Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland er einstakt í hópi landa heimsins og breytist örar en önnur lönd. Þess vegna er einkar mikil- vægt að varðveita breytingasögu landsins með skipulegum hætti, t.d. með ljósmyndum. Þetta kom fram í erindi Odds Sigurðssonar, jarðfræð- ings og ljósmyndara, á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands í gærmorgun. Oddur bendir á að landið okkar sé stærsta úthafseyja heimsins og í raun hluti af hafsbotninum. Hvergi í veröldinni rísi stærri hluti hafs- botnsins upp fyrir sjávarmál en hér. Sjávarbotninn lyftist hér um tvo kílómetra og möttulstrókurinn í iðr- um jarðar lyftir honum um aðra tvo kílómetra til viðbótar. Þetta veldur því að Ísland er allt annars eðlis en önnur lönd. Jarðskorpan hér er þunn og berg- ið veikara en víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því að landið breytist um það bil hundraðfalt hraðar en meginlöndin. Eldgos eru tíðari hér en annars staðar og auk þess er landið að gliðna. Landið hef- ur bæði verið þakið jökli eða nær jökullaust og jöklarnir hafa ýmist hopað og stækkað í aldanna rás. Jökulhlaup hafa mótað landið líkt og jökulárnar að ekki sé talað um öldur hafsins. Jökulárnar sjálfar eru sí- breytilegar og eru mörg dæmi um að farvegir þeirra hafi tekið miklum breytingum. Skriður og snjóflóð hafa einnig haft sín áhrif. Oddur nefndi til dæmis um nátt- úruöflin sem móta landið að á 20. öldinni hefðu orðið hér um 30 eldgos, tíu stór jökulhlaup og fimm miklir jarðskjálftar. Auk náttúruaflanna hafa menn- irnir víða sett mark sitt á útlit lands- ins. Vegagerð og virkjanir eru lík- lega stórtækustu inngrip mannanna. Sum mannanna verk hafa haft svo mikil áhrif að þau hafa haft varanleg áhrif á ásjónu landsins. Til dæmis má nefna gerð veganna yfir Kol- grafafjörð og Pollinn á Akureyri. Hálslón Kárahnjúkavirkjunar og Hágöngulón í Köldukvísl eru með stærri stöðuvötnum landsins. Auk þess má nefna að rennsli Jökulsár á Dal var beint í nýjan farveg með Kárahnjúkavirkjun. Myndirnar sýna breytingarnar Oddur hefur verið ötull náttúru- ljósmyndari um áratuga skeið. Hann sýndi mörg dæmi um breytingar landsins á okkar dögum, bæði af völdum náttúrunnar og manna. Oddur afhenti nýlega Veðurstofu Íslands marga tugi þúsunda ljós- mynda af náttúru Íslands, ekki síst í óbyggðum, þar á meðal margar þrí- víddarmyndir. Hann segir mjög mikilvægt að slík myndasöfn séu ná- kvæmlega skráð til þess að þau komi að gagni, ekki síst fyrir síðari kyn- slóðir. Hverri mynd þarf að fylgja hvenær hún var tekin og hvar auk annarra upplýsinga um myndefnið. Með því að bera saman ljósmyndir frá ýmsum tímum má sjá hvernig landið hefur breyst. Slíkar mynd- raðir geta reynst ómetanlegar heim- ildir t.d. varðandi gerð gróðurkorta, eins og kom fram í fyrirspurnum eft- ir erindi Odds. Fram kom í erindi Odds að á síð- ustu öld hefði verið til áætlun á veg- um ríkisins um skipulegar loft- myndatökur af ýmsum hlutum landsins. Teknar voru loftmyndir af þéttbýlisstöðum og fleiri svæðum með reglulegu millibili. Því starfi var svo hætt illu heilli. Oddur hvetur til þess að stjórn- völd taki þessi mál föstum tökum og láti hefja skipulega söfnun og skrán- ingu ljósmynda sem sýna eilífar breytingar þessa einstaka lands. Einstakt og síbreytilegt  Ísland breytist örar en önnur lönd  Mikilvægt er að hafin verði skipuleg skráning síbreytilegrar ásjónu landsins með ljósmyndum, að mati jarðfræðings Morgunblaðið/RAX Brunasandur Oddur Sigurðsson sýndi fjölda ljósmynda máli sínu til stuðnings. Þessi mynd segir merkilega sögu. Græna flesjan kallast Brunasandur. Þar rann Hverfisfljót fyrir 1783. Skaftáreldahraun breytti farvegi fljótsins. Sandurinn fór að gróa upp og um 40 árum síðar settist fólk að á sandinum. Oddur Sigurðsson vitnaði í ljóðlínur Snorra Hjartarsonar: „Land þjóð og tunga, þrenn- ing sönn og ein“ og benti á að af þessari þrenningu eigi sögur þjóðarinnar og tung- unnar formlegt skjól í stofn- unum. Þjóðminjasafnið varð- veiti sögu þjóðarinnar og Árnastofnun og fleiri stofn- anir varðveiti sögu þjóðtung- unnar. Engin opinber stofnun hef- ur hins vegar það hlutverk að varðveita sögu sjálfs landsins og að skrá skipulega þær breytingar sem verða á ásýnd þess í tímans rás með ljós- myndum og varðveita þær. Töluvert er til af gömlum náttúruljósmyndum sem mik- ilvægt er að varðveita og skrá. Land, þjóð og tunga VARÐVEITA ÞARF BREYT- INGASÖGU LANDSINS Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína til ríkis- stjórnarinnar og Sigurðar Inga Jóhann- essonar, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, um að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu til baka. Segir bæjarstjórnin að mál- efnaleg rök fyrir flutningnum hafi ekki komið fram og fyrirliggjandi tölur sýni að stöðugildum á veg- um ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað, ólíkt því sem haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórnin hefur sent frá sér. Í tilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ kemur fram að á fundi bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar í gær hafi verið lögð fram ítarleg grein- argerð um stöðugildafjölda hjá ríkisstofnunum á höfuðborg- arsvæðinu 2007 – 2013. Þar komi fram að stöðugildum á vegum rík- isins á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað um 464 á árunum frá 2007 til 2013. Þar af hefur stöðu- gildum í Hafnarfirði fækkað um 128 eða 28% af þeirri fækkun sem orðið hefur á höfuðborgarsvæð- inu. Hætt verði við flutning Fiskistofu Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Hvað er framundan hjá fyrirtækjum og Reykjavíkurborg? Nýjar íbúðir íReykjavík Kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag fimmtudaginn 13. nóvember kl. 17.00-18.30 Sýning um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verður í Ráðhúsi Reykjavíkur til 19. nóvember. Re y k j a v í k u r b o r g | w ww. r e y k j a v i k . i s / i b u d i r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.