Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Fimmta höfundakvöldið í Gunn- arshúsi fer fram í kvöld kl. 20 og mæta að þessu sinni rithöfundurinn Þórarinn Leifsson og ljóðskáldið Kristín Eiríksdóttir og svara spurn- ingum Elínar Bjarkar Jóhanns- dóttur um nýútkomnar bækur sínar. Maðurinn sem hataði börn eftir Þór- arin kom út fyrir fáeinum vikum og Kok, myndskreytt ljóðabók Krist- ínar, einnig. Þórarinn og Kristín eru bæði rithöfundar og myndlistar- menn og Elín er bókmenntafræð- ingur og skrifar bókmennta- gagnrýni fyrir vefinn Starafugl. Þórarinn og Kristín á höf- undakvöldi Höfundar Þórarinn og Kristín. Myndlistarmað- urinn Helgi Þórs- son mun ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir í kvöld kl. 20 í Hafnar- borg. Helgi vinn- ur með fundin efni og tilfallandi málningu í verk- um sínum sem vakið hafa athygli fyrir litagleði og barnslegt yf- irbragð, segir í tilkynningu. Í verk- unum ríki óheft sköpunargleði og léttur andi og votti fyrir áhrifum af alþýðulist. Fjölþjóðlegir munir, mynstur, dýr og dulspekileg tákn rati gjarnan á myndflötinn í sterkum litum og einföldum teikningum. Um Vara-liti segir að verkin á sýning- unni eigi það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem end- urspegli tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hlaði hvert augnablik. Helgi fjallar um verk sín Helgi Þórsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var furðu áreynslulaus fæð- ing,“ segir Sigríður Eir Zophonías- ardóttir um hljómplötuna Nóg til frammi sem Hljómsveitin Eva sendi nýverið frá sér. Hljómsveitina Evu skipu þær Sigríður Eir og Vala Höskuldsdóttir, en þær hyggjast fagna útgáfunni með tónleikum á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 21 með aðstoð nokkurra leynigesta. Hvernig og hvenær láðu leiðir ykkar Völu saman? „Við Vala kynntumst í Listahá- skólanum og héldum okkur fyrstu formlegu tónleika í júní 2013 eftir hálfs árs samstarf. Hvernig semjið þið lögin ykkar? „Við höfum notað aðferðir leik- hússins til að spinna lögin í samein- ingu. Það varð strax stefna hjá okk- ur að skrifa lög um hluti sem okkur fannst mikilvægt að ættu lög en eiga ekki lög,“ segir Sigríður Eir og nefnir í því samhengi lögin „Við- bein“, „Blóð“ sem fjallar um tíða- blóð og „Sjálfstæðar konur eru sjarmerandi“. „Þegar efnið liggur fyrir þá flæða textarnir fram í belg og biðu. Það virðist líka vera að þeg- ar við erum komnar með texta sem eitthvert vit er í þá syngi hann sig nánast sjálfur upp á gítarinn og raddirnar.“ Skilgreinið þið ykkur sem fem- íníska hljómsveit? „Já, tvímælalaust. Við erum fem- ínískt hinsegin band. Við höfum reyndar átt erfitt með að festa fing- ur á hvers konar tegund af músík við spilum. Við höfum verið orðaðar við allskonar stíla, s.s. kántrí, þjóð- lagapopp og pönk og ég veit ekki hvað og hvað. Ætli við séum ekki blanda af þessu öllu saman.“ Eigið þið ykkur einhverjar fyrir- myndir í tónlist? „Joni Mitchell hefur verið mér mikilvæg fyrirmynd. Svo má einnig nefna Bob Dylan, Gillian Welch, KK og First Aid Kit, en okkur þótti það mikill heiður þegar okkur var um daginn líkt við það band. Við fáum helst innblástur frá einlægum lista- mönnum sem hafa einfaldleikann að leiðarljósi,“ segir Sigríður Eir og bendir á að eina hljóðfærið á Nóg til frammi sé gítar. Gera án þess að kunna Athygli vekur að öll lögin á plöt- unni eru á íslensku. Finnst ykkur mikilvægt að syngja á hinu ástkæra, ylhýra máli? „Textarnir okkar eru þess eðlis að þeir koma frá einhverjum stað sem er ekki í höfðinu á okkur. Þeir flæða frá hjartanu eða jafnvel móðurlífinu og því er tengingin við textana mjög djúp. Þessari tengingu nær maður sennilega ekki nema á sínu eigin móðurmáli. Okkur langar þó til að spreyta okkur á enskunni og það á örugglega eftir að gerast, enda virð- ist maður þurfa að syngja á ensku til að verða heimsfrægur.“ Hvað er framundan hjá ykkur? „Það er aðeins rúmur mánuður þar til ég á að eiga. Við ætlum að halda jólatónleika í Fríkirkjunni 6. desember svo fremi sem barnið verður ekki komið í heiminn, en ég er sett 16. desember. Við krossum bara fingur. En það hljóta allir að hafa skilning á því ef fresta þarf tón- leikunum sökum barnsburðar,“ seg- ir Sigríður Eir og tekur fram að þær Vala séu hvergi nærri hættar. „Við munum pottþétt senda frá okkur fleiri plötur, enda eigum við nóg af efni. Við eigum efni í heila plötu sem er tónlistin sem við sömd- um við ljóð Davíðs Stefánssonar fyr- ir leiksýninguna Gullna hliðið,“ seg- ir Sigríður Eir og tekur fram að það hafi verið mikill heiður að vera tón- listarstjórar sýningarinnar þrátt fyrir takmarkaða tónlistarkunnáttu. „Við brögðuðum báðar á klassísku söngnámi þegar við vorum ungling- ar og fundum okkur ekki í því þar sem okkur fannst tæknin éta lífræn- una. Ég æfði á fiðlu þegar ég var lít- il. En að öðru leyti kunnum við ekk- ert fyrir okkur í tónlist, tónfræðum eða hljómfræði. Ég kunni þrjú grip á gítar þegar við byrjuðum að spila saman, þ.e. G, e-moll og C. Það heyrist vel hvaða lög eru samin þeg- ar ég kunni bara þessa þrjá hljóma,“ segir Sigríður Eir kímin og tekur fram að allmargir hljómar hafi bæst í kunnáttusafn hennar síðan og sem dæmi muni hún leika lag á jóla- tónleikunum með tólf hljómum. „Okkur finnst svo mikilvægt að vera konur í tónlistarbransanum sem gera án þess að kunna, en það er ástæða þess að fólk hefur kallað okkur pönkband. Okkur finnst mjög mikilvægt að brjótast út úr full- komnunaráráttunni. Því aðeins með því að gera nær maður færni.“ Morgunblaðið/Þórður Hljómsveitin Eva Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir hafa starfað saman frá ársbyjun 2013. Textarnir koma frá móðurlífinu  Hljómsveitin Eva fagnar hljómplötunni Nóg til frammi með útgáfutónleikum á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 21  Segjast eiga nægt efni í næstu hljómplötu Leikverkið Ríkharður III. (fyrir eina konu) verður sýnt kl. 19 í kvöld í Tjarnarbíói. Verkið er unnið upp úr leikriti Williams Shakespeare og er verk í vinnslu, leikið af Emily Carding og framleitt af leikhópnum Brite Theater. Leikstjóri er Kol- brún Björt Sigfúsdóttir og hafa þær Carding rannsakað verkið í vinnu- stofu í Tjarnarbíói frá 3. nóvember sl., afstöðu sína til stjórnmála- manna, samband Ríkharðs við áhorfendur og hvort það breyti ein- hverju að Ríkharður III. sé kona í verkinu. Áhorfendum er boðið að taka þátt í ferlinu, kynnast Rík- harði, hjálpa honum að verða kon- ungur, vera dregnir á tálar og deyja fyrir það eitt að standa milli hans og krúnunnar í forsal Tjarn- arbíós, eins og segir í tilkynningu. Brite Theater-leikhópurinn er ný- kominn af London Horror Festival þar sem hann sýndi verkið Shake- speare in Hell við góðar und- irtektir. Frekari upplýsingar um leikhóp- inn og fyrri verk þeirra Kolbrúnar og Emily má finna á kolbrun- bjort.ideastap.com. Í vinnslu Emily Carding í verkinu Ríkharði III. (fyrir eina konu). Áhorfendur verða per- sónur í Ríkharði III. 30% 70% 20%50% 60% 60% 40%Leikföng Mikið úrval af jólagjöfum Jólasveinar velkomnir Allt að 70% afsláttur6.-16. nóvember Lagersala Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Opnunartími: Virka daga 8:30-20:00, helgar 10:00-18:00 www.krumma.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.