Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur of miklar áhyggjur af hlut-
unum. Að liggja í vetrardvala er órjúfandi
þáttur sköpunar þinnar.
20. apríl - 20. maí
Naut Greindu þig frá almúganum með því
að koma með yfirlýsingu sem sker sig úr.
Vertu rólegur, fyrr eða síðar býðst þér hent-
ug leið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er kennslustund í
einbeitingu. Litlir hlutir gleðja oft mest.
Gerðu þitt besta til að afstýra leiðindum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur verið í stöðugri sjálfs-
skoðun um langt skeið þannig að nú veistu
nákvæmlega hver þú ert og hvað þú vilt.
Hvaðeina sem þú snertir verður að gulli.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reikna má með sviptivindum, óvænt-
um gjöfum og gróða hjá þér í dag. Gefðu
fólki þann tíma sem til þarf og sjálfum þér
um leið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur lagt hart að þér og átt nú
skilið að lyfta þér aðeins upp og njóta
ávaxta erfiðis þíns. Margar hendur vinna létt
verk og maður uppsker eins og hann sáir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það kallar á heilmikið skipulag þegar
margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess.
Sýndu þolinmæði og leyfðu smáu hlutunum
að lagast yfir lengri tíma.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu þér tíma til að sinna
heimilinu og lyfta því upp með því að mála
eða breyta til. Hafðu það í huga ef þú lendir
í rifrildi við einhvern og reyndu að setja þig í
spor annarra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn hentar vel til að koma
hlutunum á hreint við maka og nána vini.
Léttu af þér okinu við góðan vin og þú munt
sjá veröldina í nýju og betra ljósi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einfaldleiki er dagskipunin og þér
ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé
meira sagt. Löngun þín til að gera öðrum til
geðs getur leitt til þess að þú setjir þér
óraunhæf markmið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert næmur á það sem býr
innra með öðrum, en enginn veit raunveru-
lega hvað aðrir eru að hugsa. Fyrrverandi
makar gætu birst óvænt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samræður við foreldra eru mikil-
vægar í dag. Greiddu hundinum þínum,
vökvaðu blómin og þvoðu teppið. Leyfðu
hlutunum að þróast af sjálfu sér.
Þetta bréf barst mér: „Orð Ein-ars Kárasonar um flugvöllinn
og „hyskið“ hafa orðið hagyrð-
ingum að yrkisefni og er fésbókin
meðal annars vettvangurinn. Ein-
ar Kristinn Guðfinnsson skrifaði
á sína síðu: „Ég sé að Einar
Kárason nafni minn hefur náð því
að gera allt vitlaust út af ummæl-
um sínum um „hyskið“. Ef enn á
eftir að sverfa að nafna mínum
og góðkunningja þá vil ég hvetja
okkar sameiginlega vin Sigurð
Hansen að veita honum griðastað
(pólitískt hæli?) í Kakalaskála.“ –
En til skýringar skal þess getið
að Kakalaskáli er framtak Sig-
urðar og m.a. vettvangur fyrir
samkomur er tengjast Sturlungu
og fram fara í Skagafirði og þar
hefur sá umdeildi Einar Kárason
mætt til erindisflutnings um
Sturlungu.
Hjálmar Jónsson orti í tilefni af
færslu Einars Kristins á fésbók-
arsíðu hans:
Það fer ekki milli mála
að maðurinn kann að brjála
með „hógværum“ orðum
svo að hrekkur úr skorðum
hyskið í Kakalaskála.
Á fésbókarsíðu sinni birti Ey-
þór Árnason frá Uppsölum í
Blönduhlíð (og höfundur verð-
launabókarinnar Hundgá úr ann-
arri sveit):
Já, voðaskot var þessi miski
og vinsældar splundraði diski
– skaust hér um stræti
og kveikti upp læti
hjá latte- og landsbyggðarhyski!
Hjálmar Jónsson brást við og
sagði:
Dómar falla um dreifða byggð,
dag skal að kveldi lofa.
Eftir hávaða, hark og styggð,
hyskið er farið að sofa.
Enn orti Eyþór Árnason:
Menn berjast við djöfla og dára
drýsla og fanta og ára
en reiður ég verð
og ríf upp mitt sverð
ef brennið þið Einar minn Kára!
Og nú kom Kristján Björn
Snorrason, ættaður úr Óslands-
hlíð í Skagafirði, til skjalanna:
Það er skrýtið, ég skil ekki a tarna
þeim skrikar nú fóturinn þarna.
Frá hástemmdum heila
þeir hrokanum deila
og hreyta til foreldra og barna.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Landsbyggðarhyski og
Kakalaskáli
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG SVAFSTU, HERMANN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hugsa um hann
þegar hann er í burtu.
VIÐ SKORDÝR
HÖFUM SEX
FÆTUR
ÞÚ ERT MEÐ
ÁTTA LAPPIR
TÆKNILEGA
SÉÐ, JÁ...
EF ÞÚ TELUR MEÐ
VARALAPPIRNAR
ANDREMMA
ER ENGIN
AFSÖKUN!
ALLIR DREKAR
HAFA
ANDREMMU!
Rúmur mánuður er nú til jóla, ogþví býr Víkverji sig nú undir það
að fá spurninguna sem hann kvíðir
svo mikið fyrir: „Og hvað langar þig í
í jólagjöf?“ Víkverji vonar að lesand-
inn misskilji ekki. Honum finnst al-
veg gaman að fá jólagjafir (og afmæl-
isgjafir, ef út í það er farið). Hann
bara nennir voðalítið að hafa skoðun
á því hvað sig langi til að fá hverju
sinni. Bókatíðindin hjálpa aðeins, en
þó ekki nóg.
x x x
Og þar liggur hundurinn grafinn.Aðstandendur Víkverja geta
varla vitað hvað hann vill, þegar hann
veit það ekki sjálfur, og reyna því oft
að giska á hluti sem eiga að vera inn-
an hans áhugasviðs. Og raunar er
Víkverji nú í langflestum tilfellum
frekar sáttur við þá hugmyndaauðgi
sem birst hefur í jólagjöfunum til
hans og reynir Víkverji af veikum
mætti að svara í sömu mynt. Svo er
nú líka alltaf aðeins meira gaman
þegar gjafir eru óvæntar.
x x x
Annars treystir Víkverji því að allirfái eitthvað fallegt á jólunum, „í
það minnsta kerti og spil“, eins og
segir í textanum. Víkverji hefur
kannski minna við kertin að gera, en
hann hefur mikinn áhuga á hinum
ýmsu borðspilum. Svo mikinn raunar
að frú Víkverji mun eflaust hrista
hausinn þegar hún les þessar línur,
enda er varla bætandi á spilasafn
heimilisins.
x x x
Það vill svo vel til að á höfuðborg-arsvæðinu eru nú starfræktar
tvær verslanir sem sinna spilaþörf
Stór-Reykjavíkursvæðisins ágæt-
lega, Nexus og Spilavinir. Báðar
þessar verslanir hafa nefnilega staðið
sig mjög vel að mati Víkverja í því að
halda utan um viðskiptavini sína.
Meðal annars hafa þær staðið fyrir
fjölsóttum spilakvöldum og kynn-
ingum á spilum. Svipar þeim þannig
til borðspilabúða sem finnast erlend-
is, sem verða um leið ákveðnir mið-
punktar fyrir spilamenningu þess
svæðis sem þær sinna. Víkverji gerir
ráð fyrir að hann muni kíkja í báðar
þessar búðir í aðdraganda jólanna í
leit að gjöfum fyrir vini sína og
vandamenn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég er ljós í heiminn komið svo að eng-
inn, sem á mig trúir, sé áfram í
myrkri. (Jóhannesarguðspjall 12:46)
Vélsleðar
Reimar
Belti
Naglar
Hjálmar
Fatnaður
Sérpöntum varahluti í flestar gerðir vélsleða
Erum að fylla búðina af sleðum og sleðavörum
Nítró sport / Kirkjulundi 17
210 Garðabæ / Sími 557 4848
www.nitro.is