Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að á Íslandi gildi svipaðar reglur og víða erlendis í sambandi við blóðgjöf, og heilsufars- blöð á ensku auðveldi erlendum íbúum blóðgjöf hérlendis. Ákveðnar reglur gilda um blóð- gjöf. Sveinn bendir á að erlendir ferðamenn geti ekki gefið blóð hér- lendis, en útlendingar, sem hafi fasta búsetu á Íslandi og séu með íslenska kennitölu, geti gefið blóð, sé skilyrð- um um heilsufar og fleira fullnægt. Í hinum norrænu löndunum eru upplýsingablöð um blóðgjöf og spurningalistar einungis á viðkom- andi tungumáli, að sögn Sveins. „Við ákváðum að taka skrefið lengra,“ segir hann og bætir við að tryggt sé að blóðgjafi fái upplýsingar um ör- yggi og öryggismál, skilji spurninga- listann og geti spurt á íslensku eða ensku. Sveinn bendir á að margir útlend- ingar, sem hér búi vegna vinnu eða náms, hafi vanist því í sínu heima- landi að gefa blóð og geri það áfram hérlendis. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Blóðgjöf Ewa Marcinek frá Wroclaw gaf blóð á þjóðhátíðardegi Póllands. Heilsufarsblöð Blóð- bankans líka á ensku  Auðvelda erlendum íbúum blóðgjöf Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta er hluti af því að nota bæði land og innviði borgarinnar sem best,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðhúsinu í gær. Þar voru uppbyggingaráform Reykja- víkurborgar kynnt, en áætlað er að um 5.000 íbúðir rísi í borgarlandinu á næstu fjórum árum. Dagur sagði að tilgangur kynning- arinnar væri að upplýsa borgarana um hvað væri í pípunum og hver stefna borgarinnar væri í skipulags- málum til að samstarfið yrði árang- ursríkara og markvissara. Sams konar kynningarfundur verður hald- inn í Ráðhúsinu klukkan 17:00 í dag, fimmtudag. Meginþunginn miðsvæðis „Meginþunginn af uppbygging- unni er miðsvæðis í borginni, þó að við séum að vinna alls staðar í takt við aðalskipulagið. Við leggjum áherslu á þéttingu borgarinnar þar sem fólk getur búið nær stóru vinnu- stöðunum og notað fjölbreyttari ferðamáta og sparað við sig bíl núm- er tvö. Það er svo mikið kjaramál, sem fleiri og fleiri eru að átta sig á. Samgöngukostnaður meðalheimilis á Íslandi er númer tvö á eftir hús- næðiskostnaði,“ sagði Dagur. „Við viljum gjarnan eiga fyrir stofnkostnaði innviða. Það er minni kostnaður við stofnkostnað á þessum þéttingarsvæðum,“ sagði Dagur á kynningarfundinum, og vísar þar til þéttingarsvæða á svæðum í vestur- og miðhlutum borgarinnar. Í kynn- ingunni mátti meðal annars sjá áform um byggingu 500 nýrra íbúða við Hverfisgötu. Hann benti einnig á að samningar hefðu náðst við Ríkisútvarpið um uppbyggingu á lóð þess. Þar yrðu byggðar 50 íbúðir. „Þetta eru mjög spennandi lóðir á frábærum stað.“ Dagur benti einnig á að bruninn í Skeifunni hefði opnað fyrir mögu- leika á því svæði. Borgin hefur verið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og hönnunarsjóð- inn Áróru um hugmyndasmiðjuverk- efni í tengslum við uppbyggingu í Skeifunni. Hann líkti uppbygging- unni við Meat Packing District í New York þar sem gömlu innviðirnir hefðu fengið að halda sér en íbúð- arbyggð bæst við. Ártúnshöfði Einn stærsti þéttingarreitur borgarinnar. 3.200 nýjar íbúðir fram til ársins 2030, 7.400 íbúar, 1.500 störf og tveir grunnskólar. Miklar framkvæmd- ir verða í Reykjavík  500 nýjar íbúðir við Hverfisgötu Það er varla hægt að halda því fram að Magnús Carlsen sé sigur- stranglegri í einvígi sínu við Visw- anathan Anand, a.m.k. ef tekið er mið af taflmennskunni í fjórum fyrstu skákum heimsmeist- araeinvígisins sem fram fer þessa dagana í Sochi við Svartahaf. Anand náði að jafna metin sl. þriðjudag og hélt jafntefli án mikilla erfiðleika í fjórðu skák einvígisins sem tefld var í gær. Hann virðist vera mun betur undir þetta einvígi búinn en það sem hann háði í fyrra í heimalandi sínu. Byrjanir hans með hvítu eru beittari og það gæti skipt sköpum þegar fram í sækir. Alls tefla þeir 12 skákir og nú er staðan jöfn, 2:2. Taflmennska Magnúsar í þriðju skákinni var einhvern veginn alveg ólík því sem vant er. Hann hefur hingað til verið laginn við að snið- ganga löng og þvinguð byrjunar- afbrigði en á þeim vettvangi getur Anand verið afar skæður; hættu- legur; gagnagrunnar upplýstu menn um að 16 fyrstu leikirnir hefðu allir komið fyrir áður en Magnús hafði ekkert nýtt fram að færa í stöðu þar sem framsækið c-peð hvíts var sér- lega hættulegt. Eftir sigurinn upp- lýsti Anand að staðan eftir 24. leiki hefði komið upp í heimarann- sóknum. Magnús taldi sig geta varið þrönga stöðu. 26. leikur hvíts, Hc6, reyndist honum erfiður viðfangs. Magnús batt greinilega vonir við biskupsleikinn 27. ... Bb4, vandinn var hinsvegar sá að hann gat aldrei með góðu móti hirt c7-peðið vegna leppunar. Eftir 29. Da6! var svarta staðan óverjandi. Þetta var fyrsti sigur Anands yfir Magnúsi Carlsen í meira en fjögur ár: 3. einvígisskák. Viswanathan Anand – Magnús Carlsen Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7 7. c5 c6 8. Bd3 b6 9. b4 a5 10. a3 Ba6 11. Bxa6 Hxa6 12. b5 cxb5 13. c6 Dc8 14. c7 b4 15. Rb5 a4 16. Hc1 16. ... Re4 17. Rg5 Rdf6 18. Rxe4 Rxe4 19. f3 Ha5 20. fxe4 Hxb5 21. Dxa4 Ha5 22. Dc6 bxa3 23. exd5 Hxd5 24. Dxb6 Dd7 25. O-O Hc8 26. Hc6 g5 27. Bg3 Bb4 28. Ha1 Ba5 29. Da6 Bxc7 30. Dc4 e5 31. Bxe5 Hxe5 32. dxe5 De7 33. e6 Kf8 34. Hc1 – og svartur gafst upp. Nokkur orð varðandi umhugs- unartímann: biðskákir eru úr sög- unni en í einvíginu fá keppendur 2 klst. hvor á fyrstu 40 leikina, 1 klst. á næstu 20 leiki og þar eftir 15 mín- útur að viðbættum 30 sekúndum eftir hvern leik til að ljúka skákinni. Í fjórðu skákinni virtist Magnús fá upp eina af þessum stöðum sem hann hefur sérhæft sig í en Anand sá við öllum brögðum hans og hélt auðveldlega jöfnu: 4. einvígisskák: Magnús Carlsen – Viswanathan Anand Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. g3 Rc6 4. Bg2 d5 5. exd5 exd5 6. O-O Rf6 7. d4 Be7 8. Be3 cxd4 9. Rxd4 Bg4 10. Dd3 Dd7 11. Rd2 O-O 12. R2f3 Hfe8 13. Hfe1 Bd6 14. c3 h6 15. Df1 Bh5 16. h3 Bg6 17. Had1 Had8 18. Rxc6 bxc6 19. c4 Be4 20. Bd4 Rh7 21. cxd5 Bxd5?! Anand lék þessum leik en leik- urinn gefur Magnúsi kost á að þróa stöðu sína áfram. Betra var 22. ... cxd5 og svarta staðan er ekki lakari. 22. Hxe8 Hxe8 23. Dd3! Með þessum leik nær hvítur örlít- ið betri stöðu. Það eru einmitt stöð- ur af þessu tagi sem henta Norð- manninum vel og það veit Anand. 23. .. Rf8 24. Rh4 Be5 25. Bxd5 Dxd5 26. Bxe5 Dxe5 27. b3 Re6 28. Rf3 Df6 29. Kg2 Hd8 30. De2 Hd5 31. Hxd5 cxd5 32. Re5!? 32. De5!? kom einnig til greina en svartur á 32. ... Dd8 og getur varist. 32. ... Df5 33. Rd3 Rd4 34. g4! Óvæntur leikur, hvítur varð að gæta að því að leiki hann 34. De3 Rc2 35. Dd2?? kemur Dxd3! og svartur vinnur. Hann gat hinsvegar leikið 34. De8+ Kh7 35. De3 og þá gengur fyrrnefnt afbrigði ekki upp vegna þess að hvítur hirðir drottn- inguna með skák. 34. ...Dd7 35.De5 Re6 36. Kg3 Db5 37. Rf4 Rxf4 38. Kxf4 Db4+ 39. Kf3 d4 40. De8+ Kh7 41. Dxf7 Dd2 42. Df5+ Kh8 43. h4 Dxa2 44. De6 Hótar að leika 44. g5 með færum gegn kónginum. Anand setur fyrir lekann. 44. ... Dd2! 45. De8+ Kh7 46. De4+ Kh8 47. De8+Kh7 – Jafntefli. Í dag er frídagur en fimmta skák- in verður tefld á morgun og þá hef- ur Anand hvítt. Carlsen á í erf- iðleikum gegn drottningarpeðsbyrjun Anands og verður spennandi að sjá hverju hann tekur uppá. Anand jafnaði metin og er til alls vís Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ferðataska miðstærð Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is 30% afsláttur 4 hjól, 70 cm Verð áður 20.500 verð nú 14.350 Meðan birgðir endast 2 hjól, 65 cm Verð áður 18.200 verð nú 12.700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.