Morgunblaðið - 13.11.2014, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Borið á torg Það er í mörg horn að líta og mörgum nauðþurftum að sinna í lífi hunda og manna, jafnvel þótt þeir séu staddir á virðulegasta torgi höfuðborgarinnar, Austurvelli.
Ómar
Í viðhorfskönnun
sem borgin lét gera
árið 2009 kom fram að
97% foreldra með
börn í tónlistarskóla
töldu að þeim liði vel í
tónlistarskólanum.
Borgarfulltrúar hafa
ítrekað sagst vera
stoltir af tónlistar-
menntun í Reykjavík.
Hafa þeir jafnvel full-
yrt að þar væri öfl-
ugasta tónlistarfræðslan og bestu
tónlistarskólarnir. Hvers vegna
hljóma þá óánægjuraddir og jafnvel
talað um að lítill stuðningur við tón-
listarnám sé höfuðborginni til
vansa?
Framlög til tónlistarskóla
í Reykjavík
Eins og sést á töflunni sem sýnir
þróun á framlögum til tónlistarskól-
anna, þá hafa framlög Reykjavík-
urborgar til tónlistarskólanna farið
stigminnkandi frá árinu 2005. Frá
árinu 2008 til 2012 hafa framlögin
lækkað um 323 milljónir króna eða
31%. Á árunum 1995 til 2005 fjölg-
aði tónlistarskólum í Reykjavík úr 9
í 20. Á sama tímabili fjölgaði nem-
endum lítið.
Í erindi, sem Ágúst Einarsson
hélt á fundi í Kaldalóni 21. október
2014, kom fram að árið 2009 hefði
hlutfall tónlistarskólanemenda af
íbúafjölda Íslands verið 4,8%. Nem-
endafjöldi í tónlistarskólum í
Reykjavík árið 2009 er ekki að-
gengilegur í Árbók Reykjavíkur, en
árið 2012 var fjöldi þeirra nemenda
sem nutu styrks frá Reykjavík-
urborg 2.779 eða 2,34% af íbúa-
fjölda Reykjavíkur. Jafnvel þótt við
bætum nemendum í skólalúðra-
sveitunum við (422
nemendur) er fjöldi
reykvískra tónlist-
arnema langt undir
landsmeðaltali. Íbúa-
fjöldi í Reykjavík
jókst um rúmlega
14.500 á árunum 1995-
2012. Fjöldi stöðugilda
tónlistarkennara hélst
ekki í hendur við það;
árið 1995 voru þau
265, en voru komin
niður í 169 árið 2012.
Stöðugildum fækkar
þótt tónlistarnem-
endum fjölgi örlítið, sem þýðir að
hver nemandi fær minni kennslu.
Þjónusta við nemendur minnkar.
Samanburður við
nokkur önnur sveitarfélög
Eins og sjá má á töflu sem sýnir
framlög á íbúa sveitarfélaga þá er
framlagið í höfuðborginni áberandi
lægst bæði 2008 og 2012 og einnig
hefur framlag Reykjavíkurborgar
lækkað langmest í prósentum talið.
Hvað með húsakost og tækjakost í
tónlistarskólum í þessum bæjum?
Hafnarfjarðarbær, Garðabær og
Reykjanesbær hafa byggt mynd-
arlega yfir sína tónlistarskóla. Tón-
listarskólinn á Akureyri er með
glæsilega aðstöðu í menningarhús-
inu Hofi og Tónlistarskólinn á Sel-
tjarnarnesi er með góða aðstöðu á
vegum bæjarins. Höfuðborgin hefur
hins vegar ekki byggt yfir einn ein-
asta tónlistarskóla. Þvert á móti
hefur hún tekjur af húsnæði í eigu
tónlistarskóla í gegnum fasteigna-
gjöld og leigutekjur af þeim tónlist-
arskólum sem hafa aðstöðu í grunn-
skólum. Við þetta er að bæta að
vegna langvarandi fjársveltis og
samdráttar er endurnýjun tækja-
búnaðar og hljóðfæra langt frá því
sem eðlilegt getur talist í flestum
tónlistarskólum í borginni. Er það
ásættanlegt að höfuðborg Íslands
styðji áberandi minnst við tónlistar-
kennslu borið saman við aðra stóra
bæi?
Ástandið í dag
Tónlistarskólar í Reykjavík
standa frammi fyrir grafalvarlegu
ástandi. Nokkrir tónlistarskólar í
Reykjavík ramba á barmi gjald-
þrots. Rýnihópur á vegum borg-
arinnar lagði fram biksvarta
skýrslu í júní 2014 („Greining á
fjárhagsvanda tónlistarskóla í
Reykjavík“) þar sem fram kemur að
þeir skólar í Reykjavík sem eru
með hátt hlutfall nemenda á fram-
haldsstigi séu fastir í sjálfheldu tap-
reksturs.
„Samkomulag um eflingu tónlist-
arnáms sem gert var sumarið 2011
kveður á um fasta upphæð sem rík-
ið leggur til kennslukostnaðar á
framhaldsstigi og miðstigi í söng.
Upphæðin hefur verið of lág frá
fyrsta degi, m.a. vegna vanáætlunar
um fjölda nemenda á þessu skóla-
stigi.
Reykjavíkurborg tók þá afstöðu,
ólíkt öllum öðrum sveitarfélögum,
að borga ekki það sem vantar upp á
kennslukostnaðinn. Samt sem áður
er Reykjavíkurborg (ásamt öðrum
sveitarfélögum) að semja um kjör
þeirra sem kenna á framhaldsstigi –
m.ö.o. að semja um laun sem borgin
telur sig ekki eiga að greiða! Ég vil
undirstrika að í lögum um tónlistar-
skóla kemur fram að kennslukostn-
aður skuli vera greiddur að fullu af
hinu opinbera. Það hlýtur að vera
skýlaus krafa að farið sé að lögum
og annaðhvort ríki eða Reykjavík-
urborg greiði kennslukostnaðinn.
Skólar í Reykjavík með hátt hlut-
fall framhaldsstigsnema hafa verið
neyddir til þess að hækka skóla-
gjöld ár frá ári. Svimandi há skóla-
gjöld koma í veg fyrir jafnrétti til
náms, en þau duga þó hvergi nærri
til og eru margir skólar tæknilega
gjaldþrota vegna framkomu yf-
irvalda. Þetta er óþolandi ástand
sem verður að taka strax á.
Framtíðin
Hvernig sjá borgarfulltrúar tón-
listarmenntun fyrir sér í framtíð-
inni? Vonandi vilja þeir ánægða
kennara í öflugum tónlistarskólum
þar sem nemendur stunda krefjandi
og skapandi nám. Ég skora á borg-
arfulltrúa að skoða söguna og hug-
leiða hvort ekki sé kominn tími til
að snúa við blaðinu og styðja vel við
tónlistarskólana í höfuðborginni. Á
sínum tíma var því lofað að niður-
skurðurinn sem skólarnir urðu fyrir
eftir hrun (sem var töluvert meiri
en allar aðrar stofnanir á mennta-
sviði þurftu að þola) yrði látinn
ganga til baka við fyrsta tækifæri.
Vonandi gengur hann ekki bara til
baka, heldur verður stuðningur við
skólana aukinn þannig að sem flest-
um borgarbúum standi til boða að
stunda tónlistarnám.
Meira: mbl.is/greinar
Heimildir:
1. Sigurður Orri Guðmundsson: „Fram-
fylgja Reykjavíkurborg og ríki lögum um
fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla?
BS-ritgerð í hagfræði frá júní 2012.
2. „Greining á fjárhagsvanda tónlistarskóla
í Reykjavík“ skýrsla rýnihóps frá júní
2014.
3. Ágúst Einarsson: Ræða á fundi í Kalda-
lóni 21. október 2014.
4. Viðhorfskönnun foreldra barna í tónlist-
arskólum Reykjavíkur, 2009.
5. Árbók Reykjavíkur á netinu.
Eftir Þórunni
Guðmundsdóttur
»Höfuðborgin hefur
hins vegar ekki
byggt yfir einn einasta
tónlistarskóla.
Þórunn
Guðmundsdóttir
Höfundur er aðstoðarskólastjóri
Tónlistarskólans í Reykjavík
Höfuðborg – tónlistarborg?
Þróun á framlögum til tónlistarskólanna
Tölur eru á verðlagi febrúar 2012
1.050,2
2005
1.039,9
2008
992,3
2009
908,5
2010
791,8
2011
717
2012
799,5
1995
Framlag (m.kr)
*Miðað við verðlag í febrúar 2012.
Sveitarfélag 2008 2012 Breyting
Reykjavík
Hafnarfjörður
Garðabær
Seltjarnarnes
Reykjanesbær
Akureyri
8.751
10.045
14.473
26.544
13.835
11.184
6.035
7.800
11.371
22.768
12.061
10.620
31,00%
22,30%
21,40%
14,20%
12,80%
5,00%
Hlutfallsleg breyting á framlögum á íbúa sveitar-
félaga til tónlistarskóla frá 2008-2012*