Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Björgunarfélag Akraness hefur
fest kaup á bát af gerðinni
Halmatic 35 frá Bretlandi en
hann var smíðaður fyrir breska
sjóherinn árið 1996. Báturinn
kom til landsins í gær. Fyrsta
verk var að fara með bátinn í
slipp þar sem hann verður útbú-
inn tækjum og búnaði sem þarf
til að gera hann að björg-
unarbáti.
Mikið af hugmyndum Björg-
unarfélagsins er ennþá á hönn-
unarstigi og því ljóst að nokkur
tími líður þar til báturinn er orð-
inn hæfur til útkalls.
Leysir hinn nýi bátur af hólmi
harðbotna slöngubát sem var
kominn til ára sinna.
Skrokkur bátsins er 10,5 metr-
ar á lengd, 3,4 metrar á breidd
og ristir 1,2 metra í sjó. Hann er
að mestu yfirbyggður og með
góðu plássi innanhúss fyrir
áhöfn, sjúklinga og aðra farþega.
Mikil vinna og kostnaður er því
eftir þótt báturinn sé kominn í
heimahöfn.
Herbátur til þjónustu
við Skipaskaga
Ljósmynd/Björgunarfélag Akraness
Nýtt hlutverk Báturinn kom til landsins í gær og var fluttur á Akranes.
Utanríkisráðu-
neytið hefur út-
hlutað styrkjum
sem frjáls fé-
lagasamtök geta
sótt um til utan-
ríkisráðuneyt-
isins vegna þró-
unarsamvinnu-,
neyðar- og
mannúðarverk-
efna.
Samtals nema styrkirnir tæpum
88 milljónum króna en alls var sótt
um styrki að upphæð 247 milljónir
króna. Verkefnin sæta faglegu
mati í samræmi við verklagsreglur
um samstarf utanríkisráðuneyt-
isins og Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands við frjáls félaga-
samtök sem starfa að
þróunarsamvinnu, mannúðar-
verkefnum og neyðaraðstoð á al-
þjóðavettvangi.
Hæsti styrkurinn til hjálp-
arstarfs vegna ebólu
Hæsta styrkinn hlaut Rauði
krossinn á Íslandi til hjálparstarfs í
Síerra Leóne vegna ebólu-
faraldursins. Hjálparstarf kirkj-
unnar fékk tæpar 16,6 milljónir
vegna verkefnis til stuðnings fórn-
arlömbum alnæmis í Úganda. ABC
barnahjálp fékk 15 milljónir vegna
byggingar heimavistar og skóla
fyrir götubörn í Naíróbí. SOS
Barnaþorp fékk 10,9 milljónir til
fjölskyldueflingar í Gíneu Bissá. Þá
fékk Rauði krossinn á Íslandi 9,7
milljónir vegna sálfélagslegs verk-
efnis á vegum palestínska Rauða
hálfmánans. Enza Ísland fékk 6,5
milljónir til eflingar kvenna-
fjölsmiðju Enza í Suður-Afríku og
félagið Ísland-Palestína fékk fjórar
milljónir til að styðja við neyðar-
starf á Gasasvæðinu.
Veitti 88 millj-
ónir króna til
mannúðarmála
Fjölskylda í sóttkví í
Síerra Leóne.
Útgjöld Vatnajökulsþjóðgarðs og
Umhverfisstofnunar vegna land-
vörslu námu 135,8 milljónum króna
fyrstu 10 mánuði ársins og eru orðin
hærri en allt árið í fyrra.
Þetta kemur fram í svari Sigurðar
Inga Jóhannssonar, umhverfis- og
auðlindaráðherra, við fyrirspurn
Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi.
Fram kemur í svarinu, að frá
árinu 2009 til ársins 2013 jukust út-
gjöld vegna landvörslu um 60% en á
sama tíma fjölgaði erlendum ferða-
mönnum, sem komu til landsins um
Leifsstöð, einnig um 60% eða úr
tæpum 500 þúsund í tæp 800 þúsund
í fyrra. Aukning í landvörslu hjá
stofnununum, mælt í fjármagni sem
þær verja til hennar, hafi því verið
áþekk aukningu erlendra ferða-
manna.
Í svarinu kemur fram, að hjá Um-
hverfisstofnun starfi nú sjö fastráðn-
ir landverðir og tíu hjá Vatnajök-
ulsþjóðgarði. Til viðbótar þessu
koma aðrir starfsmenn og sjálf-
boðaliðar að landvörslu.
Útgjöld
aukast vegna
landvörslu
Morgunblaðið/RAX
Vatnajökulsþjóðgarður Útgjöld
vegna landvörslu aukast stöðugt.
Sérverslun með kvenfatnað og gjafavöru
Jólaskraut frá Goodwill og Hoff
www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös-lau: 12-16
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911