Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 ✝ Óðinn JakobÁrnason fædd- ist í Hjarðarholti í Glerárþorpi 5. nóv- ember 1931. Hann lést að heimili sínu, Mýrarvegi 111, Ak- ureyri, 3. nóv- ember 2014. Óðinn var sonur hjónanna Sigurðar Árna Árnasonar, f. 23. janúar 1908, d. 19. ágúst 1990 og Guðrúnar Hrefnu Jakobsdóttur, f. 8. októ- ber 1909, d. 16. ágúst 1992. Systkini Óðins: Baldur, f. 1927, d. 2002, Bragi, f. 1929, d. 1997, Þór Sigursveinn, f. 1930, Stefán Ragnar, f. 1932, d. 1972, Sigríð- ur Árnína, f. 1934, d. 2013, Jenný Lind, f. 1936, d. 2003, Hörður, f. 1937, d. 1941, Ólöf Hallbjörg, f. 1939, Anna Guð- rún, f. 1941, d. 1990, Hulda Lillý, f. 1943 og Sonja Lind, f. 1951, d. 1951. dóttir, Rósa María á dótturina Ellen Ösp með sambýlismanni sínum, Stefáni Má Jóhannssyni, 2.2) Þorbjörg Hafdís, gift Mark- us Gehrmann, sonur þeirra er Tim Ingvi og 2.3) Gunnþóra Kristín, sambýlismaður hennar er Birkir Hrannar Hjálmarsson, dætur þeirra eru Laufey Ýr, Hafdís Ýr og Guðrún Ýr. 3) Guðrún Hafdís, f. 4. september 1955, eiginmaður hennar er Kristján Þór Víkingsson, synir þeirra eru: 3.1) Kristján Þór og 3.2) Gunnar Þór, sonur Krist- jáns er Tristan Darri. Óðinn hóf ungur að árum að vinna við Sambandsverksmiðj- urnar á Gleráreyrum, Ak- ureyri, en lengstan hluta starfs- ævinnar vann hann við heildverslun Valgarðs Stef- ánssonar, þar sem hann var hluthafi. Íþróttir skipuðu veg- legan sess í lífi Óðins, á sínum yngri árum keppti hann í lang- hlaupum við góðan orðstír en þekktari er hann fyrir ötult starf í þágu skíðaíþróttarinnar á Akureyri. Útför Óðins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. Þann 18. apríl 1954 kvæntist Óð- inn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Gunn- þóru Árnadóttur. Börn þeirra eru: 1) Árni, f. 24. október 1950, eiginkona hans er Laufey Guðrún Bald- ursdóttir, börn þeirra: 1.1) Jón Ingvi, kvæntur Katrínu Káradóttur, synir þeirra: Baldur, Freyr og Kári, 1.2) Óðinn, kvæntur Ernu Rún Magnúsdóttur, börn þeirra: Hjörtfríður og Árni Jakob, 1.3) Þóra Ýr, gift Helga Jónassyni, börn þeirra: Kristín Vala og Jó- hann Óli. 2) Ingvi, f. 24. október 1950, eiginkona hans er Rósa María Tómasdóttir, dætur þeirra: 2.1) Ingibjörg Róslín, gift Halli Sighvatssyni, dætur hennar eru Rósa María Rúnars- dóttir og Halla María Halls- Föðurminning Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Í dag kveðjum við föður okk- ar, Óðin Jakob Árnason. Við minnumst hans sem trausts pabba sem vildi veg okkar ætíð sem mestan og bestan. Hann var okkur ómetanleg fyrirmynd, sem gerði sér ætíð far um að inn- prenta okkur heiðarleg og göfug lífsgildi. Hann var ætíð sjálfum sér samkvæmur, gat verið nokk- uð harður í horn að taka en hans hugsun var alltaf sú hvað væri okkur fyrir bestu. Stuðningur hans og áhugi á því sem við, börnin hans og allir afkomendur, nutum var sannur og heill, hann fylgdist vel með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, studdi og hvatti. Honum var sérlega annt um að afkom- endur hans menntuðu sig, lagði mikla áherslu á það og lét það óspart í ljóst. Hann hafði ekki tækifæri til að mennta sig þegar hann var ungur maður og því var þetta honum sérlega mikilvægt. Óhætt er að segja að hann og mamma lifðu fyrir okkur, afkom- endur sína, voru vakin og sofin yfir velferð hópsins og pabbi bað fyrir okkur öllum á kvöldin er hann lagðist til svefns. Pabbi var sannur íþróttamað- ur, hraustur og heilbrigður, hlaupari, fjallgöngumaður, skíðamaður, fótboltamaður og hann fylgdist vel með okkur öll- um í hvaða íþróttagrein sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatti óspart. Fyrir um tveimur árum barði vágestur dyra, hann greindist með illvígan sjúkdóm. Eftir erf- iðar meðferðir sem engum bata skiluðu tók við tími þar sem við vissum öll að hverju stefndi. Pabbi, þessi kraftmikli maður, tók þessum fréttum af miklu æðruleysi og þakkaði öll góðu árin og þá löngu ævi sem hann hafði lifað við góða heilsu og hamingju notið. Hann talaði af hreinskilni um dauðann sem biði hans, óttaðist ekki vistaskiptin og förina yfir til drauma- landsins. Honum var umhugað um mömmu, það var í raun það eina sem hann hafði áhyggjur af, að brottför hans yrði henni of erfið. Elsku mamma, viðskilnaður- inn við pabba verður erfiður, þið voruð alla tíð einstaklega sam- rýnd, mikil hjón og miklir vinir. En við, krakkarnir þínir, munum gera það sem við getum til að létta þér missinn. Við viljum þakka pabba okkar leiðsögnina í gegnum lífið, það er ekki sjálfgefið að eiga þvílíkan leiðbeinanda á vegferðinni í við- sjárverðum heimi. Hann er verðug fyrirmynd og hetjan okkar alla tíð. Árni, Ingvi og Guðrún Hafdís. Lokið er kafla í lífsins miklu bók Við lútum höfði í bæn á kveðjustund Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund Ó hve við eigum þér að þakka margt Þegar við reikum liðins tíma slóð Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart Blessuð hver minning, fögur ljúf og góð (Vigdís Runólfsdóttir) Ég rakst á þetta ljóð nú þegar ég settist niður til að skrifa nokkur orð í minningu Óðins tengdapabba. Þegar ég rifja upp fyrstu kynnin þá man ég að Óðinn var pínu stríðnispúki. Við Ingvi vor- um bara 15 og 16 ára þegar við byrjuðum að leiðast og þegar það fréttist í Þverholtinu, þá flautaði Óðinn ef hann keyrði framhjá mér á gamla sendlinum frá heildverslun Valgarðs og veifaði, en það var ég sem roðn- aði. Ég var rétt rúmlega ungling- ur þegar ég fór og hitti fjöl- skylduna hans Ingva í fyrsta sinn, ósköp feimin. Það var verið að skera út laufabrauð. Óðinn tók á móti mér með stríðniglotti. Það sem mér er samt minnis- stæðast frá þessari fyrstu heim- sókn var Gurrý litla systir Ingva, þá 12 ára. Henni fannst allt svo flott sem ég skar út. Ég hef hvorki fyrr né síðar fundið aðra eins aðdáun á því sem ég hef gert. Við Ingvi breyttum Óðni og Dúllu í ömmu og afa þegar þau voru bara 36 ára. Þau eignuðust tvíburana 18 ára og „sækjast sér um líkir“; við gerðum eins, ja nema við fengum ekki tvíbura, það var rúmt ár á milli prinsess- anna okkar. Þetta var svo sem ekki planað því Dúlla hafði reynt að innprenta strákunum sínum að fá sér ekki kærustur fyrr en þeir yrðu 25 ára, þeir klikkuðu algjörlega á því, báðir tveir. En Óðinn tók afahlutverkinu af sama áhuga og öðru sem hann tók sér fyrir hendur og hafa öll afabörnin átt dyggan banda- mann í afa alla tíð. Við bjuggum fyrstu sex bú- skaparárin okkar í kjallaranum hjá Óðni og Dúllu og þar bættist þriðja prinsessan við. Þær nutu þess svo sannarlega að hafa ömmu og afa uppi. Það var því sorg bæði hjá þeim og afa og ömmu þegar við fluttum í Grundó. En dæturnar þrjár, þá 2, 6 og 7 ára, gáfu ömmu sinni rapport um stöðu mála á hverj- um degi. Ég get haldið áfram og rifjað upp ótalmargt, öll yndislegu jól- in sem við höfum eytt saman, allar veislurnar og sumarbú- staðaferðirnar. Að upplifa í myndum fermingarferðirnar sem Óðinn og Dúlla fóru með dæturnar á sólarstrendur. Imbu og Obbu til Ítalíu og Dídó til Spánar. Þau voru svo ung að það héldu allir að þau ættu þessar prinsessur og Óðni leiddist það ekki. Hin seinni ár eru minning- ar tengdar ferðum í Hvamm og heimsókn þeirra til okkar til Pól- lands síðasta vor sem eru efst í huga. Fyrir allar þessar yndislegu minningar vil ég þakka Óðni mínum. Ég held ég gæti skrifað heila bók, það er svo margs að minnast, því Óðinn og Dúlla eru búin að vera hluti af lífi mínu í um 47 ár. Lífsbókin hans Óðins er orðin löng enda lífshlaupið 83 ár og nú hefur síðasti kaflinn verið skráð- ur. Óðinn átti góða ævi, góða konu, góð börn og hann var stolt- ur af fjölskyldu sinni. Hann var virtur og vel liðinn og skilur eftir sig hóp af vinum á öllum aldri. Óðinn var gæfumaður í einu og öllu, hann er ættarhöfðinginn okkar og hans verður sárt sakn- að. Eftir 66 ára samveru er missir þinn mikill, elsku Dúlla, við styðjum þig og stöndum saman nú þegar Óðinn er farinn til Nangijala. Takk fyrir allt, Óðinn minn, og viltu skila kveðju frá mér. Þín tengdadóttir, Rósa María Tómasdóttir. Elsku afi Óðinn minn. Núna ertu farinn, farinn. Frá mér og öllum vinum og ættingjum. Ég græt og græt. Mér þykir svo vænt um þig. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig svona lengi sem afa. Þú ert ennþá afi minn bara uppi í himnaríki eða sjöunda himni. Ég hafði þig í ellefu heil ár. Það ættu allir að taka þig til fyrir- myndar, drekka ekki áfengi eða smakka sígarettur eða neitt þannig. Ég elska þig alveg ómet- anlega og mun alltaf gera það, aldrei meira eða minna bara allt- af jafn heitt. Elsku afi Óðinn minn, takk fyrir að vera búinn að vera svona góður og hjálpsamur. Hjálpa mér í gegnum lífið, halda utan um mig þegar mér leið illa og þú vildir alltaf hlusta á mig. Það verður erfitt að lifa án þín, því þú ert búinn að vera mín fyrirmynd og munt vera það áfram. Ég mun alltaf sakna þín jafn mikið. Hafdís Ýr. Elsku afi minn, ég trúi ekki ennþá að þú sért farinn frá okk- ur að eilífu. Ég mun aldrei, svo lengi sem ég lifi, gleyma deginum sem ég sá þig í hinsta sinn, þú lást inni í rúmi og ég, mamma og amma Dúlla sátum hjá þér og spjöll- uðum. Við töluðum um Hvamm, utanlandsferðina mína sem ég var nýkomin heim úr og svo margt annað. Ég gleymi aldrei stundinni þegar ég labbaði út úr herberginu og síðustu orðunum sem þú sagðir við mig: „Þú ert flott stelpa og getur orðið hvað sem þú vilt, mundu bara að þú ein ræður framtíðinni elskan mín.“ Þegar ég var komin fram á gang fattaði ég að síminn minn hafði gleymst inni í herbergi hjá þér og ég fór til baka með tárin í augunum að sækja hann. Þegar ég kom inn sá ég þig liggja grát- andi í rúminu en þú sást mig ekki. Akkúrat á þessari stundu gerði ég mér grein fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem við mundum sjást þangað til að ég kæmi sjálf til himnaríkis. Þenn- an dag gat ég ekki hætt að hugsa um þig og allar fallegu minning- arnar okkar sem ég er svo þakk- lát fyrir. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér og að þú skyldir alltaf passa upp á mig, sama hvað. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og takk fyrir að hughreysta mig þegar þess þurfti. Ég og allir þínir ættingjar og vinir skulum passa vel upp á ömmu Dúllu og hlúa vel að henni fyrir þig. Ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér. Laufey Ýr Birkisdóttir. Margt höfum við nú saman brallað, ófáa stígana í sveitinni lallað. Málin rætt og hlegið saman, mikið sem það var nú gaman. Þegar ég var að alast upp bjó ég við mikinn munað. Sá mun- aður fólst ekki í veraldlegum gæðum heldur í því að eiga ykk- ur ömmu að. Það var alltaf alveg ótrúlega gott að vera hjá ykkur í Þverholtinu og dyrnar stóðu mér alltaf opnar. Mér finnst í minn- ingunni að ég hafi viljað eyða öll- um stundum með ykkur, enda erfitt að finna jafnmikla meist- ara og ykkur. Á þessum árum sagði mamma oft að hún ætti þrjár dætur á virkum dögum en tvær um helgar og í skólafríum, því ég flutti flesta föstudaga í Þverholtið. Þær voru ófáar næt- urnar sem þú afi minn skreiðst á dýnuna og leyfðir mér að sofa í afa holu. Óteljandi voru gönguferðir í Bótina, heimsóknir til Huldu Vil- hjálms og Sigrúnar og Hauks, ferðir í sumarbústaðinn og bíl- túrar, þar sem okkur var trúandi til að skella í eins og eina vísu, eins og þessa: Kratarnir eru komnir á kreik, kætist þá Óðins klíka, Kvennaframboðið er úr leik, og kommarnir kannski líka. Fermingarferðin mín til Spán- ar með ykkur var dásamleg í alla staði. Þar skemmtum við hvert öðru og öðrum með óborganleg- um uppákomum. Eins og þegar við fórum á ströndina og við amma settumst á handklæði og þú dreifst þig strax í sjóinn. Þar sem við amma sátum og horfðum á eftir þér arka út í sjó greip amma fyrir augun og sagði: „Dídó mín, er ekki hann afi þinn á naríunni?“ Ég var nú hrædd um það. Snillingurinn okkar hafði gleymt að fara í sundskýl- una. Jólin með ykkur ömmu og fjölskyldunni voru yndisleg. Ég fékk alltaf að taka þátt í öllu með ykkur, alveg sama hvort það var að baka, skreyta, þrífa eða breyta. Ég og þú vorum nú flott, alltaf að drífa í hlutunum og stundum lögðum við á borð á Þorláksmessukvöld til þess að allt yrði nú klárt á aðfangadags- kvöld. Þú hefur aldrei verið þekktur fyrir að hangsa við hlut- ina og það hef ég klárlega erft frá þér. Það hefur mótað mig mikið að alast upp svona mikið með ykkur og ég veit að það hefur gert mig að betri manneskju. Ég hef aldr- ei verið þekkt fyrir að vera góð- ur penni eða skáld en mér finnst við hæfi að hnoða saman einni vísu í lokin fyrir þig. Elsku afi minn, þú ert einn af uppáhaldsmönnunum í lífi mínu, einn mesti snillingur sem ég veit um og síðasta ár hetjan mín. Ég er stolt af þér og stolt af því að vera hluti af hópnum ykkar ömmu. Afmælisdagurinn þinn verður hátíðisdagur á mínu heimili og þann dag ætlum við fjölskyldan að kalla „vöppludag- inn“. Þú ert fyrirmyndin mín og ætla ég að reyna að lifa lífinu á jafnfallegan hátt og þú gerðir. Orðin þín þau óma í minni. „Þú elskan mín ræður framtíð þinni.“ „Lifðu vel með þitt hlýja hjarta.“ Þá muntu eiga dagana bjarta. Lífið verður ekki eins án þín, elsku afi minn, en mér er efst í huga þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Nú er það okkar sem eftir stöndum og syrgjum yndislegan mann að halda vel utan um ömmu Dúllu. Þín afa- og ömmustelpa, Gunnþóra Ingvadóttir (Dídó). En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Á kveðjustund langar mig að minnast afa Óðins með örfáum orðum. Þær minningar sem fyrst koma upp í hugann eru frá ómet- anlegum ferðalögum sem við Imba og Jón Ingvi „leynifélagið þrjú á iði“ fórum með ykkur ömmu í sumarbústaðinn. Og í seinni tíð eru það ógleymanlegu stundirnar úti í Hvammi og heima hjá ykkur ömmu. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín Þorbjörg Hafdís (Obba Dís). Þegar ég hugsa til baka og hugsa um hann afa kemur bara eitthvað fallegt og gott upp í hugann minn. Ég man afa sem hetju. Hann var sterkur og dug- legur. Ég trúi ekki ennþá að hann sé farinn frá mér og okkur öllum. En ég veit að þér líður vel og að þú ert kominn á fallegan og betri stað og einn daginn mun ég hitta þig þar aftur. Ég mun segja Ellen frá þér, segja henni frá fallega englinum sem alltaf passar hana og okkur öll. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Elsku afi, ég lofa að gleyma þér aldrei. Þín langafastelpa, Rósa María. Það var haustið 1949 að ég hitti mág minn í fyrsta sinn. Hann kom í Hvamm á Hjalteyri að hitta unnustu sína, stóru syst- ur mína Dúllu. Hann var glæsi- legur ungur maður og sú róm- antík sem mér virtist liggja í loftinu staðfestist ári seinna er ég var ég send, tíu ára gömul, með rútunni til Akureyrar að til- kynna unga manninum að hann væri orðinn tveggja barna faðir, en þá um nóttina höfðu þeir Árni og Ingvi komið í heiminn, í kappi hvor við annan, í rafmagnslausu svefnherberginu á Hvammi. Minningin um hið unga, átján ára par, með tvíburana sín á milli í fyrsta sinn, er greypt í mitt minni, líkt og gerst hafi í gær. Í ljósi þessa tvöfalda glaðn- ings, hins unga pars, bretti Óð- inn upp ermar og hóf að byggja heimili fyrir fjölskylduna, húsið Höfðaborg. Um var að ræða tveggja hæða hús sem hann Óðinn Jakob Árnason HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði, elsku afi minn, og takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Guðrún Ýr. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ÓLÖF ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést á kvennadeild Landspítalans 21A þann 7. nóvember sl. Jarðsungið verður frá Hóladómkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14 og jarðsett verður í Hofstaðakirkjugarði. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Líf – Styrktarfélag. . Jóhannes Hjálmarsson, Elín Karlsdóttir, Hafsteinn Þór Auðunsson, Valdimar Ingi Auðunsson, Signý Eva Auðunsdóttir, Elín Dögg Jóhannesdóttir, Hansína Elíasdóttir, systkin og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.