Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þó kuldaboli bíti kinn þarf að viðra hundinn. Þá er best að klæða sig eftir veðri og arka af stað, en varlega skal farið yfir umferðargötu eins og þessir hundeigendur gerðu á Seltjarnarnesi í gær. Hvutti virðist líka muna eftir að líta til hægri og vinstri á gangbrautinni. Hundur og menn líta til vinstri á gangbraut Morgunblaðið/Golli Fóru út að ganga með hundinn á Seltjarnarnesi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Símafélögin hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir rafrænum skilríkjum fyrir farsíma í kjölfar þess að til- kynnt var um skuldaleiðréttingu rík- isstjórnarinnar. Nauðsynlegt verður fyrir þá sem vilja samþykkja leið- réttinguna að gera það með rafræn- um skilríkjum af einhverju tagi, en auk farsíma hefur einnig verið hægt að verða sér úti um slík skilríki í de- betkortum, auk þess sem Auðkenni býður upp á sérstök einkaskilríki. Þegar fólk er búið að verða sér úti um SIM-kort sem styðja við rafræn skilríki þarf að leita til afgreiðslu- staða Auðkennis til að virkja skilrík- in. Samkvæmt upplýsingum frá Auð- kenni eru nú um 90.000 virk rafræn skilríki af ýmsum gerðum, og er hlutur farsíma þar ört vaxandi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að nú séu 62.000 viðskiptavinir Símans komnir með SIM-kort sem styðji við rafræn skilríki. Hún bendir á að notkun þessara skilríkja muni fær- ast í vöxt, og að umsóknarferlið sé einfalt. „Við hvetjum því fólk til þess að fá sér rafræn skilríki sem fyrst.“ Hjá Vodafone fengust þær upplýs- ingar að þar hefðu menn fundið fyrir kipp í umsóknum um rafræn skilríki, en fyrirtækið hefði búið sig undir leiðréttinguna frá því í sumar. Greið- lega gengi því að sinna þeim fjöl- mörgu fyrirspurnum sem borist hefðu. Eðlilegra að innleiða á ári Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er hins vegar gagnrýnin á ferl- ið. „Við hjá Nova höfum bent á að við teljum að of bratt sé farið í innleið- ingu rafrænna skilríkja í farsíma hér á landi, eðlilegra hefði verið að inn- leiða þessa þjónustu á 6-12 mánuð- um hið minnsta,“ segir Liv. Hún bendir á að sú lausn sem Auðkenni hafi þróað hafi ekki fengist til að virka á símkortum fyrirtækisins. Því hafi Nova neyðst til að skipta um símkortabirgi. Liv biður viðskiptavini Nova af- sökunar á töfinni, en nú þegar hafi yfir 10.000 viðskiptavinir Nova skráð sig fyrir nýju símkorti á heimasíðu félagsins. Þeim verði sent kortið án endurgjalds í desember. „Við mun- um tryggja að viðskiptavinir okkar verði komnir með ný SIM-kort í hendurnar og án endurgjalds áður en undirskriftarferlið hefst um miðj- an desember.“ Auðkenniskortin verði frí Þeir sem hafa ekki tök á því eða vilja til að verða sér úti um rafræn skilríki í farsíma eiga þann kost að sækja um sérstakt auðkenniskort frá Auðkenni. Venjulegast kostar slíkt kort 1.500 krónur, en ætlunin er að það verði ókeypis fyrir þá sem rétt eiga á leiðréttingu. Hins vegar á enn eftir að opna fyrir umsóknar- form á heimasíðu leiðréttingarinnar, og segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, að stefnt sé að því að það verði gert í næstu viku. Mikil ásókn í rafræn skilríki  Um 90.000 rafræn skilríki eru nú virk hérlendis  Kippur í umsóknir til síma- fyrirtækjanna  Forstjóri Nova segir að of bratt sé farið í innleiðingu skilríkjanna Morgunblaðið/Golli Leiðréttingin Til að samþykkja leiðréttinguna þarf rafræn skilríki. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Félagsmenn í Félagi tónlistarkenn- ara skora á sveitarfélögin að fylgja sínu meginsamningsmarkmiði í kjaraviðræðum, um jafnrétti í launa- setningu, og krefjast þess að þegar verði gengið til samninga við félagið. Verkfallið hefur nú staðið í þrjár vik- ur, en síðasti fundur í kjaradeilu fé- lagsins við sveitarfélögin var haldinn á mánudaginn, og sleit ríkissátta- semjari fundinum án þess að boðað væri til nýs fundar. Í ályktun sem samþykkt var á fundi í verkfallsmiðstöð félagsins í gær segir að það sé með öllu ólíðandi að sveitarstjórnarmenn setji tónlist- arkennara, sem hafi dregist aftur úr öðrum sambærilegum hópum í tekjum, í enn frekara fjárhagslegt uppnám við það eitt að knýja á um kjarabætur sem allir sjái að séu nauðsynlegar og réttlátar. „Okkur finnst þessi staða orðin grafalvarleg og með öllu ólíðandi og skorum á sveitarfélögin að stöðva þennan hildarleik og láta til sín taka í viðræðunum,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara. Hún bætir við að með öllu sé ólíðandi hvernig haldið hafi verið á viðræðun- um, þar sem ítrekað hafi verið haldið fram tillögum sem tónlistarkennarar geti ekki gengið að. Á sama tíma sé öllum hugmyndum þeirra ýtt út af borðinu án umræðu. Sigrún segir að þegar horft sé á þá þráskák sem tefld hafi verið í viðræðunum megi nánast ætla að tilgangurinn sé að halda tónlistarkennurum í verkfalli. Tónlistarkennarar orðnir þreyttir á þráskákinni Morgunblaðið/Golli Baráttufundur Tónlistarkennarar hafa verið þrjár vikur í verkfalli.  Vilja að gengið verði til samninga Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vekur athygli á því að það breyti engu um afkomu ríkissjóðs hvort fram- kvæmdir við nýjan Landspítala verði opinber framkvæmd eða leigufram- kvæmd á vegum opinbers hluta- félags. „Eftir sem áður er vandinn sá að taka þarf lán til framkvæmdanna og í ljósi skuldastöðu ríkissjóðs og rekstrarafkomu er ekki enn ljóst hvernig takast á að fjármagna greiðslur vaxta og afborgana.“ Umsögnin er veitt velferðarnefnd Alþingis sem hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu Kristjáns L. Möller og þrettán annarra þing- manna stjórnarandstöðunnar um fjármögnun byggingar nýs Landspít- ala. Þar er lagt til að kosin verði nefnd sex þingmanna til að vinna með stjórnvöldum að málinu, meðal ann- ars að fjármögnunarleiðum. Meiri- hluti fjárlaganefndar telur að verk- efnin sem nefndin á að vinna séu á verksviði framkvæmdavaldsins en ekki Alþingis. Einnig er á það bent að gert sé ráð fyrir fjárveitingum á fjár- lögum til að undirbúa byggingu sjúkrahótels sem sé hagkvæmasti hluti framkvæmdarinnar. helgi@mbl.is Greiða þarf af lánunum Þórdís Sæmundsdóttir fæddist í Árnabotni í Hraunsfirði í Snæfells- sýslu 13. nóvember árið 1914. Hún fagnar því hundraðasta afmæl- isdegi sínum í dag. Foreldrar hennar voru Sæmundur Krist- ján Guðmundsson og Jó- hanna Elín Bjarnadóttir. Systkinin voru tíu talsins og var hún næstyngst þeirra. Þau elstu urðu 92 ára og 93 ára gömul. Fjölskyldan flutti að Hraunhálsi í sömu sveit. Þórdís byrjaði ung að vinna eins og tíðkaðist í þá daga. Hún vann á sín- um yngri árum á Álafossi, fyrst í verksmiðju, síðan á saumastofu. Síð- ustu áratugina á vinnumarkaðnum starfaði hún sem fiskverkakona í Bæjarútgerð Reykja- víkur. Síðastliðin átta ár hefur hún dvalist á Hrafnistu í Reykjavík. Hún á einn son, Sæ- mund Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra Hreyfils, fimm barna- börn og níu barna- barnabörn. Nú eru þeir um 34 Íslendingarnir sem hafa náð 100 ára aldri og eru á lífi. Ein- staklingar fæddir árið 1915 eru nú um 29 tals- ins en þeir geta orðið 100 ára á næsta ári. „Það sem er sér- stakt við þann hóp er að karlmenn eru 12 talsins, sem er mun hærra hlutfall en undanfarin ár,“ segir Jón- as Ragnarsson sem heldur úti vef- síðu um langlífi Íslendinga. Þórdís Sæmundsdóttir er 100 ára í dag Þórdís Sæmundsdóttir Óhætt er að segja að margir hafi verið forvitnir um niðurstöðu leiðréttingarinnar þegar hún var kynnt á heimasíðu Ríkisskatt- stjóra í fyrradag. Skúli Eggert Þórðarson, rík- isskattstjóri segir að 101.704 heimsóknir hafi sést á heima- síðu embættisins í fyrradag frá 76.097 mismunandi IP-tölum, og flettingar verið samtals 595.107. „Þetta er algjört met,“ segir Skúli Eggert og bætir við að embættið hafi aldrei séð aðra eins vefumferð. Þá hafi kynningarmyndbönd á síðunni einnig verið skoðuð oft. Mest var umferðin á heimasíð- unni upp úr klukkan 11. Skúli Eggert segir að emb- ættið hafi einnig fengið um 1.400 símtöl og um 500 tölvu- pósta vegna leiðréttingarinnar, og að vel hafi gengið að svara þeim fyrirspurnum. Vefsíðan stóðst álagið RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.