Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Þrír sænskir ríkisborgarar, sem hafa barist fyrir málstað samtakanna Rík- is íslams, féllu í loftárás Banda- ríkjamanna í sýrlenska bæn- um Kobane á sunnudag. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen. Tveir mannanna féllu samstundis en sá þriðji lést af sárum sínum eft- ir þessa sömu árás. Sænska utan- ríkisráðuneytið hefur ekki staðfest fregnirnar. Í frétt Expressen kem- ur fram að allir mennirnir hafi ver- ið af sómölskum uppruna. Þá segir að í hverri viku fari sex til sjö Svíar til Sýrlands til að berjast við hlið vígamanna Ríkis íslams. Kobane hefur sætt árásum vígamanna sam- takanna síðan um miðjan sept- ember en bærinn hefur verið var- inn af kúrdískum bardagamönnum. SÝRLAND Þrír Svíar féllu í loft- árás Bandaríkjanna Kobane Þrír Svíar féllu í loftárás. Svíar hafa eign- ast sinn fyrsta heimsmeistara í póker þegar Martin Jacobson fagnaði titlinum. Fékk hann að launum 10 millj- ónir bandaríkja- dala eða það sem nemur rúmum 1,2 milljörðum íslenskra króna. Mótið er haldið í Las Vegas og þar taka þátt þús- undir keppenda. Norðurlandabúar voru áberandi á mótinu og í öðru sæti varð Norðmaðurinn Felix Stephensen og fékk hann að laun- um rúma 5,1 milljón dollara eða það sem nemur tæpum 640 milljónum íslenskra króna. Þeir sem voru skráðir til leiks þurftu flestir að borga 10 þúsund dollara eða það sem nemur rúmum 1,2 milljónum króna, í þátttökugjald. Sumum var þó boðið á mótið. SVÍÞJÓÐ Svíar eignast heims- meistara í póker Sigurvegari Mart- in Jacobson vann. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Dag frá degi hefur ólga vegna fyr- irhugaðra framkvæmda við nýjan skipaskurð í Níkaragva vaxið í land- inu. Búist er við því að allt að 30 þús- und manns muni þurfa að flytja bú- ferlum á framkvæmdatímanum en áætlanir gera ráð fyrir því að ein- ungis taki fimm ár að grafa skurðinn og að fyrsta skipið muni geta siglt um hann árið 2019. Stærri en Panamaskurðurinn Samkvæmt áætlunum verður skurðurinn mun stærri en Panama- skurðurinn sem til þessa hefur tengt saman Kyrrahaf og Atlantshaf, þvert í gegnum Suður-Ameríku. Hefur hann fært Panama mikinn auð. Skurðurinn í Níkaragva verður 278 kílómetra langur, 30 metra djúp- ur og um 230 metrar að breidd. Til samanburðar er Panamaskurðurinn 87 kílómetra langur, 15 metra djúp- ur og rúmlega 33 metra breiður þar sem hann er breiðastur. Munu því allra stærstu skip kom- ast um hinn nýja skipaskurð en ekki hefur verið fært fyrir þau um Pa- namaskurðinn og hafa sum stærstu flutningafyrirtæki heims þurft að velja aðrar kostnaðarsamari flutn- ingsleiðir. Mæta vopnum búnir á heimili Mikil leynd þykir vera yfir áform- unum. Þannig hafa forsetinn, Daniel Ortega, og nánustu samstarfsmenn hans, einir upplýsingar um það hver áætlaður kostnaður við verkefnið verður. Þá hefur forsetinn ekkert gefið upp um það hvort íbúar, sem þurfa að flytja af svæðinu umhverfis skurðinn, fái bætur eða hverjar þær yrðu. Þetta vekur mörgum ugg og mótmæli hafa víða sprottið upp vegna þessa. Samhliða eru margir ósáttir við það að kínverskur fjár- festir standi að baki framkvæmdun- um og telja margir að með því séu kínversk stjórnvöld að reyna að auka ítök sín í landinu. Einu samskipti íbúa við yfirvöld hafa til þessa verið í gegnum starfsmenn kínverska verk- takafyrirtækisins sem mætt hafa í fylgd vopnaðra lögreglu- og her- manna á heimili fólks til þess að taka út hýbýli þess og skoða svæðið þar sem til stendur að grafa skurðinn. Náin tengsl við Peking Fréttaskýrendur segja að það þurfi ekki að koma á óvart að kín- verskt fyrirtæki standi að fram- kvæmdunum. Daniel Ortega hefur í forsetatíð sinni haldið sterkum tengslum við Peking. Þykja áformin koma til með að styrkja stöðu Kín- verja í Suður-Ameríku. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hve að- gengi landsins að hrávöru og fæðu mun batna eftir að skurðurinn verð- ur tekinn í notkun. Frekari fjárfestinga að vænta? Fjárfestingin kemur frá fyrirtæki í eigu kínverska viðskiptajöfursins Wing Jang. Talið er að kostnaðurinn við framkvæmdirnar verði um 50 milljarðar dollara eða um 6214 þús- und milljarðar króna. Vinskapur myndaðist á milli Wang og Ortega eftir að forsetinn sendi son sinn til Kína til þess að kanna möguleika á fjárfestingu Kínverja í Níkaragva. Í fyrstu stóð til að Wang myndi fjár- festa í uppbyggingu á fjarskiptaneti í landinu. Ekkert varð úr þeim áform- um en þess í stað var ákveðið að beina fénu til þess að gera skipa- skurðinn. Til þess að fá velvild stærstu viðskiptamanna Níkaragva bauð Wang þeim til Kína þar sem þeir nutu fylgdar lögreglu líkt og um heimsókn þjóðhöfðingja væri að ræða. Síðan hafa gagnrýnisraddir úr fjármálaheiminum í Níkaragva svo til þagnað en þess í stað hefur vakn- að orðrómur um að frekari fjárfest- ingar Kínverja sé að vænta í landinu. Umdeildum skipaskurði mótmælt í Nígaragva  Gert er ráð fyrir að skipaskurður sem tengir Kyrrahaf og Atlantshaf verði tilbúinn árið 2019  Stærri en Panamaskurðurinn  Eykur áhrif Kína AFP Mótmæli Íbúar á svæðinu þar sem áform eru um að grafa skurðinn eru uggandi yfir áformunum. Ljóst er að þeir munu þurfa að flytja búferlum vegna framkvæmdanna en ekkert hefur verið gefið upp um bætur til þeirra. 278 km skurður » Til stendur að grafa 278 kílómetra skurð þvert í gegn- um Níkaragva og tengja þannig Kyrrahafið og Atl- antshafið. » Skurðurinn er mun stærri en Panamaskurðurinn. » Margir óttast aukin ítök Kínverja í landinu. » Íbúar nærri skurðinum hafa mótmælt áformunum Aserskar hersveitir skutu niður armenska herþyrlu í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá varn- armálaráðuneyti Aserbaídsjans í Bakú. Aserar og Armenar hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna Nagorno-Karabakh, sem er land- svæði sem liggur á milli landanna. Árásin í gær þykir vera alvarleg- asti atvikið í Nagorno-Karabakh síðan samið var um vopnahlé á milli landanna árið 1994. Átökin eiga rætur sínar að rekja til ársins 1988 þegar Nagorno-Karabakh lýsti yfir sjálfstæði. Héraðið var byggt Ar- menum innan landamæra Aserbaíd- sjans. Aserar líta svo á að vera Ar- mena í Nagorno-Karabakh sé ólögleg. Talið er að um 30 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum og um milljón hafi hrakist frá heimilum sínum. Brotist hafa út átök öðru hverju síðan. Að sögn armenskra fjölmiðla voru þrír menn voru í þyrlunni þeg- ar hún fórst. Þeir létust allir. vidar@mbl.is AFP Herþyrla Aserar skutu niður armenska herþyrlu í gær. Aserar skutu niður armenska herþyrlu  Alvarlegasta atvikið síðan árið 1994 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.