófers, er mun áhugaverðari persóna framan af, en smám saman kemur í ljós að hún er ekki síður gölluð, í henni svo miklar mótsagnir að hún er í raun stödd í sögunni til þess að láta hluti gerast, en ekki sem eiginleg per- sóna frekar en sonur þeirra Krist- ófers sem er líka leikmunur, sífellt sofandi. Fleiri koma við sögu í bókinni, til að mynda faðir Margrétar, lögfræð- ingurinn Matthías B. Benediktz, og hrottinn Marteinn sonur hans og svo konungur undirheimanna, Tryggvi Eyland, Don Íslands, sem er í raun spegilmynd Benediktz, báðir hafa safnað auði og völdum með óvönduðum meðölum, Bene- diktz á löglegan hátt en Tryggvi ólöglegan en þó sami maðurinn – Stefán hnýtir þá saman með lýsing- unni – Tryggvi er í koníaksbrúnum leðurjakka og loftið í húsbónda- herbergi Benediktz er koníaks- brúnt. Ekki má svo gleyma mótorhjóla- töffurum sem skapa spennu í bók- inni en líka kímni og það er til að mynda drepfyndið þegar þeir snýta Kristófer í rökræðum undir lok bók- arinnar, mala hann með rökfestu og mælsku. Anarkistarnir sem bregður fyrir, byltingarmennirnir, eru aftur á móti heldur lúðalegir til orðs og æðis. Bókin er víða fyndin, farsa- kennd á köflum, nefni sem dæmi heimsóknina í veiðibúðinni, sam- skipti Kristófers við mótorhjólatöff- arana og eins uppákomuna í bið- stofu Landsbankans snemma í bókinni. Væntanlegum lesendum kemur líklega ekki á óvart að í stað þess að leysa vandamál skapa reddingar Kristófers bara ný vandamál og þegar þau hjónin leggja af stað út í nóttina í öðrum hluta bókarinnar veit lesandinn að þeirra bíður ekk- ert nema meiri vandræði. Sá ökutúr er reyndar besti hluti sögunnar, þrælspennandi og drungalegur. Annar góður sprettur er svo undir lokin þegar þau þurfa að forða sér á hlaupum og án þess ég vilji ljósta upp um of mikið er uppákoman í fjallinu vel skrifuð. Endir bók- arinnar er svo í fullu samræmi við það sem á undan er komið. Svik, vanræksla og lygar Morgunblaðið/Styrmir Kári Snúin Litlu dauðarnir eftir Stefán Mána fjallar um alla þá smáglæpi sem við drýgjum dag hvern, lygar, svik og pretti í mannlegum samskiptum. Skáldsaga Litlu dauðarnir bbbnn Eftir Stefán Mána. Sögur útgáfa, 2014. 307 bls. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 JOHN WICK Sýnd kl. 8 - 10:30 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 6 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok nóvember í stærðfræði og eftirfarandi tungumálum: Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), mið. 26. nóv. kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 27. nóv. kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein) mán. 24. nóv. kl. 16:00. Sænska/Swedish (6 einingar/10 fein*), þri. 25. nóv. kl. 16:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 27. nóv. kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning (On-line registration) í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á (more information on) www.mh.is. Rektor STÖÐUPRÓF/PLACEMENT TESTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.