Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 „Skrifarar voru fljótari að skrifa handrit en margir hafa talið áður. Líklega hafa skrifarar Flateyjarbók- ar verið um átta til níu mánuði að skrifa hana – eða megnið af henni,“ segir Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent á handritasviði Árnastofnunar. Þetta er meðal þess sem hann mun ræða í erindi sínu í dag sem nefnist Fjögur handrit og frímerki. Tilefnið er fæðingardagur Árna Magnússonar handritasafnara 13. þessa mánaðar. Rannsókn Guðvarðar á hversu langan tíma það tók skrifara að skrifa þykkar bækur byggist á erlendum handrita- rannsóknum. Í sumum handritum er sagt hversu langan tíma það tók að skrifa þau. „Ég held að flestir hafi haldið að það tæki lengri tíma að skrifa stórt handrit eins og Flateyjarbók. Hins vegar hafa tveir forverar mínir í starfi haldið þessu fram en ekki getað sannað það.“ Það er talið að virkt skriftartímabil skrifara hafi verið 30 ár. Þessi nið- urstaða gefur vísbendingu um að af- kastageta skrifara hafi verið meiri en áður var talið. T.d. hefur skrifari Kon- ungsbókar eddukvæða verið um 15 daga að skrifa hana ef hann hefur ekki þurft að sinna öðrum verkum og skrifað á sama hraða og erlendir skrifarar. Þetta dregur upp skýrari mynd af handritamenningunni á Ís- landi á miðöldum. Guðvarður mun einnig ræða um frímerki sem hafa verið gefin út ný- verið og eru byggð á myndum úr handritum. Íslandspóstur gaf út tvö frímerki með myndum úr handritum í tilefni af því að í fyrra voru 350 ár liðin frá fæðingu Árna og var sú útgáfa í sam- vinnu við danska póstinn. Þá gaf Ís- landspóstur út frímerki með mynd úr Flateyjarbók í tilefni af því að í sum- ar voru 800 ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og loks hefur Íslandspóstur gefið út jólafrímerki með teikningum úr handriti sem kallað hefur verið Ís- lenska teiknibókin. „Teiknarar frímerkjanna náðu myndunum afskaplega vel. Handrit- in eru mörg hver dökk og illa farin,“ segir Guðvarður og bætir við að gam- an sé að sjá myndir handritanna á frí- merkjum. Fyrirlesturinn hefst í Þjóðminjasafninu klukkan 12.10. thorunn@mbl.is Handritaskrifarar fljótari  Frímerki og handrit rædd í tilefni fæðingardags handritasafnarans Árna Magnússonar (1663-1730) Morgunblaðið/Eggert Handritafræðingur Guðvarður Már Gunnlaugsson heldur fyrirlestur. Blikur eru á lofti á erlendum áburð- armörkuðum og er ekki gefið að mikl- ar verðlækkanir á olíu undanfarið muni skila sér í lægra innkaupsverði á áburði til íslenskra söluaðila. Verð í framvirkum samningum á Norðursjávarolíu fór niður í 81,23 dali í fyrradag og hafði ekki verið jafnlágt síðan í október 2010. Elías Hartmann Hreinsson, deild- arstjóri búvörudeildar SS, sem flytur inn áburð frá Yara, segir verðþró- unina koma á óvart. „Eins einkennilega og það kann að hljóma þá er hráefnisverð og olíu- og gasverð að lækka en samt hafa orðið miklar hækkanir á áburðarverði í Evrópu. Maður skilur þetta ekki,“ segir Elías Hartmann og tekur fram að SS hafi beðið með að panta áburð vegna óvissunnar. Alls 3,5 milljarðar á ári Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, seg- ir árlega flutt inn 50.000 tonn af áburði fyrir um 3,5 milljarða króna. Heimsmarkaðsverð áburðar hafi hækkað í erlendri mynt um allt að 20% síðan í nóvember í fyrrahaust. „Verðið hefur ekki lækkað aftur. Við sjáum enn ekki merki þess að lægra olíuverð muni leiða til lægra áburðarverðs. Kostnaðarverð á köfn- unarefnisáburði ræðst að hluta til af verði á gasolíu. Það er orkukostn- aðarhlutinn sem hefur þar áhrif. Að öðru leyti eru það aðrir þættir sem hafa áhrif á verð áburðar. Við þykj- umst eiga inni lækkun í síðari hlut- anum en það eru ekki komin fram merki um það.“ baldura@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Áburðarpokar Verð á áburði hefur áhrif á matvælaverð á Íslandi. Lægra olíu- verð skilar sér ekki  Áburðarverð fer hækkandi í Evrópu Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur skipað dr. Hjört Braga Sverrisson, fram- kvæmdastjóra mannréttinda- deildar ÖSE í Kosovo, formann kærunefndar útlendingamála. Nefndin hefur störf í byrjun næsta árs, en í samræmi við breytingar á lögum um útlendinga verður frá og með 1. janúar næstkomandi unnt að kæra ákvarðanir Útlendingastofn- unar til óháðrar úrskurðarnefndar. Hjörtur Bragi leiðir störf nefnd- arinnar, sem verður skipuð þremur fulltrúum auk starfsmanna. Formaður nýrrar kærunefndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.