Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega 300 umsóknir hafa borist um 35 störf hjá Alvotech, systurfyrir- tæki Alvogen, vegna nýs hátækni- seturs í Vatnsmýri. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Alvogen, segir um 5 þúsund manns hafa heimsótt um- sóknarvefinn fyrstu vikuna eftir að störfin voru auglýst 29. október sl. „Við erum afar ánægð með mikinn áhuga umsækjenda, enda eru þetta fremur sérhæfð störf. Það er stefnt að því að framkvæmdum ljúki í árs- byrjun 2016 og að þá verði flutt inn í húsnæðið. Það má segja að fram- kvæmdin sé nánast hálfnuð í dag. Eftir áramót hefst vinna innan- húss og þá fer þetta smám saman að taka á sig mynd. Við ráðum í 35 störf núna og höldum svo áfram eftir ára- mót og munum ráða alls um 50 Ís- lendinga á næstu mánuðum. Í heild- ina reiknum við með að Hátækni- setrið skapi um 200 ný störf, sem verða að mestu leyti fyrir háskóla- menntaða Íslendinga,“ segir Halldór um starfskröfurnar. Hafa þegar byggt upp sölunet Að sögn Halldórs hófst þróun lyfja Alvotech fyrir um tveimur árum í samvinnu við svissneskan samstarfs- aðila. Hann segir langtímaverkefni að þróa líftæknilyf. „En við erum komin af stað og höfum nú þegar byggt upp sölunet og þekkingu á sölu slíkra lyfja í Mið- og Austur-Evrópu undanfarin ár,“ segir Halldór. Um 50 manns starfa nú hjá Alvo- gen á Íslandi. Hátæknisetrið verður um 13.000 fermetrar að stærð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórhýsi Framkvæmdir við hátæknisetur Alvotech í Vatnsmýri ganga vel. Hundruð vilja hátæknistörf  Mikill áhugi á störfum hjá Alvotech Lionshreyfingin stendur fyrir al- þjóðlega sykursýkivarnadeginum í dag, fimmtudag, en mánuðurinn er tileinkaður baráttu Lions gegn syk- ursýki. Af þessu tilefni verður boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið í dag og næstu daga. Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ verða með blóðsykursmælingar í dag í Krónunni í Mosfellsbæ frá kl. 16:30 til 18:30. Lionsklúbburinn Fjörgyn verður í Krónunni Bíldshöfða á morgun kl. 13 og 20. Lkl. Keflavíkur, Lkl. Njarðvíkur, Lkl. Æsur, Lkl. Garði, Lkl. Sand- gerði og Lionessuklúbbur Keflavík- ur munu standa fyrir mælingum í Nettó Reykjanesbæ á laugardaginn kl. 13 til 16. Lkl. Grindavíkur verður í Nettó Grindavík á morgun og laugardag. Lkl. Víðarr verður með mælingar á morgun, föstudag, kl. 14-17 í Lyfju Lágmúla. Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden, í samstarfi við Hjúkrunarheimilið Ás, verða í Sunnumörk í Hveragerði og bjóða upp á mælingar á morgun frá kl. 14:30-18 og á laugardaginn kl. 13- 16. Þá verða Lionsmenn á Húsavík með mælingar 29. nóvember nk. í Bakka kl. 14-17. Lionsmenn mæla blóð- sykurinn Morgunblaðið/Ómar Mælingar Frá mælingu á blóðsykri í Lyfju í Lágmúla í fyrra. Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að veitt verði 580 milljóna króna framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Mikil aukning í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hér á landi hefur leitt til þess að endurgreiðslur stefna verulega fram úr fjárheim- ildum á þessu fjárlagaári. Tillagan gerir ráð fyrir að ríf- lega 370 milljónum af endurgreiðsl- unum, sem hefðu að öllu óbreyttu átt að greiðast fyrir lok þessa árs, verði frestað til ársins 2015. Að teknu tilliti til þeirrar frestunar er áætlað að endurgreiðslurnar verði nærri 1.670 milljónum á árinu 2014. Þar sem afgangsheimildir á þessum lið frá árinu 2013 nema 255 millj- ónum kr. og 837 milljóna fjárheim- ild er veitt í fjárlögum 2014 er þörf fyrir viðbótarfjárheimild sem nem- ur 580 milljónum króna. 580 milljónir vegna kvikmyndagerðar Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Auk fjölda annarra tilboða Elite Gjafasett Fyrir Hann Áður : 5.995 kr. Nú : 4.195 kr. Solutions Gjafasett Áður : 5.485 kr. Nú : 2.995 kr. Naturals Gjafasett Áður : 1.590 kr. Nú : 995 kr. Mr. & Mrs. Frosty Freyðibað Áður : 1.595 kr./stk Nú : 995 kr./stk Handáburðir – Gjafasett Verð : 1.295 kr. Naturals Gjafasett Áður : 2.995 kr Nú : 1.995 kr Mega Effects Maskari Áður : 2.695 kr. Nú : 495 kr. tilboð á www.avon.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.