Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Smáauglýsingar Antík Þýskur antikskápur Jungenstil Borðstofuhúsgögn ArtDeco Postulín og silfurmunir í úrvali Antik húsgögn í úrvali. Postulíns matar- og kaffistell. Silfurborðbúnaður, postulíns- styttur, kristall og gjafavara. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga, laugardaga frá kl. 11-16. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Gisting AKUREYRI Sumarbústaður til leigu. Sumarbústaður til sölu Orlofshus.is Leó 897-5300 Atvinnuhúsnæði Til leigu iðnaðarhúsnæði Flugumýri, Mosfellsbæ 150-300 fm. Dyrahæð 4,50 m. Breidd 3,65 m. Upplýsingar í síma 892 5560. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Póstkassar og blaðarekki til á lager. Plexiform framleiðir ýmsar kynningarvörur sem eru til á lager, er til húsa að Dugguvogi 11, 104 Rvk. Símar 5553344 og 6944772. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Jóla- gjöfin hennar fæst hjá okkur Póstsendum Húsviðhald Hreinsa þakrennur, hreinsa ryð af þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com BREYTINGARTILBOÐ - 20% AF DAGANA 13.-15. NÓVEMBER Teg 11001 - stærðir 80-95 C,D,E á kr. 5.800 - mínus 20% Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Minningar mínar um Ingibjörgu Sig- urðardóttur eru samofnar veru minni hjá systur hennar, ömmu minni, Önnu á Gunnlaugsstöðum. Það var fast- ur liður í heimsóknum til ömmu að skreppa upp í Hallormsstað að heimsækja Ingu í skógræktina þar sem hún stóð svo lengi vakt- ina. Fyrir ungan strák var þetta umhverfi vafið ævintýraljóma sem þekkist hvergi annars staðar hér á landi. Litla skógræktarhús- ið í miðjum skóginum líktist helst einhverju sem hafði verið lesið fyrir mann úr ævintýrum Grimmsbræðra og þar var Inga og dró fram hverja tertuna á fæt- ur annarri. Í þessu umhverfi fékk ég þá bestu súkkulaðitertu sem ég hef bragðað, fyrr og síðar. Og þótt langt sé um liðið síðan ég bragð- aði síðast súkkulaðitertu hjá Ingibjörgu kemur bragðið enn fram á tungubrodd minn þegar ég hugsa til hennar. Allar götur síðan ég var drengur í sveit hjá ömmu hef ég gert mér far um að heimsækja Ingu í hvert skipti sem ég hef átt leið austur á land. Kannski byrjaði það af matarást en þegar ég fullorðnaðist fannst mér nærvera hennar góð og alltaf tók hún vel á móti mér. Henni var mjög annt um systkini sín og sagði mér allt sem fréttnæmt var Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir ✝ Ingibjörg Sig-ríður Sigurð- ardóttir fæddist 15. september 1924. Hún lést 22. októ- ber 2014. Útför Ingibjargar var gerð 1. nóvember 2014. af afkomendum sín- um og barnabörn- um. Langri ævi henn- ar er nú lokið og þær góðu stundir sem ég átti með henni verða mér kær minning. Gunnlaugur Jónsson. Komin er kveðjustund. Kær vinkona mín og nágrannakona til áratuga, hún Inga í Laufskógum, hefur kvatt þessa jarðvist, sátt og södd lífdaga. Ég kynntist henni fyrst 10 ára gömul þegar ég fór í barnaskól- ann á Eyjólfsstöðum, en þar starfaði hún um árabil sem ráðs- kona. Hún fylgdist vel með mér og var annt um að mér liði vel og ég fengi örugglega nóg að borða. Eiginlega mynduðust ákveðin tengsl á milli okkar þá strax og þegar ég var um 14 ára gömul kom hún heim til mín og falaðist eftir mér sem aðstoðarstúlku sinni við mötuneyti Skógræktar- innar á Hallormsstað. Þar starf- aði hún í fjöldamörg ár sem ráðs- kona og muna eflaust margir eftir henni þaðan. Það má eigin- lega segja að hún hafi að nokkru leyti tekið við uppeldinu á mér á öllum þeim árum sem við unnum saman. Við byggðum húsin okkar síðan hlið við hlið á Hallormsstað. Húsið okkar Steina reis á undan og bjó hún hjá okkur í fáein ár á meðan hennar hús var byggt. Alla tíð fylgdist Inga vel með mér og fór ég ekki af bæ svo hún vissi ekki um það. Stundum fékk ég ýmsar spurningar daginn eft- ir: „Varstu nú að skemmta þér í gærkvöldi?“ Eða: „Fórstu nú í búð í gær?“ „Hverslags eiginlega flík er nú þetta? Ég kann betur við þig í þeirri gömlu.“ – „Fékk Steini eitthvað almennilegt að éta í dag?“ – „Elín mín, ég er búin að þvo hárið, geturðu skroppið yf- ir?“ En oft setti ég í hana rúllur. Þetta voru svona fastir liðir sem gáfu okkur báðum mikilvægar samverustundir. Inga fylgdist líka vel með börnunum mínum, hvernig þau hefðu það. Og ef við þurftum á einhverju að halda, þá var það bara svo sjálfsagt mál, hún væri þarna í húsinu sínu. Eða ef mig vantaði eitthvað, t.d. í bakstur, auðvitað átti hún það alltaf til. – Heldurðu að ég eigi ekki þetta! Aldrei varð ég vör við að hana vantaði eitthvað, ja, nema þá kannski rjómapela, en hann mátti ekki vanta. – „Kannski kemur einhver, kannski Blöndal komi.“ Sannarlega söknuðum við hennar þegar hún flutti í Egils- staði. Þá treysti hún sér ekki til að vera ein lengur og síðustu misserin var hún á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Þann 15. september í haust var haldið upp á 90 ára afmælið hennar Ingu með miklum glæsi- brag og komu meðal annars öll barnabörnin til hennar. Sigurður Sævar, sem er yngstur þeirra, er einmitt fæddur á afmælisdegi ömmu sinnar og varð hann 17 ára þann dag. Til gamans verð ég að geta þess að mitt yngsta barna- barn fæddist þennan sama dag, 15. september síðastliðinn, á af- mælisdegi Ingu, þeim lukkudegi. Við fjölskyldan viljum þakka þér, elsku Inga okkar, fyrir alla þína tryggð og vináttu í öll þessi ár og væntum þess að vel hafi verið tekið á móti þér á nýjum sviðum. Öllum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Elín Kröyer. Ég kynntist Sturlu Guðbjarna- syni fyrst þegar þau hjónin, hann og Sjöfn, hófu búskap í Fossatúni. Skömmu áður hafði hann lokið námi við Bændaskólann á Hvann- eyri. Fljótlega hófust þau handa við aukningu og endurbætur á ræktun jarðarinnar og húsakosti. Þeim störfum héldu þau svo áfram alla sína búskapartíð. Við stofnun Veiðifélags Gríms- ár og Tunguár vorið 1971 var Sturla kjörinn sem einn stjórn- armanna. Hann valdist þá til að gegna starfi gjaldkera félagsins og sinnti því verkefni með mikilli prýði næstu 30 árin, eða allt þar Sturla Guðbjarnason ✝ Sturla Guð-bjarnason fæddist 10. sept- ember 1940. Hann lést 20. október 2014. Útför Sturlu fór fram 29. októ- ber 2014. til þau Sjöfn brugðu búi, nálægt síðustu aldamótum. Það er mikið verk að ann- ast fjármálin í stóru veiðifélagi með árs- veltu upp á tugi miljóna. Fljótlega reyndi á Sturlu sem gjaldkera, þegar hafist var handa við byggingu veiðihúss- ins á Fossási. Þar stóð hann sig með prýði og ekki rekur mig minni til að gerðar hafi verið umtalsverðar athugasemd- ir við bókhald hans eða ársreikn- inga alla þá tíð sem hann sinnti gjaldkerastarfinu. Þá tók hann snemma að sér umsjón veiðihúss- ins og húsvörslu alla. Því starfi sinnti hann af sömu natni og öllu öðru sem honum var falið. Aldrei kólnaði svo snemma að Sturla væri ekki búinn að gera frostkl- árt fyrir veturinn. Og við getum gert okkur í hugarlund hve bind- andi það hefur verið fyrir önnum kafinn bónda að vera ætíð tilbú- inn að sinna kalli, hvort sem um var að ræða lekan krana eða bilað gluggajárn. En alltaf lét hann húsvörsluna ganga fyrir bústörf- unum ef á reyndi. Snemma á 9. áratugnum tók veiðifélagið markaðssetningu veiðileyfa í eigin hendur og hélst svo næstu tvo áratugina. Við það var verkum þannig skipt að Sturla tók að sér alla sölu veiði- leyfa á innanlandsmarkaði. Þar naut hann þess hve kunnugur hann var orðinn flestum veiði- mönnum við Grímsá. Gekk þessi sala með ágætum og yfirleitt seldust öll veiðileyfin. Má nærri geta hve mikils virði það var fyrir félagið. Þá eru enn ótalin störf Sturlu að fiskræktarmálum. Árið 1982 hóf hann að ala laxaseiði fyrir veiðifélagið. Fyrsta árið aðeins 10.000, en fljótlega jókst magnið upp í 20-25.000 seiði ár hvert. Sá hann veiðifélaginu fyrir öllum þeim sumaröldu seiðum sem það þurfti á að halda meðan þau hjón sátu Fossatún. Árangur Sturlu í seiðaeldinu var mjög góður. Ég minnist þess að eldismenn úr öðr- um stöðvum áttu erfitt með að trúa því að maður, algerlega ómenntaður í þessum fræðum, gæti náð slíkum árangri. Við Sturla kynntumst mjög vel þau 30 ár sem hann sat í stjórn veiðifélagsins. Með okkur tókst vinátta, sem ekki bar skugga á og hélst áfram þó svo að hann flytt- ist burt úr Borgarfirðinum og veldi sér bólfestu í Kópavogi. Þar festu þau hjónin kaup á húsi við Fitjasmára, og bjuggu sér fallegt heimili. Vel þekki ég hve notalegt var að setjast inn hjá þeim og spjalla við þau. Jafnt um líðandi stund sem gamlar minningar. Nú – við enda þessarar vegferðar – þakka ég öll okkar kynni og votta eftirlifandi eiginkonu og börnum innilega samúð. Megi allar góðar vættir létta þeim sorgina. Þorsteinn Þorsteinsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.