Morgunblaðið - 13.11.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.2014, Qupperneq 44
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Leikkona úr Big Bang Theory látin 2. 5 börn í röð og pabbi með kylfu 3. Skilorðsbundið fangelsi vegna lekans 4. „Þetta er engin stúlka“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tvöfaldur diskur með öllum lögum hljómsveitarinnar Pelican verður gef- inn út eftir helgi í Bretlandi af út- gáfufyrirtækinu RPM International sem hefur áður gefið út disk helg- aðan íslensku poppi á árunum 1972- 77, Poppsaga: Iceland’s Pop Scene 1972-1977. Enski tónlistarblaðamað- urinn Kieron Tyler, sem hefur m.a. skrifað fyrir tímaritið Mojo og er mik- ill áhugamaður um íslenska tónlist, á heiðurinn af útgáfu diskanna og Dr. Gunni ritaði texta í bæklinga þeirra. Lagasafn Pelican gefið út í Bretlandi  Guðni Ágústs- son, fyrrverandi ráðherra, kemur Hallgerði lang- brók í Njáls sögu til varnar í bók sem kemur út í dag. Hann segir að Hallgerður hafi verið misskilin kona sem hafi orðið fórnarlamb ein- eltis og kynferðislegrar misnotkunar. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í Eymundsson á Laugavegi 77 í dag kl. 17.15. Rætt verður við Guðna um efni bókarinnar hér í blaðinu á laugardag- inn. Guðni ver Hallgerði langbrók í nýrri bók  Sýningin Musée Islandique með verkum Ólafar Nordal myndlist- arkonu verður opnuð á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn á morg- un. Í verkunum vinn- ur hún með mann- fræðirannsóknir sem gerðar voru á Íslend- ingum. Verk um rannsóknir Á föstudag Austan 8-15 m/s og rigning sunnan- og austanlands, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig. Á laugardag Minnkandi austanátt og rigning með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, 15-23 m/s norðvestantil, annars 10-18 m/s. Víða rigning og talsverð úrkoma á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða. VEÐUR Hálfgert varalið Íslands stóð sig vel gegn öflugu liði Belga í vináttuleik í knatt- spyrnu í Brussel í gær- kvöld. Þó svo að Íslend- ingar hafi tapað 3:1 stóðu íslensku leikmennirnir sig vel en landsliðsþjálfararnir ákváðu að hvíla marga af lykilmönnum liðsins fyrir leikinn mikilvæga á móti Tékkum í undankeppni Evr- ópumótsins á sunnudag- inn. »3 Varaliðið stóð sig vel gegn Belgíu „Þetta er rosalega skemmtilegur klúbbur. Æfingaaðstaðan er með því betra sem ég hef séð og hef ég komið víða í Evrópu. Menn ætla sér stóra hluti í þessum klúbbi og eru betur farnir að gera sér grein fyrir því hvað þeir eru með í höndunum,“ segir PGA-golfkennarinn Brynjar Eldon Geirsson meðal annars við Morg- unblaðið. Á nýju ári tekur hann við starfi íþrótta- stjóra hjá golf- klúbbi í útjaðri Berlínar í Þýska- landi. Aðalvöllur klúbbsins er sá vinsælasti á Berl- ínarsvæðinu. »4 Spennandi starf bíður Brynjars í Berlín Staða efstu liða í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, breyttist ekkert í gærkvöldi þegar sjöunda umferð fór fram. Íslandsmeistarar Snæfells, Keflavík og Haukar unnu öll leiki sína. Haukar lentu í kröppum dansi gegn botnliði KR á heimavelli en tókst að knýja fram sigur í framlengingu. Val- ur vann Grindavík í uppgjöri liðanna sem voru jöfn í fjórða sæti. »2 Þrjú lið áfram efst og jöfn í úrvalsdeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er mikil dagskrá og gaman að geta styrkt gott málefni með þessum hætti,“ segir Sigurður Bragason, tón- listarstjóri og kórstjóri, um tónleika til styrktar einhverfum börnum í Langholtskirkju á laugardag. Tón- leikarnir eru jafnframt haldnir í til- efni 60 ára afmæl- is Sigurðar og eru flest verkin eftir hann auk þess sem hann stjórnar þremur kórum á tónleikunum. Pétur Guð- mundsson, Jón Karl Einarsson og Þorsteinn Þor- steinsson skipu- leggja tónleikana í samvinnu við Sigurð Bragason, Kammerkór Reykjavíkur og Ein- hverfusamtökin. Pétur segir að sam- starfið við Sigurð hafi staðið yfir um árabil og þeir hafi skipulagt marga styrktartónleika í samvinnu við Kammerkór Reykjavíkur. Þeir hafi meðal annars haldið tónleika til styrktar Neistanum – styrktarfélagi hjartveikra barna, til styrktar Klúbbnum Geysi, sem hjálpar fólki sem á við geðræn vandamál að stríða, og til styrktar Götusmiðjunni. Síðasta verkefni hafi verið styrktartónleikar fyrir forvarnasjóð UMFÍ, „Fíkn er fjötur“, sem hafi verið haldnir víða um land 2003. „Núna höfum við kall- að saman 250 til 300 manns, sem allir gefa vinnu sína vegna tónleikanna,“ segir Pétur. „Það sýnir vel huginn til málefnisins.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið yfir í um eitt ár og verður loka- æfingin rétt fyrir sjálfan viðburðinn, sem varir í um tvo tíma. Sigurður segir að hann hafi verið byrjaður á verki, sem hann tileinkar Einhverfu- samtökunum, þegar fyrrnefndir kór- félagar hafi stungið upp á þessum af- mælis- og styrktartónleikum. Vakna til lífsins „Allir kórarnir og fjórir einsöngv- arar með aðstoð barna flytja verkið „Alfaðir, snertu við heims þess hjarta“ í lok tónleikanna,“ segir Sigurður og bætir við að yfirskrift tónleikanna, Fagra veröld, passi vel við þema þeirra. „Við viljum gera veröldina feg- urri með því að auðvelda einhverfum börnum að lifa í erfiðum heimi.“ Sem kennari hefur Sigurður kynnst einhverfum börnum. Hann segir að þegar þau fái rétta meðferð geti ótrúlegustu hlutir gerst en ann- ars geti voðinn verið vís. „Við viljum sjá öll þessi börn vakna til lífsins,“ segir hann. Vilja gera veröldina fegurri  Um 300 manns gefa vinnu sína á tónleikunum Morgunblaðið/Golli Kórstjórinn Sigurður Bragason undirbýr styrktar- og afmælistónleikana í Langholtskirkju. Pétur Guðmundsson Á afmælis- og styrktartónleikunum Fögru veröld í Langholtskirkju á laugardag verður frumflutt verk Sig- urðar Bragasonar, „Alfaðir, snertu við heims þessa hjarta“, fyrir 300 manna kór og fjóra einsöngvara. Á tónleikunum koma fram Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju, Jóhann Smári Sævarsson, Flensborgarkór- inn, Elsa Waage, Vox Feminae og Kvennakór Garðabæjar, Gissur Páll Gissurarson, Karlakórinn Fóst- bræður, Árnesingakórinn í Reykja- vík, Þóra Gylfadóttir, Kolbeinn J. Ketilsson, Anna Jónsdóttir, Kamm- erkór Reykjavíkur og Bjarni Þ. Jón- atansson organisti auk stjórnenda, einsöngvara og undirleikara kór- anna. „Það er ánægjulegt að fá allt þetta góða fólk saman til þess að styrkja þetta góða málefni,“ segir Pétur Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á laugardag. Styrkja einhverf börn FLYTJA VERK FYRIR 300 MANNA KÓR OG FJÓRA EINSÖNGVARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.